Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2003 / /e Icj cj rb la c) DV 53^ Nýr F-150 pallbíll frá Ford í Detrolt Ford hafði nóg að gera á bílasýn- ingunni i Detroit í síðustu viku og frumsýndi meðal annars þar nýjan Ford F-150 sem er mest seldi bíllinn í Bandaríkjunum ár eftir ár. Enginn pallbíll hefur selst betur en hann í 20 ár svo að það er eins gott fyrir Ford að nýja bílnum verði vel tekið þegar hann kemur á markað á næsta ári. Útlit hans byggist að hluta á Tonka tilraunabílnum og er sterklegt að sjá. í innréttingunni er miðjustokkur sem innrétta má að vild með öllu frá geymsluhólfum upp i DVD-spilara. Jepplingur fyrir borgarfólkið Ford Faction er hins vegar til- raunajepplingur sem ætlaöur er fyr- ir borgarumferð, hvað sem það á nú að þýða. Þessi bíll var reyndar fyrst sýndur á bílasýningunni í Los Ang- eles um áramótin en vakti einnig mikla athygli i Detroit. Þetta er fyrsta afurð Ingeni hönnunarhúss Ford i London sem opnað var í fyrra og er þriggja dyra jepplingur með aldrifl. Fjöldi tækninýjunga er í bílnum og má þar nefna „borgar- augað“ sem hjálpar til þegar lagt er í stæði en getur líka fylgst með öðr- um farþegum. Hjarir hurðanna eru tveggja liða til að aðvelda umgang í þröngum stæðum. Afturhlerinn er tvískiptur og er hleðsluhæð mjög lág til aukinna þæginda. Hægt er að fella niður aftursæti með einum takka og gólfið í farangursrýminu má draga út til að auðvelda enn hleðslu. -NG Ford F-150 er mest seldi pallhíll frá upphafi vega. Nýi Ford Faetion tilraunajepplingurinn er ætlaður fyrir borgarfólkið. Ódýrarí Lamborghini sportbílar Nú á dögunum bárust fréttir af tveimur nýjum Lamborghini-bílum. Annar kallast Gallardo (borið fram gæardó) og á sá bíll að laða að efna- minni kaupendur þar sem hann á að vera ódýrari og minni en síðustu bílar frá AutomibOi Lamborghini. Gallardo er með 500 hestafla V-10 vél sem stað- sett verður fyrir miðju að venju. Hinn billinn kallast Barchetta og var frum- sýndur á bílasýningunnni í Detroit, en hann er með V-12 vél sem skilar 580 hestöflum og það sem meira er, hann er opinn. Framleiddi fyrst dráttarvélar Lamborghini-fyrirtækið hóf að framleiða sportbOa á því herrans ári 1964, en áður hafði Lamborghini fram- leitt dráttarvélar frá 1948. Fyrsti bíll- inn, 350 GT, var eins og flestir Lamborghini-bnar síðan, með V-12 vél. Fyrirtækið blómstraði þangað til gerð voru þau mistök að framleiða jeppa ætlaðan fyrir hemað árið 1977. Efti,r það var mikO kreppa í bOaiðnað- inum. Frægasti bOl sem Lamborghini hef- ur framleitt er Countach, en hann var frumsýndur á afar heppOegum tíma árið 1982, rétt áður en verðbréfamark- aðurinn fór í mikla uppsveiflu. Þá vOdi svo tO að Countach varð stöðutákn. Maður taldist ekki römr nema að eiga Countach. Vöxturinn hjá Lamborghini var svo mikOl að það þurfti að fá stuðning. Chrysler sá sér leik á borði og keypti aOt fyrirtækið. Skömmu síð- ar var hætt að framleiða Countach og Diablo kemur tO sögunnar. í byrjun var með ekki „nema“ 485 hestafla V-12 vél, en hann þróaðist og lokaútgáfa hans var 550 hestafla fjórhjóladrifmn böl. Framleiðslu á honum var hætt 2001. Chrysler seldi svo Lamborghini fyrirtækið árið 1994. Eftir mörg eig- endaskipti i fjögur ár var það loks keypt af Audi (sem Volkswagen er eig- andi að) af tveimur asískum fyrirtækj- um, Mycom og V-Power Nýjustu Lambo-bflamir Nýjasti bOlinn sem kom frá Lamborghini er Murciélago. BOlinn Jieitir er eftir nauti einu sem eftir harðan og mikinn slag í hringnum á Barchetta er opinn sportbíll með V-12 vél sem er lægra í grindinni en áður. móti frægum nautabana, og yflr 25 spjót í sér, liföi enn og barðist af hörku. Því var að lokum þyrmt af nautabananum. í bilnum er 580 hest- afla V-12 vél sem er með breytanlega ventlaopnunartima og fjölventlakerfi. GaOinn við Countach, Diablo og Murciélago hins vegar er að vélin er höfð hátt í bOnum. Vonandi lagast það með þessum tveimur nýju bOum, Barchetta og GaOardo. Með rafrænum skiptibúnaði mætti lækka vélina aft- ur, og þar með þyngdarpunktinn. Með GaUardo vonast Audi tO að græða á Lamborghini eftir að hafa heOt fjár- magni í þróun á Murciélago, Barchetta og GaOardo. Þessi GaOardo á að vera Lamborghini „fátæka mannsins". Með minni V-10 vél og minni skrokk ætla þeir að gera léttari og flmari bO sem væntanlega er ætlað að keppa við Porsche og Ferrari-bOa. Barchetta á hins vegar að vera þessi klassíski Lamborghini með V-12 vél og hið ruddalega útlit sem við öO þekkj- um og dáum. Með því að hafa böinn opinn þurfti að hanna aOan skrokkinn Frumútgáfa Gallardo var fyrst sýnd í nóvember en verður fullbú- in í Genf í mars. Við bílinn standa guðfaðir og hönnuður hans, Walt- er De Silva og Luc Donckerwolke. aftur svo að hann væri jafn stífur án þaks. Það sem koma skal Við skulum öU leggjast á bæn og vona að þessir nýju bUar standi undir því sem Italimir i Bologna hafa gert síðan 1964, þ.e. hannað og smíðað al- vöru ofursportbOa sem skara fram úr í vélarafli og vinsældum. Lamborghini hefur brotið mörg spjöld í sögu bUsins og við vonum að það gerist líka á dög- um rafmagnsböanna. -DÞÓ Saab sameinað Opel í nánustu framtíð GM, eigandi Saab og Opel i Evr- ópu, ætlar að sameina þróunar- og framleiðsludeOdir Saab Opel-merk- inu. Ætlunin er að úr þessu verði eitt fyrirtæki og er hugmyndin kom- in upp úr viðsnúningsáætlun Saab er kaUast Viggen. „Það mun verða mun meira samstarf miUi fyrirtækj- anna sem munu vaxa saman," segir Carl-Peter Forster, stjómarformað- ur Opel. Báðir framleiðendurnir eru á kafi í viðsnúningsáætlunum og lít- ur út fyrir að Opel nái að skUa hagn- aði seinna á þessu ári. Saab mun þurfa að segja upp 1300 starfsmönn- um sem em 14% af vinnuafli fyrir- tækisins. Saab tapaði 10,5 mUljörð- um á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs, áður en viðsnúningsáætlunin fór í gang. Ætlunin er að helstu þróunar- c verkefhi GM í Evrópu fari fram í Svíþjóð og að þar verði unnin verk- efni fyrir Opel sem dæmi. Á móti mun framleiðsla á Saab færast út tU verksmiðja Opel víðs vegar um Evr- ópu. Saab neitar því aö þetta muni hafa áhrif á útkomu nýrra módela hjá fyrirtækinu þótt því sé ekki neit- að að einhver seinkun gæti orðið frá fyrri áætlunum. -NG Lifandi eftirmynd forföður síns Nýjasta jeppaafurð Toyota var frumsýnd á bUasýningunni í Detroit í síðustu viku. Þessi tUraunajeppi kallast FJ Cruiser eftir forvera sín- um. Sá bfll er mun eldri en hönnuð- ur bösins, Jin Kim, sem er aðeins 25 ára. Eins og sjá má er margt í útliti bösins sem minnir á gamla jepp- ann. Má þar nefna framljós og grUl og upprétta framrúðuna. Aftari hlið- arrúðurnar eru rennirúður eins og í gamla bUnum og hægt er að ganga inn í bUinn að afitan. Margt hefur þessi bUl þó fram yfir forvera sinn. í speglunum eru stefnuvirkir ljós- kastarar og í mælaborðinu er GPS- tæki sem hægt er að taka með sér í göngutúrinn. Hægt er að leggja sæti niður þannig að úr verður flatt rúm sem tveir geta sofið í. FJ Cruiser var sýndur með 3,4 lítra V6-vél með forþjöppu en sú vél skilar 250 hest-< öflum. -NG Bíll ársins 2003 frum sýndur um B&L frumsýna nýjan Mégane frá Renault í sýningarsal sínum að Grjóthálsi 1 um helgina. Mégane reyndist hlutskarpastur í vali á bU ársins 2003 en að valinu standa helstu bUablöð Evrópu og eru m.a. höfð tU hliðsjónar hönnun, akst- urseiginleikar og verð. Hinn nýi Mégane hefur einnig, fyrstur smá- bUa, fimm stjömur, eða hæstu ein- kunn, í árekstrarprófi óháðu eftir- litsstofnunarinnar EuroNCAP fyrir öryggisbúnað. Þetta er jafnframt þriðji bUlinn frá Renault sem hlýtur helgina fimm stjömur en Laguna og fjöl- notabUlinn Espace hafa einnig hlot- ið þessa viðurkenningu i flokki stærri fólksbUa. Frumsýningin stendur frá klukkan 12 tU 16 bæði^_ laugardag og sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.