Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 52
56 HelQarhlað 3Z>V LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 A horni Laugavegar og Klapparstígs bttp://simnet. is/bomedecorl928/ okkar og kíkiö á tilboðin ð seljasf 20» 70% afsláttur ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur F.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Gatnamálastofu Reykjavíkur og Landssíma íslands er óskað eftir tilboðum í verkið: „Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 2. áfangi 2003, Gerðin". Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu, síma og gangstéttir í Bakkagerði, Teigagerði, Steinagerði og Grundagerði. Helstu magntölur eru: Skurðlengd: 2.850 m Lengd hitaveitulagna: 2.080 m Strengjalagnir: 30.000 m Lagning ídráttaröra: 4.900 m Hellulögn: 710 m: Steyptar stéttir: 2.460 m: Malbikun: 620 m: Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 28. janúar 2003 kl. 14.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar. IJTSALA UTSALA UTSALA UTSALA 15-50% AFSLÁTTUR AF KAJAKBÚNAÐI frá 6. jan. til 24. jan. Áraflot, sjódælur, þurrpokar, dekktöskur, símahulstur, ^ fatnatður, skór, vesti, árar, kajakar og fl. VERÐDÆMI Á KAJÖKUM: Seayak m/ár, stýri og svuntu, kr. 99.836. Kodiak m/ár, stýri og svuntu, kr. 102.257. Catalina m/ár, stýri og svuntu, kr. 98.951. /4 mw TlTANl www.sportbud.is Sportbúð Títan - Krókhálsi 5g - 110 Reykjavík S. 5800 280 Skákþátturinn Umsjón Sævar Bjamason Wijk aan Zee-mótið: Þegar Polgar lagði Kasparov Hollendingar hafa haldið mörg af sterkustu skákmótum sögunnar og skákhefð er rík í þessu litla landi. Allir heimsmeistarar á síð- ustu öld, nema Bobby Fischer, hafa unnið glæsta sigra þar en það er víst staðreynd að Bobby tók aldrei þátt i skákmóti í Hollandi af ein- hverjum ástæðum. Mótið í ár er mjög skemmtilegt og margar athyglisverðar viður- eignir eru á hverjum degi meðan mótið stendur. Þegar þetta er ritað er 5 umferðum lokið. Anand, sem flestir spá sigri, er kominn í for- ystu ásamt þeim Judit Polgar og Alexei Shirov. Judit Polgar er komin í hóp bestu skákmanna í heimi. Judit Polgar á mikilli velgengni að fagna sem aldrei fyrr. Hún lagði nýlega Kasparov í fyrsta sinn í skák og árangur hennar á síðustu mánuðum hefur verið góður. Það skyldi þó ekki vera að hún eygi enn möguleika á heimsmeist- aratitlinum en hún er fædd 1976 og á enn nokkur ár í þrítugt. Hún hef- ur teflt leikandi létt og er búin að koma sér þokkalega fyrir í lífinu, gift og þarf litlar áhyggjur að hafa af brauðstritinu í framtíðinni. All- ir vilja fá þessa fallegu konu til að tefla en hún setur þó upp vænar upphæðir fyrir komu sinni. Athygli vekur slök frammistaða heimsmeistaranna. Kramnik hefur 2fidnning og hefur tapað tveimur skákum á mótinu, sem verður að teljast mjög óvenjulegt, en FIDE- heimsmeistarinn Ponomariov hef- ur 2 vinninga. Og Anatoli Karpov, sem margir héldu að væri að taka eitthvað við sér, tapaði í 4. og 5. umferð. Staðan eftir 5 umferðir er þessi: 1.-3. Polgar, Anand og Shirov, 3,5 v. 4.-5. Bareev og van Wely, 3 v. 6.-8. Kramnik, Grischuk og Ivanchuk, 2,v. 9.-12. Karpov, Topalov, Ponomariov og Radjabov, 2 v. 13.-14. Timman og Krasenkow, 1,5 v. Enn getur ýmislegt gerst. Það verða tefldar 13 umferðir og þarna er engin sýnd né gefin veiði. En lít- um fyrst á hvemig Judit með- höndlaði fyrrverandi heimsmeist- ara í skák - hann hefur varla sofið rótt eftir þessa viðureign! Hvítt: Anatolí Karpov (2688) Svart: Judit Polgar (2700) Drottningar-indversk vörn. Wijk aan Zee (4), 15.01. 2003 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 Næsti leikur, sem er einkennandi fyrir afbrigðið, er kenndur við Tigran Petrosjan, fyrrverandi heimsmeistara. Hann leiðir venju- lega til hvassrar taflmennsku sem sennilega var ekki hugmynd heimsmeistarans sáluga. 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 Við erum hér á mjög þekktum og rannsökuð- um slóðum. Kasparov geystist fram á sjónarsviðið með 7. e3 á sín- um tíma og vann marga glæsta sigra. Með tíð og tíma náðu menn að spyrna við áætlun hvíts að leika e4 með sterku miðborði. Ætli það sé ekki kominn tími til að dusta rykið af því afbrigði? 7. Dc2 Rxc3 8. Dxc3 h6 Hér er 9. Bf4 annar möguleiki en við verðum vitni að nýjustu kenningum í þessari byrj- un. 9. e3 Rd7 10. b4 Be7 11. Bb2 0-0 Hér kemur 12. Hcl sterklega til greina. 12. Hdl a5! Ef hvítur nær að hróka óáreittur nær hann betra tafli. Næstu leikir eru djúpir hjá Judit og hún síefnir að því að rífa upp hvítu peðastöðuna á drottning- arvæng. 13. b5 Hc8 14. Db3 c6! 15. bxc6 Bxc6 16. Bb5. Svartur hefur náð betra tafli og nú kemur skemmtilegur millileikur sem setur Karpov í mikinn vanda. Senni- lega var best að leika 16. Ba6 a4 17. Dd3 Hc7 og síðan að treysta á Guð og lukkuna og hróka. 16. - Bb4+! 17. axb4 Bxb5 18. bxa5 Bc4 19. Da3 bxa5 Hér er greinilegt að Karpov á slæman dag og Judit góðan! Hvítur nær alls ekki að tengja saman lið sitt. 20. Dd6 Bb5 21. d5 Hc2 22. Hd2 Dc8 Hér varð hvítur að reyna að hrökkva eða stökkva með 23. dxe6. Karpov hefur auðvitað verið hrædd- ur við 23. - Hxb2 þá en hann getur barist eitthvað með 24. Hxb2 Dcl+ 25. Ddl Dxb2 26. exd7 Hd8 og svartur heldur frumkvæðinu. En nú er bara leikur kattarins að músinni eftir! 23. Da3 Hxd2 24. Kxd2 Rb6! Hótar svo- kallaðri fjölskylduskák - Karpov er í virkilega slæmum málum. 25. Dc3 Rc4+ 26. Kc2 e5! Sannkallaður ofur- stórmeistaraleikur. Peðið á d5 er dauðadæmt og óþarfi að eyðileggja peðastöðuna með því að drepa það strax. Nú á svarta drottningin greiða leið um allt borðið! 27. Kbl Dg4! 28. Hcl Hb8 29. Hc2 f6 30. d6 Dxg2 31. Rd2 Dhl+ 32. Ka2 Skjól hvita kóngsins á drottning- arvæng er harla lítið og staðan rjúk- andi rúst. Og svo fellur peðið á d6 líka. Eins gott að hætta þessu í stað þess að fá enn háðulegri útreið. 32. - Rxd6 33. Dc5 Hc8 0-1 Kramnik í vandræðum Skáksagan er merkileg, Vladimir Kramnik getur skartað heimsmeist- aratitlinum í skák með hefðbundn- um umhugsunartíma - hann sigraði sjálfan Kasparov í einvígi. Það ein- vígi átti Alexei Shirov rétt á að tefla vegna þess að hann lagði Kramnik í einvígi um keppnisréttinn. En það er skringilegt „lýðræði" í skákheimin- um og Kasparov komst upp með að neita Shirov um einvígi um titilinn, Shirov sem Kaspi vinnur nær oftast og aðeins hann og Anand geta státað af því. Kaspi gekk á vit örlaga sinna og Kramnik hefur notið lífsins síðan. Hann er vissulega mjög sterkur skákmaður, einn af þeim allra bestu að sjálfsögðu, en það er einn skák- maður sem hann á mjög. erfitt að tefla gegn og það er Shirov! Hér sjá- um við frábært dæmi um það. Skák- in er mjög innihaldsrík og þeir sem vilja bæta sig í skáklistinni ættu að skoða þessa skák nokkrum sinnum á næstu misserum, svo ekki sé talað um næstu klukkutíma! Hvítt: Alexei Shirov (2723) Svart: Vladimir Kramnik (2807) Sikileyjarvörn. Wijk aan Zee (5), 16.01. 2003 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. Bd3 Be6 12. 0-0 Bxd5 13. exd5 Re7 14. c3 Bg7 15. Dh5 e4 16. Bc2 0-0 17. Hael Dc8 18. Bb3 a5. Allt þetta er nýjasta tíska í hinu svo- kallaða Svesnikov-afbrigði og menn hafa talið að svartur nái jöfnu tafli á auðveldan hátt. En Shirov hefur teflt oft gegn þessu og lætur nú gamminn geisa! 19. Dg5 Db7 20. f3 h6 21. Dg3 a4 22. Bc2 b4 23. Rc4 Dxd5. I nr i l A V A ?a mm & Af &&A Aá I Svartur virðist vera með ágætt tafl og geta unað glaður við sitt! En næsti leikur Shirovs breytir þessu öllu og hann fórnar manni um stundarsakir. Það er á stundum og í stöðum sem þessum sem ég uppgötva hversu djúp skákin er! 24. fxe4!! Dxc4 25. exf5 Rd5 Hvítur hótaði riddaranum en nú kemur engu að síður 26. f6 Rxf6 27. Hxf6 Hae8 28. Hefl He2 29. Bd3 Dc5+ 30. Khl He3 31. H6f3 Hxf3 32. Dxf3 bxc3 33. bxc3 De5? Hér var e.t.v. 33. f5 betri leikur. En eftir 34. Bxf5 Dxc3 35. Be6+ er svarta kóngs- staðan viðkvæm. En nú nær hvítur umtalsverðum færum. 34. c4 Kh8 35. Bc2 Da5. Peð svarts eru tvístruð og hvert og eitt árásarmarkmið - eitthvað verð- ur undan að láta. Hér sannast gamla reglan að í stöðum þar sem eru mis- litir biskupar stendur sá oftast betur sem hefur frumkvæðið. Að vissu leyti hefur hvítur manni meira! 36. Dd3! f5 37. Dxd6 Dc3 38. Bd3 Dd2 Og c-peð hvíts er óhugnanlega fljótt í fórum. Ekkert fær stöðvað það; úr- slitin eru löngu ráðin! 39. c5 Dxa2 40. c6 Hg8 41. Dg6 Hf3 42. c7 Dg8 43. Dc6 Hc8 44. Ba6 1-0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.