Dagblaðið - 04.12.1978, Side 14

Dagblaðið - 04.12.1978, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. \ BIAÐIB Utgofandi: Dagbteðið hf.l Framkvnmdaaffóri: Svaiim R'.'Ey)AHsson. At&tjAHrjórias KristjAnsson. FréttasfjAri: JAn Bkgir PAturason. Rttstjómsrfuttrúk Haukur Hoigason. SkrifstofustjAri ritstjAmar JA hannos Raykdai. ÍþrAMr HaUur Sknonaraon. AðatoðarfrAttéDjArar Atfl Stainarason og Ómar VakS marason. ManrtfeigamiAI: Aðalstainn IngAHsson. Handrtt Asgrimur PAIsson. Blaðamann: Anna Bjamason, Asgair TAmasson. Bragi Sigurðsson, DAra StafAnsdAttir, EUn Afcarts- <*Attfe, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Halur Halsson, Halgl PAturason, JAnas Haraldsson, Ólafur Gafesson, Ólafur Jónsson. Hönnunr GuðJAn H. PAIaaon. LjAsmyndrr Ari Kristkisson, Aml PAH JAhannsson, BjamlaHur BjamlaHsson. Hörður VUhjAfensson, Ragnar Th. Sigurðsson, S vainn Pomt Aðsson. SkrifstofustjAri: Ólafur EyjAHsson. Gjaldkari: PrAlnn PoriaKsson. SðiustjArí: Ingvar Svainsson. DraHing- aratjAri MAr E.M. HaldArsson. Ritstjóm Slðumúla 12. Afgralðsla, AskrtftadaHd, auglýsingar og akrifstofur Pvaritolti 11. Aðalahni btoðains ar 27022110 ínurl. Askrift 2400 kr. A mfenuði inWlands. i lausasðki 120 kr. akttakið. Satnlng og umbrot Dagbtaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plðtugeið: Hlmlr hf. Slðumúla 12. Prantun Arvakur hf. SkaHunni 10. Tapað stríb Ríkisstjórnin hefur þegar tapað styrj- öld sinni við verðbólguna án þess að til verulegra átaka hafi komið. Hin nýju efnahagslög ríkisstjórnarinnar eru þess eðlis, að verðbólgan mun halda áfram af fullum krafti á næsta ári. Svo mikill reykur stígur enn upp af vígvellinum, að ósigur ríkisstjórnarinnar er mönnum ekki ljós. Hún heldur því sjálf fram, að hún hafi sigrað í þessum bar- daga. Með efnahagslögunum hafi hún stigið mikilvægt skref til hjöðnunar verðbólgu. Efnahagslögin leggja þungar byrðar á ríkissjóð. Af ummælum ráðherra Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins er ljóst, að þessum byrðum verður ekki mætt með samdrætti í útgjöldum á öðrum sviðum. Fjármálaráðherra hefur lagt mikla áherzlu á, að tekju- skattur sé ekki nógu hár hér á landi. Hann veit auðsjáan- lega ekki, hvað hann er að tala um. Annars vegar er um að ræða norræna milljónamær- inga og hins vegar íslenzkt launafólk af ýmsu tagi, úti- vinnandi hjón, næturvinnu- og ákvæðisvinnufólk. Þetta er fólkið, sem lendir á hæsta skattþrepi. Hins vegar sleppa þeir, sem betur mega, einnig eftir næstu skattahækkun Tómasar. Þeir hafa nefnilega tekjur, sem ekki mælast á skattskýrslum. Enn hefur ekki komið í ljós, hve mikill tekjuauki ríkis- sjóðs þarf að vera til að mæta efnahagslögunum, ef ekki á að spara neitt á móti. Talað hefur verið um fimmtán milljarða króna og verður sú ágizkun að duga á þessu stigi málsins. Áður en þessi baggi kom til sögunnar var ríkisstjórnin búin að leggja fram afleitt fjárlagafrumvarp, sem gerði ráð fyrir hækkun hlutdeildar ríkisbúsins af þjóðarbúinu um 3 prósentustig. Sú hækkun úr 28,5% í 31,5% hlutdeild jafngildir að minnsta kosti 10% hækkun hlutdeildar ríkisbúsins af þjóðarbúinu. Vegur þar ríkisstjórnin í sama knérunn og helmingaskiptastjórnin gerði á undan henni og vinstri stjórnin þar á undan. Efnahagslögin nýju bætast svo ofan á þetta. Fastlega má gera ráð fyrir, að þau leiði til hækkunar hlutdeildar ríkisbúsins um 6 prósentustig. Þar með verður ríkisstjórnin búin að slá öll fyrri met í útþenslu ríkisbáknsins. Og baráttu hennar við verðbólg- una verður einmitt að skoða í því ljósi. Undir vissum kringumstæðum getur ríkið hamlað gegn verðbólgu með því að auka tekjur sínar. En þá er tekjuaukinn líka lagður til hliðar og frystur til að minnka veltuna og þar með spennuna í þjóðfélaginu. Núna er hins vegar ekki um neina frystingu að ræða. Það eru aukin útgjöld, sem kalla á tekjurnar. Ríkið eykur beinlínis umsvif sín og þar með spennuna í þjóð- félaginu. Þar með tryggir ríkið viðgang verðbólgunnar.i Einn fyrirvara verður að gera á þessu. Ef atvinnuvegir og almenningur mundu draga saman seglin á móti út- þenslu ríkisbáknsins og raunar töluvert umfram hana, gæti þenslan í þjóðfélaginu minnkað. Allir vita, að atvinnuvegirnir eru komnir í steik og geta engu á sig bætt. Ennfremur er ekki auðvelt að sjá, að leiðtogar launþegasamtaka, sem virðast hafa ríkis- stjórnina í hendi sér, leyfi svo mikla kaupskerðingu, að verðbólgan minnki. Þess vegna er fyrirvarinn ekki mikils virði. Barátta gegn verðbólgunni tekst á þann einn hátt, að ríkið dragi saman seglin meira en aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Og sú verður ekki raunin að þessu sinni. Þar með hefur ríkisstjórnin tapað stríðinu. Ætla Kínverjar að draga dám af reynslu Sovétmanna? —verða eftirmenn Maos f ormanns jaf n hugmyndafræðilega lítilsigldir og sporrekjendur Stalíns á sjötta áratugnum 19. nóvember síöastliðinn mun það hafa verið verkamaður i Peking, höfuðborg Kína, sem festi upp vegg- spjald. Hann hafði skrifað það sjálfur, og það sem hann hafði skrifað var aðeins endurómur af þvi sem allir vissu í Peking. Mao formaður studdi fjórmenning- ana. . . (þar var fyrrum kona hans fremst í flokki). Hinir margumtöluðu fjórmenningar voru eftir allt saman fimm. Meira að segja var sá fimmti, hinn eini sem skipti máli og í dag er það þannig að Mao er talinn sá eini þeirra, sem einhverju réði. Líklega sést það bezt á þvi að þeir fimmmenningar héldu aðeins um valdataumana i nokkra mánuði eftir lát Maos. Textinn á veggspjaldinu sagði ekkert annað en það sem allir þar í borg vissu. í beinni þýðingu (kínverska, enska íslenzka) þá hljóðar textinn þannig: „Mao lormaður gerði allt sem hann gat til að styðja fjór- menningaklikuna. Allir vissu um tilganginn. Hann var að níða niður félaga Teng Hsiao ping (nú vara- forseti, aths. þýðanda). Sá eini sem hafði hag af því, var ekki nema einn og það er var Hua Kuo-feng núver- andi formaður kínverska kommúnista- flokksins”. Er þá lokið beinni tilvísun í hinn kínverska texta veggspjalds verkamannsins. Sérfræðingar í kommúnískum fræðum segja að ekkert í þróuninni hjá Kínverjunum komi þeim á óvart. Til að finna samstæðuna sé nóg að beina augunum til Sovétríkjanna. Þeir eru meira að segja svo hugmynda- snauðir að þeir skipta ekki einu sinni. um nöfn. Daginn eftir veggspjaldiðfrá „verkamanninum” þá varaði Dagblað alþýðunnar, Kinverja við því að taka mark á verkum „hins kínverska Krús - jefs.” Að sögn mundi sá gaur ekki gera neitt nema verk til óþurftar. 1 þessu sambandi þá vísa veggspjaldaskrifarar á frásögnina af skýrslu Krúsjefs um valdatima Stalins. Þannig hljóðar það í eyrum Kínverja og þannig vilja þarlendir gagnrýnendur hafa það núna. Orðin segja aftur á móti ekki allt og sízt í þessu tilfelli. Ef kveðið er m sterkara að orði þá getur setningin einnig hljóðað þannig: Mao formaður var ekki fjöldamorðingi, sem lét sig engu skipta örlög milljóna landa sinna. Enda virðist kinverskum veggspjalda- skrifurum sama. Þeir hafa sett þá báða í guðatölu, Stalín og Krúsjef. Meira að segja þá láta þeir sig engu skipta að hin grimmilega iðnaðar- áætlun Stalíns (sem íslendingar geta lesið unt i verkum Laxness) er g'ifur lega fjarri þeim hugmyndum sem vesturlandabúar hafa um þróunina i Kína siðustu ár. 1 Kina er Stalín lofaður i hástert án tillits til stað- reynda . Kínverjar setja Mao á sama stall og Stalín, í það minnsta ennþá. Sumir þarlendir sérfræðingar og fréttatúlkendur segja meira að segja, að báðir eigi þeir það sameiginlegt að hafa skilið við kommúnistaflokk lands sins í hugmyndafræðilegri rúst við lát sitt. Sérfræðingar benda á, að í Sovét- ríkjunum hafi þróunin verið sú að eftirmaður Stalins hafi verið Malenkov. Sá góði maður fékk þó litt að sýna hæfileikana. Hann var umkringdur félögum sínum, vinnu- mönnum Stalíns heitins. Aftur á móti hófst þiðutimabiliðá tímabili hans. Aftur á móti liðu ekki nema fá ár þar til gamli Stalínistinn Krúsjef ýtti Malenkov til hliðar. Sovézki kommúnistaflokkurinn losaði sig við verstu „blóðhunda” Stalins. Meira að segja lét Krúsjef sig hafa það að for- dæma sinn fyrri foringja og leiðtoga i frægri ræðu á þingi Sovétríkjanna. Ef enn er rifjuð upp þróun sovézka Kommúnístaflokksins þá má nefna, að á Krúsjefstímanum fékk viss frjálsræðisstefna að ríkja. Má þar nefna að frjálsræði lista- manna þótti aukast stórum þrátt fyrir fornaldarlegar skoðanir Krúsjefs sjálfs á listinni. Ef snúið er aftur til Kína, þá hefur þróunin ekki verið sú sama. Meira að segja þá er fjarstæðukennt að bera Mao formann saman við Stalín. Að vísu munu báðir hafa haldið stjórn- taumum lands síns í járngreipum en afstaða þeirra var algjörlega gagnstæð varðandi uppbyggingu efnahagslifs þjóða þeirra. Hinn gamli Stalín trúði á framtíð Sovétrikjanna sem iðnaðarríkis. Sann- færing hans var sú að eina von Rússlands væri að verða samstíga hinum vestrænu iðnaðarlöndum. Mao hinn látni formaður kinverskra kommúnista leit öðru visi á vandamál þjóðar sinnar. Reyndar taldi sá maður sig vera að byggja á traustari grunni en Stalin. Landbúnaður og matvæla- framleiðsla væri málefnið, sem fyrst þyrfti að snúa sér að. Sem sagt fyrsta verkefnið væri að gefa þegnunum að éta. Þvi gleymdi Stalín, segja Kín- verjar. Þess vegna vildi Mao halda sig við að stjórna hefðbundinni land- búnaðarþjóð, sem þó hefði lærzt að notfæra sér nútímatækni. Mao gaf, að því bezt verður séð, ekki mikið fyrir iðnþróunina. Að loknum þessum orðum um Mao formann og stefnu Kínverja á valda- tíma hans þá verður að viðurkennast og undirstrikast að túlkun mála í þessu stærsta ríki heims hefur verið verulega gloppótt. Gott dæmi um það er gamall vinur Maos formanns. Aldrei kom upp ágreiningur milli þeirra æskufélaga og stefnubræðra. Þó var það þannig svo árum skipti að Chou En-lai var for- sætisráðherra. Enginn vissi hve miklu hann réði. Þó fannst að sögn flestum, sem við hann ræddu að þar færi fram- farasinnaður maður og sá sem léti ekki tímabundnar stefnuskrárkreddur rugla starf sitt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.