Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR IS. JANÚAR 2003 HeIgarhloö JÖV 25 DV-myndir Sig. Jökull DV-myndir GVA Guðný hitar tortillasköku á þurri heitri pönnu og lætur ost bráðna á henni. Því næst setur hún á hana hrísgrjón, baunir og grænmeti. Hrísgrjónin fyrst. Ein til tvær inatskeiðar af baunamauki og tvær matskeið- ar af grænmeti konian ofan á hrísgrjónin á kökunni. Henni er rennt á disk og þar er liún brotin saman. Hér er góðgætinu pakkað inn í umbúðirnar, tortillaskökuna. Þegar því er lokið er salsasósa og sýrður rjómi sett ofan á. Mexíkósk gæðavín á gömlum grunni - er val Sverris Eyjólfssonar hjá Egils Eftir áramótin er gaman að slá á létta strengi í matargerðinni og nú urðu baunir með mexikósku ívafi fyrir valinu. Það er ekki sjálf- gefið að mexíkósk vín passi umfram önnur með mexíkóskum réttum en svo vel erum við í sveit sett hér norður í Dumbshafi að finna má fyrir- taksvín frá Mexíkó i Ríkinu. Staðreyndin er að vín frá Mexíkó eru að ryðja sér hratt til rúms á evrópskum markaði og má kannski að einhverju leyti þakka það framleiðslu og innflutningi bjórs frá sama landi. En vínin verða að standa vel fyr- ir sínu og Sverrir Eyjólfsson hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar segir að það geri þau svo sann- arlega. Og það er ekki eins og að þeir séu nýlið- ar í framleiðslu vína, Mexíkóar, því að 19. ágúst 1597 tók Don Lorenzo Garcia við mjög svo fram- bærilegu landi til vínræktunar frá Philip II Spánarkonungi. Þar var vínviður í fullum blóma og úr þrúgum hans voru fyrstu amerísku vínin framleidd. Vínrækt stóð fljótt með miklum blóma á vegum Don Lorenzo Garcia og fram- leiddi hann jafnframt brandí. Þetta var víngerð- in Hacienda de San Lorenzo sem í dag heitir Casa Madero, elsti vínframleiðandi í Ameríku og víðar. Fyrra vínið, sem mælt er með í dag, er Casa Madero Cabernet Sauvignon. Þetta vín kemur frá Parras-dalnum og er að öllu leyti úr Cabemet sauvignon þrúgum. Það hefur djúpan, rauðan lit, lyktin er opin með góða angan af þroskuðum ávexti. í bragði er vínið með mildan, kryddaðan tón. Þetta er „langt“ vín með örlítilli stemmu. Casa Madero er geymt 12 mánuði á eikartunn- um. Það kostar 1500 krónur í ÁTVR. Seinna vínið er L.A Cetto Zinfandel. Árið 1926 kom ítalskur innflytjandi, Don Ang- elo Cetto, til Mexíkó. Flutti hann með sér ríka hefð í ræktun og framleiðslu vína. Allt byrjaði þetta rólega í Guadalupe- dalnum en þegar hann fann bæði lyktina og bragðið af þeim afurðum sem Mexíkó gaf af sér var hann ekkert að hika. í dag hef- ur L.A Cetto yfir um 1000 hekturum að ráða og skiptist svæðið til helminga undur þrúg- ur fyrir rauðvín og þrúgur fyrir hvítvín. All- ar þrúgur í garði L.A Cetto eru handtíndar. L.A Cetto Zinfandel er litríkt vín, „öðruvísi vín“. L.A Cetto er gjaman sagt vera Mexíkó í öllum sínum fjölbreytileika. Ljós mildur rauður litur er af víninu, lyktin tær og bragðið ferskt. L.A Cetto hefur á hverju ári undanfarin 6 ár unnið gull, silfur eða brons á sýningunni London Wine Trade Fair. L.A Cetto Zinfandel kostar 1290 krónur í ÁTVR. Umsjón Ilaukur Lárus Ilauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.