Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Síða 32
32
He lcj a rb la ö X>"Vr
LAUGARDAGUR 8. MARS 2003
Söguleg stund í Höllinni
I kvöld klukkan 21.00 fer fram mikill merkisatburður í
Laugardalshöllinni þegar fyrsta hnefaleikakeppnin siðan
1956 verður haldin á íslandi. Tíu bardagar eru á dag-
skránni í kvöld og þar af einn kvennabardagi ásamt því að
keppt verður í muay thai og frjálsum bardaga. Því er ekki
eingöngu um að ræða fyrstu hnefaleikakeppnina heldur
líka fyrsta kvennabardagann og heldur hefur ekki áður
verið keppt í muay thai og frjálsum bardaga á íslandi áð-
ur.
Það eru hnefaleikakappar frá Danmörku sem koma til
með að mæta íslendingunum í Höllinni í kvöld og verður
hart tekist á þar sem þessir bardagar fara á ferilsskrá
hnefaleikakappanna.
Undirbúningur staðið í tvo mánuði
íslenska liðið er blanda af ungum keppendum, allt frá 18
ára aldri og upp í þrítugt. Þjálfarar íslenska liðsins eru
Sigurjón Gunnsteinsson og Oscar Luis Justo en við höfð-
um samband við Sigurjón og spurðum hann fyrst að því
hveru lengi undirbúningurinn fyrir þessa keppni hefði
staðið.
„Beinn undirbúningur fyrir þessa keppni er búinn að
standa í tvo mánuði. Liðið hefur verið að æfa tvisvar og
stundum þrisvar á dag. Þau voru að æfa klukkan 6 á
morgnana og svo aftur á kvöldin, og tvisvar í viku í hádeg-
inu. Þannig að þetta er búið að vera alvöru æfingapró-
gramm,“ sagði Sigurjón og segist jafnframt vera mjög
ánægður með það hvernig undirbúningurinn hefur gengið
og segir að allir ættu að vera í toppformi þegar stóra
stundin rennur upp.
Allt lagt undir
Eins og áður segir hafa íslensku keppendurnir æft gríð-
arlega vel fyrir þessa keppni en hvaða væntingar gerir
þjálfarinn til kvöldsins?
„Stefnan er að vinna að minnsta kosti helming bardag-
anna og helst fleiri en Danirnir," segir Sigurjón en bendir
þó á að það verði við ramman reip að draga þar sem Dan-
irnir hafi meiri reynslu.
„Danirnir eru búnir að keppa allt frá fimm upp í fimmt-
án bardaga og hafa augljóst forskot þar en við munum
reyna að taka það á hörkunni í staðinn. Það verður þó
reynt að stilla bardögunum upp á jafnréttisgrundvelli,"
segir Sigurjón en hann segir jafnframt erfitt að meta styrk
íslensku keppendanna þvi ómögulegt sé að spá í hvernig
keppendurnir standast pressuna þegar þeir eru komnir í
hringinn með fullt hús af áhorfendum. Þar hafi Danirnir
vinninginn þar sem þeir hafi gengið þann veg áður og að
jafnframt sé mikiö í húfi fyrir Islendingana þar sem þetta
verða fyrstu bardagarnir sem þeir fái skráða á sinn feril.
„Það er nú einfaldlega þannig að það er allt önnur
pressa að vera í hringnum að keppa heldur en að standa í
sama hring á æfingum. Hver einasti islenski keppandi er
að fá sinn fyrsta skráða bardaga og geta alls ekki hugsað
sér að tapa. Þannig að það verður allt lagt undir,“ sagði
Sigurjón.
Allir í Höllina
Fyrir utan bardagana sem fram fara munu rapptónlist-
armennirnir Móri og MC Messías skemmta áhorfendum á
milli bardaga þannig að þetta verður mikil og söguleg sýn-
ing sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Það er mik-
il upplifun að fara og horfa á hnefaleikabardaga og svo
veitir okkar fólki ekki af stuðningi gegn Dönunum.
Fyrsti kvennabardaginn
Það verður áhugavert að fylgjast með kvennabardaga
kvöldsins þar sem hin íslenska Marta Jónsdóttir mætir
dönsku stelpunni Rikke Tuxen Svendsen en kvennahnefa-
leikar hafa ekki sést áður á íslandi.
Marta er búin að æfa hnefaleika í átta mánuði og er
gríðarlega efnileg. Hún er síöur en svo eina konan sem er
að æfa hnefaleika á íslandi því konur hafa flykkst í æf-
ingasalina undanfarna mánuði til þess að æfa hnefaleika.
„Það er fullt af stelpum að æfa hnefaleika þessa dagana.
Við erum með þrjú byrjendanámskeið og á þeim öllum eru
fleiri stelpur en strákar þannig að það er mikill uppgang-
ur hjá stelpunum í boxinu þessa dagana,“ sagði Sigurjón.
Það er mikil eftirvænting fyrir bardaga Mörtu og Rikke og
Sigurjón er bjartsýnn á að Marta geti velgt þeirri dönsku
undir uggum.
„Marta er svo mikil skapmanneskja. Það verður virki-
lega spennandi að fylgjast með þessum bardaga," sagði
Sigurjón.
Árni „úr jámi“ keppir í muay thai
Fyrir utan þá 8 hnefaleikabardaga sem fara fram verð-
ur keppt í muay thai og frjálsum bardaga. í muay thai-'
bardaganum mætir Árni „úr járni“ ísaksson Hoilendingn-
um Fred Aardenburg en þess má geta að Árni keppti í
þessari íþróttagrein í fyrsta skipti í London fyrir skömmu
og rotaði þá andstæðing sinn á 48 sekúndum. Árni er
Það verður hart tekist á í Laugarclalshöllinni í kvöld þegar Danirnir mæta íslensku víkingunum í fyrstu
keppuisbardögunum á íslandi síðan 1956. DV-mynd Hari
reyndar búinn að æfa íþróttagreinina í mörg ár og þykir
mjög efnilegur.
Muay thai er þjóðaríþrótt Tælendinga og mætti kalla
hana sparkhnefaleika á íslensku. Keppendur mega bæði
sparka og kýla í þessari íþróttagrein. Hún er að mörgu
leyti svipuð og hnefaleikar þar sem keppt er eftir stiga-
kerfi. Bardaginn stendur í tvisvar sinnum þrjár mínútur
og til landsins kemur dómari frá Hollandi sem er þaulvan-
ur í að dæma slíka bardaga. Þessi bardagi verður verulega
áhugaverður en þó er vonandi að hann standi lengur en
síðasti bardagi Árna.
Sérstakur gestur keppninnar er Bob Schrijber sem hef-
ur keppt rúmlega 130 sinnum í kickboxi, frjálsum bardaga
og svokölluðum „cagefight" úti um allan heim. Hann er
jafnframt fyrrum heimsmeistari í frjálsum bardaga. Með
honum kemur kona hans, Irma Verhoeff, en hún hefur
sjálf keppt 46 sinnum í frjálsum bardaga þannig að athygl-
isvert par er þar á ferðinni.
Hvað er frjáls bardagi?
Það verður einmitt einnig keppt í frjálsum bardaga í
kvöld og þar mætast Hollendingurinn Marco Merodio og
Daninn Thomas Frederiksen. t þessari íþróttagrein geta
júdómenn keppt gegn karatemönnum, karatemenn gegn
taekwondomönnum og svo mætti lengi telja.
í frjálsum bardaga eru einnig leyfð högg og spörk rétt
eins og í muay thai. Það er þó gengið lengra í þessari grein
því bardaginn getur lent í gólfinu og þar er leyfilegt að
beita lásum og tökum. Keppnistíminn er tvisvar sinnum
þrjár minútur. Þessi bardagi verður væntanlega mikil sýn-
ing en þessir kappar hafa sýnt íþróttina úti um allan
heim.
-HBG
Undirbúningur íslenska liðsins fyrir stóru stundina liefur staðið í tvo mánuði og það var góð stemning í liópn-
um rétt fyrir hclgina eins og sjá iná á þessari rnynd. DV-mynd Hari