Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 48

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 48
I Sett undir lekann hjá borgarstjórnarmeirihlutanum? „Höldum samstarfinu heils hugar áfram” —segir Björgvin Guömundsson „Það ber ekki að líta á þetta sem vis- bendingu um, að við viljum slíta sam- starfi meirihlutaflokkanna í borgar- stjórn. Borgarmálaráð Alþýðuflokks- ins samþykkti á laugardaginn, að Al- þýðuflokkurinn vildi halda samstarf- inu heils hugar áfram,” sagði Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi (A) í við- tali við DB í gær. Borgarmálaráðið ákvað til að hindra klofning milli fulltrúa flokksins við atkvæðagreiðslur i framtíðinni, að yrði ágreiningur milli fulltrúanna skyldi honum vísað til borgarmála- ráðsins og fulltrúar hlíta úrskurði þess við atkvæðagreiðslur. „Æskulýðsmálið var ekki meiri- hlutamál,” sagði Björgvin, sem taldi ekki unnt að tala um klofning meiri- hlutans, þótt fulltrúar Alþýðuflokks- ins styddu ekki tillögu Þórs Vigfússon- ar (AB) í því máli. Málið hefði ekki verið borið upp af meirihlutanum, en einstökum borgarfulltrúum væri að sjálfsögðu heimilt að flytja þær tillög- ur sem þeim sýndist. Til þess að mál teldist meirihlutamál yrði það að fá sérstaka meðferð í viðræðum fulltrúa allra meirihlutaflokkanna. „Það kom því engum á óvart, þótt atkvæði skipt- ust svona um tillögu Þórs,” sagði Björgvin. Þór Vigfússon lagði til, aö útiskemmtanir yrðu haldnar á vegum æskulýðsráðs og Tónabær opnaður á ný. Sjálfstæðis- og alþýðuflokksmenn stóðu saman að því að hindra fram- gang tillagna Þórs. Samþykkt var til- laga frá Sjöfn Sigurbjörnsdóttur (A) með atkvæðum sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmanna um útiskemmtanir, sem halda skyldi á vegum ráðsins, og gekk hún öllu lengra en tillaga Þórs. Björgvin taldi þetta ekki stofna sam- starfi meirihlutans í hættu en öðru máli gegndi um sorphirðugjaldsmálið, þar sem það „slys” hefði orðið að Sjöfn stóð með sjálfstæðismönnum að því að fella álagningu gjaldsins. Björg;- vin taldi, að slíkt ætti ekki að koma fyrir aftur. -HH frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 11. DES. 1978. Bfl stolið Gamall Volkswagen-bíll, sem stóð við heimili eiganda síns við Víðihvamm í nótt, freistaði ein- hverra lítt sómakærra manna. Þeg- ar eigandinn ætlaði til vinnu í morgun var bifreiðin horfin. Bíllinn ber skrásetningarnúmer- in Y-3717 og er drapplitaður. Eig- andinn á ákaflega bágt með að vera án vagnsins og biður alla sem orðið hafa bilsins varir að láta lög- regluna í Reykjavík eða Kópavogi vita hvar hann er niður kominn. Banaslys á Hnífsdalsvegi: 17 ára Isfirðingur fórst f bflslysi — bfll með fjórum farþegum valt 20 metraniðurífjöru Sautján ára Ísfirðingur, Gautur Úlfarsson, Sólgötu 8 ísafirði, beið bana í bifreiðarslysi í Eyrarhlíð á Hnífsdalsvegi í fyrrinótt. Annar piltur í sama bil slas- aðist alvarlega og var fluttur flugleiðis til Reykjavíkur snemma á sunnudagsmorg- un. Slysið varð um kl. eitt aðfaranótt sunnudags. Ejórir piltar voru saman í bíl á Hnífsdalsvegi. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar á Isafirði fór bíll þeirra fyrst yfir á öfugan vegarhelming en síðan út af réttum megin og niður í fjöru, þar sem hann hafnaði á hvolfi. Niður eru um tuttugu metrar. Gautur heitinn lézt um"það leyti sem komið var með hann á sjúkrahúsið á Ísa- firði. Ökumaður bifreiðarinnar og þriðji farþeginn fengu að fara heim af sjúkra- húsinu í gær. Þeir eru allir ísfirðingar á líku reki. ÓV Þetta er jólasveinn dagsins, Bjami Steingrímsson leikari I gervi jólasveinsins „Tjaldafeykis”. Bjarni var snöggur upp ú lagið erhann var spurður aðþvl, hvershann óskaðisérl jólagjöf: „Ég er nú hólfgerður jólasveinn svona dags daglega og óttavilltur og vil þvífó óttavita íjólagjöf. ” Ljósm. Ragnar Th. f éM ffHf- !&*■ 1 * ■ í 'i 'ÆBm.:- • m JKjSmÍl'J I 'j í & i J r ^ ■ W 'M Björgvin Halldórsson söngvari gekk í það heilaga með Ragnheiði Reynisdóttur i Kristskirkju í Landakoti á laugardaginn. Úti fyrir fögnuðu þeim vinir og ættingjar með hrísgrjónum, eins og sjá má á myndinni. Ragnheiður er kaþólskrar trúar, en þau Björgvin eiga saman tveggja ára dóttur. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Nú erkomið að nœstslðasta hluta jólagetraunarinnar. Jólasveinninn efast um að nó ó leiðarenda eins og þið sjóið. Hvaða umferðarmerki veldur þessum vafa hans? Þegarþið hafið fundið lausnina klippið þið seðilinn út og geymið með þeim sex sem þið hafið þegar safnað. Slðasti miðinn kemur svo I nœsta blaði. Jólainnkaup á eftiráætlun: Peningaleysi og ótti við atvinnu- leysi áberandi „Jólainnkaupin eru að minnsta kosti hálfum mánuði á eftir þvi sem þau voru í fyrra. Fólk virðist hreinlega ekki hafa peninga. Það var ekki fyrr en eftir mánaðamótin að innkaupin fóru af stað, eftir að launin voru komin,” sagði einn af þeim mörgu kaupmönnum sem DB ræddi við í síðustu viku. Aðrir virtust sammála honum. Fólk væri illa statt fjárhagslega, verr en fyrir jólin í fyrra. Einn orð- aði þetta svo: „Menn eru hættir að spyrja hvar endar þetta. Þeir spyrja hvenær endar þetta. Menn virðast ekki einu sinni vissir um að halda vinnunni öllu lengur.” DS Kaupið°<9\ TÖLVUR W BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.