Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. 1? Erlendar fréttir nú veróa allir meó á nótunum Róm: Lögreglan í Róm á Ítalíu setti upp götutálmanir og hóf miklar aðgerðir gegn ræningjum sautján ára stúlku i gær, sem síðan fannst í bezta yfirlæti heima hjá sér. Samkvæmt fregnum hófst málið með því, að foreldrar stúlkunnar voru í bifreið sinni ásamt henni er árekstur varð við aðra bifreið sem í voru fjórir karlmenn. Hófst nú hið mesta rifrildi milli föður stúlkunnar og mannanna í hinni bifre'ðinni og sýndist sitt hverj um um orsakir slyssins og hver baéri þar sök. Er þetta hafði staðið um stund varð móðir stúlkunnar vör við að hún var horfin. Hrópaði hún þá upp yfir sig að dóttur sinni hefði verið rænt. Varð samstundis mikið öngþveiti meðal áhorfenda, sem hrópuðu hver á annan og hlupu í allar áttir. Þótti þá fjór- menningunum á bifreiðinni vissara að forða sér til að blandast ekki meira í málið. Það þótti lögreglunni aftur á móti merki um sekt þeirra og hóf elt- ingaleik með fullum Ijósum og síren- um. Aðrir lögreglumenn fylgdu aftur á móti hinni harmþrungnu móður heim og sjá — þar var dóttirin komin heilu og höldnu. Enginn hafði rænt henni aftur á móti hafði hana brostið þolin- mæði til að hlusta á rifrildið og lætin i föðursínum. Danmörk: Gekk óáreittur með 13 milljónir út úr póst- húsinu sagðist hafa tekið f jölskyldumeðlim starfsstúlkunnar f gíslingu Ungum manni tókst á föstudaginn aðganga út úr pósthúsi í Kaupmanna- höfn með tvö hundruð þúsund krónur danskar og hverfa í mannþröngina við næstu brautarstöð. Jafngildir fengur hans þrettán milljónum íslenzkra króna! Ránið var framkvæmt klukkan rúmlega fimm um daginn. Maðurinn fór þannig að, að hann rétti miða til einnar afgreiðslustúlkunnar án þess að segja orð. Á miðanum stóð að einn af fjölskyldu hennar hefði verið tekin gislingu. — Afhentu alla stóru seðlana sem þú hefur og gerðu lögreglunni ekki viðvart fyrr en eftir klukkustund Stúlkan trúði manninum í fyrstu og afhenti honum alla hundrað krónu seðlana.fimm hundruð krónu og þús- und krónu seðla. Síðan hvarf maðurinn á braut með feng sinn og fór hratt yfir. Missti hann eitt seðlabúntið í asanum. Hvarf hann síðan i mannþröngina við Nörreport járnbrautarstöðina. Honum er lýst þannig að hann sé suðrænn í útliti, um það bil 25 ára, hár og grannur. Klædd- ur i dökk föt. Maðurinn var óvopnað- ur. Mannránið var misskilningur —dóttirin nennti ekki að hlusta á rif rildið f f öður sínum því MICKIE GEE er mættur á staðinn — einn sá besti sem til landsins hefur komið! Á meóan Mickie dvelst hjá okkur, ætlar hann aó reyna aó setja nýtt maraþonheimsmet sem plötusnúóur — Til þess þarí hann aó ^ sþila litlar plötur stanslaust í rúman hálfan mánuö m Til þess þarf hann aó stanslaust i ruman jmrnm J Stokkhólmur Isac Singer fékk bókmennta- verðlaun Nóbels Nóbelsverðlaunin voru afhent i Stokkhólmi í gær. Að þessu sinni hlutU' sex Bandarikjamenn, einn Svisslend- ingur, einn Breti og einn Sovétmaður verðlaunin. Að venju vekja bókmennta- verðlaunin mesta athygli. Þau hlaut að þessu sinni bandarísk-pólski gyðingurinn Isac Zinger. Osló: Mótmæli gegn Begin Til nokkurra óeirða kom er friðar- verðlaun Nóbels voru afhent í Osló í gær. Nokkrir Palestínuarabar hlekkjuðu sig við girðingu við þinghúsið og veittu mótspyrnu er lögreglan vildi fjarlægja þá. Vildu þeir mótmæla afhendingu frið- arverðlaunanna til Begins forsætisráð- herra tsraels. Ihniseríur • Útiseríur • Skrautljós Útsöiustaðir I fjil víðo um laniJ/ ■ FALKI N N !. Suðurlondsbraut 8 * Reykiavík • Sími .8-46-70 URVALJ ‘ „Æ ffc ■ ídkleffltot, ' W* *ÍL V> í /Æwm j { ! j/ • :-ÍK’í f , , , / Si wfjjh r - ’ MSfe- í 7í ijiii /rti /mímr X m t* • • \ BL 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.