Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Side 38
38 // e { c) a rb> la ö I>V LAUGARDAGUR ö. MARS 2003 Betri helmingur Birgittu / ævintýrunum má stundum lesa um menn sem fá hálft kónqsríkið og prinsessuna að auki. Þetta mætti seqja um Jóhann Bachmann trommuleikara, eða Hanna, eins oq hann er oftast kallaður, þi/íhann trommar bæði íSkítamóral, sem nú hefur verið endur- reistur, oq írafári sem er ein vinsælasta hljómsveit landsins. Eins oq það sé ekki nóq þá er hann kærasti Birqittu Haukdal, sönqkonu írafárs og væntanleqs Eurovision-keppanda fyrir okkar hönd. DV hitti einn af öfunduðustu mönnum Islands qfir kaffi íSmáralind. Jóhann Bachmann er trommuleikari. Hanni, eins og Jóhann er oftast kallaður, sat bak við settið í hljómsveit sem hét og heitir Skítamórall og er frá Selfossi. Sú hljómsveit átti sitt blómaskeið á árunum 1996-2000 og er sanngjarnt að segja að Skímó, eins og þeir voru yfirleitt kallaðir hafi verið ein vinsælasta sveit landsins á þessum árum. Eftir að hljóm- sveitin var sett í frí eins og stundum hendir vinsælar sveitir settist Jó- hann fljótlega við trumbur sínar í hljómsveit sem heitir írafár og hef- ur orðið nokkurs konar arftaki Skítamórals því fáar sveitir ef nokkur skákar vinsældum írafárs um þessar mundir. Skítamórall hefur nú verið endurreistur eða endurvakinn með það fyrir augum að spila á takmörkuðum fjölda dansleikja eða tónleikum á vori komanda og í haust. Ekki er að efa aö aðdáendur þeirra muni fagna því og fjölmenna á samkomur þar sem þeir leika fyrir dansi rétt eins og þeir gerðu þegar Skítamórall starfaði síðast. írafár mun einnig starfa af krafti í sumar og þess vegna má segja með nokkrum rétti að Jóhann muni tromma í tveimur vinsælustu hljómsveitum landsins í sumar. Hálft kóngsríki og prinsessu að auki Eins og það sé ekki nóg er hann unnusti Birgittu Haukdal sem syng- ur með írafári og verður fulltrúi íslands í Eurovision í Lettlandi í vor með lagið Segðu mér allt eftir Hallgrím Óskarsson. Vinsældir Birgittu eru gríðarlegar sem sást best í umtalaðri símakosningu í undankeppni Eurovision þar sem hún fékk meira en 30% greiddra atkvæða. Birgitta er eftirlæti allra og fyrirmynd ungra stúlkna um land allt. Þetta hljómar sannarlega eins og Jóhann sé ofan á í lífinu og sé virki- lega öfundsverður og geti varla óskað sér neins frekar. Þegar blaðamaður DV hitti Jóhann á kaffihúsi í Smáralind var ösku- dagur og þessi risavaxna verslunarmiðstöð löðrandi í börnum sem voru uppáklædd í tilefni dagsins, máluð og skræpótt. Þau voru á randi um öll gólf með sína troðnu sælgætispoka og stóöu í röð fyrir framan þær verslanir sem ekki voru búnar að hengja upp spjöld þar sem stóð: Allt nammi búið. Einhvern veginn held ég að þenn- an dag hafi margt verslunarfólk heyrt meira af vondum söng en það kærði sig um en þetta er nú bara einn dagur á ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.