Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 32
32 H&lgctrblað X>"V LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Steinn Armcmn Maqnússon, leikari, skemmtikraftur og smiður, leik- ur eitt aðalhlut- verkið íKvetch, grátbroslequ leikriti um ang- ist og kvíða nú- tímamannsins. Steinn Armann talar við DV um kvíðann, svit- ann og mátt orðsporsins. í klóm kvíðans Steiiin Ármann Magnússon leikur aöallilutverkið í Kveteh, svörtum gamanleik um kvíða og óhamingju sem vakið hefur inikla athygli. Steinn svitnar svo á sviðinu að hann sér á köflum ekki áhorfendur. DV-mynd Ilari Orðið kvetch er komið úr jiddísku og mun þýða kvíði eða angist eða einhvers konar sambland af þessu tvennu. Samnefnt leikrit eftir Steven Berkoff, sem leikhópurinn Á senunni setti upp í haust í Vesturporti á Vesturgötu, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Öflugasta auglýsingastofa ís- lands, almannarómur, hefur náð þeim árangri að í síðustu viku var sýningin flutt úr þrengslunum í Vesturporti, þar sem 70 áhorfendur rúmast, og færð upp á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu þar sem 200 manns geta hlegið saman að sálarangist amerískra gyðinga. Það gerðu þeir svikalaust því almannarómurinn segir að sýningin hafi lengst um 20-30 mínútur vegna stöðugra hlátraskalla áhorf- enda. Slíkar viðtökur æsa leikarana upp og þeir fara að leggja sig enn meira fram. Það kallar síðan fram enn meiri viðbrögð áhorfenda og þarna mynd- ast yndislegur vítahringur sem frábært er að vera hluti af. Samt er eitthvert grátt gaman við þetta allt sam- an því fólkið sem við erum að hlæja að þjáist. Það engist sundur og saman i efaköstum, kvíðaköstum, reiðiköstum og lostaköstum en tekur aldrei ofan grímuna. Það sýnist alltaf vera allt í lagi. Þess vegna erum við sennilega, þegar betur er að gáð, að hlæja að sjálfum okkur. í grasrótarstíl Með eitt aðalhlutverkið í sýningunni fer Steinn Ár- mann Magnússon sem fer á kostum í hlutverki Franks. Steinn Ármann drakk kaffi og át kleinu með blaða- manni DV í vikunni og upplýsti þá að þessi leikhópur væri upphaflega stofnaður af Felix Bergssyni, í tengsl- um viö einleikinn Hinn fullkomni jafningi, og þetta verk Stevens Berkoffs hefði verið draumaverkefni Felix árum saman og hann hefði átt það þýtt í fórum sínum mjög lengi áður en draumurinn rættist. Stefán Jónsson leikari er leikstjóri Kvetch og þetta mun vera önnur sýningin sem hann leikstýrir í atvinnuleikhúsi. „Það fengust listamannalaun fyrir leikarana sem tóku þátt í þessu og þannig var hægt að gera þetta. Það var sannkallaður grasrótarstíll á þessu fyrst. Viðtök- urnar urðu mjög góðar og þetta fékk fljúgandi start og þá var ákveðið að fara með það á stærra svið í Borgar- leikhúsinu. Við höfum ákveðið sýningar út mánuðinn en skipu- lag er svolítið erfitt þar sem hluti leikaranna er bund- inn bæði í Honk í Borgarleikhúsinu og Með fullri reisn í Þjóðleikhúsinu," segir Steinn og bítur ábúðarfullur á svip í kleinuna. Elvis sem aldrei var sýndur - Svo undarlega vill til að Stefán Jónsson hefur leikstýrt Steini Ármanni áður í leikriti sem var æft nær alla leið að frumsýningu en hefur aldrei verið sýnt. Þetta leikrit, sem heitir Eldað með Elvis, átti að vera á sýningarlista Leikfélags Islands í Iðnó en segja má að skipið hafi sokkið áður en menn náðu í höfn því félagið varð gjaldþrota. Steinn lék þar lamaða Elvis-eftirhermu sem stóð þó stundum upp úr stólnum og tók lagið. Þetta kall- ast á við veruleikann með þeim hætti að á ferli sín- um sem skemmtikraftur hefur Steinn Ármann stundum komið fram i gervi Elvis og vakið fima- góða hrifningu. Þetta er meinfyndið og undarlegt verk og þarna innanborðs voru einnig Friðrik Frið- riksson, Edda Björgvinsdóttir og Edda Björg Eyj- ólfsdóttir. „Þetta er svartur og fínn húmor og það er ekki búið að gefa þetta upp á bátinn. Kannski á þetta eft- ir að komast á svið.“ Litíð í mörg hom - Steinn Ármann er ekki við eina fjölina felldur í leikhúsheiminum því hann hefur á ferli sínum fengist við gamanleik, þáttagerð i útvarpi og sjón- varpi, leikið ofurvinsælan kött í Stundinni okkar árum saman, troðið upp með hljómsveitinni Kátum piltum í Hafnarfirði, lesið hlutverk illmenna í teiknimyndum, smíðað leikmyndir á smíðaverk- stæði Sjónvarpsins í mörg ár og er nú að lesa út- varpssöguna ásamt því að leika í Kvetch. „Þetta er sagan Amsterdam eftir Ian McEwan sem fékk Bookerverðlaunin 1998. Þetta er fín saga.“ Síðan er Steinn að hefja störf við að leikstýra nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi en segir að enn sé óráðið hvaða verkefni verður fyrir val- inu, en þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir, fyrir utan einstök verkefni á því sviði í sjónvarpi og útvarpi, sérstaklega í Stundinni okkar. Steinn setti einnig upp Barpar eftir Jim Cartwright hjá Leikfélagi Keflavíkur. En er gaman að leikstýra? „Þegar vel gengur, já. En stundum fyllist maður algeru vonleysi og sér ekkert nema svartnætti.“ Svitinn rennur strítt - Það má glöggt sjá fingrafor leikstjórans á Kvetch-sýningunni. Hvernig fór Stefán að því að gera þetta svona? „Þegar búið var að finna leiðina til að sýna kvíðaköstin með „frosti“ og ákveða að stílfæra leik- inn með þeim hætti sem gert er þá varð þetta til. Þetta er ekki hefðbundinn leikstíll; mjög stór i snið- um. Hann lét okkur spóla okkur upp í þessa gríðar- legu spennu sem við þurfum að halda allan tímann. Stefán vann stundum eins og kóreógrafer þegar hann var að einbeita sér að því að setja okkur í stöður til að ná fram því sem hann vildi. Þetta virkar mjög vel en fyrir vikið er þetta sér- staklega erfið sýning að leika líkamlega. Svitinn er yfirleitt farinn að leka í augun á mér um miðja sýn- ingu. Fyrir sýninguna í Borgarleikhúsinu fékk ég nýja tegund af geli í hárið og það er eitthvað meira vatnsleysanlegt og rann frjálslega svo ég sá um tíma eiginlega ekkert.“ - Steinn ljóstrar hér upp því leyndarmáli að í þessari sýningu nota leikararnir ekkert smink Steven Berkoff Höfundurinn Steven Berkoff er feikilega vel kynntur í leikhúsheimin- um, jafnt sem leikari, leikstjóri, leik- ritaskáld og rithöfundur. Hér á landi þekkjum viö hann helst sem vonda kallinn úr kvikmyndum eins og Ram- bo, Beverly Hills Cop, Octopussy og War and Remembrance. I leikhúsinu er hann líka uppreisnarseggur og hef- ur vakið athygli fyrir að fara algjör- lega eigin leiðir. Berkoff er af mörg- um talinn einn besti og frumlegasti leikhúslistamaðurinn í heiminum. Steven Berkoff hlaut sína leikhús- menntun í London og París, en þar nam hann hjá Jaques Le Coq. Hann stofnaði sinn eigin leikhóp, the London Theatre Group, árið 1968 og fór strax að vekja verulega athygli. Fyrsta sýning þess hóps var In the Penal Colony en það var útfærsla Berkoffs á smásögu eftir Kafka. Berkoff hefur einmitt öðlast frægð fyrir sínar „útgáfur" á klassískum verkum, eins og Réttarhöldunum og Metamorphosis eftir Kafka, gríska harmleiknum Agamemnon og The Fall of the House of Usher eftir Edgar Allen Poe.ÝÞá hefur hann náð stór- kostlegum árangri í nýstárlegum upp- færslum á verkum Shakespeares. Meðal leikverka Stevens Berkoff eru West, Decadence (siðar kvikmynd með Joan Collins), Greek, Kvetch, Acapulco, Harry’s Christmas, Lunch, Sink the Belgrano, Massage, Sturm und Drang, Brigton Beach Scumbags, Messiah og svo hans þekktasta verk, East. Berkoff hefur ferðast um heim- inn með leikverk sín og er fastagestur á leiklistarhátíðum, sérstaklega í Ed- inborg, þar sem hann er orðinn eins og stofnun. Berkoff hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum eins og áður sagði og eru þær jafn misjafnar að gæðum og þær eru margar. Meðal þeirra mynda sem ekki höfðu verið nefndar eru A Clockwork Orange, Barry Lyndon, Under the Cherry Moon, Absolute Beginners, Prisoner of Rio, The Krays og svo auðvitað stórmyndin Another 91/2 Weeks! Berkoff hefur líka verið feikilega afkastamikill rithöfundur og gefið út bækur um leiklist, dagbækur ein- stakra verkefna, smásagnasöfn, leik- rit, ferðabækur og ljóð. Ævisaga hans heitir Free Association og var gefin út af Faber & Faber árið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.