Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. I 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Fallbyssurnar frá Búkarest voru meisturum Vals ofviða I —Dynamo Búkarest sigraði Val 25-19 í Laugardalshöll á Evrópukeppni meistaraliða Rúmensku fallbyssurnar frá Búkarest voru íslandsmeisturum Vals fremri er Dynamo Búkarest og Valur mxttust i Evrópukeppni meistaraliða á laugardag i Höllinni. Rúmenarnir sigruðu 25-19. öruggur sigur og verðskuldaður. Sann- leikurinn var, að gæðamunur var á liðun- um, snilldartaktar Rúmenanna voru Val einfaldlega um megn. Valsmenn áttu ekkert svar við hinum frábæra Penu Cornel I marki Rúmenanna, þrautreynd- ur landsliðsmaður, 35 ára gamall en sýndi engu að síður skjót viðbrögð. Og Valsmenn áttu ekkert svar við rúmensku stórskyttunum Grabouschi Miroea og Flangea Olimpiou. Ákafiega skotfastir leikmenn. Þrumufleygar þeirra höfnuðu út við stengur Valsmarksins. Bedivan Miroea hélt öllu spili Rúmena gangandi. Hvergi veikur hlekkur I liði Rúmena. Valsmenn fundu ofjarla sina i liki Rúm- ena. Hinum tvö þúsund áhorfendum í Höllinni duldist ekki að það voru snill- ingar þar sem Rúmenar voru. En Vals- menn, þrátt fyrir að um öfluga andstæð- inga væri að ræða, ollu vonbrigðum. Það voru aðeins þrír leikmenn er aldrei gáfu eftir, spiluðu af festu og krafti i liði Vals. Aðrir leikmenn beinlínis gáfust upp, eða náðu sér aldrei á strik. Þessir þrir voru landsliðsmennirnir Þorbjörn Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson og Steindór Gunnarsson. Þeir léku af krafti og festu. Báru af i liði Valsmanna. Skoruðu 14 af 19 mörkum Vals. Hvort heldur var í vörn eða sókn þá báru þre- menningarnir af. Það var nánast bros- legt að sjá fyrrum fyrirliða íslenzka landsliðsins, Jón H. -Karlsson, stökkva upp fyrir framan varnarvegg tveggja metra risa'og skjóta með vinstri. Auð- vitað hirti varnarveggurinn skot Jóns. 1 sjálfu sér er alls ekki slæmt af Val að skora 19 mörk gegn jafn sterkri vörn Rúmena, og gegn jafn.góðum markverði og landsliðsmanninum margreynda, Cornel. Það var vörnin, sem fyrst og fremst brást, og markvarzlan í beinu framhaldi af því. Nánast undantekning ef varnarveggur Vals náði að „blokkera” skot. „Ég átti von á, að Valsmenn yrðu mun harðari i vörninni en reynd varð á. Að þeir mundu ganga eins langt og dóm- ararnir leyfðu, eins og Víkingar gerðu gegn Ystad á dögunum. En því var ekki að heilsa, þess í stað beinlinis veittu þeir rúmensku leikmönnunum frið til að at- hafna sig,” sagði hinn ágæti dómari, Svenson, frá Danmörku eftir leikinn. Vissulega rétt. Valsmenn voru engan veginn nógu grimmir i vörninni. Og þar fyrst og fremst brugðust Valsmenn. Rúmensku stórskytturnar Olimpiou og Miroea fengu næði til að stökkva upp, og þá var ekki að sökum að spyrja. í fyrstu sókn sinni misnotuðu Vals- menn víti, Cornel varði frá Þorbirni og Rúmenar skoruðu tvö fyrstu mörk leiks- ins. Um miðjan fyrri hálfleik hafði Dynamo náð fjögurra marka forustu, 8- 4. Valsmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 8-9 og fjórar minútur til leik- hlés. En Rúmenar svöruðu með tveimur mörkum fyrir leikhlé, 11-8. í síðari hálf- leik varð fljótlega Ijóst hvert stefndi. Rúmenar komust í 14-10; Síðan 18-12, sex marka forusta Dynamo, síðan sjö mörk, 23-16. Valsmenn náðu að minnka muninn í lokin, sex mörk skildu, 25-19, öruggur sigur Dynamo Búkarest og erfiður leikur í Rúmeníu framundan. Viðureign Vals og Dynamo Búkarest staðfesti það djúp sem er á milli liða Norðurlanda og A-Evrópu. Valur og Víkingur hafa i Evrópuviðureignum sinum staðfest að að minnsta kosti þessi tvö íslenzku topplið eru fyllilega sam- bærileg við hin beztu á Norðurlöndum. Þegar hins vegar kemur að austurblokk- inni þá eiga lið frá Norðurlöndum mjög I vök að verjast. Þannig töpuðu Danir nýlega með átta mörkum fyrir Sovét- mönnum, A-Þjóðverjar sigruðu Dani, Svia og Norðmenn örugglega á móti i Noregi alveg nýlega. Hinir þrautþjálf- uðu atvinnumenn frá A-Evrópu hafa af- gerandi forustu í handknattleiknum. Aðeins V-Þjóðverjar hafa náð að rjúfa einokun A-Evrópu, eftir mörg ár í kuld- anum í alþjóða handknattleik. Íslenzk lið verða alveg að ná toppleik ef jöfn viðureign á að vera. íslenzk félagslið eiga mjög í vök að verjast, það hefur sannazt á undanförnum árum. Hins vegar getur landslið okkar á stund- um náð að veita verðuga mótspyrnu, en aðeins á góðum degi — mjög góðum degi. Valsmenn náðu engan vegin topp- leik gegn Dynamo Búkarest i Höllinni og því fór sem fór. Með baráttu, meiri hörku í vöm, þá hefðu Valsmenn getað veitt meiri mótspyrnu, en sú samstaða náðist engan veginn innan Valsliðsins. Mörk Vals skoruðu: Þorbjörn Guð- mundsson 7, 3 víti, Steindór Gunnars- son 4, Bjarni Guðmundsson og Jón Pétur Jónsson 3, Jón Karlsson 2. Hjá Rúmenum skoraði Flangea Olimpiou mest, 6 mörk, Grabouschi Miroea og Bedivan Miroea skoruðu 5 mörk hvor. Mjög góðir dómarar voru Danirnir Kristiansen og Svenson — allt fas þeirra og framkoma bar merki öryggis og valds. Frábærirdómarar. H Halls. Víkingur sigraði ÍR - 24-21 íl.deild Vikingur sigraði ÍR 24—21 I 1. deild íslandsmðtsins I handknattleik á föstu- dagskvöldið. Víkingar höfðu ávallt und- irtökin, höfðu yfir i leikhléi 14—10. Léku á köflum mjög beittan söknarleik þar sem ungu mennirnir, Erlcndur Her- mannsson og Sigurður Gunnarsson stálu senunni frá þekktari nöfnum Vfkings. Erlendur Hermannsson er nú í mikilli sókn, vex með hverjum leik og þrumu- flcyga Sigurðar Gunnarssonar réð Jens Einarsson ekki við. Þrátt fyrir ósigur ÍR er greinilegt að liöiö er nú I sókn. Sér I lagi fer sóknar- leikurinn batnandi. Vlkingar urðu f.vrir áfalli, Kristján Sigmundsson snéri sig illa í síðari hálfleik og varð Rósmundur Jónsson, hinn gamalreyndi markvörður Vikinga að hlaupa I markið þar sem Eggert Guðmundsson, varamarkvörður Vikings var einnig meiddur. Slæmt fyrir Viking þar sem Evrópuleikurinn i Ystad er aöeins eftir viku. Mörk Víkings skoruðu: Erlendur Hermannsson 7, Ólafúr Jónsson, Sigurð- ur Gunnarsson og Árni Indriðason 4 hver, Árni 1 víti. Ólafur Einarsson 3, Viggó Sigurðsson 2. Mörk ÍR: Brynjólf- ur Markússon 7, Sigurður Svavarsson 5 — 5 víti. Vilhjálmur Sigurgeirsson, Sig- urður Gíslason og Bjarni Bessason 2, Guðjón Martcinsson 3. Leiknir gaf ieikinn við Þór Leiknir úr Breiðholti gaf viðureign sina við Þór úr Vestmannaeyjum. Liðin áttu að leika I Eyjum um helgina I 2. deild tslandsmótsins I handknattleik en Leiknir gaf. Þetta var mjög bagalegt fyrir Þór, þvi félagið missti þarna af dýr- mætri tekjulind. Aðsókn I Eyjum hefur verið mjög góð I vetur en Þór hefur vegn- að mjög vel. Því tvö stig til Eyja og Þór eina félagið I 2. deild er ekki hefur tapað leik. FÓV. Steindór Gunnarsson kastar sér inn af llnu og skorar af öryggi eitt fjögurra marka sinna. DB-mynd Hörður. DEN KONGELIGE PORCELAIN SFABRIK A/S Jólaplattinn 1978 JÓHANNES NORÐFJÖRÐ HF. Hverfisgötu 49, sfmi 13313. Laugavegi 5, sfmi 12090.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.