Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 16
16 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 Helgarblað thxt Ellen Ternan, ástkona Charles Dickens. Hann skildi við eiginkonu sína hennar vegna og þau voru saman allt þar til hans lést. Dularfulla ástkonan Ellen Ternan var ástkona Charles Dickens á árunum 1857-1870. Eftir lát hans hóf hún nýtt líf og faldi fortíö sína vandlega fyrir eiginmanni og börnum. Ellen Ternan, sem venjulega var kölluð Nelly, fæddist árið 1839, sama ár og Katey, greindasta barn rithöfundarins Charles Dic- kens. Nelly kom úr leiklistarfjölskyldu og móðir hennar og amma voru báðar leikkon- ur, sem þótti á þeim tíma ekki fínt starf fyrir konur. Faðir Nellyar var leikari. Örlög hans voru dapurleg. Hann veiktist af sýfilis sem leiddi til geðveiki og lést á geðveikrahæli. Það kom í hlut eiginkonu hans, Frances, að sjá fyrir þremur ungum dætrum þeirra. Dætum- ar Maria, Fanny og Nelly voru allar kornung- ar þegar þær stigu fyrst á svið í hinum ýmsu sýningum sem móðir þeirra tók þátt í. Fanny þótti bera af systrunum hvað hæfileika varð- aði en Nelly þótti fallegust þeirra. Nelly kynntist Dic- kens þegar hún lék ásamt móður sinni og systur í leiksýningu sem rithöfundurinn hafði sett upp ásamt vini sínum, Wilkie Collins. Dickens, sem hafði ástríðufullan áhuga á leikhúsi, tók að ser að æfa mæðgurnar fyrir hlut- verk þeirra. Nelly var þá átján ára og Dic- kens fjörutíu og fimm ára. Vinátta tókst með þeim og vináttan breyttist brátt í ást. Sambandið átti að fara leynt en um það var þó nokkuð skrafað í Lundúnaborg. Ástin til Nellyar gerði það að verkum að Dickens snerist gegn konu sinni af offorsi og hélt því meðal annars fram að hún væri ekki heil á geðsmunum, hvor- ugt þeirra hefði verið ánægt í hjónabandinu og að kona hans hefði margoft farið fram á skilnað. Ekkert af þessu var rétt og vinir Dickens álitu margir að hann hefði tapað glórunni. Hjónin fluttu í sundur eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband þar sem þau höfðu eignast tíu börn. Ástkona í felum Nelly steig síðast á svið sem atvinnuleik- kona þegar hún var tvítug og hafði reynd- ar aldrei þótt áberandi hæfileikarík leikkona. Dickens keypti hús handa henni og sá fyr- ir henni fjárhagslega. Hann heimsótti hana tvisvar til þrisvar í viku. Þetta var erfitt lif því hún var ekki op- inber félagi hans heldur í eins konar felum og átti ekki samskipti við marga. Dickens gat ekki kvænst henni nema eiginkona hans lét- ist en ekkert benti til að það myndi gerast. Samband þeirra Dickens virðist hafa verið býsna traust því það stóð í þrettán ár, allt þar tU Dickens lést. Ævisagnaritari NeUy leiðir að því líkur að hún hafi fætt Dickens barn, sennilega í Frakklandi þar sem hún dvaldist í fjögur ár. Henry, sonur Dickens, sagði eitt sinn að NeUy hefði fætt son Dickens sem heföi látist nokk- urra mánaða gamaU. Engin ástæða er tU að draga þau orð hans í efa. NeUy var bókelsk og hafði unun af tónlist. Hún hafði til að bera persónutöfra og þótti hnyttin í tilsvörum. Dickens lýsti henni sem blíðlyndri. Líklegt er að Dickens hafi haft lag á henni sem enginn annar hafði og að gagn- kvæm ást þeirra hafi laðað fram hennar bestu hliðar því lýsingar hans á henni eru í mótsögn við lýsingar annarra sem sögðu hana bæði stjórnsama og skapmikla. Falin fortíð Dickens lést árið 1870. NeUy lifði hann í fjörutíu og fjögur ár. Hún giftist þrjátíu og sex ára gömul George Wharton Robinson sem sleit trúlofun við aðra konu eftir að hafa kynnst NeUy. Hún gaf í skyn við George að hún hefði misst tvo nána vini, báða karl- menn, og skáldaði upp nöfn á þeim. Svo virð- ist sem hún hafi með því verið að gefa honum skýringu á því að hún hefði ekki gifst. Hún gaf honum líka upp rangan aldur, sagðist vera tíu árum yngri en hún var. Hjónin bjuggu uppi í sveit þar sem þau ráku drengja- skóla. Nelly fæddi tvö börn, dreng og stúlku. Hún talaði nær aldrei um Dickens en kom fram í áhugamannaleiksýningum og lék þar meðal annars í uppfærslum á verkum hans en bók eftir hann var ekki tU á heimili henn- ar. NeUy virðist hafa lifað í ótta um að eigin- maður hennar og börn kæmust að því að hún hefði verið ástkona hans en henni tókst að fela slóð sína. NeUy var ráðandi í hjónabandinu og kunn- ingi þeirra hjóna lýsti því svo að George hefði verið eins og dyramotta hennar. Hún var ráð- rík móðir og las öU bréf dóttur sinnar þar tU hún var komin yfir tvítugt. Hún fékk slæm reiðiköst og var ekki aUtaf í andlegu jafn- vægi. Hún var gallhörð íhaldskona og hafði andstyggð á sósíalisma og hvers konar rót- tækni og gekk tU liðs við samtök sem börðust gegn kvenréttindum. Sonur afneitar móður Eiginmaður NeUyar lést um sextugt og hún lést sjötíu og fimm ára gömul. Þegar sonur hennar, Geoffrey, fór í gegnum bréf og skjöl móður sinnar, eftir dauða hennar, fann hann þar ýmislegt um ævi hennar sem hann hafði aldrei haft vitneskju um. Hann hafði aldrei vitað að móðir hans og frænkur höfðu verið leikkonur. Hann hafði talið móður sína 65 ára þegar hún lést en komst að því að hún hafði verið 75 ára. Hann komst einnig að því að hún hafði haft náin kynni af Charles Dickens. Hann skrifaði syni Dickens, Henry, og bað um viðtal. Á þeim fundi spurði hann Henry hvort NeUy hefði verið ástkona Dickens og Henry játti því. Geoffrey komst í svo mikið uppnám við fréttimar að hann fór heim og eyddi þar öUum bréfum og skjölum sem minntu á móður hans. Það sem hann átti eft- ir ólifað leyfði hann ekki að bók eftir Dickens væri á heimUinu, hann slökkti meira að segja á útvarpinu væri nafn hans nefnt þar. Hann neitaði að svara spurningum um móður sína og sagði systur sinni að ræða ekki móður þeirra við nokkurn mann. Honum fannst að móðir sin hefði logið svívirðUega að f]öl: skyldu sinni og gefið falska mynd af sér. í huga hans var hún svikari og syndug kona. Systir hans brást öðruvísi við þegar hún seinna á ævinni átti í bréfaskiptum við fræði- menn sem voru að kynna sér ævi Dickens. Hún sagði þeim að ef móðir sín hefði syndg- að með Dickens þá hefði hún gert það í nafni ástar. Gullkom vikunnar Vorvísur - eftir Eggert Ólafsson Fjölbreytt bókaval Danskur gæða- skáldskapur Paradísareplin eftir Martin A. Hansen Níu smásögur eftir i-----mh danska höfundinn Martin A. Hansen sem lést árið 1955, 46 ■ ára gamall. Uansen \ hefur verið talinn I einn helsti rithöf- | undur Nprðurlanda á 20. öld. í þessum sögum er iðu- lega fjaUað um upplifun barna á afar næman hátt í einstaklega Vel skrifuðum texta. Fyrsta sagan, Strúturinn, er dásamlega rík af sjarma en dekkri tóna er líka að finna í þessu feiknagóða smá- sagnasafni. Kvótið Ég er tilbúinn að mœta skapara mínum, en hvort hann er búinn undir þá miklu eldraun að mæta mér er annað mál. Winston Churchill Bókalisti Eymundi ALLAR BÆKUR 1. Feng Shui. Zaihonq Shen. 2. Frida. Barbara Mujico. 3. Einfaldaðu líf þitt. Elaine St. James. 4. Bókin um bjórinn. Roqer Protz. 5. Þú getur grennst og breytt um lífsstíl. Ásmundur Stefánsson oq Guðmundur Björnsson. 6. Betri heimur. Dalai Lama. 7. Myrin. Arnaldur Indriðason. 8. Endurfundir. Mary Hiqqins Clark. 9. Kajak drekkfullur af draugum. Lawrence Millman. 10. Hundabókin okkar. Muninn. SKÁLDVERK 1. Mýrin. Arnaldur Indriðason. 2. Endurfundir. Mary Hiqqins Clark. 3. Kajak drekkfullur af draugum. Lawrence Millman. 4. Afródíta. Isabel Allende. Þegor líður gamla góa, góðs er von um land og flóa, vorið brœðir vetrarsnjóa, verpa fuglar einherjans út um sveitir ísalands; ungum leggur eins hún tóa, úr því fer að hlýnp. Enga langar út um heim að blína. TJaldar syngja um tún og móa. tildrar steikur, gaukur, ióa, endar hörkur hljóðið spóa, hreiðrln byggir þessl fans út um sveitir ísalands; œðarfuglinn angra kjóar, eru þeir að hvína. Enga langar út um heim að biína. Sœt og fðgur grösin gróa. gleðja kindur, naut og Jóa, engjar, tún og auðnir glóa eftlr boði skaparans út um sveitir ísalands: að stekkjarfénu stúlkur hóa og stökkva úr því við kvína. Enga langar út um helm að blína. Björgvin G. Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segirfrá uppáhaldsbókunum sínum. „Á unglingsárum las ég óhemju- mikið og þá aðallega spennusögur. Þá voru það Sven Hassel, Alistair McLean, Hammond Innes og fleiri slíkir seifi voru fyrirferðarmestir. Að ógleymdum Morgan Kane-bók- unum. Þá syrpu las ég meira og minna alla í bernsku. Ég verð líka að minnast á Gott land eftir Pearl S. Buck. Heyrði hana lesna í út- varpinu sem barn. Fann hana síð- an á heimili föðurafa míns og ömmu, sem var mikið bókaheim- ili, og las hana aftur og aftur. Síð- an tóku við Laxness, Þórbergur og íslendinga- sögumar. Sjálfstætt fólk og Njála þar fremstar. Þær era enn á meðal bestu bóka sem ég hef les- ið. Eftir tvítugt tók heimspekin að miklu leyti við og höfðu mörg slík verk mikil áhrif á mig, bæði pólitísk og almenns eðlis. Tindamir í heimspekinni eru; Að hugsa á íslensku eftir Þorstein Gylfason, Orðræða um aðferð eftir Réne Descartes, Síðustu dagar Sókratesar eftir Plató og Kenning um réttlæti eftir John Rawls, svo örfá verk séu nefnd. Tugi ann- arra frábærra heimspekiverka gæti ég nefnt eftir erlenda sem innlenda snillinga á borð við Pál Skúlason og Róbert H. Haraldsson. Annars les ég mikið um pólitík og get ekki nefnt uppáhaldsbækur án þess að geta Servants of the People, Inside story of New Labour eftir Andrew Rawnsley. Dæmalaust góð bók um alvörupólitík. Þess utan les ég alltaf töluvert af innlendum höfundum. Eyjabækur Einars Kárasonar hef ég oft lesið, Urriðadans Össurar er snarpur, Fótspor á himnum eftir Einar Má er á meðal þeirra bestu og pistlasafn Guðmundar Andra, Ég vildi að ég kynni að dansa, finnst mér frábært. Hann skrif- ar allt of lítið, sá fíni rithöfundur. Annað gott pistlasafn sem ég var að lesa er Orð í eyra eft- ir Karl Th. Þá hef ég alltaf gaman af meistara- verki Hallgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma. Ljóðabók Hrafns Jökulssonar, Þegar hendur okkar snertast, er ógleymanleg, svo ég nefni eina framúrskarandi úr þeim flokki.“ 5. Gestaboð Babette. Karen Blixen. 6. Himininn hrynur. Sidney Sheldon. 7. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason. 8. Guð hins smáa. Arundhati Roy. 9. I leit að glötuðum tíma - fyrsta bindi. Marcel Proust. 10. Öreindirnar. Michel Houellebecq. BARNABÆKUR 1. Bókin um risaeðlur. David Lambert. 2. Þulur. Theodóra Thoroddsen. 3. Stjörnur í skónum. Sveinbjörn I. Baldvinsson. 4. Skilaboðaskjóðan. Þorvaldur Þorsteinsson. 5. Fjölleikasýning bangsanna. Prue Theobalds. Metsölulisti Eymundssonar 26. febrúar - 4. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.