Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 38
4-2 Helqarbtcið 30 V LAUGARDAGUR IS. JANÚAR 2003 Á öllum tímum hafa verið til menn sem spá þvíað heimsendir sé ínánd og meðlimir trúarhópa á borð við Heavens Gate, Temple du Soleil og fglgjendur Jim Jones, sem kenndir voru við Jonestown, hafa framið fjöldasjálfsmorð ígóðri trú um að spádóm- urinn væri að rætast. A árunum 1800 til 1843 komu fram á sjónar- sviðið hópar manna og kvenna sem spáðu þvíað dómsdagur væri á næsta leiti. Bandarikjamaðurinn William Miiler, sem varð einna frægastur þessara manna, hðf að spá heimsendi árið 1831 og linnti ekki látum fyrr en 1843, árið sem hann taldi að heimsendir yrði. Talið er að Miller hafi átt í kringum fimmtíu þúsund ákafa fylgjendur og jafn marga sem trúðu orðum hans en gengu ekki í söfnuðinn. Flestir áhangendur hans voru meþódistar eða baptistar. Sérkennilegasti heimsendaspámaðurinn sem var uppi á sama tíma og Miller hét Harriet Livermore og var dótt- ir þingmanns frá Massachusetts. Hún trúði því að endur- koma Krists væri á næsta leiti og að atburðurinn myndi eiga sér stað í ísrael. Harriet trúði því líka að indíánar í Bandarikjunum væru afkomendur ísraelsmanna og fór sérstaka ferð til Washington til að fá stjórnvöld til að flytja indíánana til Jerúsalem svo hægt væri að bjarga sálum þeirra. Lá yfir Biblíunni í fimmtán ár William Miller fæddist árið 1782 og var elstur sextán systkina. Hann ólst upp á bóndabæ í Massachusetts við lítil efni en las mikið og naut fyrir vikið mikillar virðing- ar strax sem barn. Miiler kvæntist ungur en þótti sinna bókum sínum meira en konunni. Hann varð snemma af- huga öllum trúarbrögðum, konu sinni og ættingjum til mikils angurs og þau töldu hann stefna í glötun. Mikil breyting varð á högum Millers þegar hann gekk í herinn og barðist í borgarastriðinu 1812. Þar komst hann i kynni við unga menn sem trúðu staðfastlega á Guð. Miller hæddist að þeim en það fékk ekkert á mennina og hann dáðist að staðfestu þeirra. Skömmu seinna sat hann við dánarbeð vinar síns og fylltist miklu hugarangri þegar hann sá hversu lífið er stutt og dauðinn endanlegur. Þeg- Milli lifs og dauða í Boston talaði Miller yfir vel upplýstum borgarbúum sem flvkkt- ust í kirkju til að lilusta á hinn nýja spámann. ar Miller sneri heim úr stríðinu barð- ist hann við tilvistarþunglyndi og loks leiddi það hann til andlegrar íhugun- ar og trúar á Guð. Hann lá yfír Biblí- unni í fimmtán ár, sérstaklega bókum spámannana, og þar fann hann farveg fyrir þörf sína til að trúa á líf eftir dauðann. Miller taldi sig geta reiknað út, samkvæmt bókum Biblíunnar, hvenær heimsendir yrði og eftir mikl- ar reikningskúnstir komst hann að því að endalokin myndu eiga sér stað árið 1843. Hann sá einnig fyrir að hin- ir réttlátu færu til himna, grafir myndu opnast og útvaldir rísa upp og stíga til himna með hinum lifandi. Heyrði rödd í fyrstu hélt Miller þessum hugleið- ingum fyrir sig en dag nokkurn þegar hann sat og rýndi í góðu bókina þótt- ist hann heyra rödd sem sagði honum að fara og boða kenningu sína. Miller svaraði: „Drottinn, ég get ekki farið.“ „Af hverju ekki?“ svaraði röddin. Að lokum gerði hann samkomulag við Guð, Miller sagðist myndu boða kenningu sína ef hann einhvem tima fengi tækifæri til að stíga í predikun- arstól. Miller sagði seinna að hann hefði ekki verið fullkom- lega heiðarlegur í samningagerðinni við almættið. Hann hefði komið með uppástunguna af því hann taldi engar líkur á að nokkur myndi biðja hann, fimmtugan bónda, um að predika. En kraftaverkið átti sér stað hálftíma síð- ar þegar ungur maður kom í heimsókn og bað Miller að hlaupa í skarðið fyrir prest í baptistakirkju í næsta ná- grenni. Miller þmfti ekki fleiri sannanir, Guð ætlaði hon- um ákveðið hlutverk. Þegar Miller steig í predikunarstólinn hélt hann eld- heita og sannfærandi predikun um yfirvofandi heimsendi sem yrði eftir þrjú ár. Þeir sem heyrðu ræðu hans töluðu um hana við aðra og menn fóm að koma til heimabæjar Millers til að heyra hann predika. Einn þeirra var Jósúa Himes, prestur í babtistakirkju í Boston, og hann bauð Miller að halda fyrirlestra í Boston. í Boston talaði Mill- er yfir vel upplýstum borgarbúum sem flykktust í kirkju til að hlusta á hinn nýja spámann. Himes beitti síðan áhrifum sínum til að Miller fengi að predika víðs vegar um Bandaríkin og lét gefa út bæklinga með predikunum og heimsendisspádómum Millers. Bæklingarnir náðu gíf- urlegri útbreiðslu og í framhaldi af því fóra ýmsir kirkjunnar menn, sem áður höfðu tekið spádómum Millers treglega, að taka undir með honum. Tákii á hiinnum Miller reiknaði út af mikilli nákvæmni að heimsendir yrði í apríl 1843 og byggði útreikninga sína að hluta til á Mattheusar- guðspjalli (24: 28-30), hann sagði einnig að áður en til tíðinda drægi mundu birtast tákn á himni. Honum vildi til happs að í mars 1843 birtist björt halastjarna á himninum, hún var sjáanleg um miðjan dag og á sama tíma fór að bera á einkennilegum hringjum í kringum sólina. Margir sem áður höfðu lit- ið á Miller sem mgludall og bullukoll tóku að trúa orðum hans. Félagarnir Himes og Miller tóku nú að boða til funda í gríð og erg þar sem Miller predikaði heimsendi af miklum krafti og fólk söng drottni til dýrðar og baðst fyrir án afláts. En eitthvað fór úrskeiðis því apr- íl kom og fór og veröldin var söm við sig. Áhangendur Millers voru furðu lostnir en meistarinn bar því við að mjög erfitt væri að vera nákvæmur í útreikningum þegar um heimsendi væri að ræða. Hann sagði að heimsendir yrði örugglega á tímabilinu 1843-1844, senniléga 21. mars 1844. Miller efaðist aldrei um útreikninga sín- mn og beið örlaga sinna og heimsins á heimili sínu þar sem hann las Biblíuna. Þegar tók að líða að 21. mars tóku þúsund- ir fylgjenda hans að undirbúa sig fyrir heimsendi. Þeir hættu að sinna bústörfum og seldu jafnvel hús sin og jarðir. Hörðustu fylgjendurnir fóru meira að segja út í Barðist fyrir réttmdum indíána Harriet Livermore trúði því að indíánar í Bandaríkjunum væru afkomendur ísraelsmanna og vildi senda þá til Jerúsalem svo að hægt væri að bjarga sálum þeirra. Dans hinna dauðu Fylgjendur Millers fóru út £ kirkjugarð til að vera viðstaddir þegar hinir Iátnu risu úr gröfum sínum og stigju upp til himna. Reiknaði út heimsendir WiIIiam Miller reiknaði út af mik- illi nákvæmni að heimsendir yrði í apríl 1843 og byggði útreikninga sína að hluta til á Mattheusarguð- spjalli. kirkjugarð til að vera viðstaddir þegar hinir látnu risu úr gröfum sínum og stigju upp til himna. Einn þeirra var kEu-lmaður sem stóð við gröf fyrri eiginkonu sinnar og beið eftir uppstigningu hennar. Seinni kona hans reiddist þessu svo að hún neitaði að búa áfram með honum þegar ekkert varð úr heimsendi. Aðrir klifruðu upp í tré eða fóm út á húsþök með heimasmíðaða vængi sem þeir höfðu fest á sig og þegar klukkan sló tólf að kvöldi 21. mars reyndu þeir að fljúga til Guðs. Að minnsta kosti einn fótbrotnaði. Staðgengill Gabríels Kostulegasta atvikið í allri þessari atburðarás átti sér stað í bænum Westford í Massachusetts. Þar hafði fólk safnast saman í húsi og söng og beið þess að komast til himna. í næsta húsi viö bjó vangefinn maður sem gekk undir nafninu Amoz brjálaði. Hann hafði ákaflega gaman af því að blása í trompet og þegar Amoz heyrði sönginn þaut hann út til að taka þátt í skemmtuninni og blés af krafti í lúðurinn. Fólkið hélt að Gabríel erkiengill væri mættur til að tilkynna heimsendi með lúðrablæstri og þusti út á götu æpandi hallelúja. í stað Gabríels sá fólkið Amoz sem kallaði til þeirra að fara heim og taka upp kart- öflur því ólíklegt væri að Guð myndi taka það verk að sér. Ekkert gerðist, 21. mars leið án heimsendis og Miller var fullur vonbrigða og biturleika. Fylgjendur hans voru sömu- leiðis vonsviknir og hópurinn tvístraðist en hluti hans varð síðan að Sjöunda dags aðventistum. Miller lét af öllum frek- ari spádómum en félagi hans Himes hélt áfram næstu þrjá áratugi að gefa út bæklinga þar sem menn voru hvattir til að gefa gaum að því að ekki væri langt í heimsendi. Himes var grafinn uppi á hæð svo að hann myndi eiga hægt um vik að rísa upp á dómsdegi. -KB/Kip Heimsendaspá Williams Miller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.