Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Síða 51
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Helgctrblaci DV 55 Þórhildur Þorsteinsdóttir fyrrv. prófastsfrú verður hundrað ára á mánudaginn Þórhildur Þorsteinsdóttir, fyrrv. prófastsfrú á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, verður 100 ára mánudaginn 20. janúar. StarfsferiU Þórhildur er fædd í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Barn að aldri lærði hún að synda í köldum sjónum undir Löngu með tilsögn sundkennarans Ásgeirs Ásgeirssonar, sem síðar varð forseti íslands. Hún gekk í barnaskólann í Vestmannaeyjum og jafnframt fór hún um 10 ára aldur að vinna á stakkstæðum við fiskþurrkun. Sætti hún sig þá ekki við að drengir fengju hærra tímakaup en stúlkur fyrir sömu vinnu og mun hafa fengið sínu fram. Hún var send til sumardvalar, m.a til frændfólks síns að Eyvindarmúla í Fljótshlíð og lærði þar að taka til hendinni við sveitastörfin. Þórhildur fór í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1922,19 ára að aldri. Haustið eftir stofnaði hún, ásamt skólasystur sinni, smábarnaskóla í Vestmannaeyjum og ráku þær hann næstu tvo vetur. Þegar hún var í Kvennaskólanum bjó hún hjá móðursystur sinni, Guðfinnu Gisladóttur, og manni hennar, Halldóri Guðmundssyni rafmagnsfræðingi, bróður Eyjólfs rithöfundar og bónda á Hvoli í Mýrdal. Þar kynntist Þórhildur mannsefni sínu, Sveinbirni Högnasyni, sem var uppeldissonur Eyjólfs á Hvoli og Arnþrúðar Guðjónsdóttur konu hans. Sveinbjörn stundaði nám við Háskólann í Kaupmannahöfn og veiktist þar svo vart var hugað líf mánuðum saman. Fór Þórhildur þangað til hans og annaðist um hann nær heilt ár, uns hann komst til heilsu á ný. Eftir að þau gengu í hjónaband var Þórhildur fyrst prestsfrú í Laufási við Eyjafjörð um eins árs skeið og húsfreyja í gamla bænum, sem þar stendur enn. Vorið 1927 flutti hún með manni sínum og nýfæddri dóttur að Breiðabólsstað í Fljótshlíð, þar sem hún bjó til 1963, er hún byggði ásamt manni sínum nýbýlið Staðarbakka. Bjó hún þar næstu árin, en síðan hjá dóttur sinni og tengdasyni í Lambey í Fljótshlíð allt til þessa. Þórhildur veitti forstöðu mannmörgu heimili á Breiðabólsstað, þar sem búsumsvif voru mikil en húsbóndinn oft að heiman vegna setu á Alþingi og margs konar félagsmálastarfa. Auk þess var hún kirkjuorganisti og söngstjóri í yfir 30 ár og um árabil formaður Kirkjukórasambands prófastsdæmisins sem hélt árlega stór söngmót undir hennar stjórn. Einnig starfaði hún mikið í Kvenfélagi Fljótshlíðar og er heiðursfélagi þess. Veturinn 1930-31 dvaldi hún með fjölskyldu sinni í Hafnarflrði þar sem maður hennar var ráðinn skólastjóri Flensborgarskóla. Þórhildur ber vel sinn háa aldur, les bækur og blöð, spilar á píanóið og minnist löngu liðinna stunda, þegar hún þeysti á gráa gæðingnum sínum til kirkju á Hlíðarenda - eða gekk fyrir páfann í Róm í hópi alþingismanna og maka þeirra á páskum 1958, svo dæmi séu nefnd. Fjölskylda Þórhildur giftist 12.6. 1926 Sveinbirni Högnasyni, f. 6.4. 1898, d. 21.4. 1966, presti, prófasti og alþingismanni í Laufási og á Breiðabólsstað. Hann var sonur Högna Jónssonar, f. 30.9. 1853, d. 4.7. 1900, og Ragnhildar Sigurðardóttur, f. 25.11. 1862, d. 8.8. 1907, hjóna í Eystri- Sólheimum og síðar Sólheimakoti í Mýrdal. Börn þeirra Þórhildar og Sveinbjarnar eru Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, f. 25.3. 1927, húsfreyja í Lambey í Fljótshlíð, en maður hennar er Jón Kristinsson, f. 16.11. 1925, bóndi og listmálari (Jóndi), og þeirra börn eru Guðbjörg, Þórhildur, Kristjana, Sveinbjörn, Kristinn, Katrin, Þorsteinn og Sigrún. Sváfnir, f. 26.7. 1928, fv. prestur og prófastur að Kálfafellsstað og Breiðabólsstað, en fyrri kona hans var Anna Elín Gísladóttir, f. 29.4.1930, d. 20.2. 1974, og börn þeirra eru Þórhildur, Gísli, Hulda, Elínborg, Sveinbjörn, Vigdís, Sigurlinn og Sigurjón. Seinni kona Sváfnis er Ingibjörg Þ. Halldórsdóttir, f. 26.1. 1936, tækniteiknari og húsfreyja, og stjúpsynir hans Guðbjartur Ingvar og Ásbjörn Elías Torfasynir. Elínborg, f. 10.6. 1931, fv. kennari, læknaritari og Leiðrétting Smávillur slæddust inn í afmælisgrein um Sigurlaugu Ingu Gísladóttur á Egilsstöðum í DV 14.1. Svona eru málsgreinarnar réttar: Sigurlaug var bóndi á árunum 1981-89 og stundaði auk þess almenn verslunar- og skrifstofustörf með búskapnum, mest hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum. 1989-90 var hún gjaldkeri Pósts og sima á Egilsstöðum og 1996-99 sá hún um bókhald og laun hjá Malarvinnslunni á EgOsstöðum. Þar var hún í afleysingum til 2002. Sigurlaug var varamaður í sveitarstjórn Norður- Héraðs, í stjórn kvenfélags Hróarstungu, formaður Atvinnumálanefndar Norður-Héraðs og Foreldrafélags Brúarskóla. cc&^máauglýsingar byssur, feröalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir 550 5000 húsfreyja í Reykjavík, en hennar maður er Guðmundur Sæmundsson, f. 7.8.1932, tæknifræðingur. Þeirra börn eru Sæmundur og Þórhildur. Ásta, f. 9.7. 1939, fv. bankastarfsm. og húsfreyja í Reykjavík, en maður hennar er Garðar Steinarsson, f. 5.8. 1938, flugstjóri og börn þeirra eru Hróðný, Þórhildur og Páll. Alls eru afkomendur Þórhildar Þorsteinsdóttur nú 67 talsins. Systkini Þórhildar eru Unnur, f. 19.10. 1904, látin; Gísli, f. 23.6. 1906, látinn; Ásta, f. 20.4. 1908, látin; Jón, f. 15.5. 1910, látinn; Fjóla, f. 30.4. 1912; Ebba, f. 15.12. 1916, látin; Anna, f. 13.5. 1919; Bera, f. 31.5. 1921; Jón, f. 12.11. 1923; Dagný, f. 3.4. 1926; Ebba, f. 19.5. 1927, látin og fósturbróðir, sonur Unnar, Ástþór, f. 16.10. 1936. Foreldrar Þórhildar voru Þorsteinn Jónsson, f. 14.10. 1880, d. 25.3. 1965, útvegsbóndi og bátsformaður í Laufási í Vestmannaeyjum, og kona hans, Elínborg Gísladóttir, f. 1.11. 1883, d. 5.3. 1974, húsfreyja í Laufási. Ætt Þorsteinn var sonur Jóns Einarssonar, ísleifssonar á Seljalandi undir Eyjafiöllum og konu hans, Þórunnar Þorsteinsdóttur í Steinmóðarbæ, Ólafssonar í Múlakoti í Fljótshlíð. Elínborg var dóttir Gísla verslunarstjóra Engilbertssonar, Ólafssonar í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum og konu hans, Ragnhildar Þórarinsdóttur, Þórarinssonar frá Mörtungu á Síðu. Móðir Ragnhildar var Katrín Þórðardóttir frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Þórhildur tekur á móti ættingjum og vinum í tilefni aldarafmælis síns sunnudaginn 19. janúar kl. 3 e.h. á Grand Hóteli við Sigtún í Reykjavík. Höfuöstafir nr. 62 Leirhnoð eða hakabragur hefur lengi þekkst. Þá hef- ur höfundi ekki tekist að fylgja réttum bragreglum og kveðskapurinn orðið að gjalda þess. í rithöfundatali sem Páll lögmaður Vídalín setti saman á sínum tíma gaf hann kveðskap af þessu tagi virðulegt, latneskt heiti: delerium poeticum. Skylt hakabrag en mun ofar í virðingarstiganum er svokallað stafl. Þá er vísan efnislega eins og vera ber og braglínulengd rétt en sleppt er ljóðstöfum og rími. Helgi Gunnarsson, sem lengi starfaði á Blindraheimil- inu í Reykjavík, orti mikið af stafli. Hann taldi þessa meintu annmarka á kveðskap sinum sér til gildis og lét það ekki aftra sér við staflið. Margar af vísum hans eru bráðskemmtilegar eins og þessi sem hann gerði þegar þorskastríðið við Breta stóð sem hæst: Þaö er gott að vita af lífi á öörum stjörnum. Þar er friöur, þar er ró og engin Bretadrottning. í minningargrein um Helga sagði Arnþór Helgason m.a. að dæmi Helga væri „okkur holl áminning um að lofa einstaklingnum að njóta sérstöðu sinnar í stað þess að verða flatneskju fjölmennis og meðalmennsku að bráð.“ Sá sem hér skrifar tekur heils hugar undir það. Vísur Helga líkjast engum kveðskap öðrum. Þessa gerði hann um mann sem honum var í nöp við: Þú skalt ekki skensa mig hvorki lífs né liöinn. Fylgi þér sjálfur andskotinn inn yfir landamœrin. í annaö sinn hitti Helgi vin sinn á götu í Reykjavík. Vinurinn var við skál og þótti Helga hann verða fyrir ónæði af hans völdum. Þá staflaði hann: Drekktu vinur brennivín og reyktu sígarettu. Þaö er gott aö vita aö heimurinn losnar viö þig. Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson ria@ismennt.is i Þegar einn af vinum Helga, Gísli Helga- on, var í lögfræðinámi staflaði Helgi: Þegar blessuö sólin skín yfir íslands byggöir, andar oftast köldu frá hálfum lögfrœðingi. Einhvern tíma þegar Helgi og Halldór nokkur Davíðsson voru að vinna saman á Blindravinnu- stofunni kom þar að Andrés Gestsson og varpaði fram einni braglínu sem Helgi bætti svo við. Úr því varö þetta: Nú er úti regn og rok, Andrés er á nálum. Dóri gapir ofan i kok, ekki er sjónin falleg. V 1 ) t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.