Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 37
LAUCARDAGUR 18. JANÚAR 2003 He>Iqcirbfoö DV Gaspar Noe hefur gert umtalaða kvikmynd sein gengur nijög nærri fólki og það leitar læknis eftir sýningar. Myndin verður sýnd á Islandi í lok janúar. DV-mynd Hari Slysin í lífi okkar Gaspar Noe er arqentínskur kvikmqnda- leikstjóri sem starfar íParís. Mynd hans, Irreversible, var sýnd íCannes 2002 og fjöldi fólks leitaði læknis eftir sqninq- arnar. Mqndin verður sqnd á Islandi ílok janúar oq Gaspar ræddi málið við DV. Hin margumtalaða mynd, Ir- reversible, eftir leikstjórann Gaspar Noe, verður frumsýnd á íslandi 31. janúar nk. í Sambíóun- um. Myndin var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni i Cannes 2002 og vakti þar mjög sterk viðbrögð. M.a. þurfti að kalla eftir læknis- hjálp fyrir allmarga sem ekki þoldu efnistök myndarinnar en hún fjallar um ofbeldi í sinni verstu mynd og hefur alls staðar vakið miklar umræður þar sem hún hefur verið sýnd. Að sögn leikstjórans er tilgangurinn að sýna fram á að ofbeldi réttlætir ekkert og leysir engin vandamál. Aðalhlutverk myndarinnar eru leikin af Monica Bellucci og Vincent Cassel, en Monica er mjög þekkt leikkona í Evópu um þessar mundir og án efa ein vin- sælasta leikkona Frakka og á þátt- taka hennar örugglega sinn þátt í miklum vinsældum myndarinnar. Gaspar Noe er fæddur í Argent- ínu 1963 en hefur undanfarin ár unnið i Frakklandi þótt hann sé í raun ítalskur ríkisborgari. Þetta er fyrsta mynd hans sem vekur verulega athygli en hann hefur gert þrjár styttri myndir. Hann kom til íslands á dögun- um í fyrsta sinn og DV átti þess kost að ræða lauslega við hann. Það sem gerir kvikmyndina Ir- reversible óvenjulega og umtalaða er vægðar- laust ofbeldi. Myndin fjallar í stuttu máli um unga konu sem er nauðgað í undirgöngum í París af manni sem hún þekkir ekki. Árásin er heiftarleg og er sýnd í níu mínútna óklipptri senu sem mörgum áhorfendum finnst óþægilegt að sitja und- ir. Unnusti hennar og vinur hans fara af stað til að hefna verknaðar- ins. Myndatakan, sem Noe sá sjálfur um, minnir um margt á dog- mamyndir dönsku leik- stjóranna Vinterbergs og Lars von Trier svo það er freistandi aö spyrja leikstjórann hvort hann þekki verk þeirra og reglurnar sem þeir vinna eftir. „Mér er skítsama um allar reglur. Þegar við gerðum þessa mynd var fjármögnun henn- ar ótrygg og ekkert handrit tilbú- ið. Við spunnum samræður á staðnum og myndatakan er svona frjálsleg af því ég var hlaupandi með myndavélina um allt. Ég hef séð Festen og þótti hún góð en Idioterne var hræðilega vond mynd en um áhugavert efni,“ seg- ir Noe yfir íslenskum kaffibolla. - Frásagnarmáti Irreversible er nokkuð undarlegur en segja má að myndin gerist afturábak því hún byrjar á endinum. Hvers vegna er þetta svona? „Ég hef séð margar hefðbundn- ar bíómyndir og það sem hrífur mig alltaf mest er myndatakan, sérstaklega í löngum samfelldum skotum. Ég held að margt fólk hugsi svona eins og þessi mynd er sögð. Það hugsar í órökréttri röð og alls ekki í línulegri frásögn og mér fannst þetta skemmtileg áskorun að byrja á þvi versta og enda á því fegursta. Það fól í sér ákveðin vandkvæði sem var gam- an að leysa.“ Vil hreyfa við fólki - Myndin hefur vakið hörð við- brögð, fólk gengur út eða verður veikt og umsagnir um myndina eru í tveimur flokkum. Annars vegar segja menn: meistaraverk eða list- ræn „splatter“-mynd. Varstu að reyna að ganga fram af fólki? „Það er ekkert markmið í sjálfu sér að ganga fram af fólki. Við- brögðin hafa að mörgu leyti komið mér á óvart. Fólk varð veikt í Cann- es en það vissi ekki á hverju það átti von. Flestir sem kaupa sig inn vita hvað bíður þeirra. Mörkin á því sem hneykslar eru alltaf að færast. Fyrir 30 árum ældi fólk yfir Excorcist en í dag hlær það að myndinni. Ég hafna öllum „splatter“-merki- miðum. Ég er ekki að velta mér upp úr ofbeldi. Ég vildi gera mynd um fólk sem heldur að það eigi fagra og áhyggjulausa framtíð en verður svo fyrir slysi og myndin fjallar um við- brögð þess og afleiöingar slyssins. Það hefur komið mér á óvart að konur eru mun hrifnari af þessari mynd en karlar. Kannski óttast karlar nauðgun sjálfir og myndin af þeim er ekki sérlega hliðholl. Hitt er svo annað mál að auðvit- að reyna allir sem gera kvikmyndir að hreyfa við tilfinningum fólks. Ég vona að mér hafi tekist það.“ Ritskoðun og limir - Á íslandi voru sett þau skilyrði fyrir sýningum myndarinnar að hún yrði einungis sýnd á kvöldin. Hefur þú átt í erfiðleikum með rit- skoðun annars staðar? „Það kom mér á óvart að í Bret- landi, þar sem íhaldssemi er mjög mikil, var myndinni tekið mjög vel og hún samþykkt á almennar sýn- ingar mótmælalaust. Mér skilst að konur hafi átt sinn þátt í því en nauðgunarsenan, sem margir eiga erfitt með að þola, sýnir verknað- inn í réttu ljósi að mati margra. í Japan þurfti að setja ský yfir getnaðarlimi þar sem þeir sjást því bannað er að sýna þess háttar í Jap- an. Annars hafa hvergi verið nein vandamál með ritskoðun.“ - Hefur þú sérstakan áhuga á of- beldi eða var það eitthvað sérstakt sem kveikti hugmynd þína að þess- ari mynd? „Það er hugmyndin um slysin í lífi okkar. Ég þekki ung hjón sem voru mjög hamingjusöm og áttu fal- legt sex mánaða bam. Maðurinn missti það í gólfið og það dó og lif þeirra varð aldrei samt aftur. Það var slys.“ -PÁÁ Þýðingar fyrir leiksvið Leikhúsmál nefnast málfundir um leik- hús sem haldnir eru íBorqarleikhúsinu. Á morqun, sunnudaq, verða Leikhúsmál helquð þqðinqum fqrir leiksuið oq hefst fundurinn í forsal leikhússins klukkan 20.00. Spumingin hvort þýða eigi verk upp á nýtt fyrir hvem tíma hlýtur að vera áleitin í leikhúsinu, þeim stað þar sem textar em ævinlega túlkunaratriði. Sam- tímis em þeir grundvöllur og þegar um sígild verk er að ræða eiga þeir sér sitt eigið líf utan leikhússins eðli málsins samkvæmt. Þegar leikritið er samið á móður- málinu er hins vegar sjaldnast spurt að því hvort semja eigi verkið aftur fyrir hvem tíma, aðeins hvemig eigi að setja það upp. í erindinu verður litið á rökin með og móti því að þýða aftur og hvers vegna þýðingar sígildra verka geta oft valdið deilum. Um þetta mun Gauti Kristmannsson fjalla í erindi sínu sem ber titilinn „Að þýða aftur og aftur?“ Á eftir honum tekur Hallgrímur Helgason til máls og fjallar um nýja þýðingu sína á Rómeó og Júliu sem verið er að sýna í Borgarleikhús- inu, í samstarfi við Vesturport. Því næst mun Kjartan Ragnarsson segja sína skoðun á þýöingum fyrir leik- svið. Að lokum verður boðið upp á umræður um efnið sem vonandi verða kraftmiklar eins og oft í leikhús- málum. Frummælendur eru Gauti Kristmannsson, bók- menntafræðingur og kennari í þýðingafræðum við HÍ, Hallgrímur Helgason, rithöfundur og þýðandi Rómeó og Júlíu sem Vesturport sýnir í Borgarleikhúsinu, og Kjartan Ragnarsson leikstjóri. Wilfium Shakespeare. Ljóðasöngur, strengir og píanó Á morqun, sunnudaq, klukkan 16 heldur enski barítóninn Alex Ash- worth tónleika íSalnum ásamt strenqjakvartett oq píanói. Tónleikarnir hefjast á „Songs of Travel“ eftir Vaughn Williams þar sem Alex syngur við undir- leik Önnu Rúnar Atladóttur. Alex og strengja- kvartett skipaður þeim Sif Tulinius, Lin Wei, Þórunni Ósk Marinósdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni, ásamt píanóleikaranum Richard Simm frumflytja á íslandi ljóðaflokk eftir Ivor Gumey. Gestasöngvari á tónleikunum er Inga Stefáns- dóttir messósópran og syngur hún „Zwei Gesange" eftir Brahms og „Chanson Perpétuelle" eftir Chausson. Alex Ashworth barítón stundaði nám við Royal Academy of Music í Lundúnum þar sem hann út- skrifaðist með hæstu einkunn í júlí síðastliðinn. Þar fór hann með hlutverk „FalstafT1 í sam- nefndri óperu og lýstu gagnrýnendur The Times honum sem stórkostlegum barítón. Alex er nú á leiðinni til Skotlands þar sem hann mun syngja við Skosku óperuna aðalhlutverk óperunnar Év- gení Ónegín eftir Tsjajkovski. Inga Stefánsdóttir messósópran lærði við Söng- skólann í Reykjavík þar sem kennarar hennar vora Guðmunda Elíasdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Framhaldsnám stundaði hún við Royal Academy of Music í Lundúnum hjá Eliza- beth Ritchie og Julius Drake. Inga hefur sungið á tónleikum bæði á íslandi og Englandi og einnig komið fram í sjónvarpi í þætti Lesley Garrett hjá BBC. Næsta verkefni Ingu er óratorían „Elijah" eftir Mendelssohn í Yorkshire í Englandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.