Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Side 49
LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 Helqarblað DV 53 Áhugasöm í æskulýðsstarfinu. Kátir krakkar kíkja í söngbókina. Skemmtilegt í Háteigskirkju á æskulýðsdeginum: Jákvætt hugarfar til lífsins Gleðin skein úr hverju andliti í sóknarkirkjum landsins sl. sunnudag þegar haldinn var æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þetta er raunin til dæmis í Há- teigskirkju, þar sem börn og for- eldrar áttu skemmtilega stund sl. sunnudag. Dagskráin þar á bæ hófst með Pálínuboði þar sem hver kom með eitthvað matarkyns og lagði til sem aðgangseyri. Einnig var morgunleikfimi í umsjón barna í Ævintýraklúbbnum og Ævin- týrabjörnunum og barnakór Há- teigskirkju söng nokkur lög. í morgunsárið var meðal ann- ars barnaguðsþjónusta í umsjón Péturs Björgvins Þorsteinssonar fræðslufulltrúa og Guðrúnar Helgu Harðardóttur æskulýðs- fulltrúa. Síðdegis var æskulýðs- guðsþjónusta, ætluð fermingar- börnum og eldri unglingum. bamaguðsþj ónustu. Pétur Björgvin Þorsteinsson og Guðrún Helga Harðardóttir, sem annast æskulýðsstarfið, brugðu sér í hlutverk þeirra Pöllu forvitnu og Gulla húsvarðar. Þau gerðu góða lukku sem slík. DV-myndir Brjánn Baldursson • „í flestum söfnuðum kirkjunn- ar er barna- og unglingastarf mikilvægur hluti safnaðarstarfs- ins. Er lögð áhersla á að miðla kristnum gildum og boðskap Það er gaman í sunnudagaskóla. Segir þessi mynd ekki allt sem segja þarf í því saiubandi? Biblíunnar, skapa unglingunum heilbrigðan félagsskap og vera vettvangur fyrir tilvistarspurn- ingar þeirra. Kirkjan styður það þannig að börn alist upp við já- kvætt hugarfar til lífsins," sagði Pétur Björgvin Þorsteinsson æskulýðsfulltrúi við DV. -sbs Einbeitnin skín úr andlitunum - og sungið um góðan Guð. Líf og fjör - og sungið með líkama og sál. Sögustund - og svipurinn vitnar um spennandi frásögn. Sjávarréttahlaðborð 6.-16. mars Við komum þér á óvart með sérlega girnilegu og gómsætu sjávarréttahlaðborði. Matreiðslumenn Perlunnar hafa tileinkað sér hina einstöku matargerð Miðjarðarhafsins á sjávarréttum ásamt hefðbundinni niatreiðslu. Með matnum verður að sjálfsögðu boðið upp á eðalvín. 1 1 V II i V i \ \ \ l V-\ 1 pfi J &&&££’****■ Jt 'MjPwV Vín 2003 Hótel Loftleiðum 8.-9. mars 2003 LAUGARDAGUR 8. MARS ±4:00 Sýning hefst. 14:30 Steingrímur Sigurgeirsson fer fögrum orðum um spænsk vfn. ±5:30 ívar Bragason frá La Prímavera fjallar um ítölsk vfn. ±6:30 Juan Carlos Sanz heldur fyrirlestur um vfnlandið Spán. ±8:30 Sýningu lýkur. SUNNUDAGUR 9. MARS ±4:00 Sýning hefst. ±4:00 Úrslit f vfnþjónakeppni um spænsk vfn (f bfósal). ±4:30 Porri Hringsson fjallar um vín í víðu samhengi. ±5:30 Fyrirlestur um eftirrétt! og eftlrréttavín. ±6:30 Leandro Bastias segir frá víngerðarmenningu Argentínu. ±8:00 Sýning iýkur. 20:00 Hátfðarkvöldverður f veisiusal Hótel Loftleiða. VÍNÞJÓNASAMTÖK ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.