Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. 31 aftanroðans þótt hádegið væri skammt um liðiö og loks stjörnudýra- hringurinn í lofti salarins, skapaði miðlinum umgjörð sem virtist vel við hæfi. „Frá öllu fólki streyma orkubylgjur og hver einasta manneskja hefur sitt eigið bylgjulag. Visindamenn eru að reyna að mæla þær — kannske eru þær ekki ólíkar útvarps- eða öðrum raf- magnsbylgjum, en af svo hárri tiðni að ekki nema fáir geta greint þær. Svo mikið er víst að fólk með lækningamátt hefur hægar rólegar bylgjur. Með því að beina þeim að sjúklingnum verða hans eigin bylgjur hægari og rólegri og það hefur góð áhrif á likama hans. Allir geta lært að skynja þetta orkusvið, finna til dæmis hvort einhver stendur fyrir aftan þá eða ekki.” — Er ekki erfitt að hafa skyggnilýsingar fyrir svona marga eins og þú hafðir i gær? — Skiptir engu máli, i Englandi hef ég haft fundi fyrir 4—500 manns. Ég tek ekki við hugarorkustraumi frá áheyr- endum, ég skrúfa fyrir þá rás, en skrúfa frá rásinni, sem tekur við boðum að handan. Það er hugsanaorka þeirra framliðnu sem er svo sterk að hún framkallar í minum huga mynd af þeim eða einhver hughrif sem þeir vilja tjá, oft hughreystingu til ættingja sinna eða vinaájörðinni. Venjulega er einhver fyrir handan sem hjálpar þeim að birtast mér. Oft frændi minn John, stundum Kinverji með lækningamátt og ósjaldan Sioux- Indiáni sem heitir Hvíta Ský. Mig dreymdi oft Hvíta Ský sem ung. En eftir að ég varð miðill kom hann að hjálpa mér. Hann sýndi mér fyrir löngu fjaðraskrautið sitt. Nýlega sá ég í fyrsta skipti á ævinni nákvæmlega eins gert fjaðraskraut, og það var komið frá Sioux-lndíánum. Égerviss umaðHvíta Ský lifði einhvern tima hér á jörðunni. Indíánar voru annars mjög dulrænir. Þeir sátu í hring líkt og við gerum i dag og ræddu við framliðna ættingja sina. Áranog sálfarirnar — Já, orkubylgjurnar eru mismunandi, sumir hafa sterkari og breiðari en aðrir, sumir meira lifandi en aðrir. Sé viðkomandi mjög vel haldinn til líkama og sálar getur fylgt þeim ánægjuhljóð, likt og mal í ketti. Ég varð alveg hissa þegar ég heyrði það fyrst. — En hvað er þá áran? —Við höfum tvo líkama, ytra og innra hylki. Áran er straumar frá báðum og í litum. Hún breytist eftir skapi eig- andans. Hjá leiðinlegu fólki er hún mórauð, en hjá öðrum björt og marg- slungin. Að sjá árur er eins og að hafa litasjónvarp í höfðinu — og ekkert er af- notagjaldið!! — Hvenær varðstu vör við dulræna hæfileika hjá þér? — Þegar ég var lítil sá ég álfa og huldufólk i garðinum heima. Eina nótt, þegar ég var ellefu ára, vaknaði ég og varð mjög hissa. Ég stóð nefnilega við fótagaflinn á rúminu minu og horfði á sjálfa mig liggja i þvi sofandi. Systir min svaf í sama herbergi, en hvernig sem ég ýtti við henni tókst mér ekki að vekja hana. Mér fannst þetta svo sniðugt, að næsta kvöld — og siðan mörg önnur — fór ég snemma að sofa til að gá hvort ég gæti farið úr líkamanum, ytra hylkinu, af sjálfsdáðum. Og það gat ég. Þessu fylgir geysilega mikil velliðan — og ég geri það enn. Ég bý í London, en bregð mér oft til vinkonu minnar í Vancouver á Kyrrahafsströnd Kanada og gái hvað hún hefst að. Hún staðfestir seinna að ég hef séð alveg rétt. Ég er nefnilega lög- fræðingsdóttir og trúi einungis því sem ég fæ sannanir fyrir. Og yfirleitt lifi ég mjög venjulegu lífi, prjóna, hekla, hjóla ogerekkertdularfull. Hún segir að vísindamenn margra þjóða reyni nú að komast eftir því hvers eðlis hugarorkubylgjurnar séu. Engir eyða meira fé til þess en Rússar, milljón pundum á ári. Greinilega gæti hæfni á þessu sviði komið sér mjög vel fyrir njósnara, en ekki vill hún slá því föstu að áhugi þeirra sé runninn undan rifj- um hershöfðingja. Hins vegar lýkur hún máli sinu með því að fullyrða að dulræn orka á íslandi sé mjög sterk, enda ótrufluð af styrjöldum og stórborgum. Og allar þjóðsögurnar um vofur og svipi geti vel staðizt. -IHH. Þetta dagblað er prentað á NORNEWS gæðapappírinn frá Norske Skog. íslenzku dagblöðin nota á að giska 3.500 tonn af dagblaðapappír á ári hverju. Til þess að geta framleitt þennan pappír, þarf Norske Skog að vinna úr 7.700 rúmmetrum af timbri, en það samsvarar 42.000 fallegum norskum grenitrjám. Þrjár nýjar kápur frá Max Tegund: 936 Stæröir: 36-42 Litir: Dökkbrúnt/ grátt, svart, dökkblátt, grænt Tegund: 934 Stæröir: 36-42 Litir: Dökkbrúnt, dökkblátt, fölgrænt, rauðgult Sendum gegn póstkröfu. — Opið til kl. 6 á laugardag. Tegund: 940 Stæröir: 36-42 Litir: Dökkbrúnt, dökkblátt, fölgrænt, rauögult Laugavegi 66, sími 25980

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.