Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. erum vid komnk med fufft hús afjóh- skrauti ogjóhpappír sem enginn annar ermeá Opiö til 6 í dag Laugavegi 178 — Sími 86780 (næsta hús við Sjónvarpið) EIGENDUR DÍSILBIFREIÐA Viðurkennd hefur verið ný tegund ökumæla til ákvörðunar þungaskatts. Ökumælar þessir eru af gerðinni HICO. Umboðsmaður HICO- mælanna er Vélin Suðurlandsbraut 20, Reykjavík. Áður höfðu verið viðurkenndir mælar af gerðinni V.D.O. Umboðsmaður þeirra mæla er V.D.O.-verkstæðið Suðurlandsbraut 16, Reykjavík. Fjármálaráðuneytið. RIM raðsettið Stóll: Hæð: 75 cm. Breidd: 64 cm. Dýpl 82 cm. Kr. 62.700 Tveggja sœta: Hæð: 75 cm. Dýpl: 82 cm. Breidd: 125 cm. Kr. M 3.90«. Þriggja sæta: Hæð: 75 cm. Dýpt: 82 cm. Breidd: 185 cm. Kr. 164.200. Hornborð: Hæð: 35 cm. Breidd: 64 cm. Lengd: 74 cm. Kr. 36300. Sófaborð: husiö Kr. 56.100. Vinsamlega sendið litprentaðan husbu lista Nafn JÚN L0FTSS0N H.F. HRIIMGBRAUT121 SÍM110600.' Á skyggnilýsingafundi hjá Sálarrannsóknarfélaginu: Orkubylgjur frá öllu fólki sem reynt er að mæla fólk með lækningamátt hef ur hægar rólegar bylgjur, sem hafa góð áhrif á sjúklinga „Ég er eins og fugl á símalínu,” segir Eileen Roberts. Hún stendur fyrir framan troðfullan sal áheyrenda og likist miklu fremur reviusöngkonu en sendiboða dánarheima. Allt er uppljómað og hún I litrikum silkikjól og reytir af sér brandarana milli þess sem hún útskýrir leyndardóma hugar- orkunnar og lýsir framliðnum sem birtast henni og vilja koma boðum til ættingja sinna í salnum. „Hæ, þú brúnklædda kona, aftarlega. Nei, ekki þú, heldur þessi þarna. Það er hérna gömlu kona, lik þér en minni, amma þín, að leggja blóm um hálsinn á þér. Engin amma? Gæti það þá verið ömmusystir? Já. Það er stórafmæli ná- lægt og þess vegna er hún með blómin. Já. Á öxlinni á þér situr litill svartur köttur. Kannastu ekkert við hann? Þú þarft ekki endilega að hafa átt hann sjálf. Manstu ekkert eftir honum? Nú litur hann upp og ég sé að það eru hvítir blettir á bringunni á honum. Já, var það ekkil! Hún veit sjaldnast nöfnin á þeim sem birtast en lýsir þeim mjög greinilega „Þú á gulu skyrtunni, hér er maður ör í skapi alltaf tilbúinn undan öllum öðrum og gekk þá óþolinmóður um gólf, aðeins lotinn og spurði: „Ertu ekki að koma?” Með honum er litil kona mjög björt yfirlitum og hún hafði alltaf litla hettu með perlum yfir mjólkurkönnunni sinni.” Sá sem ávarpaður er kinkar kolli. „Þau vilja segja þér að þau eru glöð að einhver er nýlega kominn yfir um til þeirra sem þeim þykir mjög vænt um, en er ekki ennþá búinn að átta sig á um- skiptunum. Passar þetta?" „Já," segir maðurinn og sorgin streymir fram i andlitið. tekur á móti boðum til. Seinast sneri hún baki við áheyrendum og þeir áttu að velja einhvern sem hún ekki vissi um. Þessi persóna átti síðan að kinka kolli eða hrista höfuðið við upplýsingunum. Þannig sá miðillinn hana hvorki né heyrði. Fyrir valinu varð mjög frískleg miðaldra kona með silfurgrátt hár. Eileenu birtist strax kraftmikill maður sem hafði mörg járn í eldinum, kom gjaman heim með lax I matinn. Sú silfurhærða kinkaði kolli brosandi, en verður undrandi á svip þegar miðillinn segir: „En enginn vissi hvenær hann kæmi heim að borða." Þögn. „Að minnsta kosti þegar hann var yngri,” segir miðillinn — og i samþykkjandi brosi konunnar speglast Ijúfsárar hálf- gleymdar endurminningar um kólnaðan mat fyrir löngu, löngu síðan. Fundurinn er tveggja stunda langur og allan þann tíma hefur verið glaða- bjart i salnum. Miðill hefur stutt fingrum á borðið eins og í einbeitingar- .sáiarrannsóknakféuc ísunds; TÍMARITIO MCRCUNN skyni, en er að öðru leyti algjörlega eðli- legur. Á milli skyggnilýsinganna kemur hún gjarnan með útskýringar. Hún segist i 31 ár hafa unnið við að taka við skila- boðum að handan og miðla þeim áfram ekki ólikt og loftskeytamaður sem tekur við upplýsingum úr fjarlægum stöðum eða dama á símaskiptiborði. Vitneskjan um að vinir fylgjast með okkur fyrir handan eyðir hræðslunni við dauðann, segir hún. Og hjálpar okkur einnig að skilja að hugarorkan, sem allt þetta byggist á, er gífurlega sterk. hvort sem hún er notuð til góðs eða ills. Hefði verið um svindl að ræða á fundinum hefði hátt í helmingur áheyr-- enda orðið að vita af þvi. En hvað var- þetta þá? Hugsanaorkan lifir þótt líkaminn deyi Við Eileen fengum okkur te í grillinu á Sögu næsta dag. Ljósfjólubláir litirnir þar inni, skamm degishiminninn úti, sem þegar bar slikju Getur verið um svindl að ræða? Stundum virðist Eileen misskilja boðin eða þau vera mjög óljós, stundum geta viðkomandi aðilar ekki áttað sig á hvað um er að ræða, en oft hittir hún á það rétta. Til að eyða öllum grun um að brögð séu í tafli þá lætur hún einhvern nær- staddan velja annan sem hún siðan Hrezki miðillinn Eileen Kobcrts segist fyrst og fremst vera kennari og vill sumpart fræða fólk umdulræn efni, sumpart þjálfa þá sem hafa sérstaka hæfileika. t framhaldi af námskeiðum hcnnar hefur myndazt 14 manna hópur fólks með sérlega mikla hæfdeika og ætla þau að reyna að æfa sig saman þangað til hún kemur aftur. DB-mynd Hörður. 23ára miðilsefni: Mig langar að nota hana til lækninga —segir hún um dulargáf u sína Það er stutt síöan það rann upp og það er hættulegt að fikta við fyrir mér að máttleysisköst er ég fékk rafmagn ef fólk kann ekki á það. oft og hélt að stöfuðu af lasleika, — Hvernig voru æfingarnar á nám- kannske blóðleysi, væru tengd skeiðinu? dulrænum gáfum, segir eitt bezta — Við æfðum okkur I að skynja orku miðilsefnið, 23ja ára gömul stúlka. frá hlutum og mönnum og stjórna Fyrir nokkrum vikum var ég á okkar eigin krafti. Ég er að æfast I miðilsfundi i fyrsta sinn og varð fyrir hlutskyggni. Ef ég hef einhvern hlut ofsalegum áhrifum. Ég féll í hálftrans milli handanna er ég farinn að geta sem kallað er (þ.e. sama sem Eileen skynjað, hvar eigandinn fékk hann Roberts var í á fundinum), sofnaði eða kannske frá hverjum. sem sagt ekki en komst í eitthvert dá- — Hvernig? samlegt ástand. —Ég finn það einhvern veginn á mér Sem betur fór komst ég á námskeið eða það kemur mynd í hugann. Eileen Roberts rétt á eftir annars veit Stundum reynum við að skynja ég ekki hvernig farið hefði. Ég hugsa heilsufar einhverrar viðstaddrar per- ég hefði eyðilagt gáfuna. Þú verður sónu. Við sitjum i hring, þá er orkan lika að skrifa að það sé hættulegt að sterkari. Svo reynirðu að skynja hvort leika sér að svona hlutum. Alveg eins persónan við vinstri hlið þér hefur einhvern sjúkdóm. Eð allir reyna að lesa sjúkdóm einhvers sem situr á stól í miðjum hringnum. Jú, það er hægt, jafnvel heila sjúkdómssögu. Annar árangur af þjálfuninni er sá að nýlega skynjaði ég framliðinn mann í fyrsta skipti svo sterkt, að ég gat lýst honum. Önnur manneskja sem var viðstödd og er skyggn sá hann lika. — Hvernig finnst þér að hafa svona gáfu? — Mig langar ofsamikið að kynnast þessu nánar. Fyrst og fremst langar mig að nota hana til lækninga, til að reyna að hjálpa fólki. Og ég er aðeins byrjuð á þvi. ■IHH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.