Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 40
40
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978.
Stjömur iskónum
Efég hitti íítinn strák á leiðinnL.
STJÖRNUR i SKÓNUM - Li6ðlélaglð
Útgafandi: Almanna bðkaf éUgið (P-7801)
Upptökumaður James Kay
Hljóðblöndun: Garðar Hansan Cr Ljóðfólagið
Hljóðrftun: Hljóðrítíhf.
Ljóðverk hefur Sveinbjörn Bald-
vinsson kosið að nefna það sem er að
finna á hljómplötunni Stjörnur í
skónum. Þetta er þrískipt verk, upp-
lestur, söngur og leiknir kaflar eða
instrumentaJ, eins og það er oftast
kallað. Þrátt fyrir þessa þriskiptingu
eru Stjörnur i skónum heilsteypt
plata þar sem hver kafli tengir ann-
an.
Viðfangsefni Sveinbjörns og
félaga hans, sem saman kalla sig
Ljóðfélagið, er heimur barnsins.
Hann er þarna túlkaður á afar
skemmtilegan og trúverðugan hátt
sem fær hlustandann ósjálfrátt til að
bera bernsku sina- saman við Ijóð-
verkið. Sveinbjöm Baldvinsson er
höfundur bæði texta og Ijóða. Hann
hefur neitað því í viðtali að verkið sé
á nokkurn hátt tengt bernsku sinni.
En hvers barnæsku svo sem hann er
að yrkja um þá tekst honum að skila
efninu frá sér á svo sannfærandi og
látlausan hátt að einhver sjálfsævi-
söguleg reynsla hlýtur að vera höfð
til hliðsjónar.
Þegar ég verö stór
þá ætla ég
að labba hérna eftir götunni
og ef ég hitti litinn strák
á leiðinni
þá ætla ég að leika við hann
og gefa honum sælgæti.
Bréf frá Steina
Reykjavíkó.desember 1978
Hr. ÁsgeirTómasson.
Ég ætla að koma alvarlegri
áminningu á framfæri við þig.
Orðið „ærulaus" er dálítið hættu-
legt og vandmeðfarið þar sem merk
ing þcss getur verið mjög teygjanleg.
Ég virði rétt þinn til að gagnrýna
textana mína og um þá máttu segja
það sem þér sýnist — en farðu var-
lega í að fullyrða eitthvað um mig
persónulega. Ég hef óflekkað mann-
orð, á borgaralega vísu, og get þvi
ekki sætt mig við að vera kallaður
ærulaus (á prenti).
Að vísu grunar mig að þú teljir
mig lítilsnýtan textahöfund (sbr
gagnrýni þina á sólóplötu Lindu
Gisladóttur). Sé svo, þá finnst mér
að þú hefðir átt að segja „ærulaus
sem textabullari” en ekki bara „æru-
laus textabullari". Á þessu tvennu er
mikill munur.
Eg vona að þú sjáir þér fært að
leiðrétta þetta við fyrsta tækifæri og
ætla ég að gefa þér frest til áramóta
— nema þú viljir heyra frá mér
aftur. Æra mín er mér nefnilega
mjög mikils virði þótt textarnir mínir
séu það i sjálfu sér ekki.
Vonandi tekurðu þetta ekki illa
upp.
Virðingarfyllst,
Þorsteinn Éggertsson
(sign)
Vesturgötu 22,
101 REykjavik.
Svar:
Það gleður mig ósegjanlega að
Þorsteinn Eggertsson hefur skilið
eðli málsins þó að litið sem hafi fallið
niður í umsögn minni um texta hans
á sólóplötu Lindu Gísladóttur. Þóað
ég líti svo á að þarna sé um óttalegan
tittlingaskít að ræða bar ég málið
undir lögfræðing og ágætan
íslenzkumann. Lögfræðingurinn
hafði átt erfiðan dag og leit á bréf
Þorsteins sem brandara dagsins.
Íslenzkumaðurinn taldi að Þorsteinn
hefði talsvert til síns máls, sér i lagi
þegar „ærulausi textabullarinn”
væri slitinn úr samhengi við annað
sem í umsögninni stóð.
Því skal ég í framtíðinni titla Þor-
stein ærulausan sem textabullara en
ekki ærulausan textabullara —
nema náttúrlega að hann taki sig
saman í andlitinu og fari að vanda
sig. - ÁT
Þetta Ijóðbrot úr Stjörnum í skón-
um er dæmigert fyrir þá barnslegu
einfeldni sem höfundi hefur tekiztað
draga fram. En það eru fleiri en
Ljóðfélagið sem syngja um bernsk-
una þessa dagana. Þannig yrkir Þor-
steinn Eggertsson á sólóplötu Gunn-
ars Þórðarsonar:
Áfram seilast ár
sannleikurinn grár
kyrklr þeirra kæti
og kostar bitur tár.
Slæmir draumar rætast
og skilja eftir sár
sem sjást þegar
lit ég gamalt fólk og grátt...
Þama er hugarfarið það sama og á
Stjörnum i skónum, söknuður hins
fullorðna yfir glataðri barnæsku.
Stjörnur i skónum er vissulega
eiguleg plata. Hún er ólik flestum
öðrum því að hún er bæði til
skemmtunar og íhugunar hlustend-
um sínum en ekki aðeins afþreying-
ar. Það er frábær skemmtun að
heyra Ragnheiði Steindórsdóttur,
;inn Ljóðfélaganna, lesa textann.
Aðrir félagsmenn standa sig óaðfinn-
anlega. Þeir sýna svo sem engin til-
þrif en á flutningi þeirra eru heldur
íngir agnúar sem þörf er á að
ikammastútaf.
Sveinbjöm Baldvinsson annast
mest allan söng á plötunni. Ástæða
:r til að benda á hve áherzlur máls-
ins eru réttar í söng hans. Það vill
brenna við hjá jafnvel okkar albeztu
dægurlagasöngvurum að þeir leggja
oft áherzlu á annað eða jafnvel
þriðja atkvæði orða. Þetta stafar
vafalaust af þeim erlendu textum
»em þeir hafa orðið að kyrja á dans-
leikjum um langan aldur.
- ÁT
ÞURSFLOKKURINN - Hlnn islanzki þurea-
flokkur
Útgefandi: Fálkinn hf. (FA-008)
UpptökumaOur Jamos Kay
Hljóðblöndun: Ralph Moss
Hljóflrítun: Hljóðnti júl. £t sept 78
Tvær hljómplötur á jólamarkaði
1978 eru talsvert annars eðlis en flest
það sem gefið hefur verið út á
undanförnum árum. Fyrst skal
nefna plötuna Stjörnur í skónum.
Hin er plata Þursaflokksins.
Þursaflokksplatan er ólík öðrum
fyrir þá sök að hún er mun þyngri en
gengur og gerist. Yfirleitt allt sem ís-
lenzkir útgefendur láta frá sér fara
flokkast undir það sem á ensku er
kallað soft rock og middle of the
road music. Ég man ekki eftir veru-
lega þungri plötu siðan hljómsveitin
Náttúra sendi frá sér plötuna Magic,
Key fyrir miðjan þennan áratug.
Það var þvi svo sannarlega tími til
kominn að einhver tæki sig saman i
andlitinu og bætti úr þessum skorti.
Upphaflega var Þursaflokkurinn
stofnaður til að skemmta aðeins
tvisvar til þrisvar sinnum. Tónlist
flokksins fékk slikar viðtökur að
flokksmenn ákváðu að halda áfram
dulítið lengur. Nú er Þursaflokkur-
inn orðinn atvinnuhljómsveit, hefur
skilað frá sér einni ágætri hljóm-
plötu, er með aðra í smíðum, fór ný-
Hinn íslenzki þursafiokkur
Loksins kom „þung" plata
lega í hringferð um landið, hyggst
bráðlega heimsækja frændur vára í
Danmörku og Sviþjóð og fara auk
þess til Finnlands. Sjálfsagt er hægt
að hafa afrekaskrá liðsmanna Þursa-
flokksins lengri en þessi listi ætti að
nægja.
Á plötunni Hinn íslenzki þursa-
flokkur eru átta lög frá ýmsum tim-
um. Tvö eru eftir Egil Ólafsson
æðstan Þursa. Eitt samdi Egill í sam-
vinnu við Sigurð Bjólu, hin eru
dægurlög frá fyrri öldum. Elzt þeirra
mun vera Stóðum tvö i túni. Vísan
er ort undir dróttkvæðum hætti og
er að finna í Víglundar sögu. Eldri
lögin hafa Þursarnir sótt flest ef ekki
öll í Þjóðlagasafn séra Bjarna Þor-
steinssonar á Siglufirði.
öll eru lög plötunnar prýðilega
flutt enda valinn maður i hverju
þursarúmi. Ef nefna ætti einhvem
galla þá er platan í heild helzt til til-
breytingarlaus. Það stafar af þvi að
aukahljóðfæri eru ekki notuð á plöt-
unni heldur ávallt sama hljóðfæra-
skipan. Þá syngur Egill Olafsson öll
lögin sem sungin eru. Undirraddir
eru engar sem hefðu þó væntanlega
aukið talsvert á .tilbreytinguna.
En hvað sem þessum ágalla liður
er Þursaflokksplatan ein sú athyglis-
verðasta sem út hefur komið á þessu
ári og jafnvel þótt lengra sé litið.
- ÁT