Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 29
LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 Helqa rbloö I>'Vr 29 í öllum fjölbýlishúsum cru nágrannadeilur þekktar í minni eða meiri mæli. Þær eru margvíslegar og það koma undarlegir hlutir við sögu eins og meðfj'lgjandi samantekt ber með sér. Vaðmálslykt, hávaði, stöðug samfarahljóð og gæludýr eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Stóra stunumálið Þekkt var er DV fjallaði um „óp og stunumálið í Kópavogi“. „Ég held að það mál hafi komið Kópavogi á kortið og síðan hefur verið þar organdi uppgangur. Það var þannig að fólk stundaði kynlíf með svo miklum þrótti að þjóöin stóð á öndinni. Ástarleikirn- ir voru þrír á dag og stóðu í þrjá tíma í senn. Svona hafði þetta gengið í sjö mánuði. Nágrannarnir sem komu hingað til mín lýstu hljóðunum nákvæmlega. Þetta var eins og barnsgrátur og spangól í hundi. Tvær fjölskyldur voru þá fluttar úr húsinu út af þessu og hávaðinn langt yfir landsmeðaltali. Það lækkaði því risið á mörgum viö þennan samanburð, allavega á mínu heimili og þó bjó ég líka í Kópavogi. Um þetta var meira að segja ort: Ást þeirra var eins og atglíma athöfnin tók engan smátíma. Fyrst kom óp og hún stundi, næst kom gelt sem í hundi, og svo þindarlaust áfram í þrjá tíma. Á borð ráðherra Þetta mál kom til kasta æðstu yfirvalda. Nágrann- arnir leituðu til Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi félagsmálaráðherra. Hún kallaði á mig til að vera með sér við að meta hvað væri löglegt í þessum efnum. Þarna sátum við í meira en klukkutima ég og Jó- hanna ásamt fólkinu sem var gráti nær af geðshrær- ingu yfir þessum ósköpum. - Það þuldi nær látlaust: „... þrisvar á dag, þrjá tíma í senn, þrisvar á dag, þrjá tíma í senn...“ Þá tóku tvær konur sem þarna voru sig til og hermdu eftir hljóðunum með barnsgráti og gelti. Síðan áttum við Jóhanna að meta hvort þetta væri löglegt eða hvort þetta væri of mikið. Við Jóhanna náðum auðvitað engri niðurstöðu, en þegar ég gekk út frá henni starði hún dreymandi upp í loftið og sagði: „Þrisvar á dag, þrjá tima í senn. - Hvenær skyldi minn tími koma?“ Þegar Jóhanna svo brá þessum orðum fyrir sig á þingi misskOdu menn þetta herfilega, því orð hennar um sinn komutíma snerust auðvitað um stóra stunu- málið í Kópavogi og ekkert annað.“ Málað fy rir glugga Annað mál sem var af endemum gerðist í virðulegu tvíbýlishúsi í Þingholtunum. Þar bjó virðuleg kona á efri hæð og hafði átt í deilum við fólkið á hæðinni fyr- ir neðan. Þau deildu um nánast allt sem hægt var að deila um, m.a. aðkomurétt að garði. Var ástandið orð- ið þannig að konan á efri hæðinni átti ekki aðkomu- möguleika að sínum garðhluta, öðruvísi en að fara yfir landareign nágrannanna. Heldur þurfti hún að síga niður í sinn garð í kaðalstiga eða reipi af svölum hússins. Einu sinni sem oftar seig hún þarna niður í fínum tvítfótum eins og ensk hefðarkona. Fór hún að róta eitthvað í moldinni og sagðist þá hafa séð fólkið á neðri hæðinni sem hafði stillt sér upp í stofugluggann og glápti á hana. Ekki fannst konunni þægilegt að láta glápa þannig á sig við moldarvinnuna og náði hún í teppi og strengdi yfir lóðina á milli sín og gluggans. Kom síð- an að því að konuna langaði í kaffisopa og klifraði hún þvi upp kaðalstigann í sína íbúð. Þegar hún kom aftur í garðinn var fólkið á neðri hæðinni búið að taka teppið. því sem á eftir gerðist lýsti hún svo fyrir formanni Húseigendafélagsins: „Þá gerði ég nú svolítið Sigurður minn, og gekk þá kannski helst til langt.“ - Nú hvað gerðir þú þá? - „Ég náði mér í málningu og rúllu og rúllaði alla gluggana á neðri hæðinni." Ekki var þetta þó allt, því konan á efri hæðinni gerði athugasemdir við að fólkið á neðri hæðinni hafði búið um unglingsstrák í bílskúrnum og taldi hún þaö ólöglegt. Þegar íbúarnir á neðri hæðinni brugðu sér úr bænum eitt sinn, þá tók frúin á efri hæðinni sig til, dró garðslöngu að bilskúrnum og stakk slöngunni inn um glugganna og skrúfaði frá. Hafði frúin líka staðiö í þeirri trú að fólkið á neðri hæðinni stundaði heildsölu í leyni. Vaktaði hún með leynd nágrannana vegna þessa. Þegar sendibíll kom svo að húsinu hringdi frúin í byggingarfulltrúa og önnur yfirvöld og kvartaði. Aldrei fannst þó meint heildsala. Lyktarsinfónían Það gerðist í tveggja hæða tvíbýlishúsi í Skipholt- inu. Konan á neðri hæðinni hélt því fram að kona á efri hæð væri sífellt að senda alls konar vonda lykt inn til sín. Sagði hún lyktina yfirleitt koma út um raf- magnsinnstungurnar. Stundum var þetta táfýla, stundum fiskilykt og stundum eitthvað annað. verst af öllu var þó gamalmennalyktin. Henni lýsti konan þannig að hún væri eins og þegar svitastorkin eld- gömul lopapeysa er soðin með signum fiski og skötu. „Þá kemur svona lykt sem er alveg voðaleg." Kallaði konan sem varð fyrir þessum meintu lykt- arárásum til yfirvöld hinna ýmsu málaflokka. Aldrei fannst þó nein lykt, hvorki gamalmennalyktin voða- lega né annað. Eitt sinn er konan á efri hæðinni brá sér af bæ setti nágrannakonan einhverja svakalega óþefjan í skó fyrir framan útidyrnar hjá henni. Þá kallaði konan á neðri hæðinni á yfirvöld sem komu að vörmu spori. Fljótlega komu menn grátandi út þar sem lyktin var svo sterk. Fór nú fram lögreglurann- sókn og fékk lögregla húsleitarheimild til að leita að „vélinni" sem framkallaði lyktina. Hafði konan lýst þessu þannig að þar hlyti að vera um að ræða lyktar- vél með lyklaborði og tökkum þar sem hægt væri að skipta yfir á gamalmennalykt, táfýlu eða hvað sem var eftir hentugleikum. - Allt kom fyrir ekki og eng- in fannst lyktarvélin. Eftir ítarlega rannsókn var upp- lýst að konan á neðri hæðinni var sjálf völd að fýl- unni. hafði hún sett lýsól eða önnur efni í skóna hjá konunni á efri hæðinni. Lýsti hún þessu svo við for- mann Húseigendafélagsins: „Hvað átti ég að gera, - ég meina, þeir fundu aldrei lyktina." Með sláturhús í blokkaríbúð Aðfluttur ísiendingur af austurlenskum uppruna bjó í blokk í vesturbæ Reykjavíkur. Hafði hann ýmis ráð með að afla sér tekna og eitt þeirra var að ala hænur á svölum fyrir framan íbúð hússins á fjórðu hæð. Hænunum leiddist gjarnan veran á svölunum og oft mátti því sjá hænur flögra fram af svölunum. í íbúðinni starfrækti maðurinn síðan kjöt- og fisk- vinnslu í afstúkaðri geymslu með tréskilrúmi á milli. Þarna flóði blóð um öll gólf, en maðurinn mun hafa verið að útbúa þar matvæli fyrir einhvern kínversk- an veitingastað. Þegar forráðamenn Húseigendafé- lagsins komu að málinu var aðkoman heldur subbu- leg. „Má beita í tvíbýlishúsi?" í tvíbýlishúsi við Ingólfsstræti í hjarta Reykjavíkur gerðust atburðir fyrir um fjórum árum sem Sigurður Helgi heldur mikið upp á. í kjallaranum bjó sjómað- ur, sem drakk svolítið og reykti en var samt alveg til friðs. Var hann sagður góður með víni, en nágrann- arnir voru þó dálítið smeykir við hann. Vegna reyk- inga mannsins óttuðust þau íkveikju. Allt var þetta þó innan marka, þar til maðurinn ákvað aö taka vinnuna með sér heim. Sást hann böðl- ast með beitningabala, lóðir og beitu inn í íbúð sína. Dró hann þar að síld, smokkfisk og annað til beitu og má nærri geta að lyktin var megn. Hafði maðurinn þetta svo mjög huggulegt, sat fyrir framan sjónvarpið með sígarettu í munnvikinu og beitti línu í mestu makindum. Nágrannaranir komu að máli við Sigurð Helga þeg- ar þeim var greinilega nóg boðið og spurðu hann: „Má beita í tvíbýlishúsi?" Formaður Húseigendafélagsins sagðist hafa farið nokkrum mánuðum seinna í ferðalag til Bolungarvík- ur. Þar fór hann og skoðaði m.a. verbúðina í Ósvör sem sýnir hvernig sjómenn lifðu um þar síðustu alda- mót. Þar upplifði hann sama umhverfið og var hjá sjó- manninum í Ingólfsstrætinu. Þrír bflar á emu stæði í Grafarvogi kom upp einkennilegt mál sem barst inn á borð Húseigendafélagsins. Fulltrúar húsfélags komu að máli við Sigurð Helga og báru upp erindi. Hver íbúð í húsinu hafði eitt stæði í bílageymslu og spurt var: „Er löglegt að vera með þrjá bíla í einu stæði?“ Sigurður var hvumsa við, enda gat hann ekki skil- ið hvernig slíkt ætti að vera hægt. Jú, skýringin var sú að einn eigandinn hafði staflað upp þrem bílum hverjum ofan á annan svo þeir náðu upp í loft. Þú skalt ekki... Mál hafa líka komið upp sem varðar skreytingar fólks á bílskúrsgafla sem snúa inn að næstu lóð við hliðina. Vestur á ísafirði kom t.d. upp hörð deila í þessa veru þegar sonur eins húsráðandans málaði mikið listaverk sem sýndi kölska sjálfan við iðju sína. Blasti listaverkið við nágrönnunum þegar þeir sátu við eldhúsborðið. Þessi deila endaði þó friðsamlega er húsráðandinn málaði með hvítri málningu yfir lista- verkið. Fleiri mál hafa komið upp af líkum toga og er þetta oft háð því hvernig nágranninn upplifir og túlk- ar myndverkið. Sigurður Helgi segir að þó Biblíutil- vitnanir geti verið ágætar þá orki þær stundum tví- mælis í þessu samhengi. Þannig hafi komið upp eitt deilumál þar sem húseigandi einn málaði á bílskúrs- vegg sem blasti við nágrannanum honum til mikils ama. Þar stóð: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns.“ Draugagangur Draugar koma líka við sögu í nágrannaerjum. Stundum hefur verið deilt um hvort draugagangur væri galli við fasteignakaup eða kostur. Fyrir um tíu eða fimmtán árum kom upp draugaplága í húsi einu í Skerjafirði. Lýsti þetta sér í alls konar búkhjóöum og ræskingum og þá helst snemma á morgnana. Þurftu íbúar jafnvel að flýja húsið út af þessum ósköpum. Eftir miklar rannsóknir á fyrirbærinu kom í ljós að húsið hafði verið byggt ofan á forna verbúð. Fyrir- gangurinn á morgnana var því skýrður með því að sjómennirnir væru að bjástra við að koma sér á sjó- inn. Var talið að þar væri um að ræða áhöfn á áttær- ingi sem farist hafði við Gróttu. Var leitað til fjölda sérfræðinga í draugafræöum og reynt að kveða þá niður. Þrautalendingin var sögð sú að fá Fiskistofu til að svipta draugaútgerðina kvóta. Virðist sem útgerð drauganna hafi þá veslast upp og allt féll í ljúfa löð. Draugar drykkjumanna Siguröur segir að þegar þessi draugamál voru í há- mælum fyrir nokkrum árum hafi komið maður á skrifstofu Húseigendafélagsins sem kvaðst vera lækn- ingamiðill sem kvaðst njóta m.a. aðstoðar Maríu meyjar. Bauð hann í fúlustu alvöru fram þjónustu sína við að draughreinsa hús félagsmanna. Sagði hann mörg hús stútfull upp í rjáfur af draugum sem hefðust þar við eins og sardínur í dós. Hélt hann því fram að draugar væru yfirleitt framliðnir drykkju- menn. Þeir gætu ekki hugsað sér aö kveðja jarðvist- ina því þeir hafi átt eftir að drekka heilan helling. Fyrir þessa menn séu ekki til verri örlög en að deyja frá hálfum pela eða vínglasi. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.