Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 30
Helqarblaö 13'V LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 1 hjarta mynda- sögunnar Jean Posocco, franskur teiknari, myndskreytir og málari, sem býr á Islandi, lét gamlan draum rætast og fór á myndasöguhátíðina íAngouléme íFrakklandi þar sem meira að segja kirkjan er lögð undir mgndasögur ínokkra daga. Það eru margir sem þekkja Jean Posocco sem leiðbeinanda, vatnslitamálara eða myndskreytara hér á landi. Hann er franskur og hefur búið hér síðastliðin 20 ár. En kannski vita fáir að hann ger- ir meira en að mála fallegt landslag. Hans aðal- áhugamál er myndasagan. Hann hefur lagt mikla vinnu í að teikna myndasögur með helstu mynda- söguhópum „Gisp“, „Blek“, „Zeta“ sem gefa út hasarblöð. Hér segir hann frá ferð sinni til Frakklands á stærstu myndasöguhátíð í Evrópu fyrr á þessu ári. Gainall draumur Um leið og Gerðarsafn, í samvinnu við Alliance Frangaise, opnaði dyr sínar fyrir myndasögusýn- Áhugasamir teiknimyndaunnendur á skiptimarkaöi. ingu var rétt nýlokið þrjátíu ára afmæli stærstu myndasöguhátíðar í Evrópu. Síðastliðin tvö ár hefur mig langað að taka þátt í myndasöguhátíðinni í Angouléme. Og í ár lét ég loks verða af því að fara og sjá með eigin augum þessa miklu hátíð sem setti allan bæinn og íbúa hans á annan endann dagana 23. til 26. janúar. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. í Frakklandi og Belgíu hefur myndasagan verið hluti af lífi fólks í heila öld. í byrjun var hún létt- væg talin og aðallega fyrir börn en í dag telst hún til hinna æðri lista og jafnvel gagnrýnendur sýna henni áhuga. Það var fyrst á árunum 1960-1970 að þróun myndasögunnar tók mikinn kipp fram á við. Snemma kom fram áhugi á að deila myndasög- unni með fjöldanum. Og því var það rökrétt fram- hald að farið var að halda myndasöguhátíðir víðs vegar um Frakkland þar sem höfundar og lesendur hittast og bera saman bækur sínar. Á þessum há- tíðum hitta gestirnir uppáhaldshöfunda sína, út- sendara útgáfufyrirtækja og einnig aðra áhuga- menn um myndasögur. Þetta er umhverfi sem leið- ir til tjáskipta og hugmyndaskipta. Bráðum 30 ára hefð Það var árið 1974 að borgin Angouléme í suð- austurhluta Frakklands, um 400 km frá París, setti upp klæði myndasögunnar og bauð til sín teiknara Spirou: André Franquin. Þökk sé einlægum áhuga skipuleggjendanna, miklum stuðningi yfirvalda og ekki síst komu frægustu teiknara fransk-belgísku myndasögunnar og erlendrar eins og Jijé, Peyo, Möbius, Hergé, Tardi, Eisner, Munoz, Crumb, Gi- ardino, Hugo Pratt o.s.frv. að hátíðin í Angouléme varð sú stærsta í Evrópu. Til að hátíðin standi undir þeim titli er öllu til tjaldað. Opinberum byggingum: leikhúsið, söfn, ráðhúsið, kirkjan, alls staðar eru myndasögusýn- ingar. Risastórar kúlur eru settar upp á torgum. Göturnar eru líka skreyttar með myndasöguper- sónum eða borðum. Og jafnvel má sjá myndasögu- persónur á nokkrum veggjum í bænum. Á götu- hornum getur maður rekist á Viggó viðutan eða Lukku-Láka. Búðargluggar eru skreyttir með myndasögubókum, ljósmyndum tengdum mynda- sögum, frummyndum eða litlum myndasögufígúr- um. Allt er tilefni til að draga að sér tilvonandi kaupendur. Það er ekki hægt að ganga tíu metra án þess að rekast á eitthvað sem tengist myndasög- um. Sýningarsvæðin eru mörg og fjölbreytileg og eru dreifð um allan bæinn. Samtals 20 staðir þar sem áhugamaðurinn getur komið, spáð í, leitað að, keypt eða rætt um myndasögur. Hergé heiðraður Hver og einn getur skoðað hér og þar eftir sínum áhuga. En maður þarf að byrja daginn snemma því margir eru á ferðinni. Um 200 000 manns komu á 4 dögum. Og stundum þarf maður að bíða klukku- stund til að komast inn í básinn. Sýningarhátíðin byrjaði með pompi og prakt. Bæjarstjórnin ákvað að heiðra einn af fremstu myndasöguteiknurum allra tíma með því aö nefna upp á nýtt eina götu bæjarins. Þessi teiknari er enginn annar en sjálfur Hergé - teiknari Tinna - sem lést einmitt fyrir 20 árum. Athöfnin fór fram þann 23. janúar að viðstaddri ekkju hans, Fanny Rodwell, prinsinum af Belgíu og konu hans og stórum hópi hátíðargesta. Brjóst- mynd af Hergé stendur nú í götunni og er það verð- skulduð viöurkennig að ein gata í sjálfri höfuðborg myndasagna skuli nú tileinkuð svo merkilegum listamanni. Beðið eftir áritun Meðal þeirra svæða sem ég heimsótti voru kúl- urnar tvær: Champs de Mars Nord og Sud. Þar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.