Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 38

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 38
38 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. Éflt Veðrið A AHhvöss austanAtt við suflur- ströndina, en vlflast kaldi annars staðar. Délltil rigning h Suður og Austurtandi. Víflast þurrt 6 Norður og Vesturiandi. Veflur kL 6 I morgun: Reykjavlk 6 stig og alskýjafl, Gufuskálar 5 stig og skýjafl, Gaharviti 4 stig og skýjafl, Akureyri 4 stig og alskýjafl, Raufar- höfn 3 stig, jrokumóðu og alskýjafl, Dalatangi 5 súg, ajskýjafl og rigning. Höfn Homafirfli 7 stig og atskýjafl og Stórhöffli I Vestmannaeyjum 7 stig og skýjafl. Þörshöfn i Fœreyjum 8 stig og ak skýjað, Kaupmannahöfn 6 stig og al- skýjafl, Oslfl -13 sdg og alskýjað, London 10 stig og láttskýjafl, Ham- borg 6 stig og alskýjafl, Madrid 10 stig og hálfskýjafl, Ussabon 13 stig og alskýjaö og New Yortc -4 stig og . heiflrikL Andlát Guðnason lézt 4. des. Hann var fæddur 23. sept. 1975. Foreldrar hans eru Þórunn Haraldsdóttir og Guðni Jónsson. Björn verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík i dag kl. 3. Elinborg Kristjánsdóttir lézt á Landspit- alanum I. des. Hún var fædd 20. maí 1908 á Flateyri við Önundarfjörð. For- eldrar hennar voru Þorbjörg Guð- mundsdóttir frá Höll í Haukadal, Dýra-1 firði, og Kristján Ásgeirsson verzlunar- stjóri Ásgeirsverzlunar, en hann varætt- aður frá Skjaldfönn í Norður-ísafjarðar sýslu. Þegar Elinborg var átján ára flutt- ist hún til Reykjavíkur með foreldrum sinum. Hún vann m.a. við afgreiðslu- störf hjá verzlun Guðna Jónssonar. 17. júní 1933 giftist hún eftirlifandi manni sinum, Edwin Árnasyni, og stofnuðu þau heimili sitt að Lindargötu 7, síðar númer 25. Þau eignuðust einn son, Árna. Elínborg verður jarðsungin frá Fossvogskapielluidagkl. 1.30. Lilja Sigurðardóttir, Kársnesbraut 28 Kóp., lézt i Landspítalanum fimmtudag- inn 7. des. Skarphéðinn Pálsson frá Kili, Skaga- firði, lézt I Borgarspitalanum föstudag- inn 8. des. Sveinn Friðrik Eyvinds verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. des.kl. 1.30. Guðfinnur Óskarsson, Otrateig 4 Rvik, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju I dagkl. 3. Guðmundur Ágóstsson, Bólstaðahlíð 48 Rvík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 12. des. kl. 3. Kvenfélag Háteissóknar Fundurinn veröur þriöjudaginn 12. des. í Sjómanna- skólanum. Ath. breyttan fundardag. Jólafundur Kvenfélags Grensássóknar veröur í kvöld, mánudag, kl. 20.30 i safnaðarheimilinu við Háaleitisbraut. Ýmislegt veröur til skemmtunar og gleöi. Félagskonur, takiö með ykkur gesti og mætiö vel og stundvislega. Hraunprýðiskonur Hafnarfirði Jólafundurinn veröur haldinn i Snekkjunni þriðjudag inn 12. desembcr kl. 8.30. Slysavamadeild kvenna í Kef lavík heldur jólafund mánudaginn II. þ.m. i Tjarnarlundi kl. 9e.h. Konur, fjölmenniö. Fuglaverndarfélag íslands Almennur fundur um rjúpuna og friðun hennar veröur haldinn i Norræna húsinu þriöjudaginn 12. desember 1978 kl. 8.30 e.h. Fyrst veröur sýnd kvikmynd um rjúpuna (Ein er upp til fjalla) og siðan hefjast umræður og verður Arnþór Garöarsson prófessor frummælandi. öllum er heimill aögangur, og gefst mönnum tækifæri á aö innritast i félagið. Má búast við fróölegum um- ræðum um þetta umdeilda mál. Kvenfélag Bæjarleiða Jóalfundur verður haldinn þriðjudaginn 12. des. kl. 20.30 að Siðumúla 11. Til skemmtunar verður blás 4 arakvartett sem leikur jólalög og fleira veröur til skemmtunar á fundinum. Muniö Jólapakkana. Jólafundur Kvennadeildar Slysavarnafélagsins i Reykjavik veröur haldinn fimmtudaginn 14. des. kl. 20 í Slysa- varnafélagshúsinu. Til skemmtunar verður sýni- kennsla á jólaskreytingum, jólahappdrætti, einsöngur, Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur, jólahugleiðing og fleira. Félagskonur fjölmennið og komið stundvíslega. - Kvenfélag Háteigssóknar Fundurinn verður þriðjudaginn 12. des. í SJómanna skólanum. Ath. breyttan fundardag. Digranesprestakall Jólafundur kirkjufélagsins veröur i safnaðarheimilinu viö Bjarnhólastíg mánudaginn 11. des. kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Nýir félagar velkomnir. Kvenfélag Bústaðasóknar Jólafundur veröurhaldinn mánudaginn II. des. kl. 20.30 stundvíslega. Framhaldaf bls.37 Hólmbræður—Hreingerningar. Teppahreinsun. Gerum hreinar íbúðir, stigaganga, stofnanir og fleira. Margra ára reynsla. Hólmbræður, simar 36075 og 72180, Félag hreingerningarmanna annast allar hreingerningar hvar sem er og hvenær sem er. Fagmaður i hverju starfi. Uppl. í síma 35797. Ökukennsla Ökukennsla — xfingatimar. Kenni á Toyota Cressida árg. 78. öku- skóli og prófgögn ef óskað er. Gunnar Sigurðsson, simi 76758 og 35686. Ökukennsla — bifhjólapróf. Kenni á Simca 1508 GT. Öll prófgögn og ökuskóli. Litmynd i ökuskirteini ef óskaðer. Engir lágmarkstimar, nemandi greiðir aðeins tekna tima. Nemendur geta byrjað strax. Magnús Helgason, sími 66660. ' Ökukennsla-æfingatlmar Kenni á Mazda 323 árg. 78, alla daga. Greiðslufrestur 3 mánuðir. Útvega öll prófgögn. ökuskóli ef óskað er. Gunnar Jónsson.sími 40694. Ökukcnnsla—Æfingatimar. Kenni akstur og meðferð bifreiða. Kenni á Mözdu 323 árg. 78. ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd i ökuskírteinið ef þess er óskað. Helgi K. Sesselíusson. Sími 81349. Ökukennsla — æfirigatimar. Kenni á Datsun 180B árg. 78, sérstak- lega lipran og þægilegan bil. Útvega öll prófgögn, ökuskóli, nokkrir ncmendur geta byrjað strax, greiðslukjör. Sigurður Gislason ökukennari, sími 75224. Ökukennsla — endurþjálfun. Kenni á Toyota Cressida árg. 1978. Ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd i ökuskirteinið ef óskað er. Guðlaugur Fr. Sigmundsson. Uppl. i síma 71972 og hjá auglþj. DB i sima 27022. H-845 Aðalfundir Fimleikadeild KR Aöalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 11. des. kl. 21 í KR-heimilinu. Venjulegaðalfundarstörf. Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar h.f. Vestmannaeyjum, fyrir árið 1977 veröur haldinn í mötuneyti Vinnslustöðvarinnar föstudaginn 29. desember nk. Aðalfundur Ósplasts hf. fyrir árið 1977 verður haldinn I félagsheimilinu á Blönduósi 14. des. 78 kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál. Lögfræðingafélag íslands Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 18. desember 1978 kl. 17.15 í stofu 101, Lögbergi. Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar halda aðalfund sunnudaginn 17. desember 1978 kl. 16.00 í félagsheimili kórsins að Freyjugötu 14, Reykjavik. Stjórnmaláfundir L A Jólafundur Sjálfstæðis- kvennafélagsins Sóknar Keflavík verður haldinn miðvikudaginn 13. desember kl. 20.30 í Æskulýðshúsinu Austurgötu 13. Dagskrá: 1. Rannveig Bernharðsdóttir, sýnikennsla á jólaskreytingum. 2. Soffia Karlsdóttir, jólahugleiðing. 3. Hreinn Lindal leikur á pianó og syngur einsöng. 4. Bingó. Sóknarkonur fjölmennið og takiö með ykkur gesti. Sjálfstæðiskvennafélagið Báran Akranesi heldur, jólafund í Sjálfstæðishúsinu Heiðarbraut 20 mánudaginn 11. des. kl. 9. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Hádegisfundur SUF Á næsta hádegisfundi SUF, sem haldinn verður þriðjudaginn 12. desember og hefst kl. 12, mun Jón Hjaltason veitingamaður koma i heimsókn og ræöa um það, hvernig gera mætti skemmtanalif ungs fólks fjölbreyttara. Mætum vel og stundvislega og tökum með okkur gesti. Huginn FUS Görðum og Bessastaðahreppi boöar til almenns félagsfundar i kvöld, mánudag, kl. 8.30 í Lyngási 12,Garðabæ. Fundarefni: Menntakerfið — Framhaldsnám. Bessi Jóhannsdóttir kennari flytur framsögu — Frjálsar umræöur. Fjölmennum. Félag sjálfstæðismanna í Langholti Fimmtudaginn 14. desember mun Jón Sólnes alþingis maður koma og ræða stjórnmálaviðhorfið. Fundar stjóri verður Elín Pálmadóttir. Umdæmisfulltrúar og fulltrúaráðsmeðlimir eru sérstaklcga boðaðir á þennan fund. Fundarstaður: Langholtsvegur 124. Fundurinn er opinn og öllum velkomið aö sækja hann. Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps heldur fund i Goðatúni fímmtudaginn 14. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: Hákon Sigurgrimsson ræðir skipu lagsmál Framsóknarfélaganna. Framsóknarfélag Reyðarfjarðar Almcnnur félagsfundur verður haldinn i Félagslundi i kvöld, mánudag, kl. 20.30. Framsóknarfélögin f Reykjavík Almennur félagsfundur verður haldinn á Hótel Esju mánudaginn 11. des. kl. 8.30. Frummælandi Tómas Ámason fjármála- ráðherra. Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldinn miðvikudaginn 16. desembcr kl. 20.30 að Hamraborg I, 3. hæð, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gunnar Thoroddsen alþm. ræðir um stjórnmálaviðhorfíð. Frjálsar umræður. Aðalfundur Loka, félags ungra sjálfstæðismanna i Langholti, verður haldinn mánudaginn 11. des. kl. 20.30 í félagsheimil- inu að Langholtsvegi 124. Dagskrá: Venjulegaðalfundarstörf. Stjóm kjördæmisráðs Reykjaneskjördæmis boðar til fundar með sveitarstjórnarmönnum Alþýðu- flokksins í kjördæminu, varamönnum þeirra og for- mönnum flokksfélaganna laugardaginn 16. desember kl. 14.00 í Félagsheimilinu Kópavogi 2. hæð. Fundar- efni: 1. Kynning sveitarstjórnarmanna og formanna flokksfélaganna. 2. Staða aldraðra í dag. Kristján Guðmundsson félagsmálastjóri hefur framsöju um félagsmál og ræðir sérstaklega um málefni aldraðra. 3. önnur mál. Frá Styrktarfélagi vangefinna Að gefnu tilefni vill Styrktarfélag vangefínna taka fram að félagið hefur enga fjáröflun í gangi fyrir þessi jól nema jólakort og bílnúmerahappdrætti, sem merkt eru félaginu. Styrktarfélagið varar eindregið við þvi að fólk kaupi varning þann sem fólk gengur mcð i hús og selur í nafn» líknarfélaga. Sjátfsbjörg Reykjavík Litlu jólin verða haldin þriðjudaginn 12. des. kl. 20.30 aðHátúni 12. Muniöjólapakkana. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Hin árlega jólasöfnun Mæðrastyrksnefndarinnar í Reykjavík er nú hafín. Hafa söfnunarlistar verið sendir i fjölmörg fyrirtæki og stofnanir i borginni að venju. Það er eindregin von nefndarinnar, að enn einu sinni bregðist Reykvíkingar vel við og láti nokkuð af hendi rakna til þess að hún geti létt hag og stutt viö bakið á fjölmörgum efnalitlum heimilum hér í borg* sem eiga við margs konar erfíðleika að etja. Munu bæði einstæðar konur og efnalítil heimili njóta þeirrar aðstoöar, sem veitt verður á komandi jólum af fé þvi, sem vonazt er til að safnist nú í desember. Aðstoðar- innar munu ekki aðeins konurnar njóta, hcldur einnig og ekki siður fjölskyldur þeirra, eiginmenn, börn og aldrað fólk, sem á heimilunum eru. Á síðasta ári gerði jólasöfnun nefndarinnar kleift að veita 276 efnalitlum aðilum í Reykjavík fjárstyrki. Skrifstofa nefndarinnar er að Njálsgötu 3, Reykja- vik, sími 14349. Fram að jólum verður hún opin aila virka daga kl. 1—6 og er bæði unnt að senda þangað fjárframlög, söfnunarlista og aðrar þær gjafír sem menn vilja koma á framfæri. Geðvernd Munið frímerkjasöfnun Geðverndar, pósthólf 1308, eöa skrifstofu félagsins Hafnarstræti 5, simi 13468. Skáldakvöld BK Álþýöubandalagiö í Kópavogi efnir til Skáldakvölds i Þinghól, miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 20.30. Meðal þeirra skálda sem lesa úr verkum sinum verða: Guðlaugur Arason, Ólafur H. Símonarson og Úlfar Þormóðsson. öllum er heimill aðgangur. Málfundafélagið Óðinn stofnað 29. marz1938 * Skrifstofa félagsins: Valhöll, Háaleitisbraut l, sími 82927. Fjáröflunamefnd óðins fer þess á leit við sjálfstæðis- fólk, að það gefi í styrktarsjóð félagsins. Árlega er veitt úr sjóðnum fyrir hver jól, til öryrkja og aldraðra Óðinsfélaga. Frímerkjasafnarar Sel islenzk frimerki og FCD-útgáfur á lágu verði. Einnig erlend frímerki. Heil söfn. Jón H. Magnússon, pósthólf 337, Reykjavík. Afgreiðslutími verzlana í desember Afgreiðslutími verzlana í desembermánuði, sam- kvæmt reglugerð um afgreiðslutíma verzlana i Reykjavík frá 1971 og kjarasamningi við. verzlunarmenn frá 22. júni 1977, má vera sem hér segir: Á föstudögum er heimilt að hafa verzlanir opnar til kl. 22.00. Á laugardögum er heimilt að hafa verzlanir opnarsem hér segir: 16. desember til kl. 22.00 23. desember til kl. 23.00. Á aðfangadag jóla, sem nú er sunnudagur, mega sölutumar vera opnir til kl. 13.00. Á gamlársdag, sem nú er einnig sunnudagur, mega sölutumar vera opnir til kl. 13.00. Fyrsta vinnudag eftir jól skal afgreiðslutimi hefjast kl. 10.00. íslensk fyrirtæki 1978—1979 er komin út Uppsláttarbókin lslensk fyrirtæki 1978—1979 er komin út. í bókinni er að finna ýmsar hagnýtar upp lýsingar um fyrirtæki, félög og stofnanir. íslensk fyrir- tæki er nú að mestu leyti unnin í tölvu og er það ný- mæli i bókaútgáfu hérlendis. Þar sem bók eins og þessi hefur að geyma mikið magn upplýsinga og mikið ná kvæmnisverk er að flokka upplýsingamar i aukaskrár, sparar tölvuvinnslan mikla vinnu og eykur ná- kvæmni. í íslenskum fyrirtækjum er að fínna aðalskrá, sem er skrá yfir fyrirtæki, félög og stofnanir, með upplýs- ingum um stofnár, heimilisfang, sima, telex, starfs- svið, stjórnendur, starfsfólk og fleira. Þá er i bókinni i fyrsta sinn söluskattsnúmeraskrá með nafnnúmerum og heimilisföngum fyrirtækja og stofnana. í bókinni er einnig viðskipta- og þjónustu- skrá sem er ítarlegasta skrá sinnar tegundar hérlendis. Skrá yfir innflutt vörumerki og umboðsmenn þeirra, skrá yfir útflytjendurogatvinnuflokkaskrá. ! islenskum fyrirtækjum eru viðskiptaupplýsingar á ensku og leiðbeiningar um notkun, þannig að hún ætti að koma erlendum aðilum, sem viðskipti eiga við ísland að gagni. í bókinni er einnig skrá yfír sendiráð og ræðismenn íslands og skrifstofur og umboðsmenn Flugleiða hf. Ritstjóri íslenskra fyrirtækja er Sigurður Konráös- son, en Frjálst framtak hf. gefur bókina út. Happdræ ttl Jólahappdrætti SUF Vinningur dagsins kom upp á nr. 4292. Vinningsins má vitja á skrifstofu SUF að Rauöarárstig I8 i Reykjavík. Slmi 24480. Jólamót TBR Jólamót TBR í unglingaflokkum verður haldið í TBR húsinu þann 17. þ.m. og verður keppt í einliðaleik í eftirtöldum flokkum. Piltar-stúlkur (f. 1960-1961) Drengir-telpur (f. 1962— 1963) Sveinar-meyjar (f. 1964— 1965) Hnokkar-tátur (f. !966ogsiðar) Keppnisgjald er kr. 1500 í drengir-telpur og piltar- stúlkur og 1000 kr. I hnokkar-tátur og sveinar-meyjar. Mótið hefst kl. 2 (stundvislega) Þátttökutilkynningar skulu berast til TBR fyrir miðvjkudaginn I3.des. Minningarkort Barnaspítala Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Landspitalanum, Bóka- verzlun Isafoldar, Þorsteinsbúð, Snorrabraut, Geysi, Aðalstræti, Vesturbæjarapóteki, Garðsapóteki, Breið- holtsapóteki, Kópavogsapóteki og Háaleitisapóteki i Austurveri. Minningarkort Kvenfélags Háteigssóknar eru afgreidd hjá Guðrúnu Þorsteinsdóttur, Stangar- holti 32, slmi 22501, Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitis- braut 47, sími 31339, Sigrlði Benónýsdóttur, Stiga- hlíð 49, slmi 82959, og i Bókabúð HUðar, simi 22700. Kvenfélag Hreyfils Minningarkortin fást á eftirtöldum stöðum: Á skrif- stofu Hreyfíls, simi 85521, hjá Sveinu Lárusdóttur Fellsmúla 22, sími 36418, Rósu Sveinbjamardóttur, Dalalandi 8, simi 33065, Elsu Aðalsteinsdóttur, Staöa- bakka 26, simi 37554 og hjá Sigríði Sigurbjömsdóttur, Stifluseli 14, simi 72276. Afmæii Sigríður Eiríka Magnúsdöttir frá Seyðisfirði, nú til heimilis að Ölduslóð 24, Hafnarfirði, er 75 ára í dag mánudag 11. des. Guðmundina Sigurrós Guðmundsdóttir, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði er 100 ára í dag, mánudag 11. des. Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 225 — 7. desember 1978. gjaldeyrir Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 1 Storiingspund 1 Kanadadollar 100 Danskar krónur 100 Norskar krónur 100 Sænskar krónur 100 Fkinskmörk 100 Franskir frankar 100 Balg. frankar 100 Svissn. frankar 100 GyUini 100 V-Þýzkmörk 100 Urur 100 Austurr. Sch. 100 Escudos 100 Pesatar 100 Yan 317.70 318.50 619.85 621.45 270.60 271.30* 5939.70 5954.70* 6171.35 6186.85* 7178.85 7196.95* 7830.90 7850.80* 7219.60 7237.80* 1049.50 1052.20* 18614.30 18661.20* 15291.70 15330.20* 16581.40 16623.20* 37.28* 37.48 2262.00 2267.70 677.75 679.45* 444.20 445.30 160.41 160.82* 349.47 350.35 681.84 683.60 297.66 298.43* 6533.67 6550.17* 6788.49 6805.54* 7896.74 7916.65* 8613.99 8635.66* 7941.56 7961.58* 1154.45 1157.42* 20475.76 20527.32* 16820.87 16863.22* 18239.54 18285.52* 41.12 41.23* 2488.20 2494.47 745.53 747.40* 488.62 489.83 176.45 176.90* * Brayting frá siöustu skráningu Sknsvarí vagna gongisskráningu 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.