Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Helcjarblaö V héngu fyrir utan bari og krár. Nú er þaö allt horfið og skýjakljúfar hafa sprottið upp. Ég var mjög hepp- inn að upplifa þetta Japan áður en það varð að því of- umýtískulega samfélagi sem það er núna. Ég held enn sambandi við Japan og dvel þar gjarna í tvo til þrjá mánuði í senn til að rifja upp kunnátt- una. Lærimeistarinn minn er þekktur dansari og danshöfundur og ég æfi hjá henni. Við höfum líka unnið saman, hún hefur komið til Noregs og unnið í sýningum sem ég hef leikstýrt." Frosin augnablik Eftir þriggja ára nám í Japan fórstu til Hull í Bret- landi. „Já. Þar lærði ég leiklist þvi ég vissi að framtíð min væri á Vesturlöndum og því yrði ég að kynna mér vestræna leiklist þótt skólinn í Japan hefði ver- ið mjög góður og formað mig rnikið." Hefðbundin vestræn leiklist og hefðbundin japönsk leiklist eru mjög ólíkar. „Algjörlega ólíkar. Japanska leiklistin byggist á allt öðru konsepti. Vestræn leiklist hefur reyndar á 20. öld fengið inn ferska vinda frá japanskri og kín- verskri leiklist," segir Haukur. „Japönsk leiklist skil- ur ekki á milli texta, hreyfingar og tónlistar. I jap- anskri leiklist er það allt ein heild en ekki aðskilið eins og í hefðbundinni vestrænni leiklistarhefð þar sem til er leiklist, ballett og ópera. Japönsk leiklist er ævagamlar hefðir sem þróast hafa í gegnum kynslóð- irnar, gengið mann fram af manni. Tækni japanskrar leiklistar er gríðarlega krefjandi. Leikari eða dansari i hefðbundnu japönsku formi stjórnar orkunni og vinnur með henni en hendir henni ekki frá sér eins og tíðkast í vestrænum dansi. Orkan fylgir hverri hreyfingu og er aldrei sleppt. Hver hreyfing er alltaf leið að ákveðinni stöðu. Og í þessum stöðum liggur fegurð leiklistarinnar - í þessum frosnu augnablik- um. í vestrænum dansi er hreyfingin sjálf aðalatrið- ið: fagurfræðin liggur í stökkinu eða sveifhmni. í japönskum dansi og leiklist er engin hræðsla við að taka á kyrrðinni. í vestrænum leikurum finnur mað- ur oft hræðsluna við kyrrðina, við að allt stoppi. Það verður alltaf að halda áfram, áfram í stað þess að leyfa sér að halda kyrrðinni og þögninni, leyfa sér að lifa augnablikið. Það er sjálfsagður hluti japanskrar listar.“ Vestrænir áhorfendur hafa séð allt Þú varst í sex ár leikhússtjóri Þjóðarleikhúss Sama, hvernig kom það til? „í kringum 1980 urðu i Noregi mikil átök um virkj- un Alta-árinnar sem rennur í gegnum samísk svæði. Áætlanir gerðu ráð fyrir því að einu samísku þorpi yrði sökkt. í fyrsta sinn í nýrri sögu risu Samar upp og mótmæltu. Þeir fengu stuðning fólks annars stað- ar að og mikið var skrifað um Sama og samíska menningu. Þessi átök urðu til þess að samísk menn- ing gekk í gegnum endurreisnarskeiö en’menning þeirra hafði þurft að þola langt niðurlægingartímabil. Samar fengu með menningunni aftur sjálfsvirðing- una. Samískir listamenn tóku að þróa list sina og gamla jojk-tónlistin var lífguð við og þættir úr tónlist- armenningu annarra minnihlutaþjóða voru teknir inn og nýtt tónlistarform þróað. Þá kom upp hug- mynd um samískt leikhús en leikhúsið hafði ekki verið hluti af samískri menningu. Samar eru hirð- ingjaþjóð og í þjóðfélagi þeirra var engin bæjarmenn- ing og enginn grundvöllur fyrir leikhúsi. Hins vegar er sagnalist Sama mjög sterk og það sama mátti segja um sönglistina. Leikhúsið byrjaði sem pólitískt leik- hús og fyrsta verkið sem sýnt var í húsinu var revía um þessi pólitísku átök. Ákveðið var að byggja upp fastan leikhóp á þessari fyrstu tilraun. Leitað var að formi fyrir leikhúsið og það var byggt að nokkru leyti á fyrirmynd Tukak-leikhúss inúíta. Þegar leikhúsið varö tíu ára 1990 var auglýst eftir leikhússtjóra og ég sótti um. Mér þótti heillandi að kynnast nýrri menn- ingu og nýju tungumáli og komast inn í þennan heim sem var að leita að sínu formi og var í stöðugri þró- un. Mér fannst líka að þarna gæti ég notað reynslu mína frá Austurlöndum því samíska leikhúsið er ekki hefðbundið vestrænt leikhús. Ég fékk starfið og var þar í sex ár og fékk aö hafa áhrif á þróun eins þjóðarleikhúss. Það var mjög sérstök tilfinning. Ég neitaði að fara þá leið að búa til samískt leikhús fyr- ir áhorfendur í Ósló eða Stokkhólmi heldur vildi ég fyrst og fremst búa til leikhús sem höfðaði til samískra áhorfenda þótt það væri gott ef það gæti kynnt samíska menningu umhverfinu. Hluti af þessu var aö fá samíska höfunda til að skrifa fyrir leikhús. Samar eiga mikið af gömlum sögnum og ævintýrum og bamabókmenntir þeirra eru mjög lifandi. Ljóðlist á sér einnig langa sögu hjá Sömum. Þannig fékk ég höfunda sem höfðu reynslu af skrifum til að skrifa fyrir leikhús i náinni samvinnu við leikstjóra. Þá var oft búið að ákveða um hvað verkin ættu að fjalla og höfundurinn skrifaði í samvinnu við leikhúsið. Það var auðvitað eðlilegt að samísk leikrit fjölluðu um þá kúgun og niðurlægingu sem samísk þjóð hafði lifað í gegnum aldirnar en við ákváðum líka að skoða samískt samfélag innan frá. Við fjölluðum um ýmis efni sem voru tabú í samískri menningu: sjálfsmorð „Maður á alltaf ósk uin að hafa áhríf, að geta sagt eitthvað sem skiptir máli. Það er alltof sjaldan sem maður upplifir það,“ segir Haukur. „Vestrænir áhorfendur hafa séð allt og það er erfitt að koma þeirn í uppnám." DV-myndir E.Ól. ungra manna, áfengisvandamál, samkynhneigð og heimilisofbeldi. Við settum líka upp sýningu sem var byggð á sögu Austur-Sama en þeir eru minnihlutahópur innan minnihlutahóps. Þeir bjuggu dreift á Kólaskaga og eiga aðra menningu og þeir eru undir rússneskum menningaráhrifum. í seinni heimsstyrjöldinni var þessi hópur Sama hrakinn af svæðum sinum og gat ekki snúið aftur vegna breyttra aðstæðna og settist að í Norðaustur-Finnlandi. Ég uppgötvaði dramatíska sögu þeirra fyrir tilviljun og langaði að athuga hana nánar. Saga þeirra var mjög viðeigandi á þessum tíma því Balkanskaginn logaði í ófriði og fólk var landflótta. Ég fékk höfund til liðs viö mig og við fór- um í lítið þorp þar sem þetta fólk bjó og tókum viðtöl við eldra fólkið sem hafði upplifað flóttann. Á þeim frásögnum byggðum við leikrit. Það var mjög áhrifa- mikið að upplifa nálægðina við þessa miklu sögu og koma henni á svið. Við lékum eina sýningu í næsta þorpi við byggð þessara Sama og fluttum þá í rútu í leikhús. Það var ótrúlega sterk upplifun að sýna þessu fólki á sviði söguna sem það átti sjálft. Slíkt upplifir maður ekki í stóru leikhúsi, hvort sem það er í Noregi eða á íslandi. Nálægðin viö áhorfendur var áþreifanleg.“ Er þetta ekki draumur leikhúsmannsins? „Jú, þess vegna valdi ég leikhúsið. Maður á alltaf ósk um að hafa áhrif, að geta sagt eitthvað sem skipt- ir máli. Það er alltof sjaldan sem maður upplifir það,“ segir Haukur. „Vestrænir áhorfendur hafa séð allt og það er erfitt að koma þeim í uppnám." Hvað gerist svo þegar þú ert búinn að frumsýna Rakstur? „Þá fer ég aftur til Tromsö þar sem ég bý og hef starfað sjálfstætt þau tvö ár sem eru liðin frá því ég hætti sem leikhússtjóri Hálogalandsleikhússins. Næsta verkefni i Noregi er að setja upp Galdra-Loft eftir Jóhann Sigurjónsson. Ég er byrjaður að undir- búa ferðina inn I hugarheim hans til að sjá hvað hann þurfti að kljást við og hvað drap hann að lok- um.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.