Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 20
20 Heilcjctrblciö 10"V" LAUGARDAGUR IS. JANÚAR 2003 Síðasta kvöldmál- tíðin Barbara Cavenq hefur búið til verðlaun- aða innsetningu sem fjallar um síðustu máltíðir dauðadæmdra qlæpamanna. Bar- bara sqnir verk sitt íListasafni Akuregrar oq hún talaði við DV um mat oq dauða. Barbara Caveng hefur aldrei komið til íslands áður. Þegar ég hitti hana á Hótel Jörð á Skóla- vörðustíg hefur hún aðeins verið á landinu í 20 tíma og varð fyrir áfalli við að koma úr 15 stiga frosti í Berlín í 6 stiga hita og rigningu á íslandi en hún er óðum að ná sér. Babara er á leiðinni norður til Akureyrar þar sem hún ætlar að setja upp i Listasafni Akureyrar fræga innsetningu sem hún hefur gert. Innsetningin er byggð á siðustu máltíðum dauða- dæmra glæpamanna í Ameríku. Barbara myndar máltíðina eins og hún myndi líta út á matseðli og stillir henni síðan upp við hlið myndar af glæpa- manninum og upplýsingum um þann glæp sem við- komandi framdi. Þetta hljómar eins og frekar skuggaleg blanda en með þessari innsetningu hefur Barbara skipað sér i fremstu röð svissneskra sam- tímalistamanna en hún er fædd í Zurich í Sviss og hefur starfað þar og í Þýskalandi árum saman. Bar- bara sneri sér reyndar ekki strax að myndlist því hún vann við leikmyndahönnun í leikhúsum í tíu ár. Hinstu máltíðir hafa þegar verið sýndar á nokkrum stöðum í heiminum og hvarvetna vakið sterk viðbrögð. Þetta áleitna verk slær á marga gamalkunna strengi, allt frá síðustu kvöldmáltíð Krists til mynda Arcimboldo sem á 16. öld skóp fal- legar og ógnvekjandi andlitsmyndir af fólki, gerðar úr ávöxtum og grænmeti. Þýski konseptlistamaður- inn Joseph Beuys túlkaði mat sem orku og næringu en Caveng notar jógúrt, steik og ávexti sem peð í lokatafli upp á líf og dauða. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Caveng þegar skipað sér i fremstu röð sviss- neskra samtímalistamanna og árið 2001 hlaut hún Barbara Caveng hefur sett saman verðlaunainnsetningu sem sýnd er í Listasafni Akureyrar. Þar sýnir hún síðustu máltíðir dauðadæmdra fanga. og tengir þær myndir af þeim við myndir af afbrotamönnunum sj'lafum og upplýsingum um hvaða glæp þeir frömdu. Þessar múltíðir líta vel út þegar búið er að inynda þær eins og á girnilegum matseðli en þeim er, öfugt við flestar aðrar máltíðir lífsins ekki ætlað gera okkur kleift að halda áfram að lifa og starfa.. verðlaun Kunstverein Heidelberg fyrir innsetning- una Hinstu máltíðir sem hér er sýnd. Árið 2002 veitti Limburg-borg henni einnig verðlaun fyrir verkið I Have a Dream - u menja est metschta. Hvemig datt þér þetta í hug? Hinir dapurlegu matseðlar dæmdra manna hafa fengið verðlaun og því telst nokkur fengur að því fyrir íslenska listáhugamenn að sjá innsetningu eigin augum. Það er því freistandi að spyrja Bar- böru hvernig þessi skuggalega hugmynd hafi kom- ið til hennar? Barbara Caveng hefur búið til undarlegt listaverk sem fjallar um síðustu máltíðir dauðadæmdra manna. Hún sýnir verk sitt á Akureyri. „Ég hef lengi verið með hugann við hamfarir og vangetu mannkynsins til að takast á við dauðann. Hugmyndin kom til mín við vinnslu annarrar inn- setningar sem tengdist efninu,“ segir Barbara sem keðjureykir meðan viðtal okkar fer fram og segir það skoðun sína að það ómannlegasta við dauða- refsingar sé að fangamir fá ekki að reykja eftir síð- ustu máltíðina. „Það var ekki mjög erfitt að fá upplýsingar um samsetningu máltíðanna. Það eru lög víða í Amer- íku sem kveða á um að allt sem tengist aftökum sé gert opinbert. Það er ólíkt viðhorfi Evrópubúa. Það voru samtök i líkingu við Amnesty sem komu mér að góðu gagni við upplýsingaleitina," segir Bar- bara. Ekki með eða á móti Eðli málsins samkvæmt þurfti að sækja efnivið- inn yfir hafið því engin Evrópuríki heimila dauða- refsingu. En er þetta með eða á móti dauðarefs- ingu? „Þetta snýst ekki um það að vera með eða á móti dauðarefsingu. Ég held að þetta sé eina tilvikið þar sem fólki er tilkynnt dánarstund sin með 10-14 daga fyrirvara. Mér er ekki kunnugt um neinar aðrar aðstæður þar sem fólk veit dauða sinn fyrir svo nákvæmlega. Þetta ferli vakti athygli mína og fyrir vikið fær þessi síðasta kvöldmáltíð, sem dauðadæmdir menn fá tíma til að velja sér af mik- illi kostgæfni, meira vægi en einhver máltíð. Með þessu ritúali er eins og samfélagið sé að reyna að réttlæta það að lífláta einstakling. Allar máltíðir sem við borðum eru i raun til þess að við- halda lífi en ekki þessi eina.“ DV-mynd E.Ól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.