Dagblaðið - 04.12.1978, Síða 8

Dagblaðið - 04.12.1978, Síða 8
8 DAGBLADIÐ, MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. Allir voru beztir á Jólakonsert 78 Þegar kom að kunnuglegum lögum, sungu hljómleikagestir fullum hálsi, en fengu sér bara ópal þess á milli. DB myndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Sérstakur gestur Jólakonserts '78 var Magnús Magnússon heilbrigðisráðherra, sem lætur þarna fara vel um sig i glöðum hópi. Kynnir hljómleikanna, Þorgeir Ástvaldsson komst svo að orði að hann vonaði að nærvera ráðherrans væri staðfesting á þvi að hann væri hlynntur þvi málefni, sem verið væri að styrkja. —Heilbrigðis ráðherra var meðalgesta „Ruth Reginalds og Brunaliðið voru bezt — og Halli og Laddi líka. . . Það voru allir beztir,” trúði lítil stúlka móður sinni fyrir að loknum hljómleikum Hljómplötuútgáfunnar hf. og fleiri í gærdag. Á þá var boöið vistmönnum um þrjátíu stofnana á Reykjavíkursvæðinu, sem hýsa fatlað fólk, andlega og likam- lega. Húsfyllir var. Tugir listamanna á öllum aldri skemmtu á tæplega tveggja tíma löngum konsert. Allir gáfu þeir vinnu sína og sömuleiðis skemmtu þeir án launa á öðrum hljómleikum í gærkvöld. Þar var selt inn á 3.500 krónur. Ágóði kvöld- hljómleikanna rennur óskiptur til stofn- sjóðs meðferðarheimilis fyrir geðveik börn. Meðal gesta á hljómleikunum, sem nefnist Jólakonsert ’78 var Magnús Magnússon heilbrigðisráðherra. Kynnir- inn, Þorgeir Ástvaldsson, kvaðst vona að nærvera hans væri staðfesting á þvi að ráðherrann væri hlynntur þvi málefni, sem verið væri að styrkja. Væntanlega hefur Þorgeir einnig haft i huga að vonandi beitti Magnús Magnús- son sér fyrir því að opinber gjöld, sem inna þarf að hendi af miðasölu, yrðu felld niður og ágóðinn með þvi gerður tugum prósenta stærri. Alls komu um hundrað manns nálægt þessu hljómleikahaldi, ýmist sem starfs- menn eða skemintikraftar. Meðal þeirra sem fram komu voru bræðurnir Halli og Laddi, Björgvin Halldórsson, Ruth Reginalds, tuttugu félagar úr Karlakór Reykjavíkur, Kór öldutúnsskóla og fleiri. Hljómsveitin Brunaliðið lék undir i öllum atriðunum. í lok hljómleikanna gekk allur hópur- inn, sem fram kom, út i salinn með kerti í höndum og söng Heims um ból ásamt samkomugestum, sem tóku rösklega undir. -ÁT. Skálatúnsstrákurinn hann Gústi (lengst til hægri á myndinni) sat við einn af inngöngum Háskólabiós og kastaði kveðju á alla vini og kunningja, sem framhjá gengu. Hann sat i hjólastól að þessu sinni, enda með gifshlunk um fótinn. Hann hafði að sögn verið skorinn nýlega i fótinn, en varnú tekinn að gróa sára sinna. Fjöldi fólks i hjólastólum kom til að skemmta sér á Jólakonsert’78. Hér er einn af yngri kynslóðinni. Það fór ekki á milli mála, hver var vinsælasti skemmtikrafturínn á Jólakonsert '78 númer eitt. Ruth Reginalds átti hug og hjörtu allra i salnum. r w Hefur þú tekið þátt í LJOMA samkeppninni?

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.