Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 26
26 Helcjctrblaö JO'V LAUOA.RDAGUR IS. JANÚAR 2003 Grín „Cg ólst upp ívestur- luto Chicaqo og þegar ég var /6 ára uppgötv- aði ég hæfileika minn til að koma öðrum til að hlæja,“ útskgrir Tou/nsend. mál ..... Denzel Washington ásamt Robert Townsend. Draumurinn var alltaf að verða atvinnumaður í körfubolta en þjálfararnir voru lítið fyrir það að láta mig spila. Ég sat þess vegna alltaf á varamannabekkn- um en þar hafði ég ekkert betra að gera en að segja hinum liðsfélögunum brandara. Fljótlega ákvað ég því að reyna frekar fyrir mér í leiklistinni og gekk til liðs við leikhóp í hverfinu. Þegar ég siðan fór í háskóla í New Jersey eyddi ég mestum tima í að ferðast með lestinni til New York þar sem ég sótti grínklúbba auk þess að læra leiklist hjá The Negro Ensemble Company undir handleiðslu Stellu Adler. Ég fór fljótlega að vinna sem uppistandari á klúbbunum í New York og áður en ég útskrifaðist loks úr háskólanum var ég líka farinn að vinna sem aðstoðarmaður viö uppsetningu söngleikja á Broadway." Kvikmynd gerð ineð kreditkorti Robert lék í upphafi ferils síns í kvikmyndum eins og Cooley High, A Soldier’s Story og The Mighty Quinn ásamt Denzel Washington. Þar segist hann hafa fengið brennandi áhuga á kvikmyndagerð og leik- stjórn. „Á mínum fyrstu árum í leiklistinni lærði ég mikið. Enn fremur jók þetta áhuga minn á því að vera hinum megin við myndavélina og þess vegna fór ég að semja mikið af handritum, bæði að kvikmyndum og sjón- varpsþáttum. Eftir að hafa unnið að minni verkefnum í dálítinn tíma tók ég þá ákvörðun að framleiða sjálf- ur grínmynd sem ég hafði skrifað handritið að.“ Robert lét þó ekki nægja að skrifa handritið og fram- leiða myndina heldur lék hann einnig aðalhlutverkið ásamt því að leikstýra öllu saman. „Til að þetta gæti gengið upp varð ég að skuldsetja mig í botn en á endanum náði ég að safna nægilega miklum fjármunum með því að fullnýta heimildirnar á öllum kreditkortunum mínum," segir Robert og hlær. Áhættan borgaði sig þó og rúmlega það því kvik- myndin sem hér um ræðir, Hollywood Shuffle, þykir enn í dag einhver best heppnaða grínmynd siðari ára ef marka má kvikmyndaspekinga vestanhafs. Þörf fyrir sviðið „Meðan á öllu þessu stóð gaf ég mér þó alltaf tíma til að þess að gera það sem mér finnst skemmtilegast, að vera uppi á sviöi að skemmta. En síðustu 10-15 árin hef ég bara einfaldlega ekki haft tíma til þess vegna mikilla anna,“ segir Robert sem hlakkar greinilega til að komast upp á sviðið á ný. „Ég hef samt sem áður komið að fjölda uppistanda á þessum tíma. Ég hef aðstoðað fjölda manns við gerð handrita að svona uppistandssýningum auk þess sem ég hef gefið ýmsar ráðleggingar," segir Townsend hóg- værðin uppmáluð. Sannleikurinn er nefnilega sá að hann leikstýrði og skrifaði handritið að þekktustu uppistandsgrínmynd allra tíma, Raw, með Eddie Murphy. Þegar hann er inntur eftir þessu svarar hann um hæl: „Jú, jú, ég leik- Hér er Robert Townsend ásamt Keenen Ivon' Wayans. ara í New York, Reykjavík eða Tokyo. Hlutirnir sem ég geri grín að eru i það minnsta þess eðlis að þeir eru sameiginlegir öllum. Kynlíf, barneignir, leiðinlegir ná- grannar, yfirmenn og makar er t.d. eitthvað sem allir þekkja óháð búsetu eða kyni. Þannig að allir eiga að geta haft gaman af þessu. En ísland varö samt fyrir valinu vegna þess að ég var búinn að heyra að það væri miklu erfiðara að koma íslendingum til að hlæja en öðru fólki. Ég vil nefnilega hafa smá áskorun þegar ég fer upp á svið eftir svona langt hlé,“ segir Robert og hlær. „Nei, nei, ég er bara að grínast, ég veit í raun ekk- ert um íslendinga. Þetta kom þannig til að vinur minn, Tim Goldberg, var staddur þarna um daginn með Ron Jeremy til að kynna nýju myndina hans. Honum leist bara svona vel á ykkur að hann hvatti mig til að koma þangað með prógrammið mitt. Við Tim höfum veriö vinir lengi og ég treysti hans dómgreind ágætlega auk þess sem ég hef alltaf gaman af því að prófa eitthvað nýtt og spennandi þannig ég ákvað bara að slá til.“ Keenen Ivorv Wayans, Robert Townsend og Bill Duke. stýrði Raw en við Eddie skrifuðum handritiö sarnan" og hefur ekki fleiri orð um það. En hvað varð til þess að Robert gaf sér aftur tima til þess að fara aö skemmta á sviði og af hverju varð ís- land fyrir valinu sem frumsýningarstaöar fyrir þessa nýju sýningu sem svo mikil eftirvænting ríkir fyrir í Bandaríkjunum? „Þetta gerðist þannig aö ég var að hjálpa Chris Tucker að skrifa handrit að stand up sýningu sem hann var með á síðasta ári. Eftir að við höfðum setið sveittir við skriftir fyrsta daginn ákváðum við að fara á grínklúbb um kvöldið til að slaka aðeins á. Þar fékk ég hreinlega hugljómun við að sjá viðbrögð fólksins í salnum og Chris hvatti mig til að gefa mér tima til að búa til nýtt prógramm og leggja upp í túr um Banda- ríkin. Hann hélt síðan áfram að þrýsta á mig og ég fór að finna hversu mikla þörf ég hafði fyrir sviðið þannig að ég sló til.“ Grín er alþjóðlegt tungumál „Ég hef alltaf litið svo á að grín sé alþjóðlegt tungu- mál og það skipti litlu hvort maður er að segja brand- Með mörg járn í eldinuni „Ég á nú samt von á því að fá sendan pakka frá íslandi fljótlega með tónlist, heimildarmynd um landið og einhverjar upptökur af grínistum sem mér skilst að eigi að troða upp með mér. Þannig að þegar ég kem til ykkar í næsta mánuði verð ég eitthvað búinn að kynna mér um hvað þetta snýst hjá ykkur," segir Ro- bert en hann mun troða upp í Háskóla- bíói í næsta mánuði ásamt Þorsteini Guðmundssyni og öðrum vel völdum gestum, innlendum sem erlendum. Eins og áður sagði leggur Robert Townsend upp í ferð um Bandaríkin að lokinni heimsókn sinni hingað til lands en að því loknu tekur kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðin aftur við. „Eftir Bandaríkjaferðina fer ég að vinna að nýrri kvikmynd með fyrirmyndarfóðurnum sjálfum, Bill Cosby, og svo erum viö Chris Tucker með fleiri járn í eldinum. Það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ segir Ro- bert og bætir við að hann hafi í síðustu viku verið að skila inn prufuþætti sem hann vonar að komist til sýn- ingar á HBO-sjónvarpsstöðinni. Hann hefur áður samið og leikstýrt þáttum og sjón- varpsmyndum sem hafa verið sýndar á mörgum af helstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna og notið mik- illa vinsælda. Kvikmyndagerðin hefur samt sem áður ekki setið á hakanum og á síðustu árum hefur hann m.a. leikstýrt og starfað með fólki á borð við James Earl Jones, Natalie Cole, Halle Barry, Whoopie Gold- berg, Wyclef Jean, Sinbad og Beyonce Knowles. Það verða því talsverðar væntingar þegar Townsend stígur á svið Háskólabíós í næsta mánuði og sjálfur segir hann tilhlökkunina mikla: „Ég lofa að taka fjörið með mér þegar ég kem. í það minnsta er ég búinn að bíða lengi eftir því að fara upp á svið á ný þannig ég hlakka mikið til.“ -áb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.