Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 DV Helgarblað Undirbúningur fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2004 hafinn: jJBi; Geta demókratar velt Bush úr sessi? Eflir atburðina í New York og Washington þann 11. september 2001 flykktu Bandaríkjamenn sér um for- setann sinn, George W. Bush. Hann þótti standa sig vel í starfi þegar bandarískt þjóðfélag var sem veikast og var sá leiðtogi sem almenningur gat litið upp til. Hann mældist með hvorki meira né minna en 90% fylgi á þessum tíma. En nú virðist svo sem stuðningur við hann hafi minnkað allverulega og mældust vinsældir hans í vikunni 58% og hafa ekki mælst minni á undanfórnum 16 mán- uðum. Síðan mótframbjóðandi Georges W. Bush í forsetakosningunum árið 2000, A1 Gore, lýsti því yfir að hann hygðist ekki endurtaka þann leik hafa demókratar víðs vegar að til- kynnt framboð sitt til tilnefningar flokksins í forsetaembættiö. Það er hins vegar alveg greinilegt, þó svo að fylgi Bush fari dvínandi, að sá sem flokkurinn tilnefnir á ekki auðvelt verk fyrir höndum í baráttunni við Bush. Demókratar hafa aðeins komið að tveim frambjóðendum í forseta- embættið á síðustu 30 árum en þeir hafa þó báðir (Jimmy Carter, 1977 og Bill Clinton, 1993) komið sitjandi for- setum úr embætti. Sterkasti kandídatinn sem hefur tilkynnt framboð sitt hjá Demókrata- flokknum til þessa verður að teljast Joe Lieberman, varaforsetaefni A1 Gore fyrir tveimur árum, en baráttan fram undan er hörð og margir hinna frambjóðendanna koma sterkir til leiks. Howard Dean Fyrstur í stafrófsröð af þeim sem hafa tilkynnt framboð sitt er ríkisstjóri Vermont, maður að nafni Howard Dean. Hann er sonur vellauðugs kaupsýslumanns og repúblikana af Wall Street en hann er sjálfur læknir að mennt. Dean er líklega einn af lítt þekkt- ustu frambjóðendunum enda Vermont fremur lítið fylki og bak- grunnur hans í pólitík á landsvísu er lítill sem enginn. Þó eru fordæmi fyr- ir því að slíkir menn fari langt, eins og Jimmy Carter gerði á 8. áratugn- um. Hans stærsta hindrun er þó án efa skortur á fjármunum. Og hefur hann viðurkennt það sjálfur. „Lykill- inn að því að fólk þekki mann eru peningar," eins og hann hefur sjálfur sagt. Dean er þó þekktur fyrir ákveðna afstöðu sína og hann er ekki hræddur við að segja sína skoðun, hann vill til að mynda afnema að mestu þær skattalækkanir sem Bush forseti kynnti í síðustu viku. Hann fékk þó góðan stuðning þegar Steve Grossman, fyrrum formaður landsnefndar Demókrataflokksins, lýsti yfir stuðningi við hann þrátt fyr- ir langan vinskap sinn við annan frambjóðanda, John Kerry. „Ég hef boðið mörgum stjómmálamönnum á mitt heimili í gegnum tíðina," sagði hann í viðtali. „Til að mynda Bill Clinton, A1 Gore og Bill Bradley en Howard Dean er sá eini sem ég bauð að gista.“ John Edwards Þessi fyrmrn skaðabótalögfræöing- ur er yngsti fram- bjóðandinn sem hefur komið fram til þessa. Hann er 49 ára gamall en á þó bara 4 ár að baki sér á póli- tíska vettvangin- um, en hann hef- ur gegnt starfi öld- ungardeildarþingmanns þann tíma. REUTERS Joe Lieberman Lieberman tilkynnti framboö sitt meö formlegum hætti í vikunni. Hann þykir sterkur frambjóöandi oggæti oröiö fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er gyöingur. John Edwards vann sér inn auðæfi sín með því að gera það sem banda- rískir lögfræðingar eru þekktastir fyrir - að lokka til sín skjólstæðinga sem hafa hlotið meiðsli (oft þekktir sem þeir lögfræðingar sem elta sírenuvælið í sjúkrabílum). Og hann þykir góður á þeim vettvangi. Ed- wards hefur þótt það góður ræðu- maður að ráðgjafar annars frambjóð- anda hafa látið viðkomandi skoða ræður sem Edwards hefur flutt á þingi, enda afar lipur og sannfærandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson blaöamaður Fréttaljós í ræðupúltinu. Vandamálið er hins vegar það að hann skortir reynslu. Þekking hans á heimsmálum þykir takmörkuð og þegar hryðjuverkahættan steðjar að hinum almenna Bandaríkjamanni munu þeir sjálfsagt frekar leita að manni sem getur tryggt öryggi þeirra gagnvart hættu erlendis frá. Hann er þó afar mikils metinn í þinginu og A1 Gore mun hafa hug- leitt það alvarlega að bjóða honum að vera varaforsetaefnið hans árið 2000. Hann skortir vissulega reynslu, en ferskleiki hans og útlit gæti fleytt honum langt. Richard Gephardt Gephardt virðist á blaði vera afar sterkur kandídat. Hann er einn fram- bjóðendanna sem hafa áður reynt við forsetatilnefning- una en árið 1988 tapaði hann fyrir Michael Dukakis sem laut í lægra haldi fyrir George Bush eldri í sjálf- um kosningunum. Hann hefur náð að afla mikils fjár og hann hefur getuna til að bæta verulega í sarpinn. Það var hans draumur að setjast í forsetastól bandaríska fulltrúaþings- ins. En það varð aldrei að veruleika þar sem demókratar töpuðu meiri- hlutanum á þinginu árið 1994. Þáver- andi forseti, Thomas S. Foley, náði ekki að endurvinna sitt sæti á þing- inu og því kom það i hlut hans næst- ráðandi, Gephardt, að sjá um að flytja valdið yfir til Repúblikana- flokksins, og til nýs forseta, Newt Gringrich. Gephardt hefur sagt að hann minnist þessa dags sem eins versta dags sem hann hefur upplifað. Sem minnihlutaleiðtogi á þingi tókst honum aldrei að stýra flokkn- um til sigurs í þingkosningunum í þeim fernum kosningum sem hafa farið fram, nú síðast í nóvember. Það verður því að teljast líklegt að frambóð hans nú sé hans síðasta til- raun til þess pólitíska frama sem hann hefur svo lengi sóst eftir. John Kerry John Kerry hefur verið lýst sem „versta martröð George W. Bush“. Hann þjónaði í bandaríska hernum í 10 mánuöi í Víetnam en varð svo mikill andstæö- ingur stríðsrekst- urs. Það eru sjálf- sagt ekki margir þingmenn sem eru með mynd af sér og John Lennon að mót- mæla stríði ann- ars vegar og af sjálfum sér sem stríösklæddum garpi í Víetnam. Hann hefur víðtæka þekkingu á ut- anríksmálum Bandaríkjanna enda hefur hann á sínum 18 árum sem öld- ungadeildarþingmaður þjónað í ýms- um nefndum þeim tengdum. Hann hefur næga fjármuni til að eyða í kosningabaráttuna og það sem meira er, hann er giftur arftaka Heinz-mat- vælaveldisins. Þótt hann segist vilja afla síns fjár sjálfur hefur hann ekki útilokað að leita í þá sjóði við sérstök tilefni. Það sem gæti hins vegar háð hon- um er sú frjálslynda afstaða hans sem má finna í mörgum atkvæða- greiðslum á þinginu, en á móti kem- ur að það væri erfitt að saka hann um skort á þjóðrækni vegna veru sinnar i Víetnam og þeirra viður- kenninga sem hann hlaut í framhaidi af henni. Forystumenn Demókrataflokksins fagna sjálfsagt því að fá þarna mann sem gæti tekist á við Bush á sviði ut- anríkismála af fullum krafti, nú þeg- ar ótti við hryöjuverk heima fyrir og stríðsrekstur á erlendri grund er eins áberandi og raun ber vitni. Joe Lieberman Öldungadeildarþingmaðurinn Jos- eph I. Lieberman er hið klassíska ljúfmenni sem öllum viröist líka vel við. Hann var varaforsetaefni A1 Gore í síðustu forsetakosningum, eitthvað sem kem- ur sér vissulega afar vel nú. Hann var aðeins 537 at- kvæðum frá því að verða fyrsti varaforseti Banda- ríkjanna sem er einnig gyðingur, en hann vill nú verða fyrsti Bandaríkjaforseti sem er af þeirri trú. Síðasta árið hefur Lieberman und- irbúið kosningabaráttu sem hefði hæglega aldrei geta orðið að veru- leika. Það var ekki fyrr en hann fékk skilaboðin um að A1 Gore myndi ekki bjóða sig fram að hann tilkynnti um sitt framboð. Hann hafði áður sagt að hann myndi ekki keppast við A1 Gore um útnefningu flokksins. Hann þykir hvað hægrisinnaðast- ur af frambjóðendunum, sérstaklega hvað varðar varnarmál og þjóðarör- yggi, en það gæti komið honum illa í kosningum sem draga til sín mikið af atkvæðum frá vinstri væng flokks- ins. Aðrir sem koma til greina Enn gætu fleiri boðað þátttöku sína í kapphlaupinu og má meðal þeirra nefna Joseph Biden sem gegn- ir nú formennsku í nefnd erlendra tengsla í öldungadeildarþinginu. Hann hefur áður sóst eftir tilnefn- ingu flokksins og gæti aftur látið reyna á það. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Wesley Clark, hers- höfðingi í bandaríska hernum og fyrrum yfirmaður hjá NATO. Þá velta menn einnig fyrir sér hvort Hillary Clinton ætli að bjóða sig fram en hún hefur sagt að það muni hún ekki gera fyrir kosningarnar árið 2004. Séra A1 Sharpton hefur einnig velt því fyrir sér að bjóða sig fram en hann þykir heldur ólíklegur til árangurs. Byggt á efni frá BBC, The New York Times og The Washington Post. Breytti dauðadómi Um síðustu helgi lét George Ryan, rík- isstjóri Illinois, verða sitt síðasta verk í starfi að breyta dauðadómi allra fanga í ríkinu sem bíða aftöku i lifs- tíðarfangelsi, sem hefur aukið þrýstinginn inn afnám dauðarefs- ingar í Bandaríkjunum. Demókrat- inn Russ Feingold kallaði í kjölfarið eftir endurskoðun og frestun allra dauðarefsinga í landinu en úr því varð ekki, en tveir menn voru líf- látnir í Texas í vikunni. Sprengjuoddur fannst Vopnaeftirlitsmenn í írak fundu í fyrradag 11 tóma eldflaugaodda sem hannaðir eru til þess að bera efna- vopn og þann tólfta af annari óþekktri gerð. Hossam Mohammed Amin, hershöfðingi og talsmaður iraska hersins, gerði lítið úr fundin- um og sagði hann aðeins vera storm í vatnsglasi. Viðbrögð Bandaríkj- anna voru í fyrstu mild, sem kom nokkuð á óvart, en síðar sögðu þeir fundinn vera „áhyggjuvaldandi og alvarlegan". Kínverjar miðla málum Bæði rússneskir og bandarískir er- indrekar hittu að máli kínverska emb- ættismenn í vikunni vegna kjarnorkudeil- unnar í N-Kóreu. James Kelly, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Kín- verjum á miðvikudag og sagði eftir fundinn að ferlið að lausn málsins myndi ganga hægt og erfiðlega fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu Banda- ríkjamenn gefið í skyn að þeir væru tilbúnir að veita N-Kóreumönnum efnahagslega aðstoð létu þeir af kjamorkuáætlunum sínum. Rússnesk sendinefnd undir for- ystu Alezanders Losukovs, aðstoð- arutanríkisráðherra Rússlands, kom svo til Peking í gær þar sem hann hugðist kynna nýja sáttatil- lögu Rússa varðandi lausn deilunn- ar. Sharon endurheimtir fylgi Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem ísraelska dagblaðið Ha’aretz birti í gær, virðist Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, vera að eindur- heimta fylgi sitt sem sigið hafði veru- lega samkvæmt könnun sem gerð var í kjölfar ásakana um að hann og syn- ir hans væru flæktir í fjármála- hneyskli. Likud-bandalagið fengi sam- kvæmt könnuninni 30 þingsæti af 120 og bæta þar með við sig þremur frá síðustu könnun. Verkamannaflokkur- inn, sem harðast hefur gengið fram í gagnrýninni á Sharon, fengi 20 þing- sæti og hefði þar með tapað fjórum síðan í fyrri könnun. Norðmenn vilja í ESB Samkvæmt könnunum NRK og Af- tenposten í Noregi vilja 2 af hverjum 3 Norðmönnum ganga í ESB. Aldrei fyrr hefur vilji Norðmanna fyrir inn- göngu verið meiri en ESB-aðild var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1994. Þrátt fyrir þetta mun ríkisstjórn- in ekki hvika frá málefnasamningi sinum sem kveður á um að umræður um aðild séu ekki á dagskrá ríkis- stjórnarinnar. Þekktir Bretar handteknir Sjónvarpsmaður- inn Matthew Kelly og rokkarinn Pete Townshend voru í vikunni handteknir vegna ásakana um kynferðislega mis- notkun á ungum drengjum í tilfelli Kellys annars vegar og að hafa greitt fyrir aðgang að bamáklámi á Netinu hins vegar. Þeir neituðu báðir staðfastlega sök og var þeim sleppt án ákæru. Þeir munu þó þurfa að mæta aftur í yfirheyrslu á komandi vikum. Townshend viðurkennir að hafa nálgast bamaklám á Netinu en það aðeins í rannsóknarskyni fyrir bók sem hann er að skrifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.