Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 8
8 Gætum f ramleitt okkar eigið eldsneyti: Aðeins 16 krónum dýrara en innflutn- ingsverðið á bensíni Islendingar gætu framleitt sjálfir eldsneyti á bíla sína, önnur farartæki og til eigin nota fyrir aðeins 56 krónur á hvern lítra eldsneytis. Þetta er aðeins 16 krónum hærra en innflutningsverð var á bensínlítranum I september, en útreikningurinn á hugsanlegum fram- leiðslukostnaði eldsneytis mun gerður um svipað leyti og því sambærilegur við þá tölu. Þetta kemur fram í skýrslu dr. Ágústs Valfells verkfræðings á horfum í islenzkum efnahagsmálum árið 2000, sem DB gat um fyrir helgina. Ágúst nefnir til samanburðar að „meðal-innflutningsverð” á bensíni og olíu hafi verið um 33 krónur á litra er hann gerði skýrslu sína, eða 23 krónum lægra en við gætum sjálfir framleitt á. Verðmunurinn er ekki geipilegur þegar haft er í huga að bensínlítrinn nálgast nú 200 krónur. Meirihluti verðsins felst í gjöldum til hins opinbera. Dr. Ágúst ræðir ýmsa möguleika, svo sem framleiðslu rafmagns á bíla, en þá þyrfti að endurnýja bilaflotann ef gera ætti slíkt i rikum mæli. Þá mætti nota rafmagnið til vetnisfram- leiðslu og nota vetnið sem eldsneyti en breyta þyrfti vélabúnaði í farartækjum koma með nýjar flugvélategundir, o.s.frv. yrði slíkt gert. Því mætti enn- fremur nota vetnið sem hráefni, ásamt kolefni, til að framleiða eldsneyti, svo sem metanól (tréspiritus), bensin, gasolíu og aðrar olíutegundir. Hagnaðurinn við framleiðslu bensíns og oliu yrði aðllega að þá þyrfti ekki að breyta vélabúnaði farartækja. Dr. Ágúst reiknar síðan framleiðsluverð á eldsneyti i verksmiðju sem reist yrði á lslandi, eins og að framan greinir. Olíuskortur muni á næsta áratug valda miklum verðhækkunum á olíu og bensini á heimsmarkaði Þá verður hagkvæmni af eigin eldsneytisfram- leiðslu sífellt meiri og íslenzka verðið stöðugt aðgengilegra. Ekki sé ráð nema I tíma sé tekið. Virkja mætti um 1500 megav. til eldsneytsifram- leiðslu og yrðu samt eftir 1500 mega- vött af ónytjaðri vatnsorku ásamt 4500 megavöttum af jarðvarma, sem mundu duga til að reka orkufrekan iðnað er gæti séð um 70.000 manns fyrir lifsviðurværi. •HH. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. ............ “IIJ\ LTÖMA jólaleíkur 350.000 króna verðlaun Sendu smelliö svar og reyndu aö vinna til Þu þarft aðeins aö svara eftirfarandi Ljóma verðlaunanna fyrir jól! spurningu: HVERS VEGNA HEFUR LJÓMA VERIÐ LANG MEST SELDA SMJÖRLÍKIÐ Á ÍSLANDI UNDANFARNA ÁRATUGI? I. VERÐLAUN — TVÖ-HUNDRUÐ-ÞÚSUND KRÓNUR II. VERÐLAUN — EITT-HUNDRAÐ-ÞÚSUND KRÓNUR III. VERÐLAUN — FIMMTIU-ÞÚSUND KRÓNUR smjörlíki hf. Sendu svar þitt — í bundnu máU eóa óbundnu — merkt: Jólaleikur Ljóma, pósthólf: 5251, deild e, 105 Reykjavík. Svarið verður aö hafa borist okkur ■þann 18. desember 1978. Nær400 loðnusjómenn í höfnáísafirði: Mikil ölvun, slagsmál og róstur á ísafirði Mjög annasamt var hjá Isafjarðarlög- reglunni um helgina, enda 23 loðnubát- ar i höfn og engir dansleikir í ná- grenninu á laugardagskvöld. Skarphéðinn Njálsson, yfirlögreglu- þjónn á ísafirði, sagði að ölvun af þess- um sökum hefði verið mjög mikil á föstudagskvöld og fram á laugardag, þegar bátarnir héldu á miðin á ný eftir vikulanga brælu. Hætt er við að einhverjir sjómannanna hafi verið held- ur framlágir þegar haldið var úr höfn. Skipverjar á bátunum voru á fjórða hundrað. „Það urðu engin slys á mönnum vegna þessa,” sagði Skarphéðinn, „en fangageymslur okkar margsetnar um nóttina. Þá var talsvert um róstur og slagsmál hér og þar í bænum og að sjálfsögðti mikið ónæði.” Veður var gott á Isafirði þessa nótt og því hægt að vera úti alla nóttina. Sex lögreglumenn eru á isafirði og höfðu þeir meira en nóg að gera. Þá gerðist það á Suðureyri við Súg- andafjörð um kl. sex á laugardags- morguninn að ekið var á kyrrstæðan bíl og slasaðist ökumaðurinn smávægilega. Farþegi sem með honum var slapp ómeiddur. Grunur leikur á að öku- maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. ÓV. p.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.