Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 42
46 Hel<garblað 30 "V LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Góða veislu gjöra skal Það er fátt skemmtileqra en að lenda í góðri matari/eislu með skemmtilegu fólki. Það er góð íþrótt ef ekki beinlínis listgrein að skipuleggja slíkar veislur þannig að i/el fari. Góða veislu gjöra skal, er sungið 1 gömlu íslensku dans- kvæði. Það er fátt skemmtilegra en að lenda í góðri veislu þar sem vel er veitt af mat og víni og veislugestir eru bæði greindir og fyndnir og hafa á hraðbergi gamanmál, slysasög- ur og vandaðar slúðursögur í einum bunka. Margir lenda mjög sjaldan í svona veislum og tekst enn sjaldnar að halda eftirminnilega vel heppnaðar veislur af þessu tagi. Þvert á móti er það oft með nokkrum kvíða sem húsmóöir og húsbóndi taka á móti gestum og það er einnig oft með nokknun kvíða sem gestir þiggja boð í veislur. Það er margt i sambandi við veislur sem er fallið til þess að vekja ótta og lausleg rannsókn leiðir í ljós að gestimir óttast eftir- talda hluti meira en annað þegar veislur eru annars vegar. Það er að mæta of snemma, mæta of seint, vera óviðeig- andi klæddur, þ.e. að vera of finn eða ekki nógu finn. Síðan óttast margir að drekka of mikið og segja ranga hluti við rangt fólk eða gleyma nöfrium þeirra sem var verið að kynna þá fyrir. Ég er næstum viss um að þetta eru nokkum veginn sömu hlutimir og gestgjafamir óttast og er þá jafnt á komið með báðum. Lítum á nokkra hluti sem ber að hafa í huga svo allt fari vel og veislan verði skemmtileg. Kynningar og sainræður Sumt fólk stendur í þeirri trú að yflrborðskenndar sam- ræður eins og þær sem tíðkast í svona samkvæmum séu fyr- ir neðan þess virðingu eða utan kunnáttusviðs þess. Þetta fólk stendur yfirleitt eitt og þögult í kokkteilboðum og það er dauðadómur að fenda við hlið þess við matarborð. Lausnin er einfaldlega sú að sýna fólki áhuga. Ekki láta þér nægja að svara spumingum heldur spyrðu fólk sem þú tekur tali hvað það geri, hvar það búi og hvað bömin þess heiti og þar fram eftir götunum. Áður en þú veist af ertu búin að finna mann sem átti bam með fyrrverandi tengdamóður fyrri mannsins þins eða hitta aftur gamlan leikfélaga úr sand- kassanum. Hver á sitja hjá hveijum? Brellan við að skipa til sætis er að láta þá þöglu ekki sitja saman í hóp og láta kjaftaskana ekki alla á sama borð. Það er gott að stía hjónum í sundur eða góðum vinum og koma þannig í veg fyrir að það myndist „eyjar“ í samkvæminu þar sem ókunnugum er bannað að ganga á land. Góður gestgjafi kann að raða fólki saman til borðs þannig að hver hafi af öðr- um nokkra skemmtan og leggi í framhaldi af því eitthvað af mörkum til að gera kvöldið skemmtilegt. Má reykja eða ekld? Nú til dags er óhjákvæmilegt að skilgreina hvar má reykja og hvar ekki. Ef það má reykja innanhúss þá þarf það að vera alveg skýrt hvar en ef reykingamenn eru leiddir út tO að murka úr sér lífið þá þarf það að vera í skjóli og ekki þar sem rignir á þá. Því betur sem fer um þá því betur skemmta þeir sér og mynda sín á milli tengsl sem einungis reykingamenn geta. Skál og syngja félagar Það má almennt séð skipta öllum gestum í tvo hópa. Það eru þeir sem drekka og þeir sem ekki drekka. Þeir sem ekki drekka skiptast I þijá hópa: bindindismenn, bamshafandi konur og endurreista alka. Enginn þessara hópa er til vand- ræða nema mörgum „þurrkuðum" finnst frekar leiðinlegt að sitja til borðs með miklum drykkjumönnum en það má auð- veldlega forðast. Þeir sem drekka skiptast í tvo hópa. Þá sem drekka í hófi og þá sem drekka of mikið. Fyrmefndi hópurinn er eðlilega ekkert vandamál en það er seinni hópurinn sem þarf að gæta að. Séu bomir fram blandaðir drykkir eins og „bolla“ eða eitthvað álíka má draga úr styrk hennar þegar liður á kvöld- ið en það getur líka þurft að hvísla að einum og einum vina- legri ráðgjöf. Með slíkum hollráðum er oft hægt að forðast hálfgerð leiðindi því ef ölvun á að verða almenn er best að all- ir séu jafnfuilir. Það er leiðinlegt ef einn kátur fylliraftur verður sér til stórrar skammar fyrir framan léttkennda eða allsgáða áhorfendur. Það getur verið gott að bjóða upp á óáfenga drykki á borð við gos eða vatn þegar fer að líða á kvöldið. Margir vilja gjaman hætta að neyta áfengis um miðnætti og drekka vatn eftir það. Enn skal og minnt á að húsráðandi ætti að hindra það með öllum ráðum aö þeir sem hafa neytt áfengis aki heim til sin. Leigubílar kosta ekki mikið. Elvis Presley og mataræði hans gæti orðið gott efni í veislu. Hægt er að fá sérstakar matreiðslubækur sem fjalla eingöngu urn mataræði kóngsins og elda upp úr þeim. Leikir og skemmtiatriði í sumum veislum þar sem fólk þekkist vel og andrúmsloftið er af- slappað getur verið við hæfi að fara í samkvæmisleiki. Vinsælir spum- ingaleikir eins og Trivial Pursuit efla keppnisandann og koma að góðu gagni og sama gildir um ærslaleiki eins og Pictionary og Actionary. Margir kannast við grínið sem felst í að leika bókartitla eða máishætti og við slíkar kúnstir má skemmta sér eftir matinn eða jafnvel gera það að meginefni kvöldsins. Margir era samt tregir til að taka þátt í svona fíflalátum nema með fólki sem þeir þekkja mjög vel. Hér er hægt að beita eigin hug- myndaflugi og leikir, eins og gamal- dags skollaleikur eða mögnuð grettu- keppni, eru vel fallnir til þess að brjóta upp það sem virðist í fyrstu vera hefðbundin veisla. Góðar veislur eru besta skemmtan þótt þær séu ekki eins flottar og þessi. Skipulagið skiptir öllu máli. Hegðun gestgjafa Gestgjafi hefúr einfaldar skyldur. Hann á að vera til fyrir- myndar og sjá til þess að allir skemmti sér. Þetta gerir gest- gjaftnn með því að hegðun hans og neysla er ávallt til fyrir- myndar og ef hann sér einhvem sitja einmana án félagsskap- ar þá kemur hann til bjargar. Það er hins vegar ekki góð lat- ína að gestgjafi sitji lengi á hljóðskrafi við einn gesta sinna og því getur aðstoðarmaður komið og bjargað gestgjafa úr slíkri einokunaraðstöðu með sögum um að nærveru hans sé krafist annars staðar. Við slíkar bjarganir nota gestgjafi og vitorðsmaður hans oft einfalt merkjamál. Það má hins vegar ekki vera mjög áberandi - ekki baða út höndunum og benda á þann sem heldur þér uppi á snakki. Eiiifalt er gott Það eru nokkrar aðferðir sem gestgjafi getur beitt til að draga úr sínu eigin stressi og skemmta sér betur. Undirbún- ingur eins og innkaup og þrif skal fara fram með a.m.k dags fyrirvara og matseðillinn er bestur þegar hægt er að elda sem mest fyrir fram. Gestgjafi má bjóða gestum til sín í eldhúsið en þarf ekki að fara eftir ráðgjöf þeirfa varðandi eldamennsk- una. Gestgjafi má setjast hjá uppáhaldsgesti sínum þegar maturinn er kominn á borðið. Ekki bjóða neinum sem þarf sérstakt eftirlit af einhveijum ástæðum og ekki bjóða neinum sem þú þarft að vera í sér- stökum stellingum fyrir allt kvöldið. Á þessum lista eru t.d. tilvonandi tengdamæður, yfirmenn í vinnunni og fyrrver- andi makar. Hvað er þemað? Það er hægt að setja saman eða hanna matarboð og partí sem ein- kennast af sérstökum stefjum eða þema. Hér skal bent á nokkrar hug- myndir. 1. Finndu matreiðslubók Elvis Presley, Are You Hungry Tonight, og eldaðu mat í anda kóngsins og spil- aðu aðeins tónlist hans. Allir era með brilljantín f hárinu og hugsan- lega klæddir í anda timabilsins. 2. Það er áttundi áratugurinn. Eld- aðu eitthvað úr dós, spilaðu tónlist Herberts Guðmundssonar eða fáðu hann til að mæta. Það eru allir klæddir eins og var í tisku þá, strák- amir era málaðir og vinsælasta lag- ið í partínu er Gleðibankinn. 3. Allt í sama lit. Það er hægt að skipuleggja matarboð i ákveðnum lit. Til dæmis gult. Þá er banana daquiri í fordrykk, saffronhrís- grjón og karríkjúklingur í matinn og sítrónuís í eftirrétt. Hvítvinið með matnum er gult og Yellow Submarine er aðal- lag kvöldsins. Allir mæta klæddir í gult. Með sama hætti mætti skipuleggja svart kvöld. Þá er Black Russian í fordrykk, kavíar eða svartbaunasúpa í forrétt og svartsteiktur „cajun“ kjúklingur í aðalrétt og dökk súkkulaðimús í desert. Vínið með matnum heitir Black Tower og allir er svartklæddir og Black is black með Rolling Stones er vinsælasta lag kvöldsins. 4. Það er sjötti áratugurinn á íslandi. Konumar eru með túberað hár og karlamir í polyesterjakkafótum. Það er harð- steiktur lambahryggur á borðum með grænum baunum, rauðkáli og brúnuðum kartöflum og niðursoðnir kokkteil- ávextir úr dós með þeyttum rjóma í eftirrétt. Með matnum er tvöfaldur vodka í kók (enginn ís) og Ellý og Raggi Bjarna eru á fóninum. Eftir matinn era sýndar skuggamyndir úr sumar- fríi til Spánar. Maður er manns garaan Eins og sjá má hér að framan er það aðeins ímyndunarafl húsráðanda sem setur mörkin varðandi skipulag góðra veislna. Þegar öllu er á botninn hvolft þarf ekki miklar hundakúnstir til að allt gangi vel. Það er góður matur, viðeig- andi tónlist og skemmtilegt fólk sem getur talað um eitthvað annað en sjálft sig sem gerir góða veislu góða þvi maður er manns gaman. Svo má alltaf dansa á eftir. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.