Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 I>V 9 Fréttir Milljónatjón vegna skemmdarverka í grunnskólum á hverju ári: Eftirlitsmyndavélar skila gríðarlegum árangri Þær þykja skila árangri í baráttunni gegn skemmdarverkum. Rúðubrot í grunnskólum Reykjavík- ur, sem leiða til milljónatjóns á hverju ári, hafa nokkuð verið í umræðunni og hvaða leiða sé hægt að leita til þess að stemma stigu við þessum ófógnuði. Rúðubrot um áramótin eru talin hafa kostað um 6 milljónir króna en á síð- asta ári eru skemmdarverk metin á um 50 miiljónir króna. Svo virðist sem eft- irlitsmyndavélar, sem eru settar upp að tilhlutan Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, séu að sanna sitt ágæti því að eðlilega vilja skemmdarverka- menn ekki vera staðnir að verki. Anna Sigríður Pétursdóttir, skóla- stjóri Breiðholtsskóla, sem hefur liðlega 600 nemendur, segir að það sé lán skól- ans að hafa fengið eftirlitsmyndavélar síðasta haust. Um áramótin 2001/2002 voru brotnar 25 rúður í skólanum, vítt og breitt um skólann, en um síðustu áramót voru þær aðeins 4 eða 5. „Eftirlitsmyndavélamar hafa því skilað gríðarlegum árangri því það hef- ur auk þess lengi loðað við þennan skóla að það sé mikið krotað hér, en það hefur líka dregið mikið úr því. Ég held að skólastjórar annarra skóla sem hafa fengið eftirlitsmyndavélar, eins og í Foldaskóla og Árbæjarskóla, hafi sömu sömu sögu að segja. Við höfúm auk þess komið upp þjófavöm hér inn- andyra sem fer í gang á kvöldin og þá kemst enginn inn eða út nema nota sinn persónukvóta. Þetta kerfi leiddi til þess að það dró úr rápi innandyra. Strax eftir að myndavélamar fóm í gang var nokkm stolið, en upptaka af þeim atburðum leiddi til þess að við- komandi náðist sem er fyrrverandi nemandi," segir Anna Sigríður Péturs- dóttir, skólastjóri Breiðholtsskóla. Ástandið gott „Hér er ekkert um skemmdarverk eða veggjakrot, og það er flókið ferli sem veldur því að hér er ekkert um skemmdarverk. Þetta er gott hverfl, ekki bara nemendumir. Ég hef ekki heyrt að það standi til að setja hér upp eftirlitsmyndavélar, en það kann vel að vera. Það er nánast ótrúlegt hvað nem- endur Hvassaleitisskóla ganga vel um en fyrir um tveimur áratugum var ástandið slæmt,“ segir Pétur Orri Þórð- arson, skólastjóri Hvassaleitisskóla. „Ástandið er almennt gott hér, lítið um skemmdarverk, en fyrir þremur árum lentum við í tveimur slæmum málum þar sem brotnar vora margar rúður. Veggjakrot er að hverfa, þetta sem sést nú er lítið, gert með tússpenna en ekki með úðabrúsum. Ég leyfir mér að vona að nemendur beri þetta mikla virðingu fyrir skólanum sínum. Ég er þó ekki viss um að veggjakrot sé minna í þessu hverfi en öðrum hverfum borg- arinnar. Hér er aðeins bamaskóli en í Hagaskóla hér við hliðina, sem er með nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, var sprengd ein rúða um áramótin," segir Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla. Ragna segist ekki viss um að þögnin sé besta vömin gegn skemmdarverkum, vandinn sé líka þess eðlis að almenn andúð í þjóðfélag- inu kunni að valda því að skemmdar- vargar hugsi sig vandlega um áður en reitt sé til höggs. Fælingarmáttur Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri Foldaskóla í Grafarvogi, segir að minna hafi verið um skemmdarverk í og við skólann á síðasta ári. Áramótin séu oft erfið en að þessu sinni hafi eng- ar skemmdir verið unnar um áramótin sem sé auðvitað gleðilegt. Við skólann er vaktkerfi, þ.e. eftirlitsmyndavélar, og telur Kristinn það hafa mikinn fæl- ingarmátt auk þess að auðvelda það að upplýsa mál þegar um skemmdir er að ræða. „Dagleg umgengni nemenda í skól- anum er nú bara eins og gengur og ger- ist, þó ekkert stórvægilegt, en maður vill alltaf ná betri árangri. Við gerum svolítið í því að hvetja nemendur til þess að ganga vel um og hefúr fræðslu- ráð verðlaunað þá skóla sem bestum árangri ná. Þetta er peningagjöf og pen- ingamir notaðir til að búa betur að nemendum. Þessi fylgir viðurkenning- arspjald sem hengt er upp á vegg og á að vera nemendum hvatning. Folda- skóli fékk þessi verðlaun fyrir þremur árum. Vandamálið er að einn og einn nemandi á í einhveijum verulegum vanda sem brýst fram í skemmdarfýsn. Auðvitað brotnar ein og ein rúða í reiðikasti, en það eru ekki allir skap- lausir, en venjulega sjá viðkomandi eft- ir slíku athæfi. Meginreglan er sú að nemendur greiða fyrir það tjón sem DV-MYND HARI Forvarnir mikilvægar Anna Sigríöur Pétursdóttir, skóla- stjóri Breiðholtsskóla, segir allar for- varnir af hinu góða. þeir valda af ásetningi, en ekki ef um óhapp er að ræða,“ segir Kristinn. Góð umgengni verðlaunuö Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavikurborgar, segir að áform séu uppi um að halda áfram uppsetningu eftirlitsmyndavéla enda hafi það gefið góða raun. „Ég hef talið rétt að byggja inn hvata í skólasamfélagið og þar sem skemmd- arfýsn veldur ekki miklu tjóni og nem- endur standa vörð um skóla sinn sé þeim umbunað á einhvem hátt. Það gæti t.d. verið verðlaunafé sem þau gætu ráðstafað fyrir sig. I stað þess að borga glerísetningarmönnum fari ákveðin fjárhæð til þess að hjálpa böm- unum til að gera það sem hugurinn stendur tO í félagsstarfi eða það sem þau hafa gaman af. Þetta verður að horfa tU siðferðis og borgaralegrar vit- undar og líka að þau skUji þau daglegu verðmæti sem fari forgörðum," segir Stefán Jón Hafstein. -GG VIÐ ELSKUM TÓNLIST... ÞÚ ELSKAR VERRIÐ! ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR FULLT AF NÝJUM TITLUM Á FRÁBÆRU VERÐI. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KLASSÍSKRITÓNLIST í VERSLUNINNIÁ LAUGAVEGI. Japis verð, betra verð JAPISS Laugavegi 13. Sími: 511 1185 I Brautarholti 2. Sími: 5207605
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.