Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 37
41
\
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978.
og hét leiðarsteinn. I bókum frá 11.
öld er sagt, að hann sé þá til á Norður-
löndum, svo kannski hafa þeir þekkt
hann, Ingólfur. Skallagrimur og allt
það lið.
„Ég er alveg sannfærður um að þeir
stýrimenn, sem svo víða eru nefndir i
Íslendingasögum, hafa haft einhvers
konar áttavita,” segir Konráð. „Þeir
hafa verið siglingafræðingar.
Og árið 1187 er hann kunnur á
Niðurlöndum, þá skrifar albanskur
munkur um hann. Annars þýðir ekk-
ert að spyrja mig um neitt, ég er sodd-
an bölvaður blöðruselur og gleymi
helmingnum af öllu og verst er, að ég
veit af því, en bráðum gerir það ekkert
til, því þá verð ég orðinn svo kalkaður
að ég tek ekkert eftir því og þá verður
mér alveg sama.”
Sé hann búinn að gleyma helmingn-
um af öllu, þá hefur hann kunnað
mikið fyrir sér áður þvi hann er sjór af
fróðleik um allt mögulegt og meðal
annars kann hann að ættfæra stjörn-
urnar á himninum til grískra guða og
veit allt um 'nver elskaði hverja.
Hann segir frá Dönu, sem var lokuð
inni til að forða henni frá karlmönn-
um, en Seifur, sem engan kvenmann
gat séð í friði, breytti sér i gullið regn
og lak inn til hennar og átti með henni
Hann lætur litið yfir því að þetta
hafi verið nokkuð hættulegt. Einu
sinni fréttist þó að þýzkur kafbátur
mundi vera í sundunum. Ársæll var þá
að leiðrétta enskan togara með hern-
aðarútbúnaði. Hann var sendur undir
þiljur, en togarinn lónaði um og lét
djúpsprengjurnar falla.
„En ég held þetta hafi bara verið
gabbogenginn kafbátur þarna.
Annað skipti var ég að leiðrétta
enskt fragtskip fyrir utan Gróttu —
við urðum oftast að fara þangað til að
losna við truflanir frá skipunum á
höfninni — þegar skeyti barst með
fyrirmælum þess efnis að skipið ætti
að koma upp í Hvalfjörð og liggja þar
um nóttina. Ég og lóðsinn, sem var
►►
Á viðgerðaverkstæðinu eru hin dular-
fyllstu tól og tæki og þarna er
kompásasmiðurinn niðursokkinn í iðju
sína, við rennibekkinn.
Sjáið
okkur
jóla-
fötunum
Laugavegi 66 • Sími 12815
PTRIR BÖRN:
Rósótt pífupils m/undirpilsi
Einlit krumpflauelspiis m/pífu
Velúrkjólar og mussur
Axlabandabuxur, flauel og tweed
Úrval af peysum, vestum og bolum
Kuldaúlpur og skíðagallar
Nærföt og náttföt
Verið velkomin til viðskipta
Póstsendum
OG ÞAR MEÐ
STÓRAUKIÐ
VÖRUÚRVAL
soninn Perseif sem seinna varð að
stjörnu og tindrar nú á himninum.
Konráð er mikið til sjálfmenntaður.
Á sínum tíma var hann í Flensborg.
Hann er nefnilega innfæddur Gaflari.
„Hafnfirðingar voru kallaðir þetta, þvi
i staðinn fyrir að fara til rakarans
stóðu þeir undir húsgöflum og lugu
hver i annan.”
Hann las Stýrimannaskólann utan-
skóla, úti á sjó, þangað til veikindi
ráku hann í land, og fór síðan eitt
sumar til Englands og lærði á kompása
hjá John Lilley. Það var 1928.
Nokkrum árum seinna, þegar Jónas
frá Hriflu stýrði Menningarsjóði, datt
honum i hug að fá utanfararstyrk til
frekara náms. En Jónas vildi ekkert
styrkja nema hey og blómarækt. Svo
Konráð endaði í hornafræði (trigono-
metríu) á sunnudagsmorgnum hjá
Sigurkarli Stefánssyni menntaskóla-
kennara og lærði eðlisfræði af sjálfum
sér.
„Barentshafið er grunnt, flóðið I þvi
og fjaran tefja jörðina á snúningi
meira en nokkurt annað haf. Þó leng-
ist sólarhringurinn ekki meira við
töfina en eina sekúndu á 120 árum,"
segir hann mér.
Stríðsárin
„Ég er enginn striðsmaður, hef
aldrei snert á byssu siðan ég sem
strákur reyndi að skjóta kind — en
hún stóð jafnrétt eftir, ég hafði hitt í
homið.
Jú, það var oft mikið að gera. Loks
gat ég ekki einu sinni tekið mér fri á
föstudaginn langa, sem ég ætlaði þó
endilega að halda heilagan.
Þjóðverjar settu seguldufl á grunn-
slóðir og þegar járnskip fóru framhjá
þá lyftist einhver takki og setti
sprengjuna i samband. Við þessu
fundu Englendingarnir það ráð að
setja rafmagnsþræði um allt skipið og
afsegulmagna það til þess að duflið
virkaði ekki.
En aðallega var það Ársæll kafari,
sem lagði þessa vira. Ég var mest í leið-
réttingunum.”
enskur, urðum að fara með. Þegar
uppeftir kom var farið að ræða, hvar
við ættum að sofa. Fyrst var okkur
boðið að vera í „bestikkinu” eða korta-
herberginu framan við skipstjóraklef-
ann. En það afþökkuðum við, skit-
hræddir, því að kallinn hafði andazt i
hafi og lá dauður í rúmi sínu. Ég þorði
ekki fyrir mitt litla líf að sofa í næsta
herbergi við hann. Maður veit aldrei
nema þeir opni hurðina, blessaðir.
Svo við enduðum með að sofa í
borðsalnum, annará gólfinu.
Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinum
slysum. Það er reyndar merkilegt, að
mann skuli aldrei hafa tekið út við allt
þetta príl.
— Aldrei dottið I sjóinn?
— Nei, þá sæti ég ekki hér. Ég
kann ekki að synda og er eins og kross-
fiskur i vatni. En einu sinni fór ég á
báti út i skip, sem átti að leiðrétta.
Þegar við komum að þvi var kaðal-
stiga rennt niður til okkar. Ég byrjaði
að klifra upp, og var kominn hálfa
leið, jregar lóðsinn keyrði í burtu. En>
neðri endi stigans hafði krækzt fastur i
borðstokkinn á honum og fylgdi með.
Ég sveif þarna I lausu lofti þangað til
stiginn loksins losnaði og ég skall af
miklu afli utan í skipshliðina.
En ég held mér hafi ekkert orðið
meintafþvi.
Annað skipti kviknaði i jakkanum
minum. Ég var uppi á þaki i nótabát.
Neisti hrökk I jakkann minn og þarna
stóð ég logandi eins og Kári forðum.
En ég flýtti mér að rífa af mér jakkann
og brenndi ekki svo mikið sem fingur.”
Það var kuldalegt um borð I Árna
Friðrikssyni, i það minnsta i augum
okkar Dagblaðsmanna, þegar við príl-
uðum með Konráði og syni hans Guð-
mundi upp og niður brúna á skipinu.
En þeir kalla þetta vist ekki mikið sjó-
mennirnir og í huganum óskuðum við
skipshöfninni góðrar ferðar en áætlun
þeirra var að halda til rannsóknar-
starfa á hafinu út af Langanesi. Við
snerum aftur á móti aftur frá borði og
þökkuðum okkar sæla fyrir hitaveit-
una á ritstjórnarskrifstofunni.
- IHH
AKtaf atthvað nýtt
KafTtsopi í borðsalnum á Árna Frið-
rikssyni. Skipstjórinn, Kristján Sigur-
jónsson, situr lengst til hægri, við
hliðina á honum er sonur hans, Ronald
Kristjánsson, en Konráð til vinstri.
Hún er smart
þessi:
buxur, vesti,
mussa
FYRIR DÖMUR:
Peysur, buxur, vesti, mussur, pils og kjólar
Ný kjólasending í vikulokin