Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 39
LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 Hetlqa rblad1 DV Jóhann Bauhmann, eða Hanni, er tronnnari í tveim- ur vinsælustu hljómsveitum Iandsins.'Irafári og Skítamóral, og kærasti Birgittu Haukdal, söngkonu og Eurovision-fara. Stráltur frá Selfossi Við Jóhann settumst inn á Kaffi Royale og feng- um kaffi og nokkur börn eltu okkur inn og heimt- uðu eiginhandaráritun Jóhanns. Ég bauð þeim mína en af því varð ekki. Eitt miðaidra andartak dettur mér í hug að öfunda Jóhann af þessum vin- sældum því hann segir að þetta sé bara skemmti- legt og það kosti ekkert að vera kurteis og skemmtilegur við aðdáendurna. En hver er þessi taktfasti lukkunnar pamflll? „Ég er bara strákur sem fæddist í Vestmannaeyj- um og fluttist fjögurra ára gamall á Selfoss og ólst þar upp. Þar var afskaplega gott að vera og ég gæti vel hugsað mér að ala mín eigin börn upp þar í framtíðinni því maður verður ekki endalaust í þessu,“ segir Jóhann. Þið þekktuð þennan inaiiii - Jóhann er alinn upp við taktföst högg trommu- setts því faðir hans er Ólafur Bachmann sem var frægur trommuleikari á sinni tíð. Hann sat meðal annars bak við settið í Vestmannaeyjasveitinni Logum og það kom í hans hlut að syngja lag sem hét Minning um mann og varð óheyrilega vinsælt og er enn þann dag í dag sungið hástöfum í partí- um og hvar sem er. „Þið þekktuð þennan mann, þið alloft sáuð hann. Drykkjuskap til frægðar sér hann vann.“ Ólafur sat líka við settið í hljómsveitinni Mánum frá Selfossi sem réðu ríkjum á Suðurlandsundirlendi árum saman og varla að aðrar sveitir hættu sér inn á yfirráðasvæði þeirra. Síðan kom Hljómsveit Stefáns P. sem ferðaðist lengi um landið svo það er augljóst að Jóhann hefur haft skýra fyrirmynd. „Ég hef ætlað að verða trommuleikari síðan ég man eftir mér. Ég ætlaði alltaf að verða eins og pabbi. Ég man eftir mér að elta hann um 10 ára ald- urinn á æfingar eða eitthvað og ég var alltaf að suða í honum að stilla upp settinu fyrir mig. Svo þegar ég var 12 ára þá var settinu stillt upp í bíl- skúrnum og ég settist við það með spólu með Billy Joel í tækinu og byrjaði að tromma. Á þessum tíma var ég á fullu I fótbolta og hand- bolta en ég var fljótur að gleyma því eftir að trommurnar voru komnar upp í skúrnum. Ég var kominn í fyrstu hljómsveitina þegar ég var 13 ára gamall og var farinn að spila á pöbbum með eldri strákum þegar ég var 16 ára svo það má segja að ég sé búinn að spila í 14 ár,“ segir Jóhann. - Lærðir þú að spila á trommur? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég fór einu sinni í tíma í tvo mánuði hjá Gunnari Jónssyni á Selfossi en þetta voru bara fjórir tímar. Ætli ég hafi bara ekki skapað minn eigin stíl fyrst ég lærði svona lít- ið.“ Vinimir úr leiliskólanum - Skítamórall var í rauninni fyrsta hljómsveitin sem Jóhann trommaði í því æskuvinirnir voru líka með áhuga á tónlist. „Ég og Addi Fannar stofnuðum Skítamóral þeg- ar við vorum 14 ára gamlir og fengum Gunnar Ólafsson og Herbert Viðarsson með okkur. Við erum nefnilega allir æskuvinir og leikfélagar síðan við vorum á leikskóla og ég hef þekkt Gunna og Hebba t.d. síðan ég var þriggja ára. Svo þegar Addi og Hebbi voru um 16 ára fóru þeir sem skiptinemar til útlanda en við Gunni fór- um að spila á pöbbum með eldri strákum. Upphaflega vorum við mjög hallir undir þung- arokk og söfnuðum hári og hefðum áreiðanlega safnað skeggi líka ef við hefðum verið nógu gaml- ir. Svo var það 1994 að við ákveðum að færa okkur meira yfir í poppið og þá verður Skítamórall til og þá var sveitin skipuð þeim fjórum sem upphaflega stofnuðu hana. Einar Ágúst Víðisson kom inn sem söngvari við hlið Gunnars 1997 og var í framlín- unni á blómatímanum.“ Ertu þá farinn - Upphaf blómatíma Skítamórals má rekja til þess þegar lagið Farinn tók sér bólfestu á heila- berki landsmanna en það er eftir erkiumboðs- manninn, reddarann og tónskáldið Einar Bárðar- son sem er bróðir Adda Fannars. Var hann um- boðsmaður ykkar? „Hann var alltaf að hjálpa okkur og við eigum honum mikið að þakka. Hann hefur samið marga „hittara" fyrir okkur en hann var aldrei beinlínis umboðsmaður okkar þótt það haldi það margir.“ - Skítamórall fyllti öll danshús á þessum tíma og naut feiknalegra vinsælda. Sveitin varð svo „heit“ að hún lét skrifa um sig bók. Það er aðeins ein hljómsveit á íslandi sem hefur gert það en það voru Stuðmenn skömmu eftir 1980. „Við áttum svo mikið af myndum að þetta var upphaflega hugsað sem nokkurs konar fjölskyldu- albúm. Þetta var til gamans gert en við seldum ekkert ógurlega mikið af bókinni. Kannski eiga hljómsveitir ekkert að vera að standa í bókaútgáfu. En það er gaman að hafa gert þetta.“ Eins og á kassanuin í Bónus - Árið 2000 ákváðu Skítamóralsmeðlimir að hvíla hljómsveitina eftir stanslausa spilamennsku árum saman. Það var komin þreyta í menn og þreyta í samstarfið og einn þeirra lýsti því svo í viðtali fyrir skömmu að þetta hefði verið eins og að mæta á kassann í Bónus. Þetta gekk eftir og fríið var í ár og ætlunin var að endurreisa hljómsveitina aftur en opinskáar yf- irlýsingar einstakra meðlima í blaðaviðtölum urðu til þess með öðru að af því varð ekki. Eins og í klassískum heimildarþáttum um frægar hljóm- sveitir fylgdi í kjölfarið tímabil þar sem menn töl- uðust varla við. „Það var síðan núna um áramótin að við fórum að hittast og reyna að sætta þessa misklíð. Nú er búið að græða öll sár og það hafa allir hist og rætt sín óútgerðu mál og nú þegar hópurinn hittist þá er þetta alveg eins og í gamla daga. Það var gott að við hættum um tíma því við gerð- um það á toppnum. Það var betra en að lognast út af. Nú ætlum við að spila í nokkur skipti kringum páskana og svo aftur í haust. Þetta verða fá en góð skipti og við viljum bara hafa gaman af þessu.“ - Er þetta ekki eins og klisja úr þáttunum Behind the Music? „Þetta er auðvitað eins og sápuópera en hún ætl- ar að enda vel.“ Fékk pláss í írafári - Hvernig vildi það svo til að þú fékkst sæti trommarans í írafári? „Ég tók mér frí frá spilamennsku heilt ár eftir að Skítamórall hætti. Ég vissi auðvitað af írafári því Birgitta var að syngja þar. Ég kynntist Birgittu þegar hún var að syngja í Abba-sýningu á Broad- way en Skítamórall spilaði á ballinu á eftir. Á þeim tíma fórum við að vera saman. Eftir að Abba-sýningin hætti var Birgitta fengin til að syngja með írafári. Svo hætti óvænt trommarinn í írafári og fór út í skóla og þá var mér boðið starfið. Það var skrýtið að koma inn í nýja hljómsveit en við náðum mjög vel saman strax og það er góður andi í hljómsveitinni." Eurovision og Uriali Heep - Það var samt ekki írafár sem spilaði með Birgittu í Eurovision-keppninni heldur Jóhann, Herbert, bassaleikari úr Skítamóral, og gítarleik- ari sem heitir Roland. Þannig var þátttaka Birgittu í Eurovision í raun sjálfstætt verkefni en það er enn óráðið hverjir stíga með henni á svið í Lett- landi í vor frammi fyrir hundruðum milljóna sjón- varpsáhorfenda. „Ég veit bara að ég fæ að fara með til Lettlands sem aðstoðarmaður. Það væri gaman að vera á sviöinu en það er ekkert stórmál. Við munum að- allega hafa gaman af þessu öllu saman.“ - Jóhann segist ekki gera sér grein fyrir því hvenær Eurovision komst í tísku meðal hljóm- sveita eins og írafárs og Botnleðju en giskar á að þátttaka Selmu og Two Tricky hafi átt sinn þátt í því. Svo áttum við okkur á því að sennilega hafa íslendingar tekið ástfóstri við keppnina þegar Eurovision-partí komust í móð en þau eru skemmtilegri en önnur samkvæmi eins og allir vita. - Hvernig tónlist skyldi það vera sem Jóhann hlustar á þegar hann er ekki sjálfur að spila? „Ég hef óskaplega gaman af gamalli rokktónlist eins og þeirri sem við byrjuðum að spila þegar við vorum pollar í bílskúr austur á Selfossi, með sítt hár. Við erum að tala um hljómsveitir eins og Led Zeppelin, Uriah Heep og fleiri. Maður er alltaf rokkari inn við beinið í þessum efnum." - Jóhann hlýtur að vera í öfundsverðri stöðu hvort sem litið er á tónlistina eða einkalífið. „Þetta eru auðvitað forréttindi þegar gengur svona vel. Maður getur ekki verið annað en þakk- látur fyrir það. Og að hafa fengið prinsessuna í of- análag er auðvitað dásamlegt." Að vera maður sjálfur - Birgitta og Jóhann hafa verið saman í rúmlega 4 ár og það er auðheyrt að hann talar um samband þeirra eins og framtíðarsamband. En hvert er leyndarmálið við að láta gott samband virka? „Það er fyrst og fremst að vera heiðarlegur, hreinskilinn og vera maður sjálfur og vera aldrei að leika neitt. Við höfum alltaf náð mjög vel sam- an og erum mjög mikið saman og gerum allt sam- an. Við reynum samt að gleyma ekki vinunum og rækta þá sitt í hvoru lagi. Vinirnir eru afskaplega dýrmætir.“ - Birgitta vinnur á Popptíví en Jóhann vinnur í Jack and Jones í Smáralind svo þau eiga helgarn- ar saman í hljómsveitarbransanum. „Það er gaman að ferðast saman. Við fórum sam- an til London um daginn þegar írafár var að spila þar á þorrablóti. Það var frábært." Sukkað í hófi - Af samræðum við Jóhann verður ljóst að hljómsveitabransinn er ef til vill ekki sú sukkorgía sem stundum er af látið. Það sést kannski best á því að tveir hljómsveitarmeðlimir starfa sem einkaþjálfarar sem er ekkert rosalega villt. „Ég held einhvern veginn að það hafi minnkað að menn séu mikið að sukka. Við tókum þetta auð- vitað vel út þegar Skítamórall var að byrja og við í kringum tvítugt. Ég held að ef við hefðum farið yfir strikið þá væri ég ekki hérna,“ segir Jóhann og glottir. „Það er allt best í hófi.“ - Einn meðlima sveitarinnar, söngvarinn Einar Ágúst, náði þó ekki alveg að halda öllu í hófi því hann hefur opinberlega sagt frá baráttu sinni við flkniefni og ofneyslu áfengis en hann hefur samt haft betur í þeirri baráttu um margra ára skeið. Bíð eftir bömum og skutbíl - Hin hefðbundna ímynd rokkarans er uppreisn- armaðurinn sem hafnar viðurkenndum gildum samfélagsins og lifir undarlegu lífi sem er á skjön við reglubundið mynstur smáborgarans. Jóhann segist vera á annarri skoðun. „Ég hlakka til þegar börnin og skutbíllinn verða komin. Það verður mjög skemmtilegur pakki og ég bíð spenntur. Þetta verður aldrei eilíft og ég vil gjarnan búa á Selfossi, vinna á virkum dögum og fara í útilegu með fjölskyldunni um helgar. Mér fmnst ógurlega gaman að fara í útilegur á sumrin og slappa af úti í náttúrunni og njóta hennar og skoða nýja staði þegar maður er í fríi. Ég á eina dóttur, Emblu, fjögurra ára, sem kem- ur oft til okkar og á sitt eigið herbergi hjá okkur og lítur á Birgittu sem nokkurs konar mömmu sína. Ég er heilmikill barnakarl og flnnst þetta óg- urlega skemmtilegt alltsaman og myndi hafa hana meira ef ég gæti.“ - Trommarinn sést oft illa bak við symbalana aftast á sviðinu en þar fara þeir oft hamförum eins og Dýri í Prúðuleikurunum. Er góður trommari árásargjarn? „Ég lem alltaf settið eins og ég sé að spila mitt seinasta gigg en þess á milli er ég voða rólegur. Ég lem ekkert nema settið. Ætli ég sé ekki bæði rokk- ari og rólegur fjölskyldumaður." PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.