Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 H<2Iqctrbfctö I>V 5/ Mitsubishi snýr vörn í sókn Nýtt andlit Pajero felst aðallega í nýjum stuðara, grilli og samlit, auk meiri búnaðar. Bflaframleiðandinn Mitsubishi hef- ur nú blásið tfl sóknar eftir slakt gengi í því sem næst áratug. Söludefld Mitsu- bishi í Evrópu hefúr fengið nýtt nafn og starfsfólk og söluumboðin í Evrópu keppast við að kynna nýjustu bflana og góðan árangur i París-Dakar. Mitsu- bishi hefur tilkynnt nýja „viðsnún- ingsáætlun" og er lykflatriði í þeim viðsnúningi kynning á 12 nýjum gerð- um bíla á næstu fimm árum. Betur búinn Pajero Umboð Mitsubishi á íslandi, Hekla, er líka komið í fullan gang og kynnir um mánaðamótin nýja gerð Pajer- ojeppans sem fengið hefur andlitslyft- ingu og meiri búnað. Mesta sýnilega breytingin er að framan á grilli og stuðara og nú eru Mitsubishi-demant- amir ekki lengur rauðir heldur silfúr- litir. Betur búinn nær hann að keppa við bfla eins og nýja Land Cruiser- jeppann í verði jafnt sem búnaði. Ódýrasta útgáfa hans mun kosta 3.990.000 kr„ eins og ódýrasta útgáfa Land Cruiser 90, og fullbúinn GLS 5.2S0.000 kr. Sem dæmi um staðalbún- að í GLS er fimm þrepa valskipting, skriðstillir, leðurinnrétting, sóllúga, tvískipt loftkæling, sex diska magasín og þriðja sætaröðin sem fellanleg er ofan í gólfið. Hægt verður að fá meiri aukabúnað en áður, eins og fullkom- inn upplýsingaskjá. Þrír nýir á rúmu ári Hekla mun einnig kynna í apríl nýj- an bfl sem tekur við af Pinin-jepplingn- um. Sá bíll heitir Outlander og svipar honum mikið tfl Honda CR-V í stærð og búnaði. Nýr Lancer verður kynntur í september og það sem mest er um vert er algerlega ný útgáfa Colt sem væntanlegur er um mitt næsta ár. Að sögn talsmanna Heklu munu þessir bflar fást á samkeppnishæfu verði viö aðra svipaða bfla á markaði. Hér á árum áður var Mitsubishi eitt mest selda merki á landinu og átti stóran þátt í að gera Heklu að því veldi sem fyrirtækið er í dag. Hvort merkið nær fyrri vinsældum skal ósagt látið en búið er að blása í herlúðra í herbúðum Heklu og verður því gaman að fylgjast með framhaldinu. -NG Vænta má þess að næsta kvnslóð Colt verði mjög áþekk þeim hug- myndabíl seni liér er sýndur. - s- • * MMC Outlander er meðalstór jepplingur sem fyrst var fram- leiddur fyrir Ameríkumarkað. 100 ára afmæli Ford haldið hátíðlegt í ár Greint er frá því á heimasíðu Fornbílaklúbbsins, fombill.is að Ford-fyrirtækið á 100 ára afmæli í ár. Af því tilefni verður mikið um dýrðir í Fordborginni Dearborn, sem er skammt frá Detroit. Verið er að leggja síðustu hönd á gríðarlegar endurbætur á safninu í Greenwich Village og nú er ráðgert að endur- framleiða T-Fordinn í takmörkuðu upplagi fyrir þá sem treysta sér til að keyra þann ágæta vagn. Síðan kemur ný afmælislína af nýrri gerð- um, þar sem bílamir verða að sjálf- sögðu allir svartir, en það var uppá- haldslitur Henry Fords sáluga. Þeg- ar framleiöslan á T-Fordinum var sem mest á árunum fyrir 1920 var svarti liturinn sá eini sem þornaði nógu fljótt fyrir færibandavinnuna þannig að Henry varð að gefa út þá yfirlýsingu að menn gætu fengið hvaða lit sem væri á T-Fordinn, svo framarlega sem hann væri svartur. Afmælisbílamir, sem verða fáanleg- ir i takmörkuðu upplagi, eru af gerðunum Taurus, F-150, Focus, Ex- plorer og Mustang. Hópkeyrsla aldarinnar Aðalhátíðahöldin verða dagana 12. til 16. júní, þegar búist er við 100.000 gestum til Dearbornborg- ar. Reyndar teygja hátíðahöldin sig inn til Detroit, þar sem verið er að breyta gömlu 20.000 fer- metra T-Ford-verksmiðjunum við Highland Park í safn, en þangað hefur 1000 gestum verið boðið sér- staklega. Þegar Ford stóð á há- tindi ferils síns runnu 1000 T- Fordar af færiböndunum við Highland Park, þar sem 100.000 llér má sjá Ford T ásamt svörtu afmælisbílunum. verkamenn störfuðu undir sama þaki. í tilefni af aldarafmæli Fordbílsins verður farinn sérstak- ur leiðangur á 42 T-Fordum þvert yfir Bandaríkin, frá Los Angeles til Detroit, sem er 4800 km leið. Leiðangurinn hefst 24. maí og ekið verður 6 tíma á dag, samtals í 20 daga. Meðalhraðinn verður 56 km á klukkustund og ekið verður jafnt í rigningu sem sólskini, en ætlunin er að renna í hlað í Detroit fimmtudaginn 12. júní, þegar hátíðahöldin hefjast. -ÖS Tilraunabílar frá Hyundai og Daewoo Draumur á hjólum var þema Hyuqdai á bílasýningunni í Seoul í desember, en þar frumsýndi Hyundai HlC-tilraunabilinn, auk HCD-7 sem frumsýndur var í Chicago. HIC, sem stendur fyrir há- tæknisportbíl, er byggður á XG-und- irvagninum og er knúinn 3,5 lítra V6 vél. Bílnum er ætlað að vera prófunarbíll fyrir nýjustu tækninýj- ungamar og má þar nefna skrið- stilli sem skynjar fjarlægð, nætur- sjón og bakkmyndavél. Einnig var ný útgáfa coupé-bílsins frumsýnd og kallast hann Aero og stærri og hærri útgáfa Santa Fe Mountaineer. Jeppi og fjölnotabíll Daewoo frumsýndi einnig tvo til- raunabfla í Seoul, Flex og Oto. Flex er stór fjölnotabíll, svipaður að stærð og Renault Espace, en er sérstakur fyrir stór hjól og lága veghæð. Greinilega hefur verið sótt í aðra hönnun franska framleiðandans sem sést vel á afturenda sem líkist nokk- uð Avantime og nýja Mégane. Bíllinn er með sæti fyrir níu og í honum er afþreyingarkerfi sem inniheldur leikjatölvu og DVD-spilara. Oto bygg- ist á DMS-1 tilraunabílnum og er blanda jeppa og sportbíls, en slíka til- raunabíla eru margir aðrir framleiö- endur með í undirbúningi, eins og Toyota og Mitsubishi. Hann er svip- aður að stærð og Jeep Cherokee og er með sæti fyrir sjö. Aðkoma í aftari sætaraðimar er í gegnum aftiu-dyr sem opnast öfugt og því er eins og billinn sé aðeins tveggja dyra. Ailir tilraunabílamir frá þessum kóresku framleiðendum era greiniiega ekki langt frá framleiðslustiginu og því ekki langt að bíða þess að við sjáum þá með eigin augum. -NG Flex er fjölnotabíll frá Daewoo og tekur níu manns í sæti. Oto er jeppi seni er stutt frá því að komast á framleiðslustigið, enda veitir Daewoo ekki af jeppa eftir að jeppafrainleiðandinn SsangYong var skilinn frá Daewoo. Hvundai Coupé liefur fengið nýjan framenda og kallast þá Aero. Svipmót Santa Fe er auðséð í ; Mountaineer en hann er stærri út- gáfa jepplingsins. HIC er hátæknivagn sem notaður er til að prófa nýjustu tækninýj- ungarnar. Vélhjólabraut á Álfsnesi? Rétt fyrir áramót var svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 staðfest af umhverfisráðherra. í því er að finna framtíðarsýn sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu um upp- byggingu og þróun byggðar næsta ald- arfjórðunginn. Með samþykkt þess er opnað fyrir langþráð akstursíþrótta- svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins á Álfs- nesi, en það hefur verið vilji fyrir því að gera þar framtíðar-útivistaraðstöðu fyrir skotveiðimenn og vélhjólafólk, bæði hjá umhverfisráðuneyti og Reykjavíkurborg. Að sögn Stefáns Her- mannssonar, borgarverkfræðings og sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála hjá Reykjavíkurborg, tekur svæðis- skipulagið á stóru málunum en vísar ákvörðunartöku til umfjöliunar í aðal- skipulagi sveitarfélaganna. „Ekki hafa verið leyst ýmis mál varðandi Áifsnes- ið, eins og urðun sorps þar og fleira. Mikill áhugi hefur verið á að skotfélög- in fái þama aðstöðu og erum við með fjárheimiid fyrir gerð aökomuvegar. Reykjavíkurborg hefur sýnt báðum málunum áhuga og mun vegurinn nýt- ast báðum aðilum." Stefan sagði enn fremur að tekið hefði verið jákvætt í erindi VÍK um aðstöðu á Álfsnesinu og er verið að ganga frá samkomulagi við klúbbinn. -NG Suzuki Sidekick Sport, ssk., skr. 2/96, ek. 115 þús. Verð kr. 860 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk., skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Galloper 2,5, dfsil, ssk., skr. 9/99, ek. 78 þús. Verð kr. 1490 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is SUZUKl BILAR HF. Sketfunnl 17, sími 568-5100 Suzuki Jimmy JLX, bsk., skr. 6/99, ek. 49 þús. Verð kr. 990 þús. Skoda Octavia Elegance, ssk., skr. 10/02, ek. 1 þús. Verð kr. 1890 þús. Baleno Wagon 4x4, 1/99, ek. 79 þús. kr. 1170 þús. Suzuki Baieno GLX, 4 d., bsk., skr. 8/99, ek. 38 þús. Verð kr. 1100 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk., skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 750 þús. Suzuki Grand Vrtara 2,7 XL-7,33?, breyttur.skr. 9/01, ek. 4þús. Verð kr. 3690 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk., skr. 11/98, ek. 87 þús. Verð kr. 1490 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.