Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Qupperneq 50
50 Helqarblctö 33 "V LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 Bílar Kraftmesti lúxusjeppinn Kostir: Aksturseiginleikar, afl Gallar: Afkastalítill regnskynjari Allar götur síðan fréttist af áætlunum Porsche sport- bílaframleiðandans um að smíða jeppa hefur varla mátt opna bílablað án þess að fjallað væri að einhverju leyti um hann. Skoðanir á hvort Porsche ætti nokkuð að vera að skipta sér af þessum markaði voru skiptar og efa- semdamenn margir. Allar hafa þessar raddir þó þagnað eftir að Porsche bauð til reynsluaksturs á gripnum á Spáni síðastliðnar vikur, en þar voru DV-bílar á dögun- um. Stærri en ætla mátti Þegar bíllinn sást fyrst í eigin persónu varð undirrit- aður strax hissa á hversu stór bíllinn var, miðað við hvað ætla mátti af myndum. Ekki varð undrunin minni þegar sest var upp í gripinn, enda plássið eins og í miklu stærri jeppum. Hliðarrými er sérlega gott og far- angursrými gleypir kynstrin öll af farangri. Staðalbún- aðurinn var líka ekki af verri endanum og má þar með- al annars nefna leðursæti, upplýsingaskjá og fleira. Fyrri prófunardaginn rigndi eins og hellt væri úr fotu og þá kom eini galli bílsins að mati undirritaðs i ljós, en það var regnskyiyarinn sem réð engan veginn við úr- hellið. Jeppi á 250 km hraða Báöum gerðum bílsins var reynsluekið á Spáni, bæði Cayenne S og Turbo, og verður hér sagt frá Turbo biln- um í þeirri von að það gefist tækifæri til að prófa S bíl- inn hér á landi. Cayenne Turbo er mjög öflugur jeppi, reyndar sá öflugasti af fjöldaframleiddum jeppum í dag eða 450 hestöfl. Vélin er að grunninum til sú sama og i S bílnum nema að þessi er með tveimur forþjöppum. Aflið kemst vel til skila eins og búast mátti við af Porsche enda þessi 2,3 tonna þungi bíll aðeins 5,6 sek- úndur í hundraðið. Bíllinn er líka hraðskreiðari en nokkur annar jeppi og hefur hámarkshraða upp á 266 km á klst. Við reyndum bílinn upp í 250 km hraða og var það hrein unun að fylgjast með hvernig hann límd- ist við veginn með meiri hraða, alveg eins og alvöru sportbill. Hefði einhver sagt mér að ég ætti eftir að keyra jeppa á þessum hraða er hætt við að maður hefði hlegið að viðkomandi fyrir nokkrum mánuðum. Læstur í bak og fyrir Cayenne er jeppi í þeim skilningi að hann er búinn millikassa sem hægt er að læsa og einnig læstu aftur- drifi. Skiptingin milli fram- og afturdrifs er 62% að aft- an og 38% að framan þannig að bíllinn leitast frekar við að vera yfirstýrður enda er það með ráðum gert. Hann er þó einrýmisbíll, líkt og Mitsubishi Pajero og er ekki byggður á grind heldur fær styrk sinn frá yfírbygging- unni. Afleiðingin er stífari bíll sem hentar vel við mal- biksakstur en síður í torfærum, eða hvaö? Porsche af- greiðir þetta á einfaldan en um leið sniðugan hátt. Bíll- inn er búinn alvöru loftpúðafjöörun sem er staðalbún- aður í Turbo bílnum og getur hún hækkað bílinn um 116 mm. Einnig er driflínan sérlega vel útfærð og hægt að leika sér með ýmsar stillingar og læsingar eins og á millikassa og afturdrifi. Auk þess er bíllinn búinn sér- lega virkri spólvörn og samspO hennar og öflugrar vél- arinnar er sérlega gott. Porsche hafði látið útbúa tor- færubraut við hliðina á Jerez-kappakstursbrautinni og þar var hægt að reyna bOinn í drullusvaði, djúpum hol- um, pollum og forugum brekkum. Gilti einu hvað bíln- um var boðið upp á og réð hann vel við allar torfærurn- ar. Kannski var mesta hrósið það að aldrei sáum við fastan bU í brautinni þrátt fyrir að þarna væru blaða- menn þjóða sem vissu varla hvað jeppi væri. Verðið kemur á óvart Það kom undirrituðum ekki síður á óvart að heyra hvað bOlinn á að kosta. S bíllinn mun kosta undir átta miUjónum sem þýðir að hann mun keppa við bUa sem lengi hafa verið vinsælir hérlendis eins og Range Rover og Land Cruiser 100. Ekki hefur verið látið uppi hvað Turbo bUlinn kemur tU með að kosta en hann verður ef- laust talsvert dýrari. Þótt Porsche vUji ekki bera hann saman við lúxusjeppa eins og VW Touareg og Volvo XC90 verður ekki hjá því komist að nefna að þeir byrja mun neðar í verði, eða á um 5,5 milijónir hvor. Taka þarf þó inn í myndina að það eru bUar með mun aflminni vélum og minni staðalbúnaði. -NG PORSCHE CAYENNE TURBO Vél: Rúmtak: 4,5 lítra, V8 bensínvél, 2 forþjöppur 4511 rúmsentfmetrar Ventlar: 32 Þjöppun: 9,5:1 Gírkassi: 6 þrepa, sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Loftpúðar Fjöðrun aftan: Loftpúðar Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD, PSM Dekkjastærð: 255/55 R18 YTRI TOLUR: Lengd/breidd/hæð: 4786/1928/1699 mm Hjólahaf/veghæð: 2855/157-273 mm Beygjuradíus: 11,6 metrar INNRI TOLUR: Farþegar m. ökumanni: Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/6 Farangursrými: 540-1770 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 15,7 lítrar Eldsneytisgeymir: 100 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 2/12 ár Grunnverð: Undir 8 milljónum kr. Umboð: Bílabúð Benna Staðalbúnaður: 6 öryggispúðar, Bose fjölóma hljóð- kerfi með 16 hátölurum, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnir, aðfellanlegir og upphitaðir speglar, regn- skynjari, tvöföld, hitastýrð miðstöð með loftkæl- ingu, spólvörn, skrikvörn, skriðstillir, stillanleg loft- púðafjöðrun, leðursæti og innrétting, rafdrifin framsæti og aðdráttarstýri, armpúði, leiðsögukerfi og upplýsingaskjár, aksturstölva, fjarlægðar- skynjarar að framan og aftan, sex 12V tengi, þoku- Ijós, Xenon aðalljós með beygjugeisla, 18 tommu SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 450/6000 Snúningsvægi/sn.: 620 Nm/2250-4750 Hröðun 0-100 km: 5,6 sek. Hámarkshraði: j 266 km/klst. Eigin þyngd: 2355 kg Heildarþyngd: 3080 kg o Pláss í aftursætum er gott eins og Benedikt Eyj- ólfsson reynir hér. © Fyrir miðju torfærubrautarinnar var leiksvæði með drullupyttum. © Öflug 4,5 lítra vélin er með tveimur forþjöpp- um og bókstaflega þeytir bílnum áfram. © Farangursrýmið er 540 lítrar með aftursætin í hefðbundinni stöðu. © Brekkurnar í torfærubrautinni voru skornar og leirugar en þær fór Cayenne samt án vandræða. © Mælaborðið er mjög fullkoinið í Cayenne. Tak- ið eftir handfanginu báðum megin á miðjustokk sem gott var að halda sér í í verstu torfærun- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.