Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 18
Helc)a rblaö 13 "V" LAUGARDAGUR is. JANÚAR 2003 I 8 „Ef litið er yfir leikarastéttina eru karlar miklu meira áberandi. Þegar valið er í hlutverk í sýningum er oft erfitt að finna góða karlleikara á lau.su en fjöldinn allur af frábærum leikkonum situr og borar í nefið á sér og bíður eftir því að strákarnir bjóði þeim að vera með. Það er óþolandi ástand: maður verður að gera eitthvað sjálfur. Sellófon, Beyglurnar og Hin smyrj- andi jómfrú verða því ekki síðustu kvennaverkin sem sett verða upp á næstu árum.“ Nú syndi égí djúpinu Nálægðin þar var mjög mikO. „Já. Stundum var nálægðin einum of mikil. Við höfðum troðiö 110 áhorfendum í litla salinn og þá var ég farin að frussa á áhorfendur. Þar er lika lítil upphækkun þannig að áhorfendur sáu ekki nema mitti og upp úr. Oft er maður hræddur að breyta um stað ef hlutirnir ganga vel en ég er ánægð að sjá hvað þetta teiknar sig fal- lega í Nasa. Þó það taki fleiri í sæti næ ég samt að halda nálægðinni sem er mikilvægur partur af sýningunni. Hvað ertu búin að sýna oft? „Ætli það séu ekki um níutiu sýningar búnar.“ Og er þetta gaman? „Auðvitað er þetta svakalega gaman. En það er alltaf mikið átak að frumsýna. Fyrsta átakið var í vor og i haust var það átak að byrja aftur. Og svo núna frumsýning í Reykjavík. Maður hugsar alltaf með sér hvort einhver muni koma. Leikrit er ekkert án áhorfenda. En þetta fer óskaplega vel af stað og það fyllir mig bjartsýni. Ég veit ekki af hverju fólk vill koma að sjá, kannski er það af því að þetta er lítið sætt og skemmtilegt verk um fólk í dag; líf vísitöluhjónanna með tvö börn. Það er gott að geta farið á leiksýningu og hlegið að sjálfum sér. Við höfum grátið svo oft með Tjekhov og Shakespeare að við höfum gott af því að hlæja aðeins.“ Hefurðu orðið vör við einhverja öfund? „Alls ekki,“ segir hún. „Það er oft sagt að konur séu konum verstar en ég hef fundið hjá systrum mínum í list- inni að þær virkilega samgleðjast; þær koma til mín og eru mjög ánægðar. Svo eru líka Beyglurnar og Charlotte Böving með sýningar sem hafa fengið frábærar viðtökur og ég er montin af þeim. Mér finnst vera ákveðið „Go Girl power!“ í leiklistinni í dag. Svona sameiginlegt átak um að láta meira i sér heyra.“ Óþolandi ástand Var ekki komið að þvi að konur yrðu meira áberandi í húmorlífi íslendinga? „Jú, og það er engin tilviljun að það spretta upp „kvennasýningar" núna. Ég hafði rætt þetta mikið við vin- konur mína i leikarastéttinni og ég held að það hafi mynd- ast ákveðið óþol og löngun til framkvæmda hjá íslenskum leikkonum. Ef litið er yfir leikarastéttina eru karlar miklu meira áberandi. Þegar valið er í hlutverk í sýningum er oft erfitt að finna góða karlleikara á lausu en fjöldinn aliur af frá- bærum leikkonum situr og borar í nefið á sér og bíður eft- ir því að strákarnir bjóði þeim að vera með. Þaö er óþol- andi ástand: maður verður að gera eitthvað sjálfur. Selló- fon, Beyglurnar og Hin smyrjandi jómfrú verða þvi ekki síðustu kvennaverkin sem sett verða upp á næstu árum.“ Er Sellófon kvennasýning? „Sellófon fjallar um konu en karlar hafa haft mjög gam- an af sýningunni. Alla vega hefur enginn þorað að segja annað við mig. Ég hef heyrt þá hlæja og nokkrir hafa kom- ið til mín og sagt: takk fyrir að fjalla um mig. Þótt ég tali meira út frá konunni, einfaldlega af þvi að ég er kona, þá fjallar Sellófon um ákveðið ástand hjá fjölskyldum: um samskipti hjóna, uppeldi, skóla og vinnu. Það er að sjálf- sögðu jafn mikið fyrir karla og konur eins og þjóöfélagið er orðið í dag. Þetta er sameiginleg ábyrgð og allir eru að reyna að gera sitt besta. En í leikritinu er þetta hennar dagur og hún talar líka um samband sitt við eiginmann- inn sem er kannski fróðlegt fyrir karlpeninginn. En það er ekki síður eiginmaðurinn sem þarf að standa sig í sínu starfi, hlaupa með barnið í leikskólann fimm mínútum eft- ir að hópastarf er byrjað, talandi í símann, veifar og kall- ar: ég elska þig. Enda hefur hlutfall karla á sýningunum hækkað mjög síðan í vor. Konurnar koma fyrst með saumaklúbbnum en ákveða síðan að koma aftur með manninn sinn.“ Karlar grilla - konur kaupa miða Er þetta þá líka karlasýning? „Kannski eru ekki til karlasýningar. Ég sé ekki marga karla fara í leikhús nema konan hafi ákveðið það. Karlar grilla og konur kaupa leikhúsmiða. Nú drepa kvenrétt- indakonumar mig! Einn karl sagði við mig: gott hjá þér að vera meö veit- ingaleikhús þvi ef verkið verður ömurlegt get ég alltaf gripið í viskíglasið. Ég sá fyrir mér leikhúsþrautagöngu þessa manns síðan eiginkonan hafði ákveðið að nú skyldi leikhúslífið heíjast: „Ég get þó alltaf drukkið mig fullan ef þetta verður skelfilega langt“. Ég er stundum eins og karlinn, þessi yndislegi maður sem átti þetta gullkorn. Ég er leikkona og fer mikið í leik- hús af því að það er hluti af minni vinnu. Mér hefur fund- ist vera ansi mikið framboð af mjög löngum og mjög list- rænum og skelfilega leiðinlegum sýningum. Auðvitað er ég ekki að tala um allar sýningar en það hefur verið lögð töluverð áhersla á alvarleikann. Að sjálfsögðu á að bjóða upp á dramatík líka en það er algjör misskilningur aö ætla að léttmeti sé verðminna eða ómerkilegra. Það var þrennt sem mig langaði að gera þegar ég gerði mitt eigið verk og réð öllu. Mig langaði að hafa það létt, skemmtilegt og stutt. Mig langaði að hafa það stutt því ég hef oft gengið út eftir sýningar og hugsað með mér að þetta hafi nú verið ágætis sýning - en aðeins of löng. Ég hef hins vegar eiginlega aldrei gengið út og viljað að sýn- ingin hefði verið lengri. Sumar sýningar eru þrír til fjórir klukkutímar og það er fínt ef það heldur en það verður að vera ástæða fyrir lengdinni; ekki bara að það hafi þurft að leysa svo margar fallegar senur. Annað sem mig hefur alltaf langað að gera er veitinga- leikhús. Sjálfri finnst mér frábært að sitja og geta verið með bjór í glasi, kaffi og konfekt eða rauðvín og ólífur og svo kemur leikarinn til mín. Sumum finnst þetta almúga- legt og hafi ekkert með leiklist að gera, fólki sé ekki treyst til að koma inn í sal og njóta listarinnar eingöngu en mér finnst veitingaleikhúsið skemmtilegt form og alltaf þegar ég kem inn á svoleiðis sýningar hugsa ég með mér að þetta eigi eftir að verða huggulegt halla mér aftur og er tilbúin að njóta. í þriðja lagi langaði mig að brjóta niður vegginn milli leikara og áhorfenda. Ég skil ekki af hverju þaö hefur orð- ið heilagt form að ljósin slokkna, tjaldið er dregið frá og leikari kemur inn. Við vitum öll að fólkið á sviðinu er í vinnunni: Ríkharður þriðji bíður ekki á baksviðs í eigin persónu; Hann verður Rikharður þegar hann gengur inn á sviðið. Ég brýt þetta form í Sellófon. Ég kem fram sem ég sjálf og tala við áhorfendur áöur en ég byrja. Nokkrir komu til mín og sögðu að það myndi eyðileggja fyrir mér; ef ég bryti niöur þennan vegg þá myndu áhorfendur ekki trúa á persónuna. Það merkilega er að þetta er ekki flókn- ara en svo að maður segir: ég ætla að segja ykkur sögu, og svo byrjar maður ... einu sinni var ... og þá eru allir komn- ir inn í söguna. Ég segi ókei og upphafslagið brestur á og þá erum við komin í leikritið. Þetta er mín skoðun eftir að hafa starfað í leikhúsi og sem betur fer eru til þúsund aðr- ar skoðanir." Minni leikhópsandi Þú og Gunnar Helgason, eiginmaður þinn, eruð hætt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Kom upp einhver ágreiningur? „Ef fólk yfirgefur fyrirtæki sem það hefur tekið þátt í að stofna og byggja upp er það oft út af ágreiningi. Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.