Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 48
Helojai rhlað H>"V" LAUGARDAGU R 18. JANÚAR 2003 Bílar a Þrívirk veltuvöm Volvo XC90 leggur mikið upp úr öryggi eins og Volvo er tamt. Volvo er í eigu Ford og því kemur það ekki á óvart að höfuðáherslan skuli hafa verið lögð á að minnka hættu á veltu, en tíðar veltur Ford Explorer, sem raktar voru að hluta til dekkjavals, kom illa við framleiðandann. Volvo XC90 notar þijár aðferðir til að minnka hættuna á slysum: hugbúnað sem á að að koma í veg fyrir veltu, sérstyrkt þak og loks loftpúðagardínur sem eru útblásnar 10 sekúndum lengur en venjulega til að koma i veg fyrir að farþegar kast- ist út úr bílnum. Veltivömin virkar mjög vel við prófun okkar og grípur fyrr inn í en hefðbundin skrikvöm, en eins og gefur aö skilja gátum við ekki látið reyna á hin tvö at- riðin. Dregur aðeins niður í vél Við höfum oft sagt það áður að 2,5 lítra disilvélin, sú sama og í S80 og XC70, er öflug og skemmtileg og um leið hljóðlát og eyðslugrönn. Sama má segja um hana í XC90, þótt aðeins sé farið að draga úr afli hennar vegna aukinn- ar þyngdar bílsins. Hún togar bílinn vel áfram, jafnvel í bröttustu brekkum, en aðeins vantar þó upp á viðbragðið, sérstaklega áður en forþjappan kemur inn, og er þá eins og komi smáhik þegar stigið er fast á olíugjöfina. Þyngd bíls- ins frnnst vel i akstri, án þess að það komi niður á akst- urseiginleikum hans, enda vel fyrir þeim hugsað. Fjórhjóla- drifið er endurbætt útgáfa Halidex-aldrifsins og ásamt mik- iili veghæð gerir það bílinn að ágætum torfærubíl þótt hann jafnist ekki á við M-línu Benz eða VW Touareq. Verð í góðu meðallagi Verðið á nýja Volvo-lúxusjeppanum er nokkuð gott, 5.690.000 kr. í þessari útfærslu. Sambærilegur BMW X5 er mun dýrari, á 6.540.000 kr„ en Benz-jeppinn er örlítið ódýr- ari, á 5.570.000 kr. Nokkm getur þó munað í staðalbúnaði á grunnútgáfum þessara bíla. Annar verðugur keppinautur er líka eflaust nýr VW Touareq sem, líkt og Benz-jeppinn, er með lágu drifí. Ódýrasta bensínútgáfa hans kostar 5.470.000 kr. sem er mjög svipað og XC90 með 2,5 lítra bens- ínvélinni, en sá bíll kostar 5.490.000 kr. í grunninn. -NG Otrúlega stór og rúmgóður Kostir: Rými, veltivörn, þœgindi. Gallar: Viðbragö fró olíugjöf. Brimborg kynnti nýlega til sögunnar nýja Volvojeppann sem var nýlega valinn jeppi ársins í Bandaríkjunum, XC90, sem skipar sér í ört stækkandi flokk lúxusjeppa. Reyndar er XC90, líkt og aðalkeppinautar hans, BMW X5, aðeins jepp- lingur en driflina þeirra er einungis sívirkt íjórhjóladrif og þeir hafa ekki millikassa. Jepplingur er hins vegar ekki rétt- nefni þegar horft er á stærð þessara bíla og er XC90 til dæm- is stærri í sumum málum en nýr Land Cruiser 90. Þess vegna munum við kalla hann lúxusjeppa til hægðarauka. Það sem fyrst vekur athygli við XC90 er stærðin en bíilinn er alveg ótrúlega rúmgóð- ur. Hægt er að fá hann sjö sæta og falla þá öft- ustu sætin snyrtilega ofan í gólfíð án þess að taka meira pláss en bíll án þeirra. Með þriðju sætaröðinni er bamaseta í miðjusæti sem einnig má færa fram að framsætum með því að taka miðju- stokk í burtu. Allt efn- isval er fyrsta flokks enda óhætt að segja að Volvo flokkist undir lúxusmerki í dag. Bún- aður er með ágætum, sérstaklega öryggis- búnaður, og sem stað- albúnað má nefna skriðstilli, flarstýrð hljómtæki, sex ör- yggispúða og fleira. Hjólahaf XC90 er 2,9 metrar sem er með því besta sem gerist og að- koma því góð í alla staði. Ótrúlega rúmgóður o Dísilvélín er 163 hestöfl og hefur mikið tog, 340 newtonmetra. ® Afturhleri er tvískiptur og neðri hlutinn lægri en í flestum öðrum jeppum. Þetta auðveldar hleðslu og bíllinn þolir einnig meiri þunga. © Innréttingin er fyrsta flokks og plássið enn þá meira en áður í Volvo. ® Volvo-svipurinn er auðþekkjanlegur á nýjum XC90. VOLVO XC90 2,5 D5 Vél: 2,5 lítra, 5 strokka dísilvél. Rúmtak: 2401 rúmsentímetrar. Ventlar: Þjöppun: 18:1. Gírkassi: 5 þrepa sjálfskiptur. UNDIRVAGN: ; Fjöðrun framan: Sjálfstæð MacPherson-qormafjöðrun. Fjöðrun aftan: Fjölarma, sjálfstæð. Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD. Dekkjastærð: 235/65 R17. YTRI TOLUR: i Lenqd/breidd/hæð: 4800/1900/1780 mm. Hjólahaf/veqhæð: 2860/220 mm. Beyqjuradíus: 12,5 metrar. INNRI TÖLUR: i Farþeqar m. ökumanni: 5-7. I Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 5/6. Faranqursrými: 615-2404 lítrar. HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 9,4 lítrar. Eldsneytisqevmir: 72 lítrar. í Ábvrqð/ryðvörn: 3/12 ár. j Grunnverð: 5.690.000 kr. , Umboð: Brimborq hf. Staðalbúnaður: 6 öryggispúðar, fjarstýrt útvarp/geislaspil- ari með 8 hátölurum, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður og speglar, loftkæling, aksturstölva, aðdráttarstýri, spólvörn, veltivörn, þokuljós, upphituð og fjölstillanleg framsæti, miðjustokkur, álfelqur. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 163/4000. Snúninqsvægi/sn.: 340 Nm/1750-3000. Hröðun 0-100 km: 12,3 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst. Eiqin þynqd: 2050 kq.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.