Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Helcjarblað DV 29 Wenger berst fyrir Gilberto Það stefnir í átök milli Arsene Wenger, framkvæmdastjóra Arsenal, og brasilíska knatt- spyrnusambandsins vegna Gil- berto Silva. Brasilíska landslið- ið mætir því kínverska í vin- áttulandsleik 14. febrúar næst- komandi og hafa þeir lofað því að mæta með sitt sterkasta lið og þar með verður Silva valinn í hópinn. Ef Gilberto fer til liðs við brasilíska landsliðið þá kem- ur hann líkast til með að missa af þremur leikjum Arsenal - gegn Newcastle í deildinni, Ajax í meistaradeildinni og leik í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Það finnst Wenger engan veginn ganga upp og ætlar hann að berjast fyrir þvi að halda Gil- berto í Englandi því honum finnst glórulaust að missa hann í vináttulandsleik til Kína. Heskey að koma til Emile Heskey, sóknarmaður Liverpool sem hefur ekki skorað í síðustu 19 leikjum liðsins, hef- ur játað að frammistaða hans á þessari leiktíð sé að setja lands- liðsferil hans í hættu en hann hefur trú á því að hann muni finna fjölina sína á nýjan leik. „Þetta hefur verið dapurt tíma- bil hjá mér og það tekur á. Ég hef ekki komið mér í gang og liðið hefur átt í álíka vandræð- um. Ég veit ekki hvort ástæðan er þreyta eftir HM. Margir leik- menn sem fóru á HM eru að leika vel og ég vil síður nota það sem afsökun fyrir spilamennsku minni. Ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér og þá kemur þetta,“ sagði Heskey sem hefur aðeins gert 3 mörk í 32 landsleikjum. Hann er mjög ánægður með það að Ian Rush skuli vera kominn til að aðstoða framherja félagsins og hann vonast til þess að það hleypi lífi í sig á ný. „Ég hef aldrei haft framherjaþjálfara áður en Rush hefur gert þetta allt áður og veit hvað hann er að tala um. Það getur ekki gert okkur neitt ann- að en gott,“ sagði Heskey að lok- um. Óheppnin eltir Björne- bye Það verður seint sagt að heppnin elti norska knatt- spyrnumanninn Stig-Inge Björnebye, leikmann Blackburn Rovers, á röndum en hann var næstum því búinn að missa ann- an fótlegginn á dögunum og það aðeins níu mánuðum eftir að hann var næstum búinn að missa sjónina. Björnebye var heima í Noregi að jafna sig af meiðslum þegar fóturinn á hon- um varð dofinn og var rokið með hann á spítala þar sem rétt tókst að bjarga fætinum eftir fimm tima aðgerð. „Mér var sagt að ég væri heppinn að halda fæt- inum og því er ég afar þakklátur skurðlæknunum," agði Björne- bye sem fyrir vikið leikur vænt- anlega ekki meira með í vetur. Er hann meiddist um daginn þá var hann nýbyrjaður að spila á ný eftir að hafa verið frá í sjö mánuöi vegna augnsjúkdóms sem gerði hann næstum blind- an. -HBG Verki mínu hjá Leeds ólokið Það vakti mikla athygli er Robbie Fowler hætti við að ganga í raðir Man. City á elleftu stundu á fimmtudaginn og voru margar kenningar á lofti hvers vegna hon- um hefði snúist hugur. Fowler segir að ástæðan hafi ein- faldlega verið sú að honum finnist hann ekki hafa sýnt stuðnings- mönnum Leeds hvað í honum búi. „Ég hef ekki enn haft tækifæri til að sýna stuðningsmönnum Leeds hvað ég virkilega get og því ákvað ég að vera áfram hjá félaginu. Ég hef ekkert á móti Kevin Keegan og Man. City og ég var upp með mér yfir áhuga þeirra. í huga mínum vildi ég alltaf vera áfram hjá Leeds og það skiptir mig miklu að geta endurgoldið þann stuðning sem ég hef fengið frá stjórn og stuðnings- mönnum Leeds," sagði Fowler sem fær væntanlega ekki hlýjar móttök- ur frá stuðningsmönnum Man. City í framtíðinni eftir þessa framkomu en hann var bæði búinn að semja um laun og fara í læknisskoðun áö- ur en honum snerist hugur. -HBG Robbie Fowler, sem sést hér í leik gegn Malaga fyrr í vetur, ætlar að vera áfram hjá Leeds og sýna hvað í honum býr. Reuter Pvottavél+þurrkari Pvottavel+þurrkari ISIardi kæliskápur Pvottavél+þurrkari •Miðast við að greitt sé með Visa- eða Euroraðgreiðslum VERÐSPRENGJUR FYRIR HpiMILIO UT JAINIUAR ÞvottavéHOOO snúninga, tekur 5 kg. Sjálfstæð hitastýring, 30 sm hurðarop, innbyggð vigt sem stýrir vatnsmagni. 13 Þvottakerfi m.a. ullarvagga og flýtiþvottur. Hurð opnast í 180°, geturtekið inn heitt og kaltvatn. Þurrkari með baitca sem tekur 5 kg. 2 hitastillingar og krumpuvörn Bæði tækin saman aðeins kr. 66.800 Verð áður kn 93.800,- Þú sparar kr. 27.000- gfi vaimmvanassBí^ ÞvottavéHOOO snúninga, tekur 5 kg. Sjálfstæð hitastýring, 30 sm hurðarop, innbyggð vigt sem stýrir vatnsmagni. 13 Þvottakerfi m.a. ullarvagga og flýtiþvottur. Hurð opnast í 180°, geturtekið inn heitt og kalt vatn. Þurrkari með barka og rakaskynjara sem tekur 5 kg. 2 hitastillingar, 2 rakastillingar, tímastilltur og krumpuvörn. Ryðfrí tromla. Bæði tækin saman aðeins kr. Vferðáðurkn 98.800.- 77.800.- Þú sparar kr. 21.000.- Magnari: 180W RMS , DVD-Video-Útvarp, CD/VCD-R /SVCD-RW discs RDS, FM/AM útvarp, Dolby digital stafrænn magnari. Verð aðeins kr. 59.000.- 25% fliriniaviM! ’ 4byr« ÞvottavéHOOO snúninga, tekur 5 kg. Sjálfstæð hitastýring, 30 sm hurðarop, innbyggð vigt sem stýrirvatnsmagni. 13Þvottakerfim.a. ullarvagga og flýtiþvottur. Hurð opnast í 180°, geturtekið inn heitt og kaltvatn. Barkalaus þurrkari með rakaskynjara sem tekur 6 kg og veltir í báðar áttir. 2 hitastillinqar og krumpuvörn Bæði tækin saman aðeins kr. Verðáðurkn 128.800.- 95.900.£ Þú sparar kr. 32.900.- afsláttur af öllum vöskum bæði í stáli og úr graníti Stálskápur með kámvöm Stærð: Hæð/breidd/dýpt: 180/60/60cm Stærð kælis/frystis: 229 L/90 L. Fjögurra stjörnu frystir Orkunýting A og sjálfvirk afþíðing á kæli 79.900.- Verð áður kn 115.900,- Þú sparar kr. 36.000.- RflFMKWRZLUN ÍSLflNDS ff Opið virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 Verð miðast við staðgr. - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Fyrirspurnir: karl@ri.is aby
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.