Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 22
22 H&lgarblað JOV LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 ... ldkt í snyrtibudduna w Leikkonan Arnbjörg Hlíf Valsdóttir fer með hlutverk Sólar ísönqleik Sálarinnar, Sól og Máni, sem sýndur er íBorgarleik- húsinu um þessar mundir. Hún segist hinqað til hafa gert lítið af þvíað mála sig en eftir að hún komst íkgnni við sminkurnar íBorgarleikhúsinu hafi löng- un hennar til þess að prófa ngja liti og vörur aukist. Double face powder frá Clinique „Ég hef alltaf málað mig afskaplega litiö en ef ég set eitthvað á mig á daginn þá er það þetta púður og svo maskari. Reynd- ar er mig farið að langa til að mála mig meira eft- ir að ég komst í kynni við hinar frábæru sminkur í Borgarleikhúsinu enda hefur maður verið að læra ýmislegt af þeim og séð að það gæti verið gaman að prófa eitthvað nýtt á þessu sviði.“ Maskari frá Maybelline „Þessi „full n' soft“ maskari frá Maybelline gerir augnhárin lengri án þess að þau klessist. Það sem er líka svo gott við hann er það að það er ekkert mál að þvo hann af sér.“ Plómulitur á varimar „Ég nota varalit nr. 63 frá Body Shop. Hann er svona plómulitaður en ég held mig yfirleitt við þannig liti.“ Fljótandi glit „Ég fékk í jólagjöf mjög skemmtilega vöru frá No 7, „Luminous face and body ascent“. Þetta er fljótandi sanserað krem sem gefur birtu á kinnarnar en ég reyndar líka notaö þetta á augnlokin og varirnar." Augnskuggatvenna „Þessi augnskuggatvenna er frá Body Shop og inni- heldur gráfjólubláan og ljósbleikan lit. Ég hef versl- að mikið í Body Shop, sérstaklega meðan ég var i námi, og hefur verslunin reynst mér vel. Ég nota oftast bara puttana til þess að koma litnum á.“ Antonio Banderas og Angelina Jolie virtust ná vel saman í rúminu í myndinni „Original sin“ en ekki eru öll pör svo heppin. Mas, brölt og sjónvarpsgláp er meðal þess sein fólk kvartar yfir hjá rúnifélögum sínum samkvæmt nýrri breskri könnun, að ekki sé minnst á prump og önnur búkhljóð. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að þurfa að deila rúmi með maka sínum. Ng könnun sgnir að mörg pör væru jafnvel til íað sofa sitt íhvoru rúmi til þess að sleppa við brölt og hrotur á næturnar frá hinum aðilanum. Vondar venjur í rúminu 49% af því fólki sem deilir rúmi sínu með rekkju- naut kvartar yfir því að það vakni reglulega upp á næturnar, og það allt að sex sinnum, vegna brölts í hinum aðilanum. Þetta sýnir bresk könnun, gerð fyrir The Sleep Council. Helmingur þeirra sem vakna vegna svefnvana rekkjunautar síns á nætumar nær að sofna aftur innan fimm mínútna en aörir liggja vakandi í klukkutíma eða meira. Þær venjur sem flestir kvört- uðu yfir voru hrotur, en slíkt fór mjög fyrir brjóstið á 48% þeirra sem þátt tóku í könnuninni, en tvöfalt fleiri konur en karlar létu slíkan hávaða fara í taug- arnar á sér. 43% kvörtuðu yfir brölti og snúningum, 42% yfir því að rekkjunauturinn væri alltaf að stela sænginni. 22% þoldu ekki að hinn aðilinn vekti þá til þess að hafa einhvern til að tala við og 21% lét sjón- varpsgláp, útvarpshlustun eða bóklestur rekkjunaut- arins í rúminu fara í sínar fínustu. Margir gætu hugsað sér að sofa einir Ef litið er á þessar kvartanir er ekki skrýtið þótt margir geti vel hugsað sér að sofa einir og um 19% gætu vel hugsað sér að hafa fyrirkomulagið á heimil- inu þannig ef maki þeirra væri samþykkur þvi. Þrátt fyrir þetta eru samt níu af hverjum tíu sammála um að það að deila rúmi með makanum sé mikilvægur þáttur í því að viðhalda ástinni í sambandinu. En ást- in er ekki eina ástæða þess að pör sætta sig við svefnóvana hvort annars. 26% þeirra sem þátt tóku í könnuninni sögðu að þau væru hrædd um að maki þeirra yrði sár ef þau styngju upp á því að sofa sitt í hvoru lagi en aðrir myndu aldrei gera það vegna álits vina og vandamanna á fyrirkomulaginu. Það sem kem- ur kannski mest á óvart við þessa könnun er það að flestir sögðu að ástæðan fyrir því að þeir deildu rúmi með makanum væri ekki kynlífið heldur miklu frekar félagsskapurinn og það að koma í veg fyrir þá óþægi- legu tilfinningu sem fylgir því að vakna einn um næt- ur. Aðeins 16% aðspurðra nefndu þá ástæðu fyrir því að vilja deila rúmi með makanum að þá gætu þeir stundað kynlíf hvenær sem er. Meiri hrotur með aldrinum Ef þú kannast við eitthvað af fyrrnefndum vanda- málum geturðu huggað þig við það að ástandið getur batnað. Pör sem höfðu ekki verið saman sérlega lengi áttu við mun fleiri vandamál að glíma heldur en þau sem höfðu sofið lengur saman. Reyndar aukast hrotur með aldrinum og sem dæmi þá hrjóta 60% af karl- mönnum yfir fimmtugt og 40% af konum samkvæmt upplýsingum The Daily Mail. Huggunin hér getur samt verið sú að á sama tíma er heyrnin hugsanlega farin að bila þannig að þetta ætti að jafnast út. (Byggt á Dagbladet) Mörg pör gætu vel hugsað sér að sofa ein og án maka síns til þess að ná betri nætursvefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.