Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Abalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aB birta aösent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. 50 milljónir á ári Ótrúlega tölu mátti lesa af síðum DV í vikunni. Þar var fullyrt að skemmdarverk sem unnin voru á skólum Reykjavík- ur hefðu kostað borgarbúa um fimmtíu milljónir króna. Þetta er griðarlegur kostnaður og i reynd með ólikindum hversu oft menn finna hjá sér þörf til að níðast á þessum opinberu byggingum. Sem dæmi má nefna að talið er að allt að 300 rúður hafi verið brotnar i skólum bogarinnar á nýársnótt og næstu tvo daga þar á eftir. Þetta er engu lagi likt. Skemmdarverkum á skólum Reykvíkinga verður varla likt við annað en faraldur. Á árinu 2001 var tjón vegna skemmdarverka á grunnskólum borgarinnar metið á 40 milljónir króna. Síst hefur dregið úr þessari villimennsku og er tjónið á síðasta ári metið varlega á 50 milljónir króna. Það er með öðrum orðum fimmtungi meiri kostnaður á milli tveggja síðustu ára. Þetta er ömurleg þróun og sýnir að yfirvöld verða að staldra við og gera ráðstafanir svo að kostnaðurinn aukist ekki enn frekar. Starfsmaður Fasteignastofu Reykjavíkur, sem sér um all- an rekstur á skólahúsnæði í borginni, sagði í DV á fimmtu- dag að lögreglan aðhefðist lítt eða ekkert þó vargarnir sem vinna skemmdir á skólum náist á eftirlitsmyndavélar. Lög- reglan fái skýrslu og sendi málið áfram en síðan gerist ekk- ert í dómskerfinu. Þetta er auðvitað íjarri lagi. Skemmdar- verk á skólum eru alvarlegur verknaður sem ber að refsa fyrir. Áhugaleysi lögreglu, ef rétt reynist, er aðeins ávísun á enn frekari skemmdarstarfsemi. „Það virðist allt vera eyðilagt,“ sagði starfsmaður Fast- eignastofu i DV á fimmtudag. „... gróður er brotinn, skilti brotin," segir hann og telur augljóst að skemmdarstarfsem- in fari versnandi. Lýsingar margra skólastjóra á skemmd- arverkum í skólum borgarinnar frá síðustu árum staðfesta þetta. Þær vitna um harðara samfélag þar sem virðing fyr- ir eigum náungans og samfélagsins er lítil sem engin. Oft á tiðum virðist vera gengið fram í þessum efnum af full- kominni vitfirringu. Þessi aukna skemmdarfýsn sem veður uppi í samfélag- inu er einn angi af nokkuð almennum sóðaskap og skrils- mennsku sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu um langt árabil. í leiðurum blaðsins hefur oftsinnis verið minnt á þetta efni: fólki stendur nokk á sama þó náunginn helli úr öskubakka bifreiðar sinnar út um dyrnar á gatna- mótum. Og sama fólk gengur yfir tyggjólagðar gangstéttir á leið sinni úr og í verslanir. Plastdrasl þekur umferðar- eyjar. Á margan hátt virðist sem aginn i samfélaginu sé af skornum skammti. Fölki finnst það geta leyft sér hvað sem er. Og unglingar skemmta sér við það að líma sprengjur á tugi rúðna á skólabyggingum og sprengja þær með látum til að fagna nýju ári. Þeir komast upp með það. Dæmin sanna að ekki er áhugi fyrir því að leita þá uppi og láta þá greiða fyrir glæp sinn. Það er eins og það taki því ekki. 50 millj- óna króna kostnaðurinn af skemmdarverkum er að verða bókhaldsdæmi. Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur- borgar, segir i DV i dag að áform séu uppi um að setja upp fleiri eftirlitsmyndavélar í skólum borgarinnar. Vélarnar hafi gefist vel. Stefán vill koma því til leiðar að i skólasam- félaginu verði byggður inn hvati til að nemendur vilji verja skóla sinn, þeim verði umbunað fyrir það með einhverjum hætti og eftir þvi sem minni skemmdir verði unnar á skól- um þeirra fái þeir betri verðlaun. Þetta er rétt stefna. Og kennir nemendum góða lexiu. LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 13V_________________ Ríkisrekin villimennska Repúblikaninn George Ryan, fráfar- andi ríkisstjóri niinois-ríkis i Banda- ríkjunum, setti ailt á annan endann á mánudaginn var þegar hann lét það verða sitt síðasta verk í embætti að aft- urkalla dauðadóma yfir öllum 167 dauðadæmdum fóngum fylkisins. Fjór- ir voru náðaðir og sleppt frjálsum þar sem Ryan er sannfærður um að pynt- ingum hafi verið beitt til að knýja fram játningar þeirra. Refsingum flestra hinna er breytt úr dauðadómi í lífstíð- arfangelsi. Ákvörðun Ryans aflaði honum lítilla vinsælda, enda nýtur drápsgleði banda- ríska dómskerfisins velþóknunar hjá meirihluta þjóðarinnar. Vinsæl refsing Þorri Bandaríkjamanna er hlynntur dauðarefsingum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallups eru 70% þeirra hlynnt þeim, 25% andvíg og 5% hlutlaus. Stuðningurinn hefur farið heldur minnkandi undanfarinn áratug og fer reyndar niður fyrir 50% þegar spurt er hvort menn telji dauðarefsingu eða lífstiðarfangelsi réttlátari dóm yfír morðingjum. Sé litið yfír lengri tíma kemur hins vegar í ljós að stuðningur við dauða- refsingar hefur aukist til muna í Bandaríkjunum frá því á sjöunda ára- tug, þegar hann var á milli 40 og 50%. Kannski það sé að hluta til skýringin á því að fjöldi þeirra sem hafa verið tekn- ir af lífí hefur margfaldast: aftökur voru 14 að meðaltali á níunda áratug en 54 á þeim tíunda! Ekkert lát er á þess- ari þróun því að meðaltal síðustu fímm ára er 78. En skoðanakannanir mæla ekki réttlæti. Meirihlutinn getur haft rangt fyrir sér. í góðum félagsskap Dauðarefsingum er beitt í um 90 löndum heims en hvergi á Vesturlönd- um nema í Bandaríkjunum. Þróunin er hröð og eindregin í eina átt: Á fjórða tug landa hefur afnumið dauðarefsingu frá 1990. Kínverjar taka langsamlega flesta fanga af lífi, eða um 1.000 á ári, en að þeim frátöldum eru Bandaríkjamenn í hópi þeirra drápsglöðustu ásamt frön- um og Egyptum. Aðrar þjóðir sem taka fólk af lífi eru til dæmis fyrirmyndar- ríkin Afganistan, Botsvana, Kúba, írak, Kenía, Líbía, Norður-Kórea, Pakistan og Simbabve. En þótt félagsskapurinn geti verið vísbending um hvort Bandaríkjamenn séu á réttri braut er hann ekki mæli- kvarði á réttlæti. Það er nefnilega sama hvaðan gott kemur. Engin fælingaráhrif Ekkert bendir til að dauðarefsingar stuðli að auknu öryggi borgaranna. Af öllum aftökum í Bandaríkjunum eru um 80% framkvæmdar í Suðurríkjun- um þar sem morðtíðnin er 8,4 á hverja 100.000 íbúa. Aðeins 1% er framkvæmt í Norðausturríkjunum þar sem morð- tíðnin er þó ekki nema 4,8. Samkvæmt tölum frá 1999 var morð- tíðni 5,5 að meðaltali í ríkjum sem leyfðu dauðarefsingu en 3,6 í ríkjum sem leyfðu hana ekki. Fjölmörg dæmi voru þá um að rfki sem leyfðu dauða- Fjöldi fanga á dauöadelld í Bandaríkjunum 1976-2002 1976 1978 19SO 1982 1994 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 Oiafur Teitur Guðnason blaöamaöur Ritstjórnarbréf refsingar væru miklu hættulegri en ná- grannaríki sem bönnuðu þær. Morð- tíðnin var þannig margfalt hærri í Missouri en í Iowa, hærri í Hlinois en í Wisconsin, hærri í Virginíu en i Vest- ur-Virginíu og svo framvegis. í Texas, sem tekur langílesta fanga af lífi, er morðtíðnin yfir landsmeðaltali. Árin 1952-67, þegar Kalifomía leyfði dauðarefsingar, Qölgaði morðum þar um að meðaltali 10% á ári. Árin 1968-1991, á meðan dauðarefsingar vom bannaðar í ríkinu, fjölgaði þeim aðeins um 4,8% á ári. Kanada aflagði dauðarefsingar 1976 - á næstu fímm árum fækkaði morðum um fímmtung og hefur fækkað allt til dagsins í dag! En fælingaráhrif eru hvort eð er ekki fullnægjandi réttlæting fyrir aftök- um, jafnvel þótt tækist að sanna að þau væm fyrir hendi. Þá væri nefnilega réttlætanlegt að taka saklausan mann af lífi svo lengi sem allur almenningur tryði því að hann væri sekur. Saklausir dæmdir Sumarið 1972 komust fímm dómarar af níu í Hæstarétti Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu, að dauðarefsingin stæðist ekki stjómarskrá eins og hún var framkvæmd. Árið 1976 höíðu ríkin brugðist við og lagfært löggjöf um dauðarefsingar til að fullnægja kröfum Hæstaréttarins. Frá 1976 hafa rétt tæplega 7.000 manns verið dæmdir til dauða í Banda- ríkjunum („aðeins" 822 hafa verið tekn- ir af lífi) en 102 þeirra hefur síðan ver- ið sleppt af dauðadeildinni af ýmsum ástæðum, sumum til dæmis vegna tæknilegra ágalla á málsmeðferð. En samkvæmt nákvæmum rannsóknum alríkisdómstóls í New York og samtaka sem eru HLYNNT dauðarefsingum á málum þessara 102 manna er óhætt að fullyrða að 35 til 40 þeirra hafi sannan- lega og án nokkurs vafa verið saklaus- ir. Þetta þýðir að nákvæmni réttarkerf- isins hvað dauðarefsingar varðar er ekki nema 99,5%. Um það bil 0,5% dauðadæmdra eru saklausir, eða einn af hveijum tvö hundruð! Þetta er sannarlega mælikvarði á réttlæti. Dómskerfí sem dæmir sak- lausa menn er ekki réttlátt. Á hinn bóginn má segja að séu gerð- ar kröfur um 100% ná- kvæmni muni þúsundir ódæðismanna sleppa; það verði hreinlega of erfitt að sanna á þá glæpinn. Auk þess verður dómskerfið sí- fellt nákvæmara, t.d. í kjölfar DNA- rannsókna, þannig að vandinn er kannski hverfandi. Eru ekki mennimir 35-40 til marks um að kerfíð virki, þrátt fyrir allt? Ekki hefur enn sannast að saklaus maður hafí verið tekinn af lífi. En þetta eru í raun aukaatríði, því að jafhvel 100% nákvæmni er ekki rétt- læting. Því er nefnilega ósvarað hvort dauðarefsing sé réttlætanleg í þeim fáu tilvikum þegar glæpurinn hefur náðst á myndband eða sannast með öðrum hætti þannig að ekki leiki nokkur ein- asti vafi á um sekt? Makleg málagjöld? Fangi er tekinn af lífí i Bandaríkjun- um á um það bil fímm daga fresti. Sá síðasti var Daniel Revilla - dauðadómi hans var fullnægt í Oklahoma-ríki í fyrradag. Revilla var dæmdur árið 1987 fyrir að bana 13 mánaða gömlum syni kærustu sinnar. Að hennar sögn hafði Revilla misþyrmt barninu í um það bil mánuð; lokað það ofan í eldhússkúffu, hengt það upp á fótunum og kaffært það í köldu vatni. Hún fullyrti að hann hefði hatað bamið vegna þess að hann var ekki faðir þess. Revilla fullyrti að hann hefði komið að baminu látnu og reynt í geðshrær- ingu að lífga það við; lamið það i kvið- inn, skellt því undir rennandi vatn sem óvart reyndist sjóðandi heitt, hlaupið með það út en rekið höfuð þess í dyrakarm og loks dottið með það í göt- una. Þetta skýrði að hans sögn þá miklu áverka og sár sem bamið hafði hlotið. Að því gefhu að Danial Revilla hafí verið sekur má fullyrða að flestir hefðu í sporum föður bamsins verið reiðu- búnir til að ganga sjálfír frá honum. Margir telja sjálfsagt að hann hafi feng- ið makleg málagjöld. Villimennska En jafnvel svívirðilegur glæpur á borð við þennan réttlætir ekki dauða- refsingu. Rökin fyrir því em þau sömu og vikuritið Economist (sem alla jafna er ekkert lamb að leika sér við!) styðst við í síðasta tölublaði þar sem það kemst að þeirri niðurstöðu að Vestur- lönd megi ekki falla í þá freistingu að beita pyntingum til að knýja hryðju- verkamenn til frásagnar um yfírvof- andi voðaverk: Menn vinna ekki stríð við villimenn með því að fóma siðferði- legum yfirburðum sínum. Einu raunverulegu rökin gegn dauðarefsingum em þau að slíkar refs- ingar eru villimannslegar og ómannúð- legar. Það er siðlaust að beita óvenju- lega grimmdarlegum refsingum. Að hluta til vegna réttinda þess sem refsað er en ekki síður og jafhvel enn frekar vegna sjálfsvirðingar þess sem refsar. Sigmundur Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.