Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Side 25
LAUGARDAGUR IS. JANÚAR 2003 HeIgarhloö JÖV 25 DV-myndir Sig. Jökull DV-myndir GVA Guðný hitar tortillasköku á þurri heitri pönnu og lætur ost bráðna á henni. Því næst setur hún á hana hrísgrjón, baunir og grænmeti. Hrísgrjónin fyrst. Ein til tvær inatskeiðar af baunamauki og tvær matskeið- ar af grænmeti konian ofan á hrísgrjónin á kökunni. Henni er rennt á disk og þar er liún brotin saman. Hér er góðgætinu pakkað inn í umbúðirnar, tortillaskökuna. Þegar því er lokið er salsasósa og sýrður rjómi sett ofan á. Mexíkósk gæðavín á gömlum grunni - er val Sverris Eyjólfssonar hjá Egils Eftir áramótin er gaman að slá á létta strengi í matargerðinni og nú urðu baunir með mexikósku ívafi fyrir valinu. Það er ekki sjálf- gefið að mexíkósk vín passi umfram önnur með mexíkóskum réttum en svo vel erum við í sveit sett hér norður í Dumbshafi að finna má fyrir- taksvín frá Mexíkó i Ríkinu. Staðreyndin er að vín frá Mexíkó eru að ryðja sér hratt til rúms á evrópskum markaði og má kannski að einhverju leyti þakka það framleiðslu og innflutningi bjórs frá sama landi. En vínin verða að standa vel fyr- ir sínu og Sverrir Eyjólfsson hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar segir að það geri þau svo sann- arlega. Og það er ekki eins og að þeir séu nýlið- ar í framleiðslu vína, Mexíkóar, því að 19. ágúst 1597 tók Don Lorenzo Garcia við mjög svo fram- bærilegu landi til vínræktunar frá Philip II Spánarkonungi. Þar var vínviður í fullum blóma og úr þrúgum hans voru fyrstu amerísku vínin framleidd. Vínrækt stóð fljótt með miklum blóma á vegum Don Lorenzo Garcia og fram- leiddi hann jafnframt brandí. Þetta var víngerð- in Hacienda de San Lorenzo sem í dag heitir Casa Madero, elsti vínframleiðandi í Ameríku og víðar. Fyrra vínið, sem mælt er með í dag, er Casa Madero Cabernet Sauvignon. Þetta vín kemur frá Parras-dalnum og er að öllu leyti úr Cabemet sauvignon þrúgum. Það hefur djúpan, rauðan lit, lyktin er opin með góða angan af þroskuðum ávexti. í bragði er vínið með mildan, kryddaðan tón. Þetta er „langt“ vín með örlítilli stemmu. Casa Madero er geymt 12 mánuði á eikartunn- um. Það kostar 1500 krónur í ÁTVR. Seinna vínið er L.A Cetto Zinfandel. Árið 1926 kom ítalskur innflytjandi, Don Ang- elo Cetto, til Mexíkó. Flutti hann með sér ríka hefð í ræktun og framleiðslu vína. Allt byrjaði þetta rólega í Guadalupe- dalnum en þegar hann fann bæði lyktina og bragðið af þeim afurðum sem Mexíkó gaf af sér var hann ekkert að hika. í dag hef- ur L.A Cetto yfir um 1000 hekturum að ráða og skiptist svæðið til helminga undur þrúg- ur fyrir rauðvín og þrúgur fyrir hvítvín. All- ar þrúgur í garði L.A Cetto eru handtíndar. L.A Cetto Zinfandel er litríkt vín, „öðruvísi vín“. L.A Cetto er gjaman sagt vera Mexíkó í öllum sínum fjölbreytileika. Ljós mildur rauður litur er af víninu, lyktin tær og bragðið ferskt. L.A Cetto hefur á hverju ári undanfarin 6 ár unnið gull, silfur eða brons á sýningunni London Wine Trade Fair. L.A Cetto Zinfandel kostar 1290 krónur í ÁTVR. Umsjón Ilaukur Lárus Ilauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.