Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 DV Helgarblað Samband rithöfundarins Lyttons Stracheys og Doru Carrlngton var bæöi fallegt og átakanlegt. Þau bjuggu saman I sextán ár. Hann var samkynhneigöur en hún elskaöi hann af ótrúlegri staöfestu og liföi fyrir hann. Þegar hann lést missti hún lífslöngun. Lytton Strachey fæddist árið 1880 og ólst upp við gott atlæti móður sinnar. Hann kynntist harð- neskju heimsins þegar hann var sendur að heim- an og í skóla þar sem hann varð fyrir einelti. Hann þótti álkulegur, með langa útlimi sem virt- ust sífellt flækjast fyrir honum. Alla ævi urðu einhverjir tii að líkja honum við fuglahræðu. Hann var viðkvæmur og mislyndur einstak- lingur sem uppgötvaði snemma að heimurinn er harður og miskunnarlaus. Hann komst einnig að þeirri niðurstöðu að fólk væri upp til hópa ekki sérlega áhugavert. Hann brást við með þvi að láta eins og hvorki heimurinn né íbúar hans kæmu sér við. Hann kom sér i hlutverk kaldhæðins áhorfanda og gaf ekki höggstað á sér með því að opinbera innstu tilfmningar sínar. Með árunum gekk hann inn í þetta hlutverk af sífellt meira ör- yggi og sá eiginleiki hans að geta hafið sig yfir aðstæður gerði það að verkum að fólk laðaðist að mönnum og málefn- um. Hún bjó yfir bamslegu sakleysi, viðkvæmni og einlægni. Eftir stutt kynni þeirra Lyttons varð hún yfir sig ástfangin af honum. Innst inni gerði hún sér vonir um að Lytton myndi giftast henni en hún setti engin skOyrði. Lytton þótti vænt um Carrington en hann var ekki ástfanginn af henni. Hann dáði lífskraftinn sem hún bjó yfir en gramdist stundum menntunarskortur hennar og sá kjánaskapur sem hún gerði sig einstaka sinn- um seka um. Hann var upp með sér vegna ástar hennar og aðdáunar en vissi ekki ætíð hvemig hann átti að bregðast við. „Samband háð takmörkunum“ Dora Carrington giftist vegna þess aö hún hélt að annars myndi Lytton yfirgefa sig. Þau höfðu stofnað saman heimili þar sem hún gegndi eins konar ráðskonuhlutverki. í sextán ár, allt þar til Lytton lést, fólst hlutverk hennar fyrst og fremst í því að sjá um hann og einstaka frístundir not- aði hún til að mála. Ungur maður, Ralph Partridge, kom árið 1918 í heimsókn til Lyttons og Carrington. Lytton varð Lytton Strachey Rithöfundur og gagnrýnandi. Hann átti sérkenniiegt vináttusamband viö myndiistarkonuna Doru Carrington sem fórnaöi öllu hans vegna og fyrirfór sér eftir lát hans. Fórnfús ást honum vegna þess að hann virtist búa yfir innri styrk og fullkominni ró. Lytton skrifaði fjölda greina og nokkrar bækur, þar á meðal ævisögur þekktra einstak- linga á Viktoríutím- anum og ævisögur Viktoríu drottning- ar og Elísabetar 1. Bækur Lyttons þykja afburðavel stílaðar, fágaðar og samdar af miklum hagleik. Skáldskap- argáfan leiddi höf- undinn reyndar á einstaka stað út í gönur þannig að sagnfræðin varð á stundum vafasöm en verkin eru þó einkar skemmtileg aflestrar og teljast rismiklar bók- menntir. Elskað af örlæti Lytton var sam- kynhneigður og varð yfirleitt ást- fanginn af karl- mönnum sem gátu ekki eða vildu ekki endurgjalda ást hans. Það var kona sem unni Lytton heitast allra. Hún hét Dora Carrington og var hæfileikarík myndlistarkona sem var þrettán árum yngri en Lytton. Hún var feimin og hlédræg að eðlisfari en um leið afar sjálf- stæð kona og hafði ákveðnar skoðanir á yfir sig ástfanginn af Ralph en Ralph varð ást- fanginn af Carrington. Carrington hreifst af Ralph en elskaði Lytton. Ralph bað Carrington hvað eftir annað en hún hafnaði honum en loks tók hún bónorði hans af ótta við að Ralph myndi annars fara og Lytton myndi um leið ekki sjá ástæðu til að búa með henni lengur. Skömmu fyr- ir giftinguna skrifaði Carrington bréf til Lyttons sem þá var á Ítalíu. Þar sagði hún: „Allan tímann hef ég vitað að líf mitt með þér yrði háð takmörk- unum. Ég gat aldrei vonast til að það yrði til frambúðar. Þegar allt kemur til alls, Lytton, ertu eina manneskjan sem ég hef nokkru sinni orðið gagntekin af. Það verður engin önnur.“ Lytton svaraði og sagði: „Vera má að ég hafi fært þér meiri óhamingju en nokkuö annað. Ég vona að svo sé ekki og að ást mín á þér, þótt hún sé ekki á þann veg sem þú óskar, megi færa þér sömu blessun og hún hefur fært mér.“ Hjónabandið varð ekki hamingjuríkt og bæði Carrington og Ralph áttu í ástarsamböndum utan hjónabands. Eitt slíkt ævintýri varð til þess að Carrington varð bamshafafandi en hún lét eyða fóstrinu. Hún sagði að hún gæti ekki hugsað sér að eignast bam nema það væri barn Lyttons. „Ég hef aldrei séð manneskju fá þá þjónustu sem hún veitti Lytton. Hún meðtók orð hans og látbragð af þvilíkri lotningu að furðu sætir þegar haft er í huga að í hlut átti kona sem að öllu jöfnu barðist af miskunnarleysi fyrir sjálfstæði sínu,“ sagði einn elskhuga Carrington en elskhugar hennar og eiginmaður kvörtuðu undan því að hún væri sífellt að verja persónu sína, tilvist sína og sjálfstæði fyrir ágangi þeirra. En þegar Lytton átti í hlut gaf hún af stöðugu örlæti og henni fannst sjálfri að hún gæfi aldrei nóg. „Hann gaf mér allt“ Þegar Lytton veiktist af krabbameini fundu vinir Carrington bréf í fóram hennar. Þar kom fram að hún hugðist fyrirfara sér eftir lát Lyttons. Lytton lá banaleguna og þegar Carr- ington var ljóst að hann myndi ekki lifa kyssti hún hann á ennið og gekk síðan út. Eiginmaður hennar fann hana stuttu síðar í bílskúr þar sem hún hafði sett bíl í gang og hugðist fyrirfara sér. Ef eiginmaður hennar hefði komið nokkrum mín- útum seinna hefði hann komið að henni látinni. Carrington var stödd hjá Lytton þegar hann lést. Síðustu orð hans voru: „Ef þetta er dauðinn þá hef ég ekki mikið álit á honum." Eiginmaður Carrington og vinir höfðu á henni strangar gæt- ur eftir dauða Lyttons því þau óttuöust að hún myndi fyrirfara sér. Hún grét og skrifaði í dagbók sína endalausar kveðjur til Lyttons: „Hann var, og þess vegna er hann mér allt, eina manneskjan sem ég þurfti aldrei að ljúga að. Hann ætlaðist aldrei til þess að ég væri annað en það sem ég er. Enginn mun nokkru sinni vita af hinni full- komnu hamingju sem einkenndi samveru okk- ar.“ Sjö vikum eftir lát Lyttons sagði Carrington grátandi við Virginiu Woolf: „Það er ekkert sem ég get gert. Allt sem ég gerði var gert fyrir Lytton. En mér mistókst í öllu öðru. Fólk segir að hann hafi verið eigingjarn í samskiptum okkar. En hann gaf mér allt.“ Daginn eftir klæddist Carrington silkisloppi sem Lytton hafði átt, og tók sér byssu í hönd. Hún ætlaöi að skjóta sig í hjartað en skotið geigaði og lenti í maganum. Hún lést seinna um daginn eftir miklar þjáning- ar. Hún bað eiginmann sinn að brenna líkama sinn og setja öskuna í mold nálægt staðnum þar sem Lytton Strachey var grafinn. Ljóð vikunnar / val - eftir Jóhann Gunnar Sigurösson Rlddarinn hallast við brotinn brand, bœrist hans kalda vör: Nú er dauðinn að nólgast mig, nú er mér horfið fjör. Riddarinn hallast við brotlnn brand, blœðir hans djúpa und: Lífið var áður svo IJómandi bjart, nú lokast hið hinsta sund. Riddarinn hallast við brotlnn brand, bleik er hans unga kinn: Ekkl er ég vitund hrœddur við hel, en hefndu mín, vinur minni Riddarinn hallast við brotinn brand, bíður hans mannlaust fley: Ég œtla að vinna mér fé og frœgð og festa mér unga mey. Riddarlnn haliast við brotlnn brand, brosir svo hœgt og rótt: Kóngsdóttir fyrir handan haf, hjartað mitt, góða nótt! Mótlæti og breysk- ar hetjur Uppáhaldsbœkur Eiríks Bergmanns Einarssonar „Einhverra hluta vegna virðist ég hrífast mest af frásögnum af einrænum og breyskum mönnum sem hafa mætt mótlæti í lífinu. Þótt skáldsögur séu sosum ágætar til síns brúks orka ævi- sögur sterkar á mig. Ég vil lesa um raunverulegt fólk sem hefur reynt eitthvað í lífinu. Tvær bækur heltóku mig á mótunar- áram. Dagbók Önnu Frank hafði djúpstæð og afgerandi áhrif á mig sem bam þannig að mörgum ámm seinna, þegar ég heimsótti risloftið þar sem hún faldi sig fyrir nasistum í Amsterdam, fór ég að grenja - fullorðinn maðurinn. Bókin Ég lifi er af sama meiði, saga af gyðingastráknum Martin Grey sem var staðráðinn í láta nas- istana ekki ná sér og lifa helfór- ina af til þess eins aö geta sagt frá. Aðstæður voru fullkomlega og algerlega vonlausar en af einstakri lífslöngun lék hann á kvalara sína af slíkri útsjón- arsemi að ótrúlegt má þykja. Samt var hann bara venjulegur maður. Bókin Hlauptu drengur hlauptu segir sögu Nicky Cruz, sonar djöfladýrkanda á Puerto Rico sem verður að blóðþyrst- um foringja Mau Mau glæpaklikunnar í New York en sér síðan ljósið og snýr við blaðinu. Af bókum sem ég hef lesið nýleg kemst saga Stefans Zweig, Veröld sem var, næst þessu þema - saga af manni sem lifir af veröld sem varð vit- laus þegar allt fór í bál og brand í Evrópu. Allar eiga söguhetj- umar það þó sammerkt að þær komu brotnar út úr átökunum, þær sem lifðu af. Eitthvað brast innra með þeim. Þegar best læt- ur ná skáldsögur að fanga álíka raunveruleika - til að mynda Salka Valka hans Kiljans." Bestu verk Twains Mark Twain: Selected Works Myndskreytt útgáfa, um 700 blað- síður, af mörgum þekktustu verkum Marks Twains, þar á meðal Stikils- berja-Finni, Ævintýrum Toms Sawyer, Prinsin- uin og betlaranum . og A Connecticut L Yankee in King | Arthur’s Court. | Sérstaklega skal I mælt meö hinni einstaklega íjör- | miklu og fyndnu sögu um Stikilsberja-Finn sem er skyldulesning fyrir alla bókmennta- áhugamenn. Þetta safn fæst í Máli og menningu og kostar tæpar 3000 krónur. Bókmenntir í heimsklassa. Kvótið Orð eru ekki annað en vatnsbólur - en verk eru gulldropar. Kínverskur málsháttur 2. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 3. Egils saga m/skýringum 4. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 5. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 6. ísland í aldanna rás - 3. bindi. Illugi Jökulsson 7. ísland á 20. öld. Helqi Skúli Kjartansson 8. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness 9. Hver tók ostinn minn? Spencer Johnson og Kenneth H. Blanchard 10. Hringadróttinssaga. J.R.R. Tolkien Skáldverk 1. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 2. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 3. Egils saga m/skýringum 4. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 5. Hringadróttinssaga. J.R.R. Tolkien 6. Mávahlátur. Kristin Marja Baldursdóttir 7. Hilmir snýr heim. J.R.R, Tolkien 8. Bridget Jones - Á barmi taugaáfalls. Helen Fieldinq 9. tslandsklukkan. Halldór Laxness 10. Kaldaljós. Viqdís Grímsdóttir Handbækur, fræðibækur og ævisögur 1. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 2. ísland í aldanna rás - 3. bindi. Illuqi Jökulsson 3. fsland á 20. öld. Helqi Skúli Kjartansson 4. Hver tók ostinn minn? Spencer Johnson og Kenneth H. Blanchard 5. Dönsk-íslensk/íslensk-dönsk orðabók Metsölulisti Eymundssonar 8.-14. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.