Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.12.1978, Qupperneq 28

Dagblaðið - 11.12.1978, Qupperneq 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. Noregurogísland: JAN MAYEN-SAMNINGUR NU LAUSN Á DEILUNNIUM LÖGSÖGU Á BARENTSHAFI? „Bæöi Norömenn og lslendingar eru aö kanna þýðingu fiskimiðanna umhverfis Jan Mayen. Enn hefur ekki verið tilkynnt af hálfu norskra yfirvalda hvernær útfærsla efnahagslögsögu Norðmanna umhverfis Jan Mayen verður stækkuð og er varla búizt við neinni tilkynningu um það fyrr en á síðari helmingi næsta árs,” segir i frétt frá Upplýsingaþjónustu Noregs, NORIMFORM, um gang viðræðna þeirra við bæði Sovétmenn um Barents- hafið og við íslendinga um hafsvæðið umhverfis Jan Mayen. „Enn hafa form- legar viðræður við íslendinga ekki átt sér stað en vaxandi þrýstingur er á þarlend stjórnvöld um að taka upp viðræður,” segir ennfremur í frétta- bréfinu. Norðmerin leggja áherzlu á að úrslit samninga við íslendinga í máli þessu hafi mikla þýðingu fyrir gang mála i viðræðum þeirra við Sovétmenn um efnahagslögsögu á Barentshafi en þar hangir mun fleira á spýtunni. Auk fisk- veiðiréttinda er hernaðarlögsaga eitt meginmál þeirra viðræðna og hafa viðræðurnar siglt i strand. Fyrsta þingsályktunartillagan sem flutt var á Alþingi i haust var tillaga Eyjólfs Konráðs Jónssonar og fleiri þing- manna Sjálfstæðisflokksins þess efnis að þegar yrði aflað „upplýsinga um land- grunn íslands og afstöðu til nálægra rikja”. Segir í greinargerð með þings- ályktunartillögunni að réttur strandríkja til 200 mílna efnahagslögsögu sé nú mjög til umræðu á alþjóðavettvangi. Beri því að kanna stöðu þeirra mála vandlega af Íslands hálfu til að við berum ekki skarðan hlut frá borði í þeim samningum, sem í kjölfar Hafréttarráð- stefnunnar koma. Er talið líklegt að samningar okkar við Norðmenn nú um miðlínu á milli Islands og Jan Mayen, sem er í 290 mílna fjarlægð, eða einhverjir samningar í þá átt, geti reynzt hag- stæðari er frá líður og að Norðmenn geti bent á þá samninga máli sínu til stuðnings i samningaviðræðum við Sovétmenn. -HP- ROCKWOOL Sparnaður á komandi árum. HITAKOSTNAÐINN Einangrun gegn hitaf eldi, kulda og hljóði, auðvelt í upp- setningu Algengustu stærðir ávallt fyrirliggjandi. Lakjargötu 34, Hafnarflrfti síini 50975 Philips kann tökin á tækninni - Næg bílastæði í Sætúni 8 heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.