Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Side 26
26 HelQorblctö 3Z>V LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 Yfirlýst markmið að útskrifa sjálfstætt hugsandi listamenn Aldrei hafa fleiri sótt um inngöngu íleik- listordeild Listaháskóla íslands. Ragnheið• ur Skúladóttir er deildarforseti. Hún ræðir íi/iðtali við Helgarblað DV um leiklistar- áhugann, sterka grasrót og sjálfstætt hugsandi listamenn. í vikunni var sagt frá þvi að 130 hefðu sótt um inn- göngu í leiklistardeild Listaháskóla íslands. Af þeim komast einungis um 10% í skólann. Fjöldi umsækj- enda er met. „Ánægjulegt,“ segir Ragnheiður, „en kreíjandi um leið.“ Sérðu einhverja skýringu á þessum mikla áhuga? „Ég hef velt því fyrir mér. Við urðum vör við það í fyrra að margir umsækjenda voru á aldrinum 23-25 og núna eru jafnmargir umsækjenda í þeim hópi og í hópnum 20-23. Margir hafa þegar farið í kúrsa í há- skóla. Ég hef velt því fyrir mér hvort skýringin á þessu gæti legið í lakara atvinnuástandi: að fólk sæki aftur í skóla vegna þess að það fái ekki þau störf sem það hefur metnað og löngun til að stunda." Þú fórst í Háskóla íslands áður en þú ákvaðst að fara í leiklistamám? „Ég var í Háskóla íslands í tíu daga.“ Hvað lærðirðu? „Félagsfræöi. Ég fór í mjög skemmtilegan fyrirlest- ur hjá Ólafi Ragnari Grímssyni en það dugði ekki til“ Skemmtilegasti tími ársins Þú ert í inntökunefndinni. Breytist ferlið mikið milli ára? „Það breyttist þegar leiklistardeild LHÍ var stofn- uð. Þá ákváðum við að í inntökunefhdinni væri fólk úr deildinni ásamt einum utanaðkomandi en áður haföi nefhdin verið blandaðri. Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðim var tekin er sú að við vitum best upp á hvaða nám við bjóðum og sækjumst því eftir að bjóða þeim skólavist sem við teljum að námið henti. Við höfum reynt að gera meira úr inntökuferlinu að því leyti að við lítum á það sem besta „workshop“ sem fólk kemst í á íslandi þótt það komist ekki endi- lega alla leið inn í skólann." Ragnheiður segir að í inntökuprófunum komi ber- lega í ljós að engin undirbúningsmenntim fyrir leik- list er á íslandi. „Þetta er mjög bagalegt," segir Ragnheiður, „því fólk hefur oft litla hugmynd um hvað það er að fara út í.“ Ragnheiður segir að sá tími sem fer í að velja nem- endur inn í deildina sé skemmtilegasti tími ársins. „Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt" segir hún, „en því fylgir jafnframt gífurleg ábyrgð.“ Rifjast það ekki upp fyrir þér þegar þú fórst í inn- tökupróf á sínum tíma? „Auðvitað," segir Ragnheiður. „Spennan er mikil. Við reynum þess vegna að gera þetta ferli sem þægi- legast. Við sköpum þægilegt andrúmsloft svo allir geti sýnt sínar bestu hliöar. Fólk á að líta á inntöku- ferlið sem tækifæri til að leika; við viljum að allir standi sig vel.“ Spumingarmerkið Ragnheiður segir að það hafl aukist mjög á Norð- urlöndum að kennd sé leiklist í framhaldsskólum. Bretar séu einnig mjög framarlega í því að bjóða upp á listnámsbrautir. „í íslenskum framhaldsskólum er boðið upp á nám í myndlist, hönnun og tónlist en leiklistin er aftar- lega á merinni," segir Ragnheiður. „Það hlýtur aö verða að setja spumingarmerki við það að bjóða upp á nám á háskólastigi sem engin formleg undirbún- ingsmenntun er fyrir. Nám í leiklistardeild Listahá- skóla íslands er fjögur ár og í raun má líta á fyrsta árið sem fomám en við aðrar aðstæður mætti nýta þetta ár enn betur.“ Ragnheiður bendir þó á að ýmsir framhaldsskóla- kennarar hafi sýnt málinu áhuga. Guðlaug María Bjamadóttir, leikkona og kennari í Borgarholtsskóla, hafi t.d. lagt fram drög að leiklistarbraut við skólann. „Það er aðdáunarvert," segir Ragnheiður. „Oft er talað um öflugt leiklistarlíf í framhaldsskólum en það er yfirleitt ekki í formi kennslu heldur uppsetn- inga og þá oftast tengt félagslifinu en ekki formlegu skólastarfi. Það kemur kannski mörgum á óvart að „En grasrótin er mjög skemmtileg og sterk núna og það færist í vöxt að fólk vilji prófa sig áfram sjálft áður en það bindur sig á samning. Ein leiðin fyrir leikara er að bíða eftir því að aðrir velji liann. Ef síminn er hins vegar ekki „rauðglóandi" getur leikarinn átt frumkvæði og fundið sér eitthvað að gera sjálfur," segir Ragn- heiður Skúladóttir, forseti leiklistardeildar LHÍ. DV-mynd ÞÖK ég kvarti yfir þessu því framhaldsskólanemar hafa jafnvel sýnt verk sín í atvinnuleikhúsunum. Ég er hins vegar að tala um formlegt nám í leiklist? Frumkvæði leikarans Er leiklistarheimurinn ekki harður heimur? „Ég veit ekki hvað maður á að miða við í því sam- bandi - þekki svo sem ekkert annað. Þetta snýst í raun um hvað maður vill virkilega gera. Það eru margar leiðir að loknu námi í leiklistardeildinni og óskandi að fólk sæki í framhaldsnám að því loknu. Við erum enn bundin af því að bjóða bara upp á leik- aranám. í inntökuprófunum sér maður marga sem eiga fullt erindi inn í leikhúsið en ekki endilega sem leikarar. Það er blóðugt að geta ekki boðið upp á aðr- ar leiðir fyrir þetta fólk. En harður heimur... það fer eftir því hvað fólk vill gera. Það er bara lítill hluti ungra leikara sem ráð- inn er til atvinnuleikhúsanna. En grasrótin er mjög skemmtileg og sterk núna og það færist í vöxt að fólk vilji prófa sig áfram sjálft áður en það bindur sig á samning. Ein leiðin fyrir leikara er að bíða eftir því að aðrir velji hann. Ef síminn er hins vegar ekki rauðglóandi getur leikarinn átt frumkvæði og fundið sér eitthvað að gera sjálfur." Hefur leiklistardeildin imdir þinni stjórn haft ein- hver áhrif i þá átt sem sést í virkri grasrót? „Við höfúm útskrifað tvo árganga sem báðir voru í Leiklistarskóla íslands og getum því ekki eignað okkur þessa hreyfingu. Ég held líka að það sé almenn hugarfarsbreyting og vitundarvakning hjá ungu fólki. Fólk vill fara eigin leiðir sem einskorðast ekki við leiklistina. Við leggjum áherslu á sjálfstæði nem- enda okkar og það er yfirlýst markmið deildarinnar að útskrifa sjálfstætt hugsandi listamenn." Allir þættir listarinnar Á teikniborði Ragnheiðar liggur þriggja ára nám í dramatúrgíu, leikstjórn og leikritun sem yrði blanda af fræði og praxís. Nemendur myndu útskrifast með próf í leiklist eða „theater studies“. Vinnuheitið er „Contemporary Theater Practise" eða samtímaleiklist, eins og kalla mætti þetta á ís- lensku. Við viljum að þetta verði alþjóðlegt nám og aðgangur erlendra nemenda að því greiður. Því verð- ur kennsla í sumum kúrsum, ef ekki öllum, á ensku. Við stefnum að því að bjóða upp á námið haustið 2004 ef fjármagn fæst.“ Til að kynda undir áhuga á náminu stóð leiklistar- deild LHÍ, í samstarfi við fræðsludeild Þjóðleikhúss- ins, fyrir leikritunamámskeiðum fyrir kennara í grunn- og ffamhaldsskólum. í vor er síðan stefnt að því að halda örleikritasamkeppni fyrir framhalds- skólanemendur. „Vonandi verður áhuginn mikill,“ segir Ragnheið- ur. „Með þessu viljum við vekja áhuga krakkanna á leiklistinni og öllum þáttum hennar; ekki bara starfi leikarans.“ í Listaháskólanum stimda nú nokkrir atvinnuleik- arar og leikstjórar nám í kennslufræði leiklistar. „Við vonumst eftir því að fólkið sem útskrifast með þessa viðbótarmenntun verði sá her sem þrýstir á að skipulagt leiklistamám verði tekið upp í ffamhalds- skólunum." -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.