Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Qupperneq 28
Helqa rblctö 13 "V
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002
Amman og ömmustelpan sigruðu
„Ég hef verið með í 11 ár og unn-
ið leikinn þrisvar áður. Ég sá fyrir
' myndina að húsinu I amerísku
tímariti en bætti bakaríinu og bak-
hliðinni við eftir eigin höfði. Þetta
tók um sex vikur,“ sagði Valdís
Einarsdóttir, Jaðarsbraut, Akra-
nesi, eftir að hún hafði tekið við
fyrstu verðlaunum í pikarköku-
; húsaleik Kötlu 2002. Að launum
hlaut Valdis gjafabréf frá Epal að
verðmæti 300.000 kr. og gjafabréf
frá Dúni og fiðri að verðmæti
100.000 kr.
Það er gjarnan haft á orði að
eplið falli ekki langt frá eikinnni
| og það má til sanns vegar heim-
færa á verðlaunafhendinguna í
gær. Ömmubarn Valdísar, Jensína
Kristinsdóttir, fékk fyrstu verð-
laun fyrir fallegasta barnahúsið,
- Gamecube leikjatölvu frá Bræðr-
unum Ormsson ásamt 15.000 kr.
gjafabréfi frá sama fyrirtæki.
Jensína fékk sín verðlaun á und-
an og vissi ekki að amma mundi
líka hampa 1. verðlaunum. Þegar
hún kom af sviðinu í Kringlunni
sagðist hún hafa verið tvær vikur
að gera húsið sitt og fengið smáað-
stoð frá ömmu við að líma þakið á.
Þarna er greinilega upprennandi
piparkökuhúsagerðarmeistari á
ferð enda fylgst með ömmu við
húsagerðina i mörg ár.
Önnur verðlaun
2. verðlaun í fullorðinskeppn-
inni hlaut Elva Dögg Þórðardóttir,
Birkivöllum, Selfossi, gjafabréf frá
Bræðrunum Ormsson að upphæð
70.000 kr.
3. verðlaun hlaut Ásgeir Magn-
ússon, Álakvísl, Reykjavík, gjafa-
bréf frá Bræðrunum Ormsson að
upphæð 30.000 kr.
Tvö hús voru jöfn að stigum í 2.
og 3 sæti í barnakeppninni og deila
þær Hildur Hörn Sigurðardóttir,
Vogagerði, Vogum, og Sigurbjörg
Eva Sigurðardóttir, Kolsholti 3,
með sér verðlaununum. Þær hljóta
hvor um sig 7500 kr. gjafabréf í
Kringunni.
í ■ É'
r i I l
A *
1$®’ * „
W . .. m
»*
ÍÍIllSÍi'::
' • * 'L0
!■ ■■■■
HHH
Nú er komin ný sending af hinum geysivinsælu Sirius Ijósaseríum
sem sannarlega hafa slegiö í gegn. Þær fást nú í ótal mörgum
litum og gerðum.
Komdu í heímsókn og líttu á úrvalið!
byggt búið
„ , .Kringlunni
Smaralind 568 9400
554 7760
DV-MYND HARI
Góðar samaii
Valdís Einarsdóttir nteð ömmubarninu, Jensínu Kristinsdóttur, en þær hlutu báðar 1. verðlaun í
piparkökuhúsaleik kötlu, amma í fullorðinskeppninni og Jensína í barnakeppninni.
Metþátttaka var í piparköku-
húsaleik Kötlu þetta árið en 50 pip-
arkökuhús bárust í keppnina. Dóm-
nefnd glímdi við erfitt verkefni
þegar hún þurfti að velja bestu hús-
in. Þurfti þrjár umferðir til að velja
vinningshúsin i hvorum ílokki. í
dpmnefnd voru Vala Matt, umsjón-
armaður Innlits-Útlits á Skjá ein-
um, Eyjólfur Pálsson í Epal, Anna
Bára í Dún og fiðri, Halldór J.
Ragnarsson, gæðastjóri Kötlu, Har-
aldur Pétursson, sölumaður Kötlu,
og Haukur Lárus Hauksson, blaða-
maður á DV.
Allir þátttakendur í keppni full-
orðinna fá Egils malt og appelsín
þegar þeir sækja húsin næstkom-
andi sunnudag á milli kl. 18 og 20.
Allir sem tóku þátt í krakka-
keppninni fá M&M jólakörfu þegar
þeir sækja húsin næstkomandi
sunnudag á milli kl. 18 og 20.
-hlh (
Sauðahangikjöt
er sælgæti
Bragðgæðingar íslands hafa ríka ástæðu til
að gleðjast því nú býður SS taðreykt sauða-
hangikjöt. Sauðahangikjöt er af veturgömlu
fé, mun bragðmeira, drýgra og kröftugra
en venjulegt lambakjöt. Taðreykta sauða-
hangikjötið tilheyrir fornri matarhefð
okkar Islendinga, eitt af því besta sem
gamla íslenska eldhúsið hafði að
bjóða. Gjörið svo vel að prófa!