Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 28
28 HeÍQarbtaö DV LAUGARDAGUR lö. JANÚAR 2003 Snillingurinn frá Sardiníu í síðustu viku kusu stuðningsmenn Chelsea ítalann Gi- anfranco Zola besta leikmann félagsins fyrr og síðar í könnun á heimasiðu félagsins. Zola vann kjörið með mikl- um yfirburðum en hann hlaut 60% atkvæða og var langt á undan Peter Osgood sem varð í öðru sæti í kjörinu en hörkutólið Dennis Wise varð í því þriöja. Meðal eftirminnilegra leikmanna sem komust inn á topp tíu listann má nefna menn eins og Jimmy Greaves, Ruud Gullit, Gianluca Vialli og Peter Bonetti þannig að það voru engir aukvisar sem Zola skaut aftur fyrir sig í kjörinu. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki á meðal 10 efstu enda ekki leikið lengi með félaginu. Velgengni með Chelsea Eins og áöur segir lá leið hans i raðir Chelsea í nóvem- ber 1996 og eftir hið frábæra fyrsta ár hans með Chelsea lá leiðin enn frekar upp á við því leiktíðina 1997-98 sigraði Chelsea í Evrópukeppni bikarhafa og skoraði Zola sigur- markið i leiknum og tryggði sér strax þá sess í sögu félags- ins. Chelsea vann einnig enska deildabikarinn þá leiktíð og fylgdi því eftir í byrjun næstu leiktíðar með sigri i hin- um árlega leik milli sigurvegara Meistaradeildarinnar og Evrópukeppni bikarhafa um „Ofurbikarinn". Næstu tvö árin voru þau erfiðustu á ferli Zola því hann lék ekki eins og hann átti að sér og var í raun og veru að glíma við mótlæti í fyrsta skipti á ferlinum. Talað var um að selja hann aftur til Ítalíu og var hátt talað um að hann væri orðinn of gamall. Zola lét ekki mótlætið buga sig heldur lagði hann sig enn frekar fram til þess að sýna og sanna að hann ætti nóg eftir. Það hefur hann gert svo um munar á þessari leiktíð orð- inn 36 ára gamall. Hann hefur hreinlega farið á kostum og er að sýna ekki síðri takta en hann gerði á fyrstu leiktíð sinni með félaginu fyrir sex árum og hefur sannað svo ekki verður um villst að aldur er afstæður í knattspyrnu. -HBG Bestur fyrsta árið með Chelsea Zola var keyptur til Chelsea frá ítalska félaginu Parma í nóvember 1996 fyrir 4.5 milijónir punda og hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 16. nóvember sama ár, þá 30 ára að aldri, og þeir voru örugglega ekki margir þá sem reiknuöu með því að hann yrði lykilmaður í liðinu sex árum síðar. Hann fór á kostum á sínu fyrsta ári með félaginu og leikni hans og leikgleöi vakti aðdáun, sama hvar hann spilaði. Sérstaka athygli vöktu þó aukaspyrnuhæfileikar hans og var engu líkara en hann skoraði úr þeim að vild þetta ár. Fór nú svo að lokum þetta tímabil að Chelsea vann enska bikarinn og Zola var síðan valinn leikmaður ársins á Englandi fyrir frammistöðu sína. „Allir knattspyrnumenn vilja vinna slíka viðurkenn- ingu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig og mér finnst ég vera mjög lánsamur. Það er erfitt að útskýra það með orðum hvernig mér líöur. Það er ekki auðvelt að vera val- inn besti knattspyrnumaður ensku deildarinnar þegar maður er að spila í hópi eins frábærra knattspyrnumanna og raun ber vitni,“ sagði hinn hógværi Zola er hann tók við verðlaunum sínum. Frábær byrjun hjá þessum litla ítala sem er ekki nema 168 sentímetrar á hæð en þetta var þó aðeins forsmekkur- inn af því sem koma skyldi því Zola var hvergi nærri hættur að láta að sér kveöa í bláu treyjunni. Lét fljótt að sér kveða Zola byrjaði sinn atvinnumannaferil með ítalska félag- inu Nuorese árið 1984, þá 18 ára gamall, en þaö ágæta fé- lag lék þá í ítölsku 3. deildinni. Hann fékk fjórum sinnum tækifæri með félaginu á sínu fyrsta ári en tókst ekki að skora en hann átti eftir að bæta úr því ári seinna. Þá var hann orðinn fastamaður í liðinu og lék hann 27 leiki þá leiktíð og tókst honum að skora 10 mörk i þessum 27 leikjum og fyrir vikið vakti hann mikla athygli á sér um alla Ítalíu. Úr varð að Torres keypti hann til sín en það félag haföi mikla drauma og setti stefnuna á að komast í Serie A og þeir vildu að Zola yrði maðurinn sem leiddi þá þangað. Sú áætlun gekk vel fyrsta árið þar sem Torres vann ítölsku 3. deildina það ár og skoraði Zola 8 mörk í 30 leikjum og lagði þar að auki upp aragrúa marka fyrir félaga sína. Næsta leiktíð með Torres gekk ekki eins vel og skoraði Zola aðeins 2 mörk í þeim 24 leikjum sem hann spilaði og ekki tókst Torres ætlunarverk sitt að komast upp úr 2. Þeir Zola og Eiður Smári liafa fagnað mörgtim mörkurn satnan nteð Chelsea og hefur Eiður oft talað um að liann ltafi lært mikið af ítalantini. Reuter deildinni í Serie A. Þriðja árið með Torres blómstraði Zola algjörlega og var greinilegt að hann hafði tekið út mikinn knattspyrnuleg- an þroska árið áður í mótlætinu. Hann skoraði 11 mörk í 34 leikjum og mörg þeirra marka voru stórglæsileg beint úr aukaspyrnum. Þessi frammistaða Zola vakti svo mikla athygli að hann var keyptur skömmu síðar til þess að taka við hlutverki besta knattspyrnumanns heims - hlutverk sem ekki marg- ir knattspymumenn hefðu þorað að taka að sér og hvað þá ráðið við. Arftald Maradona Það var nefnilega ítalski risinn Napoli, sem þá var besta knattspyrnufélag Ítalíu, sem keypti Zola til sín og var hon- um ætlað að fylla það skarð sem Diego Maradona hafði skilið eftir sig hjá félaginu en Maradona hafði gert ótrú- lega hluti með liðinu og meðal annars leitt það til sigurs í deildinni og það var ekki öfundsvert hlutverk að reyna að fylla það skarð sem hann skyldi eftir sig hjá félaginu. Zola sannaði þá að hann var þyngdar sinnar virði i gulli því hann tók áskoruninni opnum örmum og lék eins og engill á sinni fyrstu leiktíð með Napoli. Skoraði reyndar aðeins 2 mörk í 18 leikjum en lagði upp fjölmörg mörk og var maðurinn á bak við sigur Napoli í ítölsku deildinni leiktíðina 1989-90. Það þótti ótrúlegt afrek sem seint gleymist í Napoliborg. Ótrúleg frammistíiða með Parma Zola lék næstu þrjú árin með Napoli og vann með því Evrópukeppni félagsliða og ítölsku bikarkeppnina en ekki tókst honum að vinna ítölsku deildina aftur með liðinu. Árið 1991 lék hann einnig sinn fyrsta landsleik með Italiu og lék hann þá við hlið Gianluca Vialli í framlínu lands- liðsins en þeir áttu eftir að endurnýja kynni sín siðar hjá Chelsea. Sumarið 1993 keypti Parma hann síðan frá Napoli fyrir 1.4 milljónir punda og það var góð ákvörðun hjá Zola því ný áskorun var nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda á þessum tíma og þeir eru margir sem segja að hann hafl átt sin bestu knattspyrnuár í treyju þess félags. Zola var i rúm þrjú ár með Parma og lék á þeim tíma eina 103 leiki fyrir félagið og skoraði i þeim leikjum ein 49 mörk sem er nálægt því að vera mark í öðrum hverjum leik. Hann lék frábærlega með liðinu og á þessum tíma hafði hann fullkomnað aukaspyrnuhæfileika sína og skor- aði hann hvert glæsimarkið á fætur öðru með Parma og er hann var seldur til Chelsea hafði hann eignað sér metið yf- ir ílest aukaspymumörk í ítölsku deildinni en það met var reyndar slegið árið 2000 af Sinisa Mihaljovic, leikmanni Lazio. Ásamt þvi að leika vel með Parma leiddi hann liðið til sigurs í Evrópukeppni félagsliða leiktíðina 1994-95 en ekki tókst honum að sigra í ítölsku deUdinni með félaginu og hæst náði Parma í þriðja sæti deildarinnar með Zola inn- anborðs og var það sama ár og þeir unnu Evrópukeppni fé- lagsliða. Zola hefur farið á kostum með Cltelsea í vetur og hér sést liann fagna einu iuarka sinna með Spánverjanum Enrique de Lucas. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.