Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Side 18
H e Iq a rb la 3 13 V LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 I 8 Skáldið er Moulinex heimsins Andri Snær Magnason var fyrir skemmstu tilnefndur öðru sinni til Is- lensku bókmenntaverðlaunanna og nú fyrir skáldsöguna LoveStar. ívikunni hlaut hann einnig íslensku bjartsýnis- verðlaunin. Andri Snær talar um ástina, hungurdauðahræðslu íslensku þjóðarinn- ar og vitlegsuna sem grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Haíði LoveStar kraumað lengi í höfði þínu? „Lengi vel var LoveStar miklu frekar tiifinning en saga. Ég var kominn með allmikla hugmyndasúpu árið 1998 sem voru drög að sögunni en þá sá ég ekki fyrir endann á henni og þorði ekki að leggja út í tveggja ára óvissuferð. Blái hnöttur- inn þrýsti fastar á og var tilbúinn í kollinum. Þegar ég leit yfir fyrstu drög sögunnar um daginn sá ég aö í lokagerð LoveStar var allt farið nema Indriði og Sigríður og blálokin. Lengi vel var alger heimsfriður ríkjandi í sögunni vegna þess að ógnarjafnvægi stórveldanna hafði verið lagað að einstak- lingum, sérhver maður hafði litla Kjamorkusprengju um hálsinn og væri honum ógnað myndi hann sprengja sig og ógnvaldinn í loft upp og allt í 50 km radíus. Afleiðingamar voru þær að menn þorðu ekki einusinni að djóka. En það er allt farið. LoveDeath kom í staðinn og dauðinn sem fjöl- skylduskemmtun og aðdráttarafl LoveStar skemmtigarðsins. Fólki er skotið upp í geiminn og látið hrapa til jarðar og brenna upp 1 gufuhvolfmu sem stjömuhrap. Ástin og guð komu síðar og fullkomnuðu heildarmyndina. Einhverjir hafa borið söguna saman við 1984 og Brave New World. Ég vildi gera slíka sögu fyrir okkar tíma, taka okkar drauma og útópíur og keyra þær í botn á miim hátt. Sagan er ekki beint alvarleg, ég vildi ekki skapa einhvem heim og fordæma hann beram orðum. í samfélagi LoveStar ríkir al- ræði auglýsinganna og nýjustu tækniframfarir þjóna allar stemningunni. Hugmyndin var ekki síst að skoða markaðinn frá sjónarhomi alræðis vegna þess að valdið virðist alltaf samt við sig, hvort sem það er kirkjan, konungsvald eða kommúnismi þá hneigjast allar stefhumar til að ná völdum yfir hugum fólks og innlima í sitt veldi ástina, dauðann og guö.“ „Tæknin leysir ekki vinnuna af hólmi, hún levsir vit- leysuna úr læðingi og við verðum dæmd til að halda henni gangandi vegna þess að annars hrynur kerfið. Vitleysan verður grunnatvinnuvegur þjóðarinnar," seg- ir Andri Snær Magnason rithöfundur sem tilnefndur liefur verið til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsögu sína LoveStar. Hann hlaut einnig í vikunni íslensku bjartsýnisverðlaunin. I)V-mynd Sigurður Jökull Maðurinn dæmdur til að strita Ertu þá með einhverjar tækniframfarir sem eiga eftir að verða að veruleika? Eins og tunglferðir Jules Vemes. „Mitt framlag til framtíðarinnar er ekki endilega fólgið í tækniframfóram heldur markaðslausnum. Hvaða skólabami sem er gæti dottið í hug að gera manninn handfrjálsan og sítengdan og það verður örugglega staðreynd eftir örfá ár en ég vildi reyna að sjá þetta fyrir mér í á annan hátt. Þar sem maðurinn er háður einhveiju stýrikerfi og uppfærslum á því og þeim tökum sem nást á honum. Maður hefúr það á tiifinn- ingunni að allar frekari framfarir héðan af hafi ekkert í fór með sér nema meiri vitleysu. Fyrirtæki einbeita sér að því að selja okkur megrunarlyf og skallakrem frekar en að bólusetja einhverja sem munu hvort eð er aldrei tilheyra markhópi. í gamla daga héldu menn að tæknin myndi leysa þá und- an stritinu. Við vitum núna að maðurinn er dæmdur til þess sem guð mælti fyrir um á sínum tíma; að strita í sveita síns andlits. Vélamar framleiða matinn en samt erum við áfram dæmd til að vinna tíu tíma á dag þótt níu af hverjum tíu tím- um dagsins fari í fáránleika." Það var um tíma mikið talað um „nýja hagkerfið". Ríkir það í sögunni? „Nýja hagkerfið er „rautt dvergurinn“, stripparar, grafisk hönnun og lækkandi kostnaður við fiölmiðlun. Kostnaðurinn viö að láta mann tala í hljóönema eða upptökuvél er ekki meiri en að láta mann standa við sjónvarpsrekkann í heimil- istækjum eöa við flæðilinu á Flateyri. Um leið og tæknin leysir afgreiðslumanninn og verðbréfasalann af hólmi mun þeim fiölga sem fá vinnu við að rugla i okkur. Bloggarar era sumir fyrsti vísirinn. Þeir eru einmiðlar, ef þú talar við bloggara ertu í viðtali. Hann vitnar í þig og ef hann gerir þaö ekki ertu ekki markverður. Þeir munu bráðum fá borgað fyr- ir aö blogga um pizzur og tala um verslanir á skemmtilegan hátt. Tæknin leysir ekki vinnuna af hólmi, hún leysir vitleys- una úr læðingi og við verðum dæmd til að halda henni gang- andi vegna þess að annars hrynur kerfið. Vitleysan verður grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Nýja hagkerfið hefur náö fullum þroska í LoveStar og þar hafa menn virkjað hugvitið og endurbætt lóuna og lagað hana að kröfum ferðamanna, þeir hafa ræktað mýs upp í alvöru lifandi Mikka mús og menn hafa dælt peningum í þjóðleg tákn vegna þess að eftir því sem táknin verða stærri og þjóðlegri þá dýpkar þjóðarvit- undin og þá aukast líkumar á því að þjóðin haldi sjálfstæði sínu.“ Má skilja LoveStar sem einhvers konar forspá? „Þetta er Völuspá - sem má ekki taka of alvarlega - og þó.“ Adam og Eva og Hans og Gréta Guð lagði mikla vinnu í að skapa heiminn og situr svo uppi með okkur. Þú leggur í skáldskap þínum og hugsjónum mikla áherslu á umhverfið og hvemig það mótar manneskj- una. „Ég neita því ekki að ég var undir miklum áhrifum frá honum þegar ég skrifaði söguna, lagði mikið i heiminn og heimsmyndina en fólkið er fremur ófullkomið og á fremur goðsögulegu plani. Ef guð hefði nostrað aðeins meira við heila mannsins og sleppt stélfiöðranum á páfuglinum væri heiminum betur borgið. Indriði og Sigríður era Adam og Eva, Hans og Gréta: óspennandi fólk sem hefur ekki mikið sjálft fram að færa en litast af aðstæðum sínum. LoveStar sjálfur er annars eðlis. Hann er fastur í kerfi eða vél sem hann skapaði sjálfur. Hann er hugmyndaveikur og veit að ef hann framkvæmir ekki þær hugmyndir sem hann fær muni einhver annar fá hugmyndina og framkvæma. Það er staðreynd og firrir hann ábyrgð. Hann lætur ekki stjóm- ast af græðgi því í raun koma hugmyndir peningum ekki við. Þeir era óhjákvæmilegur fylgifiskur en ekki markmiðið. Þeir sem era hugmyndaveikir hafa sannfæringarkraft og þeim tekst að fiármagna sig annaðhvort gegnum rikið, konung eða hlutabréfamarkað, allt eftir því hvaða kerfi er við völd.“ Ertu sjálfúr hugmyndaveikur? „Mér hefur nokkram sinnum tekist að koma hugmyndum í heiminn sem fyrir fram hefðu ekki talist markaðslega ör- uggar en tókust bærilega. Ef maður hefúr nógu mikla sann- færingu og áhuga þá eiga hlutimir það til að ná í gegn.“ Af hverju stofnarðu ekki auglýsingastofú? „Ég hef þurft að búa til fúllt af auglýsingum fyrir LoveDeath. Það er meira spennandi að búa til eigin kúnria, selja honum hugmyndir og vera þannig í framlínunni í stað þess að taka við hvaða sáputegund sem er. Ég tekið þátt í gerð nokkurra auglýsinga og það er allt í lagi sem inngrip en ótrúlegt ófrelsi til lengdar. Ég segi frá auglýsingunum þegar ég les upp fyrir unglinga. Þeir hafa mikinn áhuga á auglýs- ingum.“ Þú leitar mjög í hefðina til að varpa upp mynd af framtíð- inni og þar má nefria Indriða og Sigríði; elskendur í þeirri sögu sem margir telja fyrstu íslensku skáldsöguna og kastar þeim inn í bijálæðislega framtíðarveröld. „Skáldið er Moulinex heimsins. Það er í skáldinu sem heimurinn hrærist saman, samtíminn, framtíðin, fortíðin, arfinn og arfurinn. Skáldið hlýtur að taka það hráefhi sem heimurinn er og búa til eitthvað ætilegt. Fólk þarf á því að halda vegna þess að þegar það finnur bragðið þá skilur það heiminn betur og sér veröldina í nýju ljósi.“ Er ísland rétta sögusviðið fyrir stærsta fýrirtæki í heimi? „ísland hefur verið draumaland útópiunnar síðustu ár: Hér hefúr togast á ferðamannaútópían, genaútópían, vetnis- útópían og handfrjálsa útópían. Á hinn bóginn hefur ríkt aft- urhaldssöm nauðhyggja eins og inngróinn hungurdauði í þjóðarsálinni. Líklega frá þeim tíma þegar mannfiöldinn var í réttu hlutfalli við grasvöxt. Annaðhvort óx grasið og mað- urinn lifði eða grasið óx ekki og maðurinn dó. Hræðslan við hungurdauða lifir enn með þjóðinni og þessa hræðslu hafa stjómmálamenn nýtt sér þótt við séum í rauninni að kafha í spiki og vitleysu. Hungrið býr í heilanum. Gamla kynslóðin hafði guð og vissi að einhvem veginn myndi allt bjargast en setjum allt okkar traust á Halldór Ásgrimsson." Bjartsýni er ekki naív Það er stimdum talað eins og nútímamaðurinn sé fómar- lamb skemmtunar og afþreyingar. „Þegar ég gaf út Bónusljóð fór ég í viðtal sem gekk svo vel að ég fór yfir tímann og viðtali við konu frá Rauða krossin- um var frestað. Hún var að safna fyrir hungursneyð í Rú- anda. Þetta vora mínar fyrstu 15 mínútur af frægð og ég fékk hálfgert óbragð í munninn, mér fannst ég persónulega ábyrg- ur fyrir þeim mannslífum sem þessar 15 mínútur hefðu kannski bjargað. Þetta var innblásturinn að Bláa hnettinum að einhverju leyti. Ég var Gleði-Glaumur, það upplýsist hér með og hann býr enn þá í mér. Á þessari síðu hefði til dæm- is mátt fialla um vatnsbrunnagröft í Malaví. Þetta var reynd- ar árið 1996 og endalok sakleysisins á íslandi. Áður en ára- tugur græðginnar hófst með verðbréfafaraldri, stórvirkjun- um, þátttöku í loftárásum og aukinni morðtíðni. Tímabilið þegar alvöra grimmd var alls staðar annars staðar en hér.“ Þrátt fyrir þessa vélrænu framtíðarsýn LoveStar hlýturðu íslensku bjartsýnisverðlaunin. „Mér þykir óskaplega vænt um þá viðurkenningu. Bjart- sýnin tengist sannfæringunni og er ekki naív. Hún er ekki sjálfúmgleði heldur miklu frekar byggð á sjálfstrausti og rök- hugsun sem er studd af nagandi sjálfsgagnrýni sem má þó aldrei koma í veg fýrir að maður láti vaða. Bjartsýni er að stíga út á ritvöllinn og gefa út sína fyrstu bók, vitandi að 300 manns lesi bókina en 70.000 sjái dóminn í Mogganum. Bjart- sýni er að skrifa leikrit með enga reynslu og ekkert fast í hendi nema óbreytanlegan frumsýningardag. Bjartsýni er ekki að hugsa: þetta reddast, það er kæruleysi. í bjartsýni eins og mér sýnist hún birtast í þeim sem hafa fengið verðlaunin á undan mér felst að vera fylginn sér en þó aldrei fúllkomlega ánægður og hækka takmarkið um leið og maður nær því.“ -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.