Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 47

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 47
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. <§ Útvarp Sjónvarp i Gulli txknimaður, Hjálmar Arnason og Guðmundur Arni Stefánsson veifa hér áður en þeir leggja upp í hina löngu ferð til Akureyrar. Á TÍUNDA TÍMANUM - útvarp M. 21.10: Meira um Akureyrar ferðina Á tíunda tímanum er á dagskrá út- varpsins í kvöld kl. 21.10 og er hann I umsjá Guðmundar Árna Stefánssonar og Hjálmars Árnasonar. 1 kvöld og I næstu þáttum ætla þeir félagar að segja frá Akureyrarferðinni, sem þeir fóru fyrir rúmri viku. Heimsókn I Dynheima verður aðalefni þáttarins og verður rætt við nokkra unglinga sem starfa í Dynheim- um i þættinum í kvöld. Auk þess verður V rætt viðfulltrúastaðarins. Dynheimar er dálitið sérstakt veit- ingahús, þar stjórna unglingarnir öllú, bæði því að allt fari vel fram og einnig sjá þeir um dansleiki sem húsið stendur fyrir. Diskótek er í Dynheimum og koma unglingar á Akureyri allt frá 14 til 19 ára þangað til að skemmta sér. Hvað eru margar tröppur upp að kirkjunni á Akureyri? Þessá spurningu lögðu þeir félagar fyrir vegfarendur á Akureyri og fáum við að heyra svör þeirra i kvöld. Til að vera vissir um hvað þrepin voru mörg gengu þeir Guðmundur og Hjálm- ar upp og töldu I leiðinni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þrepin væru 114. Þeir félagar breyta síðan snögglega um umhverfi í þættinum. Þeir gengu á fólk sem beið eftir strætó á Hlemmi, hér i Reykjavík, og spurðu það hvers það óskaði sér helzt. Fastir liðir eins og leynigestur og topp 5 eru að sjálfsögðu á dagskrá og nú ætla þeir félagar einnig að lesa upp úr bréfum en fyrir síðasta þátt fengu þeir hátt i 600 bréf. Þátturinn er þriggja stundarfjórðunga langur og minna má á að símatími þátt- arins er I dag milli kl. ló.OOog 17.00. -ELA. / LEIKLISTARÞÁTTUR—útvarp M. 22.45: Hvemig starfar Leik listarskóli íslands? 1 kvöld kl. 22.45 er á dagskrá út- varpsins þátturinn um leiklist I umsjá Kristínar Bjarnadóttur. í þættinum I kvöld ætlar Kristín að fjalla um leiklist- arnám. Verður i því sambandi rætt um Leiklistarskóla íslands, starf hans og eins hvernig náminu er háttað. Leiklistarskólinn var stofnaður árið 1975, um haustið, og hefur hann nú þeg- ar útskrifað um 40 nemendur, þó svo að hann sé bara á fjórða ári. Rætt verður við Pétur Einarsson leikara og skólastjóra Leiklistarskólans. Pétur mun segja frá markmiði skólans og hvaða möguleikar bjóðast eftir að námierlokið. Einnig verður rætt við Karl Ágúst Úlfsson sem er nemandi í Leiklistar- í kvöld kl. 21.15 endursýnir sjón- varpið leikrit Matthíasar iohannessen, Ófelíu, en það var áður á dagskrá 15. febrúar 1976. Leikritið er í svart/hvítu. Leikstjóri er Helgi Skúlason en með aðalhlutverk fara Helga Bachmann, Þorsteinn Gunnarsson og Jón Sigur- björnsson. Leikmynd gerði Snorri skólanum og er á öðru ári. Verður jafn- framt þvi rætt við Helgu Thorberg sem útskrifaðist fráskólanum sl. vor. Helga ætlar að lýsa hvernig það sé að vera komin út I atvinnulífið eftir að hafa setið á skólabekk Leiklistarskólans. Leiklistarskóli lslands er þrjú ár í námi og einn vetur í nemendaleikhúsi. Nemendaleikhúsið hefur staðið fyrir sýningum á vorin en I fyrra setti leikhúsið upp þrjú verk. Fyrsta verk leikhússins í fyrra var leikritíð Breytingin og átti leikurinn að gerast I Kína. Annað var síðan Pilsa- þytur, sem naut mikilla vinsælda, og svo kom Slúðrið eftir Flosa Ólafsson. Leiklistarþátturinn er stundar- fjórðungs langur. -ELA. Sveinn Friðriksson en upptöku annaðist Tage Ammendrup. Leikrit þetta er bæði forvitnilegt og dálitið óvenjulegt en það fjallar um þær söguhetjur sem Shakespeare skóp, Hamlet og Ófelíu. Meistarinn sjálfur birtist á sviðinu og þau skötuhjúin álasa honum fyrir örlög sín. Hann fer að grennslast fyrir um hvort hann sé þekktur manna á meðal en þau segja honum að svo sé ekki. Segja má að það sem vaki fyrir höfundinum, Matthíasi Johannessen, með þessu verki sé að sýna fram á að persónur Shakespeares lifi höfundinn. Leikrit þetta var tekið upp sumarið 1976 og er það hálftíma langt. -ELA. J r—r-------------------------------- ÓFELÍA—sjónvarp í kvöld kl. 21.15: Shakespeare, Hamlet og Ófelía —í íslenzku leikriti sem endurflutt er í kvöld Verð: 79.200. 57.800.- 51.500.- Þessi Quartz tölvuúr eru framleidd af stærstu úra- vérksmiöjum Sviss „Ebauche ”, sett saman af fíelma Watt h Ltd. Swiss, úr einingum og því auöveld í viögerú. Þau eru meö vísum og venjulegri skífu, högg- varin, vatnsvarin og ganga fyrir einni rafhlööu sem endist ca 12—18 mánuöi. Núkvæmni í gangi er ea 3 mín. + eöa — á ári. Yfir 50 mismunandi geröirfyrir dömur og herra. Verö frá kr. 47.500.-1 árs ábyrgö. Úrframtíöarinnar. ÚR 0G SKARTGRIPIR JÓN 0G ÓSKAR LAUGAVEG! 70 SÍMI 24910 PÓSTSENDUM OPIÐÁ LAUGARDÖGUM GÓLF- OG SKRIFBORÐSLAMPAR • EIIMIMIG NÝJAR SENDINGAR LOFTLAMPA FRÁ SVÍÞJÓÐ OG ÍTALÍU SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suöurlandsbraut 12 simi 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.