Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 T>V Fréttir íbúðalánasjóður: Bætur vegna Holtsmálsins íbúðalánasjóöur ætlar að bjóð- ast til að bæta níu einstaklingum tjón sem þeir urðu fyrir vegna meintra mistaka sjóðsins við af- greiðslu fasteignaveðbréfa í tengsl- um við svokallað Holtsmál. I kjölfar þess að upp komust meint svik fasteignasölunnar Holts bárust sjóðnum kröfur frá tíu einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mis- taka sjóðsins í samskiptum við eiganda fasteignasölunnar Holts. Einnig barst sjóðnum krafa frá verðbréfafyrirtæki vegna fimm til- vika þar sem verðbréfafyrirtækið hafði milligöngu um afléttingu skulda til að skapa veðrými fyrir fasteignaveðbréf. Sérstök óháð úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að í níu tilfellum af þeim tíu sem sneru að kröfu einstaklinga væru máls- atvik á þann veg að rétt væri af íbúðalánasjóði að greiða skaða- bætur. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar ekki efni til þess að mæla með þvi að bótaábyrgð yrði viðurkennd að því er varðaði kröf- ur verðbréfafyrirtækisins. Bótafjárhæð vegna meintra mis- taka sjóðsins nemur kr. 27.673.472, án vaxta og verðbóta. Þá hefur sjóðurinn fallist á að greiða lög- fræðikostnað kröfuhafa að fjárhæð kr. 1.263.602. -aþ Umboðsaðilar: Reykjanesbær • Selfoss • Reyðarfjörður • Akureyri • Borgames HEKLA Gott á bilathing.is BÍLAMNGÉEKLU Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is Númer eitt í notuðum bílum! Gísli S. Einarsson alþingismaður lagði fram fyrirspum í febrúar á síðasta ári um meint 600 milljóna króna tap íslenskra aðalverktaka á vinnu við Vatnsfellsvirkjun. Þetta hefur hvorki verið hrakið né stað- fest en ágreiningur er nú uppi um uppgjör Landsvirkjunar við ÍAV. Verktakafyrirtækið bauð mjög lágt verð í þrjá helstu verkþætti virkjunarinnar og nam tilboð þess, sem opnað var 11. maí 1999, aðeins 64,5% af kostnaðaráætlun Lands- virkjunar. Stjórn Landsvirkjunar samþykkti síðan á fundi 23. júní 1999 að gengið yrði til lokasamninga við íslenska aðalverktaka hf. um byggingu stíflu, inntaks og stöðvar- húss Vatnsfellsvirkjunar og Amar- fell ehf. um gröft frárennslisskurðar virkjunarinnar. Samningsupphæð- in við ÍAV nam rúmlega 3.050 millj- ónum kr. en samningsupphæðin við Amarfell ehf. var tæplega 470 millj- ónir króna og einhver aukaverk hafa bæst þarna við. Kostnaðaráætl- un þessara verkþátta var hins vegar 5.123 milljónir króna á þávirði. Vísbendingar um að ekki væri þar allt með felldu komu m.a. fram á Alþingi í byrjun mars á síðasta ári. Gisli S. Einarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, lýsti því í sam- tali við DV síðari hluta febrúar 2001 Snarlækkað verð - Kynntu þér alla þá fyrsta flokks bíla sem þér bjóðast á einstökum kjörum -100% lán - aðeins um helgina. Komdu svo til okkar og kláraðu dæmið. Mundu að fyrstur kemur, fyrstur fær! 100% lón Kynntu þér 100% lán á notuðum bíl frá Bílaþingi HEKLU. 100% lán! þórsson hjá íslenskum aðalverktök- um hafa fullyrt á starfsmannafundi í Vatnsfelli hinn 8. febrúar 2001 að búið væri að framkvæma fyrir 2,8 milljarða af 3,2 milljarða verksamn- ingi þannig að aðeins voru eftir 400 milljónir í verkið. Eftir væri hins vegar að framkvæma fyrir um það bil 1 milljarð. Málið var tekið fyrir á fyrirspurn- arfundi i Alþingi í byrjun mars 2002 og svaraði utanríkisráðherra fyrir- spum Gísla. Ráðherrann er hand- hafi hlutabréfsins í Islenskum aðal- verktökum en íslenska ríkiö á 40 prósent i fyrirtækinu. Sagði Halldór Gísla vera þama „á mjög hálum ís“. Staðfesti Halldór þó fyrirhugaða sölu á eignarhluta ríkisins en taldi ekkert benda til að rekstur félagsins væri verulega erfiður. Eigi að siður lýsti stjórn ÍAV yfir óánægju með afkomu fyrirtækisins í þriggja mán- aöa uppgjöri síðasta árs. Var þar m.a. vísað til óuppgerðra mála vegna aukins kostnaðar við Vatns- fellsvirkjun. Forstjóri ÍAV, Stefán Friðfinns- son, vildi í samtali við DV hvorki játa né neita áðurnefndum tölum um stórfellt tap ÍAV á framkvæmd- um við Vatnsfellsvirkjun. Hann vonaðist þó til að samningar næð- ust við Landsvirkjun. -HKr. Laugardag Sunnudag. Opnunartími um helgina: .............kl. 10-16 .............kl. 12-16 Vatnsfellsvirkjun. GísllS. , Halldór Einarsson. Ásgrímsson. að hann ætlaði að leggja fram fyrir- spum á Alþingi um fyrirhugaða sölu utanríkisráðuneytisins á ís- lenskum aðalverktökum. Sagðist Gísli þá hafa haft spumir af miklu tapi á byggingu Vatnsfellsvirkjunar. Jóhann Bergþórsson. Stefán Frlóflnnsson. „Ég hef frétt að það sé mikið tap á verkum þarna. Mér er sagt að illa hafi gengið og það hafa verið nefnd- ar við mig tölur sem eru allt að 600 milljónum," sagði Gísli í samtalinu við DV. Hann sagði Jóhann Berg- Ágreiningur íslenskra aðalverktaka og Landsvirkjunar: ap ÍAV á verk- inu 600 milljónir króna - fyrirspurn alþingismanns í þessa veru hefur ekki verið hrakin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.