Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 T>V Fréttir íbúðalánasjóður: Bætur vegna Holtsmálsins íbúðalánasjóöur ætlar að bjóð- ast til að bæta níu einstaklingum tjón sem þeir urðu fyrir vegna meintra mistaka sjóðsins við af- greiðslu fasteignaveðbréfa í tengsl- um við svokallað Holtsmál. I kjölfar þess að upp komust meint svik fasteignasölunnar Holts bárust sjóðnum kröfur frá tíu einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mis- taka sjóðsins í samskiptum við eiganda fasteignasölunnar Holts. Einnig barst sjóðnum krafa frá verðbréfafyrirtæki vegna fimm til- vika þar sem verðbréfafyrirtækið hafði milligöngu um afléttingu skulda til að skapa veðrými fyrir fasteignaveðbréf. Sérstök óháð úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að í níu tilfellum af þeim tíu sem sneru að kröfu einstaklinga væru máls- atvik á þann veg að rétt væri af íbúðalánasjóði að greiða skaða- bætur. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar ekki efni til þess að mæla með þvi að bótaábyrgð yrði viðurkennd að því er varðaði kröf- ur verðbréfafyrirtækisins. Bótafjárhæð vegna meintra mis- taka sjóðsins nemur kr. 27.673.472, án vaxta og verðbóta. Þá hefur sjóðurinn fallist á að greiða lög- fræðikostnað kröfuhafa að fjárhæð kr. 1.263.602. -aþ Umboðsaðilar: Reykjanesbær • Selfoss • Reyðarfjörður • Akureyri • Borgames HEKLA Gott á bilathing.is BÍLAMNGÉEKLU Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is Númer eitt í notuðum bílum! Gísli S. Einarsson alþingismaður lagði fram fyrirspum í febrúar á síðasta ári um meint 600 milljóna króna tap íslenskra aðalverktaka á vinnu við Vatnsfellsvirkjun. Þetta hefur hvorki verið hrakið né stað- fest en ágreiningur er nú uppi um uppgjör Landsvirkjunar við ÍAV. Verktakafyrirtækið bauð mjög lágt verð í þrjá helstu verkþætti virkjunarinnar og nam tilboð þess, sem opnað var 11. maí 1999, aðeins 64,5% af kostnaðaráætlun Lands- virkjunar. Stjórn Landsvirkjunar samþykkti síðan á fundi 23. júní 1999 að gengið yrði til lokasamninga við íslenska aðalverktaka hf. um byggingu stíflu, inntaks og stöðvar- húss Vatnsfellsvirkjunar og Amar- fell ehf. um gröft frárennslisskurðar virkjunarinnar. Samningsupphæð- in við ÍAV nam rúmlega 3.050 millj- ónum kr. en samningsupphæðin við Amarfell ehf. var tæplega 470 millj- ónir króna og einhver aukaverk hafa bæst þarna við. Kostnaðaráætl- un þessara verkþátta var hins vegar 5.123 milljónir króna á þávirði. Vísbendingar um að ekki væri þar allt með felldu komu m.a. fram á Alþingi í byrjun mars á síðasta ári. Gisli S. Einarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, lýsti því í sam- tali við DV síðari hluta febrúar 2001 Snarlækkað verð - Kynntu þér alla þá fyrsta flokks bíla sem þér bjóðast á einstökum kjörum -100% lán - aðeins um helgina. Komdu svo til okkar og kláraðu dæmið. Mundu að fyrstur kemur, fyrstur fær! 100% lón Kynntu þér 100% lán á notuðum bíl frá Bílaþingi HEKLU. 100% lán! þórsson hjá íslenskum aðalverktök- um hafa fullyrt á starfsmannafundi í Vatnsfelli hinn 8. febrúar 2001 að búið væri að framkvæma fyrir 2,8 milljarða af 3,2 milljarða verksamn- ingi þannig að aðeins voru eftir 400 milljónir í verkið. Eftir væri hins vegar að framkvæma fyrir um það bil 1 milljarð. Málið var tekið fyrir á fyrirspurn- arfundi i Alþingi í byrjun mars 2002 og svaraði utanríkisráðherra fyrir- spum Gísla. Ráðherrann er hand- hafi hlutabréfsins í Islenskum aðal- verktökum en íslenska ríkiö á 40 prósent i fyrirtækinu. Sagði Halldór Gísla vera þama „á mjög hálum ís“. Staðfesti Halldór þó fyrirhugaða sölu á eignarhluta ríkisins en taldi ekkert benda til að rekstur félagsins væri verulega erfiður. Eigi að siður lýsti stjórn ÍAV yfir óánægju með afkomu fyrirtækisins í þriggja mán- aöa uppgjöri síðasta árs. Var þar m.a. vísað til óuppgerðra mála vegna aukins kostnaðar við Vatns- fellsvirkjun. Forstjóri ÍAV, Stefán Friðfinns- son, vildi í samtali við DV hvorki játa né neita áðurnefndum tölum um stórfellt tap ÍAV á framkvæmd- um við Vatnsfellsvirkjun. Hann vonaðist þó til að samningar næð- ust við Landsvirkjun. -HKr. Laugardag Sunnudag. Opnunartími um helgina: .............kl. 10-16 .............kl. 12-16 Vatnsfellsvirkjun. GísllS. , Halldór Einarsson. Ásgrímsson. að hann ætlaði að leggja fram fyrir- spum á Alþingi um fyrirhugaða sölu utanríkisráðuneytisins á ís- lenskum aðalverktökum. Sagðist Gísli þá hafa haft spumir af miklu tapi á byggingu Vatnsfellsvirkjunar. Jóhann Bergþórsson. Stefán Frlóflnnsson. „Ég hef frétt að það sé mikið tap á verkum þarna. Mér er sagt að illa hafi gengið og það hafa verið nefnd- ar við mig tölur sem eru allt að 600 milljónum," sagði Gísli í samtalinu við DV. Hann sagði Jóhann Berg- Ágreiningur íslenskra aðalverktaka og Landsvirkjunar: ap ÍAV á verk- inu 600 milljónir króna - fyrirspurn alþingismanns í þessa veru hefur ekki verið hrakin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.