Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 35
34 Helcjctrbloö 33"V LAUGARDAGU R 18. JANÚAR 2003 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Helcjarblað 1DV 3 F araldur kvíðans Islendingar negta þunglgndislgfja og kvíðastillandi Igfja ímeiri mæli en flestar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við og borgum 1500 milljónir á ári fgrir. DVspurði dr. Jóhann Ágúst Sigurðsson pró- fessor um ástæðurnar fgrir þvísem hann hefur kallað faraldur kvíð- ans og sagt grunnvatn samfélagsins vera mengað. Notkun geðdeyfðarlyfja og kvíðastillandi lyfja á ís- landi hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Nú er svo komið að við neytum mun meira af þessum lyfjum en flestar þjóðir sem við viljum bera okkur saman við, t.d. 50% meira en Svíar, og neyslan hér er margfóld miðað við Fær- eyjar, svo aðeins tvö dæmi séu tekin. í glænýrri rannsókn sem birt var í Læknablaðinu, 1. tbl. þessa árs, kemur í ljós að tæp 20% þátttakenda höfðu notað geðdeyfðar-kvíðastill- andi eða svefnlyf á siðustu 12 mánuðum. Lítill munur var á neyslunni milli kynja en mest er hún meðal þeirra sem verst eru settir í fjárhagslegu og félagslegu tilliti. Fólk með lágar tekjur og litla menntun neytir þessara lyfja í ríkari mæli en aðrir hópar. Þessi mikla neysla nær til allra aldurshópa og reyndar eru tO rannsóknir sem sýna að neysla kvíðastillandi lyfja og geðdeyfðarlyfia sé útbreidd- ari meðal yngra fólks en eldra. Verð geðdeyfðarlyfja út úr apóteki var 1200 milljónir árið 2001 og af því greiddi Tryggingastofhun ríkisins 710 milljón- ir króna. Apóteksverð kvíðalyfja og svefnlyfja var um 300 milljónir á árinu en þar var hlutur Tryggingastofnunar nán- ast enginn. Gjaldið sem íslendingar greiða fyrir þessa neyslu samtals á hveiju ári er því um 1500 milljónir króna, eða ríflega 5000 krónur á hvert mannsbam. í forystugrein í Læknablaðinu líktu Jóhann Ágúst Sig- urðsson og Linn Getz þessari stórauknu neyslu við faraldur og sögðu að ef meira en 10% þjóðarinnar þyrftu á geðlyfjum að halda þá væri það stórpólitískt mál og rétt væri að skoða þetta sem faraldur í samfélagslegu og menningarlegu sam- hengi. „Saga faraldsfræðinnar hefur kennt okkur að meðferð veikra einstaklinga er aðeins hluti af lausninni. Eins og í kólerufaraldri felst hin róttæka lausn í því að fmna brunn- inn þar sem örverumar hafa tekið sér bólfestu og mengað vatnið. Margt bendir til þess að grunnvatn nútímasamfélags sé mengað og stuðli að faraldri kvíða og þunglyndis,“ segir orðrétt í greininni. Erum við virldlega öll veilt? I umfjöllunum um þessa neyslu og orsakir hennar hefur hugtakið sjúkdómsvæðing skotið upp kollinum og DV gekk á fund prófessors Jóhanns og spurði hann fyrst hvað sjúk- dómsvæðing væri. „Það er strangt tiltekið útþensla á læknisfræðinni. Með sjúkdómsvæðingu er átt við að verið sé að gera alla að sjúk- lingum. Þeir sem ganga lengst segja í gríni að allir séu sjúk- lingar nema annað sannist og skiigreiningin á frískum manni sé sá sem hefúr ekki verið rannsakaður nógu mikið,“ segir Jóhann Ágúst og vottar fyrir kímni í augnkrókum hans þegar hann býður blaðamanni upp á svart kaffi og sæl- gæti i hádegismat sem varla getur talist holiustufæði. - En eru læknar almennt sammála því að þessi sjúk- dómsvæðing sé staðreynd, hvort sem þeir tala í gríni eða ekki? „Menn greinir ef tU viU á um á hvaða sviðum hún er tU og í hve miklum mæli en læknar deUa ekki um tUvist henn- ar. Það var fyrst fýrir um 30 árum sem sú gagnrýni heyrðist á læknisfræðina að hún væri að gera of mikið án þess að ljóst væri að það gerði gagn. Ekki væri aUtaf ljóst hvort meira fé í tUteknar greinar þýddi endUega betri árangur. Því eru sett ákveðin endimörk og þegar þeim er náð fara fjárveitingar og aðgerðir lækna að gera meira ógagn en gagn.“ Er lælmaniafían þá til? - Hvemig taka læknar þeirri gagn- rýni að verið sé að moka geðdeyfðarlyfj- um í fóik án nokkurs tUgangs? „Það má segja að þar fari aUir i vöm. HeUbrigðisstéttir fara í vöm og fara að skoða vinnubrögð sín. Sjúklingar fara í vöm og finnst vegið að sér sem er alls ekki rétt. Almenningur tekur hins veg- ar feginshendi slíkri umræðu, sérstak- lega þeir sem lítU afskipti hafa haft af heUbrigðiskerfmu. Þá vaknar sú spuming hvers vegna ég sé að hætta mér út í þennan storm og því er tU að svara að ég verð að gera það sem tilheyrir mínum lífsviðhorfúm og lífsstarfi og ég trúi á. Við lifum á þeim tímum að aUt er opið og aUt er leyfilegt. HeUbrigðiskerfið verður að vera hluti af þeirri hringiðu því það er mafíuhugsun að læknastéttin geti komið fram með eina afstöðu og eina skoðun án þess að almenningur fái að taka þátt í mótun slíkrar stefhu. Ef slíkum vinnubrögðum beitt er læknamafian staðreynd. Umræðan verður að vera opin svo almenningur skUji að það era mismunandi viðhorf tU innan fagstétta, og þar með á almenningur auðveldara með að móta sína eigin skoðun.“ Það rétta í dag er vitleysa á morgun Jóhann Ágúst getur nefnt dæmi um slíka gagnrýni en þegar hann kom heim frá námi 1980 tiðkaðist að öU sjö ára böm kæmu með þvagprufu í skólann. Þetta töldu Jóhann og félagar hans tUgangslausa læknisfræði og ranga. „Það oUi auðvitað kurr meðal stéttarinnar þegar við gagnrýndum þetta en við vissum vel að þetta var tUgangs- laust. Annað nýtt dæmi má nefna. Nú liggja fyrir sannanir um að við ættum ekki að gefa bömum flúrtöflur eftir tannburst- un. Við höfúm eytt 10-15 árum í að gefa þeim þessar töflur og auðvitað er það talsverður skeUur að komast að því að þetta gerir lítið gagn umfram tannkremið. En við erum sem sagt aUtaf að gera hluti sem síðar reynast ekki vera visinda- lega réttir eða jafnvel bara tóm vitleysa. Það eru ótal svona dæmi. Það tíðkaðist árum saman að trúnaðarlæknar sööiuðu öUum starfsmönnum saman árlega og tóku hjá þeim aUs kyns blóðprufur. Það hefur sýnt sig að þetta er gagnslaust. Nýleg dæmi sýna að það að gefa konum á breytingaskeiði hormóna tU að létta þeim lífið veldur krabbameinum seinna á ævinni og gerir þannig meira ógagn en gagn sem fyrsta stigs forvöm. Það vora 40 miUjón konur settar á svona meðferð í Bandaríkjunum. Læknis- fræðin er ekki fullkomin og við verðum að vera opin fyrir gagnrýni. Saga læknisfræðinnar er fuU af svona dæmum. Einu sinni þótti það góð læknisfræði að taka fólki blóð. í dag vitum við að mun fleiri dóu af blóðleysi við slíka aftöpp- un á blóði og þá hættum við því. AUar framfarir skapa óróleika og maður verður að taka þá áhættu að ragga bátnum stundum þótt það leiði tU gagn- rýni. Það er hluti af lýðræðinu," segir Jóhann. Samfélagið er að „franileiða“ sjúldinga - Er aukin neysla geðdeyfðarlyfia og kvíðastiUandi lyfia gott dæmi um sjúkdómsvæðingu? „Það er hluti af skýringunni en við getum ekki horft á Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum, hefur líkt neyslu fslendinga á geðdeyfðarlyfjum og kvíðastillandi lyfjum við kólerufaraldur. Hann segir að grunnvatn samfélagsins sé mengað og vaxandi sjúkdómsvæðing „framleiði sjúklinga1'. DV-mynd: E.ÓI. þetta ástand fljótandi sofandi að feigðarósi. Samfélagið er að framleiða „sjúklinga" sem krefst þess síðan að fjöldi lækna og annars heUbrigðisstarfsfólks þarf í óðaönn að sinna þeim. Það er miklu eðlUegra að reyna að koma í veg fýrir að kvíðaástand myndist og reyna að draga úr þessari „fram- leiðslu sjúklinga“.“ - Þú talar um þetta eins og faraldur og nefnir reyndar nokkur atriði sem væru líkleg tU að valda þessum faraldri, t.d. hugsanlega hærra hlutfaU kynferðislegrar misnotkunar hér en annars staðar. Hvemig getum við stemmt stigu við þessum faraldri? Misnotkun og einelti „Það þarf að skoða rætumar og reyna að frnna ástæður fýrir þessari vanlíðun okkar. Kynferðisleg misnotkun er eitt margra atriða. Við höfum ekki alveg nógu góð gögn en þau benda tU þess að tíðnin sé að minnsta kosti jafnhá og erlend- is, eða um og yflr 15%. Við höfúm mörg dæmi úr starfi okkar um ungar stúlkur sem hafa verið settar á geðdeyfðarlyf en hafa í raun verið fómarlömb kynferðismisnotkunar sem enginn hafði vit- neskju um eða þekkingu tU að taka á. Það má líta á það sem móðgun við viðkomandi að taka ekki á raunverulegri ástseðu vandans. Einelti i skólum er annað. Við verðum oftsinnis vör við að ungir krakkar koma á stofu tU okkar og lýsa mikiUi van- líðan og hiðja beinlínis um þunglyndislyf. Þegar farið er að spyrja nánar kemur í ljós að þessir krakkar hafa orðið und- ir i skólanum og það virðist vera gifúrleg harka þar í öUum samskiptum. Annað dæmi er t.d. stjómunarstíU á vinnustöðum, þar sem yfirmaðurinn í krafti valds sins þjarmar meðvitað eða ómeðvitað að starfsfólkinu þannig að það er gert lítið úr þvi á einn eða annan hátt. Þessu starfsfólki fer þá að liða Ula en þorir ekki að hætta á vinnustaðnum eða láta tU sín heyra vegna vaxandi atvinnuleysis. Þama vitum viö um aUmarga einstaklinga sem sjá það sem einu lausnina að taka geð- deyfðar- og kvíðalyf tU þess að þola við í vinnunni. Það er augljóst að þama er svigrúm tU þess að beita öðr- um stjómunaraðferðum og þannig „lækna“ þetta fólk.“ Við erum eins og B;mdarílvj;unenn - Þegar þú talar um unga krakka sem koma og biðja um lyf hvaða aldurshóp áttu þá við? „Mér hættir eflaust tU þess að tala um unglinga sem krakka. Bandarískar rannsóknir sýna að í skólum í fá- Rítalínnotkun á Noröurlöndum 1992-2002 Þetta línurit. sem sýnir rítalíiuieyslu á íslandi, samanborið við tvö önnur Norðurlandanna, sýnir vel að ísland hefur nokkra sérstöðu á þessu sviði. Rítalín er gefið börnum við ofvirkni en skilgreiningar á henni telja niargir gott dænii um „sjúkdómavæðingu" þá sem Jóhann Ágúst fjallar um í viðtalinu. Rítalínneysla hér á landi er um margt lík neyslu okkar á þunglyndislyfjum og kvíðastillandi lyfjum. Notkunin hefur aukist hröðuin skrefum undanfarin ár og við skerum okkur rajög úr öðruin þjóðum á þessu sviði, neuia kannski Bandaríkjainönnum. tækrahverfum, þar sem svartir búa og félagsleg vandamál eru gríðarleg, era um 20% nemenda í einhvers konar lyfia- meðferð þegar ástandið er verst. Það er bæði rítalín fýrir of- virk böm og geðlyf og kvíðastillandi." - Er það þá tilfellið að ástandið meðal ungs fólks á íslandi sé svipað og í verstu fátækrahverfum Bandaríkjanna hvað varðar hlutfall þeirra sem era á lyfium? „Þegar tölur era skoðaðar varðandi rítalínnotkun og geð- deyfðarlyf virðist blasa við sú þróun að við eltum Banda- ríkjamenn meira en hinar Norðurlandaþjóðimar i mörgu sem varðar lífsstíl. Þetta sést í mælingum á offitu, matar- æði, gosdrykkjaneyslu og lyfianeyslu. Ég sé þetta sem var- úðarmerki því Bandarikin era versta fýrirmynd sem völ er á í þessum efnum." Þetta er faraldur - Þið hafið líkt þessu við kólerufaraldur í Læknablaðinu. Hvað getum við gert til að stemma stigu við þessu? „Það hefði kannski verið nærtækara að líkja þessu við stífkrampafaraldur því það era til svo margar skemmtileg- ar sögur af því hvemig slíkir faraldrar vora upprættir hér á landi. Hvað varðar upptök þessa faraldurs þá er fýrsta stig að viðurkenna að þetta sé faraldur. Læknastéttin þarf að við- urkenna það, almenningur þarf að vera meðvitaður og síð- ast en ekki síst þurfa stjómvöld að viðurkenna vandann. Þýskur kollegi okkar sagði að ef 10% þjóðarinnar þyrftu að taka geðlyf ætti ríkisstjómin að segja af sér. Hann var samt ekki að tala sérstaklega um okkur en var með þessu aö leggja áherslu á að þetta vandamál er ekki læknisfræðilegt heldur samfélagslegt." - Það virðist þá sem rætur vandans liggi i mannlegum samskiptum og djúpt í samfélaginu? „Margir hafa skrifað stórar bækur um að mannleg sam- skipti séu kjaminn í okkar velferð. Rannsóknir sýna að það að gera einhverjum greiða eða vera góður við einhvem hef- ur jákvæð áhrif á heilsu okkar. Það virðist sem náin sam- skipti manna séu mikilvægari en ffarn til þessa hefur verið talið.“ Lækningar eru eldd sjoppurekstur Kollegi þinn sem skrifaði grein hélt hinu gagnstæða ffarn og sagði að læknir sem léti undir höfuð leggjast að gefa van- sælum manni lyf sem linuðu þjáningar hans væri að bregð- ast læknaskyldum sinum. Er læknastéttin klofin í þessu máli? „Lækningar era að minu mati enginn sjoppurekstur þar sem hver og einn á rétt á því að fá það sem hann vill. Mér finnst allt í lagi að gagnrýni komi fram en hún hefði mátt vera málefhalegri og menn ættu að forðast stór orð í þessu sambandi. Það verður ekki komist hjá því að viðurkenna að við erum of fljótir til að grípa til lyfia. Okkur tókst að draga úr mikilli neyslu á diazepam og val- íum með því að viðurkenna að þeim væri útdeilt of frjáls- lega. Af hverju þorum við ekki að skoða okkur sjálf og beita sjálfsgagnrýni? Hún verður að vera til staðar meðal lækna ef á að takast að bæta læknisffæðina. Heimilislæknar ávísa mestu magni geðdeyfðar- og kvíða-. lyfia. Það er í sjálfu sér eðlilegt að heimilislæknar ávísi svona miklu því þeir sjá flesta sjúklinga. Sérfræðingar byrja oft og tíðum meðferðina og heimilislæknamir, sem fýlgja einstaklingum eftir til lengri tíma, eiga að fýlgja lyfianeysl- unni eftir hjá sjúklingum í langtímameðferð. En fólk festist í þessu. TO mín kom kona sem hafði neytt geðlyfia í þrjú ár og vildi fá endumýjun á lyfin. Hún var í finu formi og virtist við góða heilsu. Ég spurði hana þess vegna hvort hún hefði íhugað að draga úr neyslu lyfianna eða hætta þeim. Hún horfði steini lostin á mig og sagði: „Það hefur enginn nefiit það við mig áður.“ Þetta er að- eins eitt dæmi um að neysla geðlyfia og kvíðastillandi er orðin hluti af menningu okkar og rikið borgar og engum dettur í hug að hætta.“ - Ég býst við að margir sjái þetta sem klókt samsæri lækna og lyfsala. Hefur læknir einhvem ávinning af því að selja sjúklingum lyf? „Nei, hann hefur það ekki. Þessar samsæriskenningar heyrast oft en sumir kalla þetta herbandalag lækna og lyfia- fýrirtækja. Vandinn er sá að yfirleitt er ávinningur af lyfia- meðferð auglýstur með villandi hætti sem ekki stenst nána skoðun og því auðvelt að fallast á ágæti þeirra." Kvíði og þunglyndi leiða til sköpunar - Mér heyrist að læknar séu á öndverðum meiði. Annars vegar era læknar sem virðast telja að sú andlega vanlíðan sem kallar á lyfin sé partur af mannlegri skapgerð og því óumflýjanleg. Aðrir virðast segja að fýrst tækni okkar og hugvit hefur gert okkur kleift að framleiða lyf gegn þessari sömu vanlíðan sé ekkert athugavert við að taka þau inn. Er þetta rétt skilið? „Darwinísk læknisfræði segir að allir eiginleikar okkar séu nauðsynlegir með einhverjum hætti og afleiðing millj- óna ára þróunar. Það er nauðsynlegt að vera hræddur svo maður fari ekki of nálægt hættum. Það er nauðsynlegt að 10% þjóðar séu landkönnuðir sem finna nýjar lendur fýrir hinn hógværa minnihluta. Það er nauðsynlegt að hafa kvíöa til að kanna aðrar leiðir. Allt er þetta nauðsynlegt. Kvíði og þunglyndi leiða til sköpunar. Flestir listamenn heimsins fara í gegnum þetta ferli. Kvíði, óánægja og van- líðan hafa verið hvati fýrir þá til þess að skapa eitthvaö nýtt. Ef þetta er allt tekið í burtu verður sköpunin minni. Þess vegna er hættulegt að vera með stóran hluta þjóðarinn- ar í flatneskjulífi. Það er viðurkennt að það verða alltaf 1-2% sem era hald- in alvarlegum geðsjúkdómum og þá era lyfin nauðsynleg. Þegar hlutfallið er orðið 10-20% er þetta orðinn faraldur sem ógnar heildinni." Fæ hugniyndir frá sjúklingum - Jóhann Ágúst er prófessor og heimilislæknir og tekur á móti sjúklingum í 20% vinnutíma síns svo það má ljóst vera að kenningar hans era ekki einungis byggðar á fræðilegum rannsóknum heldur sér hann með eigin augum hvaða mein hrjá fólk á íslandi í dag. En hvaöa aðferðum beitir hann? „Ég beiti nú á seinni árum aðferðum sem vora þó ekki hluti af mínu námi. Það er að leggja meiri rækt við samtal- ið og reyna að grafast fýrir um það hvað sé raunverulega að fólki og láta sjúklinginn segja sem mest frá kringumstæðum þess að hann veiktist því þar leynist oft raunveruleg ástæða. Ég sé sjúklinga 2 daga í viku en vinn mest við rannsókn- ir. Niðurstaðan er sú að ég er ekki besti heimilislæknir sem völ er á því ég starfa varla nógu mikið við það, en ég er hluti af hópi lækna sem fást við ólík verkefiii og þar mótast hug- myndir mínar og hópsins í sameiningu. Ég fæ samt mikið af hugmyndum og innsýn frá sjúklingunum sjálfum af því að ég leita eftir því.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.