Dagblaðið - 11.12.1978, Side 9

Dagblaðið - 11.12.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. 9 Fjárhagsvandræði Félagsstofnunar stúdenta: Framlag ríkisins hefur minnk- að mjög hlutfallslega segir Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri og telur það kjarna vandamálsins „Aðalvandamálið er hvað við höfum fengið hlutfallslega litla fjárveitingu,” sagði Skúli Thoroddsen, framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar stúdenta, er DB hafði samband við hann og spurði í hverju vandi stofnunarinnar væri einkum fólginn, en athygli vakti að lokað var fyrir rafmagn þar sl. miðvikudag vegna gjaldfallinna skulda. Skúli sagði að stofnunina vantaði raunverulega 58 milljónir fram að ára- mótum til þess að hún gæti staðið við gjaldfallnar skuldir. Hann sagði að opinber fjárveiting til stofnunarinnar hefði minnkað mjög sl. ár og hefði hún sl. fjögur ár aðeins fengið um 30% af umbeðinni fjárveitingu. Þannig hefðu vandræði stofnunarinnar hafizt fyrir alvöru en með þvi að láta opinber gjöld sitja á hakanum hefði verið hægt að halda starfseminni gangandi. Tekjustofnar Félagsstofnunar eru ákveðnir með lögum frá 1968. Þar er gert ráð fyrir að þeir séu: 1. Árleg skráningargjöld stúdenta, 2. Framlag úr ríkissjóði, 3. Gjafir sem stofnuninni kunna að berast, 4. önnur úrræði sem stofnunin gripur til hverju sinni. Skúli sagði að undir fjórða liðnum væru m.a. háskólafjölritun og bóksala stúdenta, en þær hafa báðar skilað stofn- uninni umtalsverðum tekjum. Mötuneytið hefði hins vegar gengið mjög illa vegna „dauðu mánaðanna” og Hótel Garður, sem lengst af hefur verið stofnuninni drjúg tekjulind, hefur gengið mjög illa siðustu tvö ár. En aðalskýringuna á vandanum taldi Skúli þá að framlag rikisins hefði lækkað svo mjög hlutfallslega þrátt fyrir at- hugasemd með frumvarpinu á sínum tíma þar sem segir m.a.: „Gera verður ráð fyrir að framlög ríkissjóðs til Félags- stofnunar hækki á næstu árum. 1 Noregi t.d. tíðkast að ríkissjóður leggi fram fé i hlutfalli við framlag stúdenta. Greiði hver stúdent 500 kr þá greiði ríkissjóður 1500 kr.” Skúli sagði að þetta væ. i hugmyndin að baki lögunum, þ.e. að framlag ríkisins færi hækkandi þó svo að raunin hefði veriðalltönnur. Ef gerður er samanburður á framlagi ríkisins á hvern stúdent og framlagi stúdentsins sjálfs miðað við verðlag 1969 þá kemur i .ljós hve þetta hlutfall hefur raskazt. Árið 1969 var fjárveiting ríkisins 3.328 kr. á móti 383 kr. frá stúdentinum. 1970 var fjárveiting ríkisins 3.794 kr. á móti 437 kr. stúdentsins. 1978 var fjárveiting rikisins 516 kr. á móti 588 kr. frá stúdentinum. Framlag stúdentsins er þannig komið fram yfir fjárveitingu ríkisins þrátt fyrir að hugmyndin að baki lögunum hnigi í allt aðra átt. Það taldi Skúli kjarna vandamálsins. Fjármálaráðherra hefur nú lýst þvi yfir að hann vilji skipa sérstaka nefnd til að fara ofan í saumana á rckstri stofn- unarinnar með það fyrir augum að koma á aukinni hagræðingu. -GAJ- Hjónagarðar við Suðurgötu eru meðal þess er fellur undir rekstur Félagsstofnunar stúdenta. DB-mynd Ragnar Th. FJOLVA UTGAFA Fegurstu gjafirnar á bókamarkaönum Fjölvi býður fjölbreytt úrval af listaverkabókum. í fyrsta lagi: Stóra listasaga Fjölva. Sígilt verk í 3 bindum. Allt á einum stað. — Pýramídalist til popplistar. í öðru lagi: Listasafn Fjölva. Sjálfstæðar ævisögur fremstu meistara. Allt forkunnarfagrar bækur með ógrynnum listaverka í fullum litum. Út eru komnar 6 bækur um meistarana Leonardó, Rembrandt, Goya, Manet, Matisse og hinn furðulega Duchamp, frumkvöðul nútímalistar. Leonardó, höfundur Mðnu Lisu og síðustu kvöldmáltíðarinnar. Rembrandt, höfundur Næturvarðanna og margra Bibliumynda. Goya, höfundur Nöktu Maju og Svörtu myndanna Heyrnarlausi meistarinn. Vandið valið. Þessar bækur eru tíl sýnis í bókabúðum um allt land. Veröið er ótrúlega hagstætt. Listaverkabók frá Fjölva verður varanleg vinargjöf. Uppspretta fróðleiks og ánægju og prýði á hverju heimili. FJÖLVI Skeifan 8, Rvk. Sími 3-52-56. Manet, höfundur Litlaskatts á engi. Byltingarmaður í listum. Matisse, óargamálari, málaði Dansinn og Tónlistina. Lærifaðir Jóns Stefánssonar. Furðufuglinn Duchamp, brautryðjandi popplistar. Einnig fjallað um Dali. ENDURSKIIMS- MÉRKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA umferdarrAð

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.